Morgunblaðið - 05.04.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.04.1955, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 5. apríl 1955 MORGUNBLAÐIÐ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. iA Því rækta sunnlenzkir bændur ekki fóðurkorn ? Þannig spyr Wilhclm Anderson frá Hemlu ■ i Oflun nýrrn tæfcjn 09 rekstrnrnfhoma atvinnuveganna ENDA þótt segja megi, að næg og góð atvinna hafi verið í flest- um landshlutum undanfarið, er þó vitað, að víða er mikil nauðsyn á öflun nýrra atvinnutækja. FjÖldi fóiks í kaupstöðum og sjávarþorpum út um land, hefur orðið að sækja atvinnu sína hing- að suður til Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar vegna þess, að næg tæki voru ekki fyrir hendi í heimahögum þess, til þess að tryggja þar öllum var- anlega atvinnu allt árið. Af hálfu ríkisvaldsins hefur ríkt skilningur á því, að nauðsyn bæri til þess, að bæta úr þessari þörf fyrir fleiri atvinnutæki. Sézt það gleggst á því, að stór hluti nýsköpunartogaranna, er nú gerður út í verstöðvum víðs- vegar um land. Hefur stórkost- ]eg atvinnubót orðið af rekstri hinna nýju skipa. Mikili áhugi ríkir fyrir því, að afla fleiri togara og annarra fiskiskipa til þeirra staða, sem nú skortir framleiðslutæki til þess að fullnægja atvinnuþörf fólksins. í því sambandi verð- ur ekki komist hjá, að benda á það, að til þess að ný tæki geti komið að fullu gagni, og veitt þá atvinnu, sem fólkið vantar, þarf rekstur þeirra að vera tryggður. Það er lítil at- vinnubót, að nýjum skipum sem ekki er hægt að reka vegna þess að fyrirsjáanlegt stórtap er á rekstri þeirra. Við íslendingar verðum að gæta þess í okkar mikla og lofs- verða áhuga fyrir uppbyggingu atvinnuvega okkar, og öflun nýrra tækja, að hitt er ekki síð- ur þýðirigarmikið að tryggja öruggan og heilbrigðan rekstur þeirra. Það höfum við því mið- ur ekki pert nægilega vel til þessa. Það er t. d. hörmuleg stað- reynd, að nú skuli þurfa að leggja á þunga skatta, til þess að gera ríkinu kleift, að borga 2000 kr. á dag með rekstri hvers nýsköpunartogara. Um það hafði menn ekki dreymt þegar þessi nýju og glæsilegu skip voru að sigia til heimahafna sinna, og var fagnað þar af mikilli bjart- uýni og -'nnileik fólksins, sem tengdi miklar vonir við útgerð þeirra. Þannig getur þessi þjóð ekki leyft sér að halda áfram. Það er hrein fjarstæða að ríkissjóður geti til lengdar gefið stórfé með afkastamestu framleiðslutækjum lands- manna. Við verðum að skilja það, að það er ekki hægt að njóta atvinnuöryggis í skjóii hallareksturs bjargræðisvega okkar. Slíkt hlýtur að enda með skelfingu. Og þlað hefur gert það. Atvinnuleysið er óumflýj- anlegur fylgifiskur í kjölfar slíks ástands. Verðfelling pen- inganna kemur á eftir. Þetta gerð ist árið 1939 og þetta gerðist í ársbyrjun 1950. Við förum þess- vegna ekki í einar grafgötur um það, hverjar afleiðingarnar verða af því að ofreyna burðarþol fram leiðslutækjanna með of miklum tilkostnaði þeirra. Það er óþarft að fjölyrða um það, hverjir beri ábyrgðina á því, að óvarlega og óviturlega hefur verið stefnt í þessum efn- , um. Á það nægir að minna, að Sjálfstæðismenn, sem forystuna hafa haft um hina miklu atvinnu lífsuppbyggingu, hafa aldrei hik- að við að vara þjóðina við halla- rekstrinum og afleiðingum hans. Fyrir þær aðvaranir hefur þeim að vísu verið borin á brýn „verkalýðsfjandskapur". Þanmg er hlutunum snúið við. | Allir hugsandi menn vita, að góð lífskjör almennings í landinu byggjast fyrst og fremst á því, að öll þau tæki, sem þjóðin á séu rekin allt árið, þannig að þau skapi var- anlega atvinnu. Hið árstíða- bundna atvinnuleysi er versti óvinur verkafólksins, sjó- manna og iðnaðarfólks við sjávarsíðuna. Gegn þeim óvini hafa Sjálfstæðismenn haldið uppi harðri baráttu. Stundum hefur þeim tekizt að reka hann á flótta. Þá hefur ríkt góðæri og velsæld. En þegar hallareksturinn hefur haldið innreið sína að nýju hefur at- vinnuleysisdraugurinn skotið upp hausnum. Til þess eru vítin að varast þau. Atvinnutækin eiga að borga eins hátt kaupgjald og þau geta. Það er þýðingarlaust að spenna bogann hærra Við það skapast engar kjarabætur nema að síð- ur sé. Gjaldeyrlsfekjur af ferðamöRmim IS K Ý R S L U frá Sameinuðu þjóðunum er frá því skýrt, að þjóðir Vestur-Evrópu hafi und- anfarið aukið dollaratekjur sinar af ferðamönnum úr 225 milljón- um dollara árið 1950 í rúmlega 330 milljónir dollara árið 1954. Ef fargjöld eru reiknuð með er talið víst að Evrópuþjóðir mum hafa rúmlega 1,5 milljarð doll- ara tekjur af erlendum ferða- mönnum árið 1955. Eru það um 25 milljarðar ísl. króna. | Aðalferðamannalöndin eru ’ Bretland, Þýzkaland, Ítalía, Frakkland og Noregur. Unnið er að því meðal margra Evrópu- þjóða að greiða fyrir heimsókn- um ferðamanna til þeirra. Meðal ráðstafana, sem gerðar eru má 1 nefna aukna samvinnu milli þjóða um ferðalög, gagnkvæmar upplýsingar, aukin kynni milli þjóða, aukna fjárfestingu til gisti húsabygginga og annarra þæg- inda fyrir ferðamenn. Ennfrem- ur er reynt að gera vegabréfa- áritun auðveldari og ódýrari en hún er nú víða um lönd, og stuðl- að að frjálsari gjaldeyrisyfir- færslum. Þá er og unnið að því að auðvelda tollafgreiðslu og bif- reiðaflutning milli landa. Af þessu er auðsætt, að jafn- vel ríkar þjóðir leggja á það mikla áherzlu að auka gjaldeyris- tekjur sínar af heimsóknum er- lendra ferðamanna. Færi vissu- lega vel á því, að við íslendingar kynntum okkur þessa skýrslu S. Þ. og reyndum að gera eitthvað raunhæft til að bæta úr því ó- fremdarástandi, sem ríkir í ferða- málum hér á landi. Hér virðist aðaláherzlan hafa verið lögð á það að láta eina ferðaskrifstofu, sem rek- in er af ríkinu hafa einokun á fyrirgreiðslu við erlenda ferðamenn. Við það situr. VIKUNA sem leið dvaldi hér starfsmaður í landbúnaðar- ráðuneytinu í Washington, Mr. Wilhelm Anderson, sérfræðingur ráðuneytisins í því er við kemur búnaðarmálum í Asíu. Morgunblaðið sannfrétti að Wilhelm þessi væri norrænni en starf hans og staða bendir til og náði tali af manninum. — Hvað er um það að þú sért af íslenzku bergi brotinn’ — Já, vissulega, meira að segja Rangæingur í föðurætt og Skag- firðingur í móðurætt. Réttu nafni heiti ég Vilhelm Sigurðsson Andréssonar. Faðir minn Sigurð- ur Andrésson, einn hinna mörgu systkina frá Hemlu í Landeyjum, fór til Ameríku 1886. Hann bjó ýmist í Minnesota, og þar er ég fæddur, eða í Norður Dakota og Manitoba, en síðast vestur á Strönd, sem við köllum. Hann giftist vestra Ólínu Maríu Björns- dóttur Jónssonar frá Frostastöð- um í Skagafirði. Systkini föður míns lifðu öll og dóu hér á ís- landi. Á ég því fjölda systkina- barna hér, t. d. Ágúst bónda í Hemlu, Andrés Andrésson klæð- skera og kaupmann hér