Morgunblaðið - 07.04.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1955, Blaðsíða 1
16 síður uinilrlaM^ 42. árgangur 81. tbl. — Fimmtudagur 7. apríl 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Eden kyssti hönd [rottniitgar Lætur enn ekkert uppi um þingkosningar London 5. apríl. — Einkaskeyti frá Reuter. SIR ANTHONY EDEN gekk í dag á fund Elízabetar drottningar og kyssti á hönd hennar, en með því er táknað að hann gerist íéðsti þjónn hennar — er skipaður forsætisráðherra. Eden er yngsti forsætisráðherra Breta síðustu 30 ár. Honum var fagnað ákaft í Neðri málstofu brezka þingsíns í dag. ENN MUN KVEÐA MEST AÐ ALDNA LEIDTOGANUM ' Eden hélt fyrstu ræðu sína í Neðri málstofunni skömmu eftir fundinn með drottningu. Hann hét að gera allt sem hann orkaði til að vinna að velferð þjóðar sinnar. í>á lét hann hlý orð falla til hins aldna og elskaða stjórn- málaforingja, sem nú hefði látið af embætti. Hann mun áfram sitja á þingi, sagði Eden, en þeg- ar hann snýr aftur úr hvíldar- dvöl sinni við Miðjarðarhaf ósk- ar hann ekki að sitja á fremstu bekkjaröð. Þrátt fyrir það mun hann ætíð vera sá maður, sem mest kveðnr að í þingsalnum. ENN MIKIL EFTIRVÆNTEXG OG ÓVISSA Nýi forsætisráðherrann skýrði frá því að hann væri að ganga frá ráðherralista. Hann nefndi enga ákveðna ráðherra. Held- ur ekki minntist hann á það, hvort hann ætlaði að rjúfa þing og efna til nýrra kosn- inga. Þess er sérstaklega beðið með mikilli eftirvæntingu, hver verði skipaður í embætti utanríkisráðherra. Er óvíst hvort Eden gegnir því sjálfur áfram, eða Harold MacMillan núverandi hermálaráðherra tekur við því. OSKIF. ST JÓRN AR AND STÖÐU Clement Attlee, foringi stjórn- arandstöðunnar, óskaði Eden til hamingju með þessa miklu veg- tyllu. Hann kvaðst óska honum hins mesta styrkleika til að inna af höndum þetta ábyrgðarmikla hlutverk. Hins vegar kvaðst hann ekki geta óskað honum langrar setu í þessum ráðherrastól, því að allir Verkamannaflokksmenn myndu vinna að því að veita hon- um sem lengstan hvíldartíma. MIKIL ÞRÖNG Á PÖLLUM Áheyrendastúkur þingsins voru troðfullar, þegar þessi athöfn fór fram. Þar sat m. a. seinni eigin- kona Edens, en hún er bróður- dóttir Winstons Churchills. Eden er eini fráskildi maðurinn, sem orðið hefur forsætisráðherra Bretlands. Hinn nýi forsætisráo'nerra Breta er reyndur stjórnmáLam.aour Sir Anthony Eden hefir aldrei hlaupið á sig f orrahrið stjórnmálaviðræðna ELÍZABET Englandsdrottning hefur nú skipað Sir Anthony Eden í forsætisráðherraembætti Bretlands. Er þetta kórónan á stjóm- málaferli Edens, en óhjákvæmilega hlaut að koma að því, að Edeu settist að í Downing Street 10. Hann er aðeins 57 ára en af núMif- andi stjórnmálamönnum í öllum heiminum hefur hann fengizt hvað lengst við stjórnmál, og aðeins vel fullorðnir menn muna hann tíma, þegar hann gegndi ekki viðamiklum störfum á alþjóða vett • vangi. Kveðjur frá Islandi í TILEFNI af því að Winston Churchill fætur af embætti, hef- ur forsætisráðherra íslands sent honum