Morgunblaðið - 03.04.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.04.1955, Blaðsíða 11
Sunnudagur 3. apríl 1955 MORGVNBLAÐIÐ 11 Aflantshafshandalagið sex ára Framh. af bls. 6 * V.-EVRÓPA — EIN HEILD Ernest Bevin lagði fram þá tillögu í neðri deild brezka þings- ins í janúar 1948, að Bretland, Frakkland, Belgía, Luxemburg og Holland gerðu með sér banda- lag í líkingu við Dunkerque-sátt- málann, ér Bretar og Frakkar gerðu með sér i marz 1947 „Við verðum að hafa í huga að fá aðr- ar evrópskar menningarþjóðir, þ. á. m. Ítalíu, til að taka síðar þátt í samvinnu um þessa hug- sjón. Við verðum að miða að því að skapa eina heild úr V.- Evrópu“. Upp úr ummælum Bevins spratt Brússel-sáttmálinn. En for ráðamenn V.-Evrópu-ríkja vildu ekki hætta við svo búið ■— fleiri þjóðir varð að fá til samstarfs um varnir vestrænna ríkja. Bid- ault, sem þá var utanrikisráð- herra Frakklands, sagði að vest- rænar þjóðir gætu aðeins með fulltingi Bandaríkjanna staðið við þann ásetning sinn, að veita hvor annarri hjálp, ef ráðist væri á þær. Blekið í undirskrift Brússel- sáttmálans var varla þornað, cr Rússar lögðu flutningsbann sitt á V.-Berlín, sem stóð í 323 daga. Þessi atburður og allur sá órói og kviði, er hann vakti meðal vestrænna þjóða, varð hvað mest til þess, að tekið var til óspilltra málanpa um að ganga endanlega frá sátt- mála ríkjanna báðum megin N.-Atlantshafsins, og hann var undirritaður skömmu áður en flutningsbanninu til Berlínar var aflétt. / * BANDARÍKIN OG KANADA SENDA ÁIIEYRNAR- FULLTRÚA Talsverður aðdragandi hafði verið að undirritun sáttmálans. Hinn 30. apríl 1948 hittust varn- armálaráðherrar og yfirmenn her foringjaráða ríkjanna, er stóðu að Brússel-sáttmálanum, í London til að gera áætlun um, að hve miklu leyti þeirra eigin hergagnaframleiðsla nægði og hversu mikla aðstoð þeir yrði að fara fram á við Bandaríkin. — Áheyrnarfulltrúar Bandaríkj- anna og Kanada áttu sæti á þess- um fundum frá byrjun júlímán- aðar þetta sama ár. Benti þetta greinilega til þess í hvaða átt xnálin stefndu. f september var ákveðið að koma á fót sérstakri varnarstofnun, er kallaðist varn- arstofnun vestrænna þjóða, og var Montgomery marskálkur gerður æðsti maður þessarar stofnunar, sem hafði aðalbæki- stöðvar í Fontainebleu í Frakk- landi. Það varð hlutverk þessarar stofnunar að leggja stóran skerf til varna hins frjálsa heims, og það, að hún varð til á friðartím- iijn, var sönnun þess, að aðilda- ríkin voru ákveðin í að standa hlið við hlið um gagnkvæma varnaraðstoð, ef til árásarstyrj- aldar kæmi. Og þar að auki lagði þessi stofnun þann grund- völl, er var ómetanlegur fyrir Atlansfhafsbandalagið, er fram í sótti, bæði á sviði hermála, efna- hagsmála og félagsmála. * VANDENBERG- SAMÞYKKTIN Enn var Þrándur í Götu, er ryðja þurfti úr vegi, til að Banda- ríkin gætu orðið aðili að varnar- samtÖkum vestrænna þjóða — breyta þurfti stjórnarskrá þeirra til að þau gætu stigið slíkt skref. f apríl 1948 tóku Marshall, utanríkisráðherra Bandaríkj anna Og aðstoðarutanríkisráðherrann, Lovett, að undirbúa framkvæmd þessa í samráði við öldungadmid- arþingmennina Vandenberg og Connally. — Vandenberg-þings- ályktunin var samþykkt í öld- ungadeild Bandaríkjaþings 11. júní 1948. Samþykkt þessi mark- aði djúptæka breytingu í stefnu Bandaríkjamanna í utanríkis- og ! varnarmálum á friðartímum og | gerði þeim kleift að gerast aðilar að alþjóðasamtökum, er hefðu j samvinnu um varnarmál, efna- hagsmál og félagsmál. ❖ ❖ ❖ Undirbúningsumræður að N.