Morgunblaðið - 07.04.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.1955, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. apríl 1955 Sigmundur Sveinsson SS ára HÁMARK lífsins er að finna full- nægju þess. Hinn ríki verður sífellt fátækari í hjarta sínu þrátt fyrir auðæfin og hinn valdamikli verður æ soltnari og gráðugri í meiri völd, eftir því sem hann kemst hærra í valdastigann. Sá feinn er alsæll, sem er lýðum frjáls og finnur fullnægjuna í Guði. Finnur fullnægju í því að jjjóna honum. Og í þeirri við- leitni lærist honum að þjónustan ýið aðra, er æðsta takmarkið og að einmitt í því finnum við full- nægju lífsins. Að finna slíka menn, er næsta sjaldgæft, en þó eru þeir til. Einn slíkra manna verður 85 ára 9. þ.m. Það er Sigmundur Sveins- spn fyrrum umsjónarmaður í barnaskóla Miðbæjarins. Sigmundur Sveinsson er fædd- yr í Gerðum í Garði, 9. apríl 1870. Foreldrar hans voru Sveinn Magnússon frá Grund undir Eyja- fjöllum og Eyvör Snorradóttir ptrests að Desjarmýri, Sæmunds- sonar prests að Útskálum. Hin mestu sæmdarhjón. Sveinn smið- ur góður og frábær atorkumaður, en Eyvör vel að sér og trúkona. Hefir Sigmundi því kippt í kyn- i« til beggja. Hann ólst upp hjá foreldrum SÍnum og var að sjálfsögðu fljótt haldið til vinnu. Á áttunda ári býrjaði hann að fara á sjó og sjó- fnennsku stundaði hann upp frá því, meðan hann dvaldi á Suður- nesjum, bæði þar og á Aust- og Vestfjörðum. Árið 1901, gekk hann að eiga konu sína, Kristínu Símonardótt- ur. Hjónaband þeirra varð langt og farsælt. Börnin urðu 8, 4 synir og 4 dætur. Eru þau öll á lífi nema einn sonur, er andaðist fyr- ir nokkrum árum. Dvöldu þau hjón fyrst í Hafnarfirði, en flutt- ust þaðan að Brúsastöðum í Þingvallasveit og ráku þar bú- skap til ársins 1919. Jafnframt höfðu þau á hendi veitingasölu í Valhöll. Nutu þau þar björtustu sólskinsstunda æfinnar. Árið 1920 varð Sigmundur umsjónar- maður Miðbæjarskólans og hafði það starf á hendi þangað til 1941. Síðan hefir hann ekki haft fast starf, en vinnur að því eins og áður, að koma ýmsum áhugamál- um sínum í framkvæmd. Ein dóttir hans, Sesselja, hafði snemma hug á því, að líkna van- gefnum börnum og koma á fót hæli fyrir þau. í því skyni dvaldi hún um hríð á barnaheimilum og spítölum í Þýzkalandi. Er hún kom heim, var henni það brennandi áhuga- mál, að hrinda þessu í fram- kvæmd. Það stóð þá heldur ekki á áhuga hjá foreldrum hennar og sýstkihum, að koma þessari hug- sjón áleiðis. Öll sameiginlega, studdu þau hana með ráðum og dáð og lögðu til þessa mikla vinnu. Árið 1930, keypti Presta- félag Suðurlands jörðina Hvera- kot í Grímsnesi, er síðan hefir heitið Sólheimar. Þar er mikill jarðhiti. Þessa jörð fekk Sesselja til umráða og eygði með því, að að koma þessari hugsjón sinni í framkvæmd. En erfiðleikarnir voru ótrúlegir. Öll hús þurfti að reisa frá grunni og veglaust heim og yfir illfærar mýrar að fara. Auk þess var sandur og möl ekki nærtækt, nema rétt til að steypa kjallara hússins. Var þó þegar hafist handa og með sameigin- legu átaki s.vstkina og foreldra, tókst að koma húsinu upp. Fvrsta súmarið varð Sesselja að búa i tjöldum með börnin og lánaðist það vel og var það til mikill bóta, að Lúðvík bróðir hennar lagði hitaveitu í tjöldin. Síðar var húsa- kóstur enn aukinn og hefir barnaheimili verið rekið þar s'ð- anl En alla tíð hefir Sigmundur vehið óþreytandi stuðningsmaður h’éimilisins og jafnvel um tíma gæzlumaður barnanna. Árið 1944, andaðist Kristin, kona Sigmundar og var jörðuð að Voðmúlastöðum i Landeyjum, ; I en þar fermdist hún. Þar var áð- ur kirkja, en hún lögð niður 1910. Kristínu þótti mjög fyrir því og síðasta áhugamál hennar fyrir andlátið var, að þar yrði reist kapella. Og nú hófst einn dásam- legasti þáttur í lífi Sigmundar. Hann taldi það helga skyldu sína, að koma þessu áhugamáli sinnar ástríku eiginkonu í fram- kvæmd. Með sigursælum dugnaði og áhuga hófst hann þegar handa, að safna fé til kapellunnar og undirbúa byggingu hennar Og þó oft horfði óvænlega, var smíð- inni lokið og kapellan vígð, áður en 2 ár voru liðin frá andláti konu hans og allt skuldlaust. Þetta og allt annað dásamlegt, sem honum hefir hlotnast í líf- inu, telur hann náð frá Guði fyr- ir son hans, Jesú Krist, er hann tignar og vegsamar. Á áttræðisafmæli Sigmundar, skrifar þáverandi biskup Sigur- geir, sál. Sigurðsson, fagra grein um afmælisbarnið og kemst m. a. syo að orði: ,,Það er lærdómsríkt að kynnast Sigmundi Sveinssyni. Þótt áttatíu ára sé hann, logar hann af fjöri og áhuga fyrir öllu, sem er fagurt og gott. Hann þráir að verða til góðs, öðrum til gleði. Hann þráir að jafna deilur, lægja allar slíkar öldur, en að allir menn lifi saman í bróðerni og friði, í þeim kærleika, sem um- ber og fyrirgefur. Hann er lát- laus og yfirlætislaus. Honum finnst sjálfum, að hann sé ekki neitt og það sem hann hefur starfað, aðeins veik viðleitni En Guði vill hann umfram allt gefa dýrðina." Allt þetta sem hér er sagt, má engu síður segja nú á 85 ára af- mæli Sigmundar. Fjörið og áhug- inn er hinn sami og viðleitni hans til að styðja og styrkja aðra, eykst með hverju ári. Og mér er kunnugt um það, að mörgum er huggun og styrkur að bænum hans og elskusemi. Hann er einn af þeim mönnum, sem lætur sér ekkert óviðkomandi, er leitt getur til farsældar og gleði. Þjónustan við aðra er sú lind sem hann eys af og endurnýjar hann í æ ríkara mæli. Honum hefir veizt sú náð, að finna fullnæsiu lífsins. I þeirri trú. óska ég honum blessunar Ðrottins. Siomundur verður staddur að Sólheimu.m á afmælisdaginn, en þar er a’mað heimili hans. Steindór Gunnlaugsson. HAZF.l. BISHOP Snyrtivérur Jónína Þórðardóttir — minning Guðrún Reykholt 70 ára H.a/FL BISHOP VAK ALITljKINN er eini „ekta'' liturinn, sem fram- leiddur er í Bandaríkjunum. Söluumboð: PÍITUR Pf.TURSSON Hafnarstræti 7. Laugavegi 38 • • 9 II* • 9 IMorgunblaðið • 9 • 9 M E Ð • • n* • • ORGUNKAFFIN U » HINN 25. marz síðastliðinn var til moldar borin frá Keflavíkur- kirkju ein af elztu og bcztu hús- j freyjum Keflavíkur, frú Jónína Þórðardóttir á Tjarnargötu 10. Hún var hreinræktaður Kefl- víkingur, fædd hér 8. sept. árið 1871 og hér ól hún allan sinn i aldur, nærri því á sama blettin- um. ,— Ung missti hún foreldra sína og varð að vinna fyrir sér hörðum höndum. En hún hafði fengið það veganesti, sem bezt varð á kosið: hraustan líkama, heilbrigða sál og létta og glaða lund. Hún þurfti mjög á þess- um eiginleikum að halda, því það var ákaflega erfitt fyrir einstæð- igns stúlku að vinna fýrir sér á þeim timum. En gæfan var henni hliðholl, því ung