kveðjur og vottað honum virðingu ís.'enzku þjóðarinnar. Sir Antlioiiy Eden. n- -n Verkakonur á Akureyri semfa Á AKUREYRI lauk í gærkvöldi laust fyrir miðnætti, kaup- og kjarasamningum fyrir verkakon- ur í Verkakvennafélaginu þar við vinnuveitendur. Fyrir milli- göngu sáttasemjara, Þorsteins M. Jónssonar, var samið um, að lág- markstaxti hækki úr kr. 6.90 á klst. í kr. 7,20, eða um rúm 4%. Þetta er fyrsta félagið í yfir- standandi vinnudeilum, sem samið hefur endanlega, og nemur kauphækkunin, sem áður er sagt, rúmlega 4%. ?- -? Aðkallandi að efla Fiskveiðasjóð til að stuðla að aukinni útgerð Fyrir liggja riú umsóknir um 51 miíljón kr. lán VIÐ síðustu áramót lágu fyrir Fiskveiðasjóði umsóknir um lán að fjárhæð 51 millj. kr. aðallega til aukningar fiski- bátaflotanum. Er því mjög aðkallandi að auka starfsfé sjóðs- ins. Á s.l. ári námu útlán Fiskveiðasjóðs rúmum 23 milljónum kr., að langmestu leyti til fiskiskipaflotans. Af þeirri upp- bæð voru veittar nær 6 millj. kr. til vélakaupa í fiskiskip. Og í árslok voru útistandandi lán Fiskveiðasjóðs samtals 63 millj. kr. Það skiptust þannig að til skipa stærri en 12 smál. voru útlánaðar 39 millj. kr., til hraðfrystihúsa 7 millj. kr., til fiskimjölsverksmiðja 4 millj. kr., til fiskvinnslu- stöðva 3 millj. kr., til fiskþurrkunarhúsa 2 millj. kr., til opinna vélbáta 1,5 millj. kr. o. s. frv. Sigurður Ágústsson þingmaður Snæfellinga skýrði frá þessu í ýtarlegri og mjög fróðlegri ræðu um starfsemi Fisk- veiðasjóðs. Varð ljóst af ræðu Sigurðar, hve geysiþýðingav- mikil lánastarfsemi Fiskveiðasjóðs er fyrir sjávarútveginn. * YNGSTI FORSÆTISRÁÐ- HERRA SÍÐAN PITT LEIÐ Ungur að aldri varð hann yngsti utanríkisráðherra Bret- lands síðan Pitt leið. Síðan hefir hann ýmist setið í brezka ráðu- neytinu eða gegnt þýðingarmikl- um störfum, þegar íhaldsflokk- urinn hefir verið í stjórnarand- stöðu — og látið að sér kveða, hvar sem Bretland hefir komið við sögu, sem hefir venjulega verið meira eða minna í öllum heimsálfum. o------??------o Hér er hvorki stund eða staður til að lýsa æviferli hans heldur sýna í stórum dráttum, hvern mann hann hefir að geyma og íhuga, hvaða áhrif skipun hans í forsætisráðherraembættið hefir í þróun stjórnmála í heimalandi hans, ef íhaldsflokkurinn sierar í næstu kosningum. en allar lík- ur benda til þess að svo verði. * STAÐFASTUR OG VARKÁR Sir Anthony er fyrst og fremst staðfastur maður og óhagganlega fylgjandi var- kárni í allri framþróun, Hann er ekki íhaldssamur í beim skilnimri, að hann vilji, að allt sitii við |»a8 s»ma osr öll framþróun falli stöðusrt í sama farið. Hann hefir oftar en mar<rir ?