Morgunblaðið - 03.04.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.1955, Blaðsíða 16
Veðurúíiif í dag: Allhvass suðaustan, dálítil rign- i »ng. 78. tbl. — Sunnudagur 3. apríl 1955 ReykjavilisrSiréf er á blaðsíðu I. Ötti og kvíði greip Hvergerðinga Jarðskjálifinn olli fjóni á mannvirkjum Fólk yfirgaf hús sín í fyrrinótt HVERAGERÐI, 2. apríl. HVERGERÐINGAR eru tæplega búnir að jaína sig eftir þann mikla óhug, sem sló á fólk í þorpinu í gærdag, er jarðhrær- íngar voru daglangt. — Fólk jafnvel yfirgaf hús sín í nótt er leið, af ótta við jarðskjálftana og leituðu til nágranna og vina, sem búa í timburhúsum. MANNVIRKI SKEMMAST í jarðskjálftunum á föstudag- inn, sem menn telja þá mestu, sem hér hafa komið frá því árið 1935, urðu allmiklar skemmdir. í veitingahúsinu rifnaði loft yfir veitingasamum. í nolikrum íbúð- arhúsum sprungu veggir og í hinni stóru gróðrarstöð Ingimars Sigurðssonar brotnaði mikið af gleri í gróðurhúsunum. LAUST OG FAST A TJA OG TUNDRI í verzlunum í þorpinu hrundu vörur úr hillum og í húsum manna fór allt lauslegt og jafn vel naglfar.t, líka úr skorðum, t. d. molnaði reykháfur á húsi, mið stöðvarofn braut niður þil, er hann rifnað frá og margt fleira mætti upp telja. Mikil skriðuföll urðu í Reykja fjalli, án þess þó að valda tjóni. Það voru einkum tveir kippir, sem tjóninu ollu og komu þeir xnilli kl. hálf fimm og sex. HVERIR GUSU LEÐJU Um kvöldið varð mjög vart ótta hjá fólki enda ekki að á- stæðulausu ,eftir allt það, sem búið var að ganga á daglangt. Og mjög 'ók það á kvíða fólks, er hverir ýmist hurfu eða minnk uðu stórkostlega, en aðrir tóku að gjósa aurleðju. í fjölda húsa, þar sem búið er á tveim hæffum, flutti fólkið nið- ■ur. Eins voru það allmargar fjöl- skyldur sem ekki þorðu að vera í húsum sinum í nótt er leið og leituðu á náðir vina, sem búa i timburhúsum, þar sem öruggra þótti að vera þar en í steinhús- unum heima. KIPPIR ALLA NÓTTINA Alla nóftina voru meiri og minni jarðh.ræringar og klukkan sjö í morgun kom svo snarpur kippur að rúður brotnuðu. í dag er fólk tæplega búið að ná sér, og hefur verið mikið úti við. Fréttaritari. Er klukkan þín rétt? í NÓTT var klukkunni flýtt um eina klukkustund og þar með upp tekinn sumartími á íslandi. Þegar kiukkan var eitt var hún færð tii tvö. Hraðskákmót Reykjavtkur í dag ÞAÐ er venja hjá Taflfélagi Reykjavíkur, að efna til hrað- skákmóts að loknu Skákþingi Reykjavíkur og hefur verið ákveðið uð hraðskákmótið fari fram í dag og á morgun, mánu- dag. Mótið á að hefjast klukkan 1,30 í dag í Þórskaffi, en úrslitin verða tefld á mánudagskvöldið kl. 8,30. Búizt er við mikilli þátt- töku skákrnanna í keppninni. — Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að leggja sjálfir til skák- klukkur, ef nokkur tök eru á. Það var ys og þys við Gamla Bíó í gærdag. Bíóið hafði ókeypis barnasýningu á mynd um æfintýrl H. C. Andersens. Á 6 mín. fórú ailir miðarnir. Litla stúlkan t. h. var svo heppnin að ná í miða —. og ánægjusvipurinn leynir sér ekki. Margir urðu vonsviknir frá að hverfa — enda er áhyggjusvipur á mörgum, sem í röðinni bíða. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Kjötlaust í Reykjavík NÆRRI kjötlaust mun nú vera orðið hér í Reykjavík og kjöt- verzlanir verið að selja síðustu bitana nú undanfarna daga. Verkfallsverðir standa við þá staði hér í bæ, sem birgðir eru geymdar í og munu þeir einn- ig hafa snúið við bifreiðum sem verið hafa að flytja kjöt til bæjarins. Enn er óvíst hvort nokkurt dilkakjöt eða annað kjöt muni verða flutt hingað fyrir páska og getur vel fari svo að bær- inn verði kjötlaus um páskana. Vaðlaheiði opnoð I HÚSAVÍK, 2. apríl: — Undan- | farna daga hefur verið unnið að því að opna Vaðlaheiði. Fór fyrsti bíllinn yfir hana í gær áleiðis til * Akureyrar, og er þar með opnað ’ vegasamband til Reykjavíkur. Er 1 það von manna hér, að heiðin teppist ekki oftar á þessum vetri. j Torfærur voru ekki miklar á Vaðlaheiði, aðeins nokkur snjó- höft, sem moka þurfti. Afli hefur verið tregur hjá dekkbátum undanfarið, en trillu fcátar hafa aftur á móti aflað mjög vel á grunninum. Hafa þeir verið með fullfermi eftir hvern róður. — Fréttaritari. Nýr fíugfturn reistur ú Kefíavíkurfíutfvofíi Keflavíkurflugvelli, 2. apríl. IMORGUN var tekinn í notkun nýr flugturn á Keflavíkurflug- velli. Var byrjað á byggingu turnsins s. 1. haust og önnuðust hana Sameinaðir verktakar. Hinn nýi turn er 5 hæðir og stendur l:ann nálægt miðju flugvallarins og allmiklu lengra frá flug- stöðvarbyggingunni en gamli turninn var. Prestafélags íslands ákveðinn ÁKVEÐIÐ hefur verið að aðal- fundur Prestafélags íslands verði 21. júlí n.k. og stendur fundur- inn yfir aðeins þennan dag, því daginn eftir hefst prestastefnan. Aðalmál fundarins verða launa og kjaramál prestastéttarinnar, sem tekin verða til umræðu með tilliti til endurskoðunar á launa- lögunum, sem nú stendur yfir. Séra Jakob Jónsson formaður fé lagsins hefur framsögu um mál þessi. Fluttur verður einn vís- indalegur fyrrlestur og fjallar hann um Quran handritin og Nýja Testamentið. Þórir Kr. Þórð arson dósent flytur erindi þetta. Við fundarbyrjun flytur morgun bænir séra Bjarni Sigurðsson á Mosfelli, en dr. Bjarni Jónsson vígslubiskup flytur bæn í fund- arlok. Turnbyggingin er hin vandað- asta og batna vinnuskilyrði flug- nmferðastjóranna mjög, enda "var gamli turninn reistur á stríðsárunum og nú orðinn mjög úr sér genginn. ÞRÝSTILOFTSFLUGVÉL OG PAA-FLUGVÉL Notkun flugturnsins hófst með því, að Col. J. C. Bailey yfir- maður flugsveita varnarliðsins, gaf þrýstiloftsflugvél flugtaks- heimild um talstöð flugturnsins. Fyrsta farþegaflugvélin, sem afgreiðslu hlaut frá hinum nýja flugturni var áætlunarflugvél Pan American, sem lenti á flug- vellinum um klukkustund eftir að turninn var tekinn í notkun. Flugturninn á Keflavíkurflug- velli, er rekinn sameiginlega af varnarliðinu og flugmálastjórn- inni og starfa þar 5 íslenzkir flugumferðastjórar. Yfirflugum- ferðastjóri er Bogi Þorsteinsson. ÖRNEFNIN, SEM GLATAST Nú verður gamli turninn rif- inn og jafnframt haldið áfram að jafna Háaleiti víð jörðu, en nú er aðeins eftir af því hæsti hóllinn, sem gamli turninn stend- ur á. Innan skamms tíma verður komið rennislétt flugvélastæði, þar sem Háaleiti var og mun þá ekki langt að bíða þess að ör- nefnið Háaleiti glatist Suður- nesjamönnum að fullu og öllu. Sýning á tómslimda- vmnu KVENSKÁTAFÉL. Reykjavíkur og Skátafélag Reykjavíkur munu gangast fyrir sýningu á tóm- stundavinnu barna í Reykjavík. Verður sýningin haldin í Skáta- heimilinu 7., 8. og 9. maí. n.k. Sérstök sýningarnefnd hefur verið skipuð til að annast undir búning sýningarinnar og er Franch Michelsen formaður henn ar. Verður sýningin í tveimur að- aldeildum, annari fyrir drengi en hinni fyrir stúlkur. Verða mörg verðlaun