Morgunblaðið - 05.04.1955, Side 1

Morgunblaðið - 05.04.1955, Side 1
16 síður 42. árgangur 79. tbl. — Þriðjudagur 5. apríl 1955. Prentsmiðja Morgunblaðsini Frá minningarhátíð um H. C. Andersen. Fremst á myndinni eru forsetahjónin og dönsku sendiherra- hjónin. í næstu röð sitja, talið frá hægri: Bjarni Benediktsson menntamálaraðherra, dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra, Ludvig Storr aðalræðismaður Dana og frú, Ingólfur Jónsson við- skiptamálaráðherra og frú og Steingrimur Steinþórsscn félagsmálaráðherra og frú. (Ljósm. H. Teits). Vesfe minningai V I C C.' nm H, C. Andersen NORRÆNA félagið og danska sendiráðið efndu s.l. sunnudag til hátíðar í Sjálfstæðishúsinu, til minningar um ævintýraskáldið H. C. Andersen. En 150 ár voru þá liðin frá fæðingu skáldsins. Hófst samkoman kl. 9 og var í alla staði hin glæsilegasta. Var leiksvið hússins fagurlega skreytt með dönskum og íslenzkum fán- um og blómum. Meðal gesta voru forsetahjónin og margir ráðherrar. HLJÓMLIST, RÆÐUR OG ÁVÖRP Hátíðin hófst með því, að blás- ið var í lúðra. Þá flutti sendi- herra Dana, frú Bodil Begtrup stutt ávarp. Þakkaði hún Nor- ræna félaginu fyrir að hafa lagt fram lið sitt til að heiðra minn- ingu hins mikla skálds, sem ekki einungis væri dönsku þjóðinni mjög kær, heldur og mikluin fjölda fólks um allan heim. Þá sagði Vilhjálmur Þ. Gísla- son, varaformaður Norræna fé- lagsins nokkur orð og bauð sam- i komugesti velkomna til hátíðar- innar. Næst flutti Tómas Guðmunds- son kveðju til Danmerkur, frum- samið ljóð, sem tekið var ágæta vel. AÐAL MINNINGARRÆÐAN Aðal minningarræðuna um H. C. Andersen flutti Einar Ólaf- ur Sveinsson prófessor. Rakti hann ævisögu skáldsins og bar- áttu, og minntist á mörg verk þess. Var ræða prófessorsins hin fróðlegasta. Þá söng frú Þuríður Pálsdóttiv óperusöngkona lög við ljóð H. C. Andersens. Söng hún þessi lög: Hojt under taget, hvor svalen bor, eftir óþekktan höfund, Land- lig ro, þjóðlag, Agnetes vugge- sang, To brune ojne, Vandring i Framh. á bls. 2 Valur Gíslason, í gervi H. C. Andersens, les upp úr Mit livs eventyr. Einar Ólafur Sveinsson prófessor flytur ræðu um H. C. Andersen. Tveir flokksbræðnr fallnir í ónóð ★ HONGKONG, 4. apríl. — Mið- stjórn kínverska kommúnista- flokksins hefir krafizt þess, að tveim flokksbræðrum þeirra verði vikið úr flokknum umsvifa- laust. Þeir eru: Kao Kang, fyrr- um aðstoðarforsætisráðherra, og Jao Shi Shih, umboðsmaður s+’órnarinnar í hermálum í A.- Kina. Formaðnr miðstiórnarinnar er Mao Tse Tung, og ásakaði hann hessa flokksbræður sína um þátt- töku í ýmisskonar starfsemi, sem væri mjög skaðleg kommúnista- flokknum. — Samkvæmt Peking- útvarpinu verður gefin út opin- v.»r sVvrdo nm tund miðstjórnar- innar á þriðjudag. Búizt er við, að þar verði gerð frekari grein fyrir. h'ær ,Terði örlög þessara tveggja manna. NÝJUSTU FRÉTTIR Skömmu eftir að Peking-út- varpið hafði tilkynnt að mið- stjórn koromúnistaflokksins hefði samþykkt að vísa þessum tveim mönnum úr flokknum, barst sú frétt, að Kao Kang hefði framið sjálfsmorð. Kao Kang var á sín- um tíma hezti vinur og aðstoð- armaður Mao Tse Tung og álit- inn „krónprins“ Rauða Kína. — Peking-útvarpið tilkynnti, að sjálfsmorð Kao Kangs sanni sekt hans. Alýjar bækistöðvar fyrir Atlantshafsbandalagið • PARÍS. 4. apríl — í dag á sex ára afmæli Atlantshafs- bandalagsins lagði framkvæmda- stjóri bandalagsins, Ismay lávarð ur, fyrir borgarstjórn Parísar teikningar af byggingu, er banda- lagið hyggst bráðlega flytja aðal- bækistöðvar sínar í. Franska stjórnin hefir gefið bandalaginu lóð undir þessa fyrirhuguðu byggingu í vesturhluta Parisar- borgar. Byggingin verður sex hæða og mun kosta um 2 millj. sterlingspunda. Hafizt verður handa um byggingu aðalbæki- stöðvanna í sumar, og gert er ráð fyrir, að þær verði fullgerð- ar innan tveggja ára. Atlants- hafsbandalagið hefir bráðabirgða húsnæði í Chaillot-höllinni í París. Chisrchill biðsl seManiIega lausaar í dag London, 4. apríl. — Reuter-NTB. OLL líkindi benda til, að í dag leggi Churchill lausnarbeiðni sína