>ðvir stiórrnnál^rnenn látið i liósi bað álit sitt. að stjórnmálastefna. sem bv?e-ist á föstum forsendum. sé dæmt' til að verða gjaldbrota fvn- eða s'ð^r. bar s«»n fnrsend- urnar haldast aldrei óbrevtt- 3r boldnr >ni !»:*>•• háðar lögr- máli framhróunarinnar. En hann viW heldur ekki hrað° "'•amrtróiininTii p-^n. að hvor^i mennirnir eða aðstæðuTnar hafi "m? til að 1s><"i si<T eftir henni Allt verður að fá nægan tíma til ForsællsráSherra að þroskast, og grundvallar skoð- un hans er, að sé eitt skref tekið fram á við of fljótt, geti afleið- ingin orði tvö skref aftur á bak. * FLJÓTUR TIL ÞEGAR ÞÖRF ER Á í fljótu bragði virðist hann því alltaf hafa nægan tíma jafn- vel um of, en atburðarás síðari tíma hefir ótvírætt sýnt, að hann getur skjótlega tekið yfirgrips- miklar ákvarðanir, t.d. þegar hann s.l. ár gaf Frökkum loforð um, að brezkar hersveitir yrðu um kyrrt á meginlandi Evrópu, ef Frakkar hefðu samvinnu um endurhervæðingu V.-Þýzkalands. Svo stórstíg ákvörðun sætti ekki mikilli gagnrýni í neðri deild brezka þingsins — skyldi nokkur utanríkisráðherra í nokkru landi njóta svo mikils trausts? Brezka utanríkisráðuneytið hef ir orð á sér fyrir að starfa vél- rænt og alltaf á sama hátt, hver svo sem er þar æðsti maður. — Þetta er að nokkru leyti rétt og að nokkru leyti rangt. Það er alveg rétt, að það þarf stórvið- Framh. á bls. 2 bátasmíði innanlands. Hin til- lagan var áskorun til ríkisstjórn- arinnar unn að láta fram fara endurskoðun laganna um Fisk- veiðasjóð. Atvinnumálaráðherra skipaði þá Gunnlaug E. Briem skrifstofu- Sigurður skýrði frá þvíí ræðu stofnlána, endurnýjunar og aukn- j stjóra, Sigtrygg Klemenzson, Framh. á bls. 9 ÞINGSALYKTANIR SÍHASTA ÁRS Ræðan var flutt við aðra um- ræðu í Neðri deild Alþingis um frumvarp atvinnumálaráðherra varðandi eflingu Fiskveiðasjóðs. verið samþykktar tvær þings- ályktunartillögur varðandi Fisk- veiðasjóð íslands. Önnur þeirra var áskorun til ríkisstjórnarinn- ar, að beita sér fyrir því að afla Fiskveiðasióði viðbótarfjár til Binni að á siðasta þingi hefðu. ingar fiskibátaflotanum með 1 KARACHI 6. apríl. — Forsætis- ráðherra Pakistan, Mohammed Ali, giftist í dag einkaritara sín- um, ungfrú Saadi. Hann er giftur fyrir og á tvö börn með þeirri konu. En Múhameðstrúarmenn mega taka sér allt að fjórar kon- ur samtímis, skv. lögmáli Kói- ansins. — Reuter. ? ??<?<???????? kemur næst út miðvikudaginn 13. apríl. ???????????? ^J^re íaika td í /rerúóalern Meiri fjöldi píla- gríma en nokkru sinni áður London, frá fréttastofu Reuters. PÍLAGRÍMAR em nú teknir að flykkjast inn í Rómaborg og Jerúsalem í tilefni páskahátíðar- innar. Sennilega hefur f jöldi píla- grímanna til þessara tveggja heilögu borga aldrei verið eins mikill og nú, vegna þess að f erða- lög milli landa hafa aldrei fyrr verið eins frjáls, auðveld og ódýr sem nú. • • • TIL Jerúsalem koma pílagrímar frá öllum hinum kristnu kirkj- um. Þangað koma bæði rómversk og grísk-kaþólskir, mótmælenda- trúarmenn af öllum kirkjufélög- um. Þarna verða og þeldökkir áhangendur kopta-kirkjunnar í Abyjssiníu. • • • Á FIMMTUDAGINN minnast rómversk-kaþólskir og mótmæl- endur dvalar Krists í Grasgarð- inum Getshemane. Á föstudaginn syrgja menn krossfestingu Krists á Hausaskeljastað, en síðan verð- ur fagnað upprisu Krists og verða guðsþjónustur á vegum allra kirkjufélaganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.