Morgunblaðið - 02.04.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.1955, Blaðsíða 1
16 síður 42. árgangur 77. tbl. — Laugardagur 2. apríl 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsin* Hann þekkti ekki sjálfur hvítu svanafjacrirnar sem áttu eftir að lyfta honum íódauðleikann Allur heimurinn heiðrar minningu HLC. Andersens Effir Þorstein Ó. Thorarensen LJ Ó XI andarunginn, H. C. Andersen, valt úr egginu í Óðins- véum á Fjóni fyrir 150 árum. Hann lifði bernsku sína í fátæk- legum andagarði. Börnin köstuðu brauði og kökum út í vatnið og öll sögð'u þau: „Sá nýi er fallegastur, hann er svo ungur og indæll," og gömlu svanirnir lutu honum. Verzlunarfrelsisins minnzt með glæsilegri samkomu i Þióbleikhúsinu |Vu * l.-Py/ka stjormn mun rjúfa viðskiptasamband ú -H-Þýzkaland... Þjónustuhlutverk verzlunarinnar mikilvœgast REYKJAVÍK fagnaði í gær 100 ára afmæli verzlunar- frelsis á íslandi fánum skrýdd. Öll skip, sem voru í höfninni höfðu einnig dregið fána og skrautveifur við hún. Aðalhátíðahöld dagsins fóru fram í Þjóðleikhúsinu og hóf- ust þau kl. 2 eftir hádegi. Var þar húsfyllir, en meðal við- staddra voru forsetahjónin, flestir ráðherrar, forsetar Al- þingis, sendiherrar erlendra ríkja og forystumenn verzlun- srmanna. Voru þar fluttar ræður, ávörp og skemmtiatriði. mikla hlutverk hennar, að upp- ræta ótrúna á landið. Hann kvað tímabilið frá 1855 til aldamóta hafa verið gróðrar- og tilrauna- tímabil. íslenzkir kaupmenn og kaupfélög hefðu þá verið að vaxa upp. Hann árnaði íslenzkri æsku til hamingju með hinn nýja tíma Framh. á bls. 2 <§. • BONN, 1. apríl. —¦ Vestur þýzka stjórnin lýsti yfir því í dag, að hún myndi rjúfa við- skiptasamband við Austur- Þýzkalar.d, ef austur-þýzka stjórnin afnemur ekki hækkun tolla á vörum, sem fluttir eru með bifreiðum frá V.-Þýzka- landi til V.-Berlinar. • Vill stjórnin, að fulltrúar beggja aðila komi sem fyrst saman til að ræða möguleika á að slá af þessari margföldu tollahækkun. RÆÐA VIBSKIPTA- MALARAÐHERRA Samkoman í Þjóðleikhúsinu hófst með því, að Eggert Kristj- ánsson, formaður hátíðarnefndar, setti samkomuna og bauð gesti velkomna. Þá söng Karlakór Reykjavíkur þrjú lög, undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar tón- skálds, en síðan flutti Ingólfur Jónsson, viðskiptamálaráðherra, ræðu. Rakti ráðherrann þróun íslenzkrar verzlunar, ræddi hlut- verk hennár og minntist þeirra stórstígu framfara, sem orðið hefðu hér á landi í skjóli verzl- unarfrelsisins. Lét hann jafn- framt þá ósk í 'ljós, að íslenzk verzlun mætti jafnan þjóna al- menningi sem bezt. Var hinni á- gætu ræðu viðskiptamálaráð- herra mjög vel tekið. Er hún birt á bls. 9 hér í blaðinu í dag. Þá sungu Guðrún Á. Símonar og Guðmundur Jónsson einsöng og tvísöng, en síðan flutti Vil- hjálmur Þ. Gíslason útvarps- Stjóri ræðu. BAK VIÐ .TÁRNTJALÐ EINOKUNARINNAR Útvarpsstjóri komst meðal annars þannig að orði, að bak við járntjald einokunarinnar hefði verið önnur veröld en okk- ar er nú lifðum. Hann ræddi upp- runa íslenzkrar hagfræði og það. Frá hátíðahöldum verzlunarmanna í Þjóðleikhúsinu