- Atlantshafssáttmálanum hófust 6. iúlí 1948 í Washington milli fubtrúa bandaríska utanríkis- ráðunevtisins og sendiherra Kan- ada og aðildaríkja Brússel-sátt- málant;. Þeear í upphafi var ákveðið. að þessi samningur, er gerði ráð fyrir gagnkvæmri varn- ai'aðstoð landanna beggja megin Atlantshafsins, skyidi gerður innan vébanda stofnskrár SÞ. -k I öfi" DRÖG AD ?»EGINATRIDUNUM Á umræðufundi þessum voru lögð drög að þeim meginatriðum, er stofnskrá Atlantshafsbanda- lagsins skvldi bvggð á. Stjórnir hinna siö fvrrnefndu ríkja lýstu sig sambykkar frumdrögunum að sáttmálanum, og 10. des. hófst í Washington lokaþátturinn í gerð sáttmálans. Það varð 1 jóst, er leið á sumarið 1948, og hugmyndin að slíku varnarbandalagi færðist nær því að komast í framkvæmd, að bandalag þetta mvndi ekki takmarkast við Bandaríkin og aðildaríki Brússel-sáttmálans. í október lýsti kanadiska stjórnin yfir því, að hún befði huga á að gerast aðili að sáttmálanum. Þiu lönd, er fru/nkvæði áttu að Atlantshafsbandalaginu vildu gjarna fjölga aðiljunum, og var þá einkum um að ræða írland og Svíþjóð, er hvorugt gengu í bandalagið, er til kast anna kom, ísland, Noreg, Dan- mörk, Portúga.1 og Ítalía — en Frakkar löirðu einkum áherzlu á. að ítalir gengu í bandalagið. ★ P4VMÖPK nr, NOREGUR Á BÁDIIM ÁTTUM Danmörk og Noregur höfðu verið á báðum áttum um, hvaða afstöðu þau ættu að taka til þess- ara varnarsamtaka. Norðurlöndin höfðu haft í hyggju að gera með sér sérstakan þáttmála, en um- ræður um hann höfðu farið út um þúfur. bar sem Svíþjóð hélt fast við hlutlevsisstefnu sína, en Norðmenn fullvrtu, að hverskon- ar varnarbandalag Norðurlanda hlvt.i að eiga samvinnu við aðrar vestrænar þlóðir. Hinn 5 febr. hélt utanríkisráðherra Norð- manna, Halvard Lange, til Was- hington til að kynna sér betur sáttmálann, sem var í bígerð. — Nokkrum klukkustundum áður en hann vfirgaf Ósló, fékk hann orðsendincqi frá Páðstjórninni, er bauð Noregi aðild að varnar- sáttmála, er hún hugðist hafa foraöngu um. Noregur varð að velia og tók bnnn kostinn að neita tilboði Ráð st.íórnarinnar og gerast aðili að Atlantshafsbandalaginu með bvi skilyrði, að herir erlendra ríkja væru ekki staðsettir á norskri grund svo lengi sem landið hefði ekki orðið fyrir árás. Portúgal ákvað einnig að verða eitt af Atlantshafsbandalagsríkjunum, ef það hefði ekki í för með sér nein vandkvæði á náinni sam- vinnu þess við Spán og með því skilyrði, að erlendir herir hefðu ekki bækistöðvar á Azor-eyjum á friðartímum. Danmörku, Nor- egi, Portúgal, ítah'u og fslandi var formlega boðin aðild að bandalaginu 15. marz 1949. Sátt- málinn var fullgerður 18. marz off birtur tveim vikum áður en aðildaríkin undirrituðu hann. ★ TEXTI SÁTTMÁLANS — BEZTA SVARIÐ Ráðstjórnarríkin höfðu gert ítrekaðar tilraunir til að koma í veg fyrir, að sáttmálinn yrði stað- festur. Ráðstjórnin beindi árás- um sínum fyrst í stað einkum að Brússel-sáttmálanum, og vöruðu Evrópu-ríkin einnig við því, að Atlantshafsbandalagið væri ekki annað en tæki auðvaldsríkjanna til að ná auknum yfirráðum. — Rússar sendu þeim tólf ríkjum, er voru í þann veginn að undir- rita sáttmálann, orðsendingu 31. marz og lýstu þar yfir því, að sáttmálinn bryti í bág við stofn- skrá SÞ. Orsendingunni var svar- að tveim dögum síðar, og gerð í fáum orðum grein fyrir því, að texti sáttmálans væri bezta svar- ið við staðhæfingum Ráðstiórn- arinnar, þar sem það kæmi ský- laust fram í sáttmálanum, að bandalaginu væri ekki beint gegn neinni sérstakri þjóð eða þjóðflokkum, heldur aðeins gegn árásarstyrjöld. Enda kemur þetta skýrt fram í fimmtu grein sáttmál- ans, sem er þungamiðja samn- ingsins, og segir þar m. a.: „. . . aðildaríkin fallast á, að vopnuð árás gegn einu eða fleirum þeirra í Evrópu eða N.-Ameríku jafngildi árás á ákveðið að koma á fót föst- um her Atlantshafsbandalags- ríkjanna undir sameiginlegri yf- irstjórn, og var Eisenhower, þá hershöfðingi, gerður fyrsti yfir- ( maður herjanna. SHAPE tók formlega til starfa í apríl 1951. ! — Aðalbækistöðvar þess eru í Versailles á mjög fallegum stað þar, sem þjóðhöfðingjar Frakka ' hafa um aldaraðir stofnað til veiðiferða og boðið gestum sín- um steikta fasana að veiðiferð- unum loknum. Það, sem næst lá fyrir, var að samræma nauðsynlegar varnaraðgerðir hverrar þjóð- ar og þau fjárframlög, er hún var fær um að láta af hendi rakna til varnarmála. Var þetta rannsakað mjög vand- lega og gengið endanlega frá því á Lissabon-ráðstefnunni í febrúar 1952. ❖ ❖ ❖ Af því, sem sagt hefir verið, mætti ætla, að eingöngu væri um að allar þær þjóðir, er standa að því, geri sér Ijóst það hlutverk, er bandalagið á að gegna, leggi rækt við það og séu reiðubúnar til að fórna sérhagsmunum að nokkru til að tryggja öryggi sitt og annarra þjóða gegn ágangi erlendra ríkja. Þær mega ekki sofna á verðinum — eins og á ár- unum 1918—1939 — og láta sér- hagsmuna- og einangrunarstefnu (J aypa heiminum út í glötun þriðju heimsstyrjaldarinnar. G. St. að ræða gagnkvæma hernaðar- j aðstoð bandalagsríkjanna, en því | fer fjarri. Að sjálfsögðu var upp- j haflega stofnað til sáttmálans til að mynda skjaldborg um öryggi þau öll, og ... að þau munu þjóðanna, og ríkin hafa til þessa koma hvort öðru til aðstoðar umsvifalaust . . .“ En í 51. gr. stofnskrár SÞ er skýlaust tek- inn fram réttur hverrar þjóð- ar til sjálfsvarnar, hvort sem þær verjast árásinni af eigin bolmagni eða með aðstoð ann- arra þjóða. ★ S4MÁBYRG FORUSTA — ÖFLUGT FRAMKVÆMDA- VALD Hver þjóð átti að leggja sinn skerf til varnarsamtakanna mið- að við landfræðilega stöðu, auð- lindir og efnahag. En það kom brátt. í Ijós, að þörf var á sam- ábvrgri forustu og samræmingu j varnaráætlana, og á ofanverðu ári 1950 komu aðildaríkin á fót sameiginlegri herstjórn banda- lagsins. Ekkert ríkjasamband, er stofnað var í varnarskyni á frið- artímum, hafði áður komið á laggirnar