giftist hún sín- | um ágæta eiginmanni Sigurfinni Sigurðssyni síðar íshússtjóra, sem flutzt hafði til Keflavíkur austan ' undan Eyjafjöllum, en þaðan var hann ættaður. Þau reistu bú í gamla bænum hennar móður hennar og þar settist gæfan að völdum, þó hvorki væri þar hátt til lofts né vítt til veggja. Þrifn- ; aður, snyrtimennska og glað- i værð einkenndi heimili þeirra * hjóna allan þeirra búskap, sem j varð rúm 50 ár. Sigurfinnur var ! með afbrigðum hagur maður og j byrjaði fljótt að lagfæra og prýða i litla bæinn; og húsfreyjan var svo gagn myndarleg, að þar virt- ist alltaf vera „fínt“, þó efnin væru skki mikil fyrstu árin. Sigurfinnur heitinn byggði , húsið við Tjarnarg. 10 og bjuggu þau þar alla tíð síðan. Það þótti í stórt ráðizt þegar það hús var byggt, enda var það ágætlega vandað að allri smíði og þótti stórt. Þarna bjuggu svo þessi ágætu hjón við batnandi efnahag og góð lífskjör, sífellt bætandi og prýðandi heimilið. Sigurfinn- ur fylgdist vel með öllum nýung- um og var fljótur að færa konu sinni öll þau þægindi, sem hægt var að koma við. Það var ánægjulegt að koma á heimili þeirra á gleðistundum, þegar glaðværð húsfreyjunnar og græskulaus glettni húsbóndans komu öllum í gott skap. En það var merkilegt að koma þar á þyngstu sorgar og reynslustund- um, eins og þegar þau misstu í sjóinn yngri son sinn Ásgeir Þórð, ágætan eínispilt um tví- tugt. Ekkert æðruorð heyrðist, engar harmatölur, allt var borið með tíginni ró og stillingu. Það var birta trúar og vonar sem gaf þeim þessa ró, þetta frábæra þrek. En þrátt fyrir margar þung- bærar sorgar- og reynslustundir, niátti þó með sanni segja að Jón- ína sáluga væri hamingjusöm kona. Þau hjónin eignuðust 4 ágæt og efnileg börn, þau Gunn- ar húsgagnabólstrara, giftan ágætri konu, Sigrúnu Ólafsdótt- ur; Sigurbjörgu, sem dvalizt hef- ur hjá móður sinni alla sína ævi og nú síðustu árin stundað hana með ástúð og nærgætni; Sigríði, giíta Sigurði Ágústssyni bónda í Birtingaholti og Ásgeir er áður var nefndur. Barnabörn þeirra hjóna urðu 12 og eru öll á lífi nema 1 sonarsonur, ungur mað- Frh. á bls. 11. GUÐRÚN REYKHOLT er sjötug á morgun Hún hefir verið starfs- maður Ríkisútvarpsins síðan það tók til starfa, eða rettan aldar- j f jórðung. Þar höfum við unnið ■ saman í tónlistardeildinni, sam- , ið efnisskrár, talað daglega um tónlist og val tónlistar og æfin- lega komið vel saman Hún heíir alla tíð verið aðal máttarstoð tónlistardesldarinnar, enda hefir tónlistin verið hennar aðal áhugamál í lífínu. Hún er ein af þeim — máske fáu, sem fremur mundi neíta sér um daglegt brauð heldur en að sækja ekki góða tónleika. Hún er því allsstaðar nálæg þar sem list l.istanna tal- ar sínu guðamáli. Guðrún Reykholt er einhver hin trygglyndasta mannvera sem ég hefi kynnst um ævina, vin- 1 föst og vinavönd. Hún er hlé- dræg og lætur lítið á sér bera að jafnaði, en öruggur liðsmað- ur er hún öðrum ti emur, þar sem góður málstaður þarfnast liðs. Henni hefir, — eins og fleiri góðum mönnum, sem að tónlist- armálum útvarpsins hafa unnið, stundum verið fundið það til foráttu, að hún gerði of miklar kröfur til hlustenda. Og það er satt að hún er kröfuhörð fyrir hönd tónlistarinnar, og það með réttu, en henni hefir ávallt verið það hjartans mál að hjálpa öðr- um