i gær. IWesti jarðskjálftí í manna minnum á Mindanao -^- MANILA, 1. apríl. — Mesti jarðskjálfti í manna minnum varð á Filippseyjum í nótt, er leið og mikilla jarðhræringa varð einnig vart árdegis í morgun. Á eyjunni Mindanao, er liggur syðst í eyjaklasanum, biðu 200 manns bana. Um 1,500 manns meídd- ust. Víða mynduðust stórar gluf- ur í jörð'na, og hús og önnur mannvirki hrundu til grunna á örfáum sekúndum. Vatnsleiðslur, síma- og rafmagnslínur eyði- löggðust víða. ¦Jp íbúarmr vöknuðu við vond- an draum. og flýði hver sem fætur toguðu — margir á nátt- klæðum eiTiuin saman — til að forða sér frá að grafast undir rústum húsa sinna.Raymond Mag saysay, forseti, mun fara á morg- un til Mindanao til að fá yfirlit yfir tjónift og hvað skuli gert til að bæta úr því sem fyrst. — Hefir hann lýst því, að „styrj- aldarástand" ríki nú í fjórum héruðum, þar sem allar sam- göngur við þessi héruð hafa roinað. (Ljósm. Mbl. Ol. K. M.) Það var hræðilegur hávaði, endurnar börðust um álshöfuð, en kötturinn krækti að lokum í það. — Vesalings Ijóti andarung- inn var bitinn og barinn, hrakinn og hæddur. Svona leið fyrsti dagurinn og alltaf fór versnandi. Allir lögð- ust á vesalings andarungann, og enda voru systkin hans vond við hann, og var viðkvæðið hjá þeim: „Bara að kötturinn tæki þig, afskræmið þitt!" Og móðirin sagði: „Ó, að þú værir kominn langt í burtu." Og endurnar bitu hann, og hænsnin hjuggu í hann, og stúlkan, sem átti að gefa ali- fuglunum, sparkaði í hann fæt- inum. Þá hljóp hann og flaug út yfir limgerðið.... Þannig er upphaf eins fegursta sigursöngs mannsandans. Töfrar og yndisþokki þessa lags eru í sjálfu sér ofur einfaldir, — vonin um yl eftir næðingskulda, —¦ trú- in á land handan við hafið — upprisa hins hrjáða og forsmáða. Án krossfestingar enginn sigur. ty qp qp í DAG munu spekingar um gerv- alla veröld vegsama meistarann. Og samlandar hans munu álíta hann einhverja beztu landkynn- ingu, sem þeir eiga. LÍTIB KVER KEMUR ÚT Skömmu fvrir jól árið 1835, þegar H. C. Andersen var þrítug- ur, gaf hann út fyrsta ævintýra- kverið sitt, sem hafði inni að halda fjögur glóandi gullkorn: Eldfærin, Litli Kláus og Stóri Kláus, Prinsessan á bauninni og Blómin hennar ídu litlu. Bókin var kölluð „Ævintýri, sögð fyrir börn". Þetta litla kver fékk hvarvetna hinar herfilegustu móttökur. —. Bókmenntagagnrýnendur blaða og tímarita tættu það í sundur. Var höfundinum ráðlagt að snúa sér að einhverju öðru þarfara viðfangsefni en að skrifa ævin- týri. Skal hér tilfærður einn kafli upp úr umsögn um bókina: — Að minnsta kosti er ekki hægt að halda því fram að sóma- tilfinning barnsins styrkist, þeg- ar það les um kóngsdóttur, sem sofandi ríður hundi til dáta, sem kys_sir hana og því næst þegar hún sjálf glaðvakandi lýsir þess- um dálaglega atburðí sem „und- arlegum draumi". Siðgæðis hug- myndir barnsins batna heldur ekki við það að lesa um bónda- konu, sem situr alein við borð með djáknanum, þegar eigin- maður hennar er ekki heima. Ekki styrkist heldur virðing Framh. á bls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.