í borg og marga fl. HEFUR VÍÐA FARIÐ — Hefur þú aldrei komið til íslands áður? — Nei, ég ólst upp að mestu í Minnesota, lauk fyrst námi í guð- fræði, því að Rögnvaldur heitinn Pétursson frændi minn vildi gera úr mér prest. Síðar tók ég doktor- próf í heimspeki við háskólann í Chicago, og loks stundaði ég nám í búnaðarhagfræði við háskól- ann í Manitoba. Á undanförnum árum hefi ég ferðast nokkuð mik- ið fyrir landbúnaðarráðunevtið, mest til Asiulanda og Afríku, var t. d. 5 ár í Koreu, en til fs- iands hefi ég aldrei getað komist. Eg hefi þó kynnst nokkrum bún- aðarmönnum héðan eins og t. d. R.unólfi heitnum Sveinssyni og Árna G. Eylands, hann hefi ég Wilhelm Anderson. I þekkt og háft samband við síðan 1945. — Nú í febrúar marz var ég á ráðstefnu í Sviss, sem full- trúi Bandaríkjanna og þá stóðst ég ekki mátið að skreppa hingað fáeina daga, mig hefir alltaf lang- að svo mikið til að sjá Rangár- vallasýslu og Hemlu. — Hefir þér þá orðið að ósk þinni, og eru ánægður með kom- una? — Já, og meira en það. Árni Eylands í landbúnaðarráðuneyt- inu og frú hans fóru fneð mig tveggja daga ferð austur og Andrés frændi minn var einnig með í förinni. Það var mjög skemmtileg og stórfróðleg ferð fyrir mig og ég hitti margt ætt- menna minna þar. — Hvað skoðuðuð þið helzt í förinni? — Við komum að Selfossi, Heilu og á Hvolsvöll, að Ægissíðu og fórum niður í fjóshellirinn, að Sámsstöðum og Gunnarsholti, ókum fram hjá Hlíðarenda og inn X/Lf'jahandi óhri^ar: Á sunnudags rölti. ÞAÐ voru margir á ferli á göt- um Reykjavíkur s.l. sunnu- dag. Sunnudagsbúið fólk, sumir hverjir vorklæddir, enda var hlýtt og Vorlegt í veðri, eigin- lega fyrsti dagurinn í ár, sem verulegt vorbragð er að. Margir höfðu gripið tækifærið og farið út úr bænum, upp til fjalla í skíða- eða gönguferðir — það voru auðvitað þeir allra hólpn- ustu. Hinir, sem heima voru, létu sér nægja að fara í gönguferð í bænum, vestur að sjó, niður að höfn eða eitthvað annað. Já, margir gerðu sér ferð niður að höfn. Þar eru óvenjulega mörg skipanna okkar um þessar mundir. Þar lágu fjórir „Foss- anna“ hlið við hlið og tveir eða þrír annars staðar í höfninni — allir hlaðnir varningi, sem ekki má hreyfa við til uppskipunar meðan verkfallið er óleyst. Víst er ánægjulegt að horfa á þessi tígulegu og fallegu skip okkar svo mörg saman komin enda þótt ástæðurnar, sem að baki liggja, séu ekki eins skemmtilegar. Mikið af gangandi fólki. EN svo voru það aðrir, sem tóku reiðskjóta sína og riðu út. Á vegunum utan við bæinn sást fjöldi ríðandi fólks, sem notað hafði sér veðurblíðuna til að fá sér sprett. Já, það var óvenju- lega mikil umferð á vegunum þarna fyrir utan bæinn um miðj- an daginn, og áberandi var hve margir voru fótgangandi. Heilar fylkingar af fólki, börnum og fullorðnum, fylltu bókstaflega veginn á köflum. Og á því var tvöföid — ef til vill þreföld — skýring: Þetta blíðskaparsunnu- dagsveður, engir strætisvagnar, vegna verkfallsins og margir komnir í þrot með benzín, vegna verkfallsins sömuleiðis. — En það var samt engan sút að sjá á fólkinu og krakkarnir hoppuðu um kátir og sprækir, eins og vera ber á sólríkum aprildegi. Umferðartruflun austur við Geitháls. AUSTUR við Geitháls höfðu nokkrir verkfallsverðir reist sér virki og ollu nokkurri trufl- un á umferðinni á veginum með því að stöðva bifreiðar á leið sinni, sérstaklega