svo öflugu fram- kvæmdavaldi. Aðdragandi sameiginlegrar her stj órnar Atlantshafsbandalagsins, SHAPE, hófst, er Kóreu-styrjöld- in brauzt út 5. júní 1950. Ráðgef- andi nefnd Atlantshafsbandalags- ins varð þegar ljóst að taka varð til óspilltra mála við að efla her- styrk aðildaríkjanna, og er full- trúar bandalagsins komu saman til fundar í New York 15. sept. 1950, fjölluðu þeir um, hvernig koma mætti í veg fyrir, að yfir- ráðasvæði bandalagsins yrði fyr- ir samskonar árás og gerð hafði verið á Suður-Kóreu. ■Á FRAKKAR — ÞRÁNDUR í GÖTU Á þessari ráðstefnu kom fyrst til tals aðild V.-Þýzkalands að I varnarsamtökum vestrænna þjóða. Utanrikisráðherra Banda- ríkjanna, Acheson, lagði til, að komið yrði á fót þýzkum her- flokkum innan vébanda banda- lagsins. Robert Schuman, þá ut- anríkisráðherra Frakka, mót- mælti endurhervæðingu Vestur- Þýzkalands, en kvaðst hlynntur því, að Þjóðverjar stuðluðu ó- j beint að varnarsamtökum vest- j rænna þjóða. Og þar við sat. | Tillagan um Evrópuher var j lögð fyrir franska þingið í októ- , ber 1950 af Rene Plevan, bá for- sætisráðherra Frakka. í sam- þykktinni um Evrópuher var gert ráð fyrir aðild V.-Þýzka- lands að vörnum vestrænna þjóða, en eins og kunnugt er felldi neðri deild franska þings- ins tillöguna um Evrópuher í ágúst s.l. ár. Engu að síður hafði ráðgefandi nefnd Atlantshafs- bandalagsins tjáð sig eindregið fylgjandi tillögunni á fundi í Brússel þegar í desember 1950, og á þeim sama fundi var einnig ! mestmegnis unnið að því — inn- an vébanda bandalagsins — að styrkja sameiginlega varnir sínar gegn árásarstyrjöld. ★ KJARNORKUVOPN KOMA TIL SÖGUNNAR Á þeim sex árum, jem Atlants hafsbandalagið hefir verið við líði, hefir sameiginlegur herstyrk ur aðildaríkjanna aukizt að mun. Þó að tölur gefi ekki alltaf rétta hugmynd, sakar ekki að geta þess, að í upphafi hafði banda- lagið yfir 12 herdeildum, 400 flugvélum og allmörgum flota- deildum að ráða — nú eru her- deildir bandalagsins alls 100 — bæði vígbúið lið og varalið — og flugher þess og floti hefir auk- izt að miklum mun. Alfred M. Gruenther, yfirmaður herja bandalagsins, skýrði frá því í ræðu nýlega, að varnaráætlanir bandalagsins yrðu héðan í frá fyrst og fremst miðaðar við þau nýju vopn, er nú væru komin til sögunnar, kjarnorkuvopnin. Engu að síður er það ljóst af formála sáttmálans og tveim fyrstu greinum hans, að aðildaríkin telja sig tilheyra ríkjasambandi, er skuldbindi þær ekki aðeins til samvinnu í varnarmálum, heldur einnig á fjölmörgum öðrum sviðum. í annarri greininni segir, að ríkin vilii efla frjálsræði og vinna að aukinni velmegun. f formálanum lýsa þær yfir vilja sínum til að lifa í friði við allar þjóðir og ríkisstjórn- ir. En grundvöllur að friði verður ekki aðeins reistur með því að koma í veg fyrir, að styrjöld verði háð — með gagnkvæmum varnarsamningi — heldur fyrst og fremst með sleitulausri samvinnu ríkj- anna í efnahags-, félags- og menningarmálum — aukinni velmegun þjóðanna heima fyrir. ★ TILRAUN TIL ÖFLUGS ÞJÓÐABANDALAGS Þegar utanríkisráðherrar þeirra landa, er frumkvæðið áttu að bandalaginu, komu saman í Washington