fyrir Elízabetu Englandsdrottningu. Enn hefur þetta ekki verið kunnugert — og allir vita, að Churchill er stundum fljótur að skipta um skoðun, en sennilegt er þó, að ellinni hafi nú tekizt að beygja þennan aldna baráttumann, þó að engum öðrum and- stæðingi hans hafi tekizt það til þessa. * ÞUNGBÆR ÖKUFERÐ í kvöld sitja konungshjónin boð Churchills og lafði Churchill | í Downing street 10. — Mikill j mannfjöldi safnaðist um bústað forsætisráðherrans til að sjá hann heilsa konungshjónunum. Eden utanríkisráðherra, sem verður mjög líklega eftirmaður Churc- hills, situr einnig þessa veizlu. Búizt er við, að Churchill fari árdegis á fund drottningar, biðj- ist lausnar og leggi til, að Eden verði gerður eftirmaður hans. Vafalaust mun Churchill — eftir að hafa þjónað landi sínu lengur en meðal mannsaldur — falla þungt að fara þessa ökuferð til Buckingham-haliarinnar. — Churchill hefur boðað ráðuneyti sitt á sérstakan fund á morgun og mun þar sennilega skýra fra öllum málavöxtum. Þingmenn fara í 10 daga páska- leyfi 7. apríl, og Churchill mun nota þessa tvo daga til að kveðja heiminn — sem stjórnmálamaður I og stjórnarleiðtogi — af ræðu- stól neðri deildarinnar. I ★ MUN SENNILEGA EKKI ÞIGGJA HERTOGATITIL Um leið og forsætisráðherra- skiptin verða kunngerð má bú- ast við, að tilkynnt verði að þing- kosningár fari fram — í maí, júní eða október. Eden tekur við stýr* isveli ríkisins, en Churchill held- ur til Sikileyjar sér til hvíldar — og hressingar. Er hann kem- ur heim aftur, mun hann taka þátt í kosningabaráttunni í Woodford-fylkinu. Nýlega tjáði hann kjósendum sínum í Wood- ford, að hann vonaðist til að geta verið fulltrúi þeirra í neðri deild- inni „enn um skeið“. Er almennt litið á þessi um- mæli hans sem tákn þess, að hann muni ekki þiggja hertoga- titilinn, sem drottningin vafa- laust mun bjóða honum. En ef svo færi, verður þetta fyrsti her- togatitillinn, sem veittur hefur verið síðan árið 1874. A að fefja framgang kaup* sfaðarrétfinda fyrir Képaveg með málaþrasi á Ræða Ólafs Tliors á þingi í gær IBÚAR Kópavogshrepps hafa sýnt ótvíræðan vilja sinn, og það ítrekað, að hreppurinn fái kaupstaðarréttindi. — Meirihluti hreppsnefndarinnar þar hefur þó gert allt sem hann hefur getað til að skjóta sér undan því. Og þegar oddviti fór jafnvel að beita þeim brögðum að neita að halda lögformlegon fund um málið, þi áttu íbúarnir ekki annars úrkosta en að leita til Alþingis til að koma fram þessu réttlætismáli sínu. Þannig fórust Ólafi Thors, forsætisráðherra, orð í Neðri deild Alþingis í gærkvöldi. Vopnahléið í Sagion útrunnið í dag SAIGON, 4. apríl — Vopnahléið, sem ríkisstjórnin í Suður-Viet- nam og sértrúarflokkarnir gerðu með sér, er útrunnið síðdegis á morgun. í kvöld tóku aftur her- sveitir sértrúarflokkanna að herða umsátrið um Saigon. Hoa Hao, foringi eins sértrúarflokk- anna, hefir aukið lið sitt um 6 þús. manna og hefir þá alls yfir að ráða 15 þús. hei'manna. Stjórn in hefir i;.m 12 þús. hermenn undir vopr.um, en ennþá er óvíst, hvaða afstöðu Cao Dai, annar leiðtogi sértrúarflokkanna, er gekk í lið með stjórninni á dög- unum, muni taka ef til átaka kemur. Hann hefir 25 þús. manna undir vopnum. Paul Ely, æðsti maður Frakka í Indó-Kína, hefir reynt að fá vopnahléið framlengt. —Reuter-NTB. ^EÐLILEGT AÐ BREYTA STJÓRNARHÁTTUM Forsætisráðherra flutti stutta ræðu, þar sem hann svaraði skjót lega ýmsum staðhæfingum tvéggja kommúnistaþingmanna, sem haldið höfðu miklar lang- loknræður. Hann benti á það, að æ ríkari og almennari vilji hefði komið fram fyrir þessu máli í Kópavogi. Enda væri það ekki nema eðlilegt, að fólkið vildi láta breyta stjórnarháttum frá þvi sem nú er. — Hvernig er hægt að ætlast til þess að sveitarfélagi með 3— 4000 "íbúa sé stjórnað eftir regl- um, sem miðaðar eru við 500 til 1000 manna hrepp, sagði Ólafur Thors. — Ég segi þetta ekki til að leggja neinn dóm á starf núver- andi oddvita, en hitt er stað- reynd að íbúarnir í þessum hreppi vilja ekki una lengur við þetta. Framh. á bls. 6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.