áætlunarbif- reiðar, sem komu að austan á leið í bæinn, ef ske kynni að þær væru að flytja einhverja „bann- vöru“ í bæinn. Mönnum fannst þetta heldur bíræfið tiltæki af þeim verkfallsmönnum, enda gert án allrar lagalegrar heimildar. Mátti enda sjá það á piltunum þarna í Geithálsvirkinu, að þeir voru ekki alveg á því hreina í embættisrekstrinum. að Múlakoti. Skoðuðum tilrauna- búið í Laugardælum og Mjólkur- bú Flóamanna og gróðurhús í Hveragerði, og síðast en ekki sízt gistum við í Hemlu hjá Ágúst frænda mínum. HVERNIG LÝST ÞÉR Á LANDIÐ? — Hvernig lýst þér svo á bún- aðarskilyrðin hér og búskapinn? — Ég er undrandi yfir víðátt- unni. Árni Eylands hafði sagt mér að það væri ekki búið að rækta nema um 5% af því landi sem er ræktanlegt. Ég skildi þetta ekki almennilega, en nú skil ég það. Ég sá hinar miklu fram- ræsluframkvæmdir sem eru und- irstaða áframhaldandi ræktunar, og hve afskaplega mikið er ó- unnið. En ég sá líka að það er búið að gera mikið. Ég er t. d. hissa á hve vel er byggt mjög víða, sérstaklega íbúðarhúsin nýju, þau eru fullkomlega sam- bærileg við það sem gerist í sveitum vestra og líklega meira en það. — Það er nú gott og blessað, en það sem okkur langar til að vita, er hvað þú segir um öll þessi boðorð, hvernig þér sem búnað- arsérfræðingi, sem víða hefir farið, líst á sjálfan búskapinn, sem verulegur hluti þjóðarinnar þarf á, og ætlar að lifa á í fram- tíðinni. — Um það mega útlendir menn eins og ég dæma varlega, þó þeim gefist tækifæri að litast hér um fáeina daga, jafnvel þó þeir séu sérfræðingar. En það geta vaknað margar spurningar hjá manni við að sjá búskapinn hér og víðáttuna og viðbrögðin hvern ig þið takið á hlutunum, og eruð auðsjáanlega ekki smátækir, um það ber vott margt sem gert er. ÞVÍ RÆKTA BÆNDUR EKKIFÓÐURKORN? Ég kom að Sámstöðum og þótti mér stórfróðlegt að ræða við Klemens tilraunastjóra og sjá hvað þarna hefir verið gert á 27 árum. Merkilegast þótti mér að sjá og heyra að hann ræktar bygg og hafra, svo fullum fetum að það hefir ekki komið fyrir nema einu sinni á 28 árum að kornið hefir frosið. Bygg og hafrar sem ég sá var þungt og fallegt korn. Þar ofan á bætist svo að meðalupp- skeran er engu minni en hjá okk- ur vestra. Þið flytjið inn kolvetnafóður- bæti fyrir tugi milljóna — eggja- hvítuna hafið þið i landinu í góðu fiskimjöli og síldarmjöli. Eftir að hafa séð það sem ég sá á Sámsstöðum verður mér að spyrja bæði sjálfan mig og ykk- ur: því rækta bændur á suður- landsundirlendinu ekki sjálfir þann kolvetnafóðurbæti sem þeir þurfa að nota. Ég held að fram- eiðslan yrði ódýrari með þvi móti og þetta yrði til þjóðarhags. Og því sjá bændur í nágrenni Sáms- staða sér ekki hag í því að gera það sem Klemens græðir á að gera? Ég kom að Gunnarsholti og sá hinar miklu sandauðnir, og líka hinar miklu grassléttur, og ég sá nautahjörðina, hálfblendinga með Galowayblóð í æðum og ein- kenni. Mér varð að spyrja: því flytjið þið ekki inn sæði til þess að koma upp hreinni stofni holda nauta? Mér lízt vel á að gera þarna tilraunir með hjarðbúskap og holdanaut og nota þannig hina sérstöku aðstöðu sem þarna er, og mér leist vel á það sem þarna er verið að gera, en samt er þetta í háifgerðri sjálfheldu meðan ekki er flutt inn sæði (eða gripir) til þess að koma upp hreinkynj- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.