fyrir sex árum síðan til að undirrita Atlantshafssátt- málann, hleyptu þeir af stokkun- um tilraun til öflugs þjóðabanda- lags, er raunverulega á sér engan líka í sögu mannkvnsins — á frið artimum. Sáttmálinn hefir orðið grundvöllur að varnarsamtökum rúmlega 380 milljón manna báð- um megin Atlantshafsins. ❖ ❖ ❖ Erfitt er að spá um gengi Atlantshafsbandalagsins. En ör- lög þess — og þá jafnframt örlög vestrænna þjóða — eru háð því, AÐALFUNDUR Heimiiisiðnaðar félags íslands var haldinn í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur 2. marz 1955. Formaður félagsins, frú Arnheiður Jónsdóttir, setti fund- inn og nefndi til fundarstjóra prófessor Matthías Þórðarson, en til fundarritara frú Helgu Kr ist j ánsdóttur. Formaður minntist tveggja fé- lagskvenna, sem látizt höfðu á árinu, þeirra frú Önnu Ásmunds dóttur og frú Guðrúnar Ásmunds dóttur. Þá skýrði formaður frá liðnu starfsári og minntist í því sam- bandi sérstaklega á fyrirtækið „Islenzkur heimilisiðnaður“, sem Heimilisiðnaðarfélag íslands og Ferðaskrifstofa rikisins reka sam eiginlega, sagði það í örum vextí. þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðug- leika, og hvatti félaga í H. I. til samtaka og hjálpar um það mál. Því næst flutti frú Helga Kristjánsdóttir stutt erindi og sagði sögu I. H. frá stofnun fyrir- tækisins 9. okt. 1951. Framkvæmadrstjóri Í.H., frú Sigrún Stefánsdóttir, sagði nokk- uð frá daglegum rekstri fyrir- tækisins og benti á markmið og leiðir í sambandi við frámtíðar- starfið. Þakkaði Matthías Þórðarsoh bæði erindin og gaf orðið laust. Til máls tóku frú Guðrún Péturs dóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Sig- rún Stefánsdóttir og Helga Kristj ánsdóttir. Gjaldkeri félagsins, frú Ingi- björg Eyfells, las upp endurskoð- aða reikninga félagsins. Næst var stjórnarkosning. Úr stjórn áttu i þetta sinn að ganga Björn Th. Björnsson, frú Ingi- björg Eyfells og Arngrímur Kristjánsson skólastjóri. Þau Ingibjörg og Arngrímur voru end urkosin, en vegna væntanlegrar dvalar Björns erlendis, var frú Helga Kristjánsdóttir kosin í hans stað. Endurskoðendur voru end- urkosnir, þær Kristín Jónsdóttir og Þuríður Þorvaldsdóttir. Að lokum sýndi Guðjón Guð- jónsson, fyrrverandi skólastjóri, kvikmynd frá Mývatnssveit.. Þá var fundi slitið og sezt að kaffidrykkju í hinum vistlegu húsakynnum Húsmæðraskó1ans. Kvikmynd Affants- hahbandalafisins í TILEFNI af sex ára afmæli Atlantshafsbandalagsins hinn 4. apríl n.k. efnir utanríkisráðu- neytið til sýninga á kvikmynd- inni „Alliance for Peace“, sem bandalagið hefur látið gera. Einnig verður sýnd kvikmvndin „Tower of Destiny“ um starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Sýningar fara fram í Nýja bíó í Reykjavík laugardag, sunnudag og mánudag 2.—4 apríl kl. 1,30, og verður að- gangur öllum heimill endurgjalds laust. Sýningin tekur alls tæpa klukkustund. Báðar eru kvikmyndirnar tal- aðar á ensku og fylgir ekki skýr- ingartexti. En fyrir þá, sem skilja ensku mun hér verða gott tæki- færi til að kynnast starfsemi þess ara þjóðasamtaka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.