veitt. Nefndin óskar eftir að þau börn sem ætla að taka þátt í sýningu þessari, sendi þátttökutilkynn- ingu fyrir 15. apríl til Tómstunda sýningar barna 1955, Pósthólf 812 Reykjavík. Andœfði með hilaðan bát í togi móti veðri og sjóum Ölendandi hefur verið á Sfokkseyri í fjóra daga vegna brims STOKKSEYRI, 2. apríl. MIKIÐ brim hefur verið hér á Stokkseyri undanfarna daga. — Hefur verið ólendandi með öllu og hafa bátarnir landað afla sínum í Þorlákshöfn fjóra daga í röð, að undanteknum einum báti sem lenti hér í gær. Hafði hann þá verið úti í tvo daga. Fram efsf aS sfigum eftir fyrri umferð FYRRI umferð bridgekeppni knattspyrnufélaganna er nú lok- ið. Var keppt á fimmtudagskvöld ið og sigraði þá Fram Val með 6 stigum gegn 4 og Þróttur og KR skildu jöfn 5 stig gegn 5. Síð- ari umferðin verður spiluð í október n.k. og það félag sem hef ur hæzta stigatölu að þeirri um- ferð lokinni hlýtur bikar, sem gefinn var til keppninnar Eftir fyrri umferðina eru stigin þannig: í’ram 24 stig, Þróttur 22 stig, KR 21 stig, Valur 19 stig og Víkingur 14 stig. Síðustu feiksleikirnir SEX le!kir íslandsmótsins í handknattíeik voru leiknir á fimmtudagskvöldið. Urðu þá úr- slit þessi: 3. fl. B KR—Vaalur 9:8 2 fl. kv. FH—KR 4:6 Mfl. kv. Fram—Valur 7:6 --- Ármann—Þróttur 17:4 1. fl. ka. FH—Ármann 19:9 1. fl. ka. KR—Þróttur 19:9 Næstu leikir verða leiknir í dag, en þá leika þessi lið: 2 fl. kv. Ármann—Fram Mfl kv Ármann—FH --- KR—Fram 2 fl. B ka KR—FH --- Þróttur—Valur 1 fl. ka Ármann—Þróttur --- KR—FH Það hefu rvaldið nokxurri trufl- un á mótinu, að ferðir strætis- vagnanna hafa fallið niður á kvöldin og á sunnudögum. En nú sér mótrstjórnin fyrir ferðum inn eftir og verður farið frá Lækj artorgi á morgun kl. 7,30 og kl. 8. ^LÖNDUÐU I ÞORLÁKSHÖFN Hafa bátarnir þessa daga sem ólendandi hefur verið, landað I Þorlákshöfn, en þar hefur verið betra í sjóinn. Þó munu lending- arskilyrði hafa verið þar slæm í morgun. Hefur afla Stokkseyr- arbátanna verið ekið þaðan á bíl- um til Stokkseyrar. í morgun drógu tveir Stokks- eyrarbátanna sem úti hafa verið, eitthvað af hetum og munu þeir halda með aflann til Vestmanna- eyja, þar sem ólendandi er hér, og ekki treystandi á að lendandi sé í Þorlákshöfn, og þar að auki er veðurspáin óhagstæð. Er búist við að bátarnir muni koma þang- að um fimm leytið í dag, ef allt gengur að óskum. HÉKK AFTAN f ÖÐRUM BÁT MARGA KLUKKUTÍMA Um miðjan dag í gær, bilaði vél m.b. Hersteins, hér fyrir framan Stokkseyri. Rak bátinn fciálparlausan fyrir veðri nokkurm tíma, unz m.b. Fjölnir frá Þing- eyri kom honum til hjálpar. Dró Fjölnir Herstein frá landi, en hann mun hafa verið kominn nálægt brimrótinu. Fór hann með bátinn í slefi austur fyrir Hafn- arnes og hafði hann aftan i, þar til kl. 12 á miðnætti í gær, að varðskip kom til aðstoðar og dró bátinn til Keflavíkur, þar sem viðgerð fer fram á vélinni. Kom varðskipið þangað með bátinn á hádegi í dag. 1 Söngskemmtim í Gamla bíói Á ÞRIÐJUDAGINN mun Guð- mundur Baldvinsson söngvari, sem kom hingað til lands fyrir skömmu, en hann stundar nám á ftalíu, halda söngskemmtun i Gamla bíói kl. 7.15. Guðmundur hefir verið við nám í nokkur ár, og er því mikil tilhlökkun nú að heyra í honum Hann mun m. a. syngja lög eftir Clluck, Gounod Verdi, Handel, Pál ísólfsson, Sig fús Halldórsson, Árna Torsteins- son og Sigvalda Kaldalóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.