til aukins skilnings á fagurri og göfugri tónlist, enda er smekk ur hennar fínn og þroskaður og þekking hennar á tómist víðtæk, jafnvel svt,, að ekki er á allra færi þeirt'a, sem þó þykjast kunna eitthvað fyrir sér í þeim fræðum, að deila við hana um þá hluti. Ég hefi oft undrast hið mikla starfsþrek þessarar fágætu konu, sem háð hetir harða baráttu við sjúkdóma árum saman. Hún stendur eins og kleítur úr haf- inu. Þó rastir og vindar gnauði, og ausi sæ‘-oki og éljum, stendur hún jafn keik er sjóina lægir og straumarnir kyrrast Hún er mikilla sanda og mikilla sæva. Kæra Guðrún, ég þakka þér allt samstarfið á liðnum árum og trygga vmáttu þína En allir sannir tóndstarunnendur þakka þér þín mrklu störf í tónlistar- deild útvarpsins og þau hollu áhrif, sem starf þitt við hina miklu monningarstofnun hefir leitt af sér, til aukins þroska og skilnings á góðri tónlist á þessu landi. Páll ísólfsson. I stjórn K.R. I 40 ár HINN 9. apríl eru 40 ár liðin síð- an Erlendur Ó. Pétursson var kosinn í stjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Hefur hann verið ritari félagsins í 20 ár og formað- ur þess í 20 ár. Það mun nær eins- dæmi að eiga óslitið sæti í stjórn sama félags í 40 ár. En Erlendur hefur ekki ein- göngu starfað fyrir K. R. á þess- um 40 árum, heldur lika íþrótta- hreyfinguna yfirleitt. Þannig var hann í Knattspyrnuráði Reykja- víkur frá 1919—1932, í stjórn íþróttavallar Reykjavíkur frá 1 1918—1943, fararstjóri fyrsta úr- . valsliðs knattspyrnumanna til Færeyja 1930, í íþróttanefnd j þeirri, er ríkisstjórn íslands skip- aði til að semia íbróttalögin, í | Olvmpíunefnd fslands 1936, for- maður Evrópumeistaramótsnefnd arinnar 1950 og 1954, átti sæti í fjölda móttökunefnda, sem ann- azt hafa móttöku erlendra og inn- lendra íbróttaflokka. Þannig hefur Erlendur starfað að íþrótta- málum landsins í 40 ár. Fvrir það starf hefur hann hlotið margs konar sæmd frá iþróttahrevfing- unni. og riddari af Fálkaorðunni varð hann 1937. Að sjálfsögðu hefur K. R. fyrst og fremst notið hans mikilhæfu forustu og starfskrafta og stend- ur því í mikilli þakkarskuld við hann, en Erlendur hefur eins og fvrr getur notið trausts og virð- ingar íþróttahreyfingarinnar í heild og mun nú einn vinsælasti íbróttaleiðtogi landsins. Þjóðin hlýtur að bakka honum fvrir hið glæsile^a íbróttastarf, sem einnig er imnið í hennar þágu, æskulýð íandsins til heilla. ■"dorgunblaðið þakkar E Ó.P. fvrir ágætt sam,'l''-í á liðnnm á-um og vonar, að K. R. og íbrótta máiin meei enn um r'-eið nió+a bans farsælu st'”"f"'VT."'r*a. K R -ingar hafa ákveðið að minn- ast þessa merka afmælis for- monrs sms hinn 15. apríl í íþrótta h’”’mili félagsins. Vr vrTpndur varð sextugur í msí 195?. flutti Lárus Salómons- br->um dránu bá er hér fer á eftir. en það er hrvnhenda: Mér er vandi í mínum hendum mann að lofa, er stendur ofar mér á öllum mannlífs hillum; mun bó skýra í formi dýru skoðún m'na og glöggur greina gildi manns, sem um byggðir landsins vnvkist allar, og hefur hylli. Heill með daginn og Vesturbæinn' Þú hefur lengi þreytt að ganga þrepin hálu í félagsmálum, borið þaðan birtu og gleði, bezti maðurinn, snjall og glaður. Enga villu eða galla aðrir merkja í þínum verkum. KR stendur á tignartindi með traust hjá konum og lands vors sonum. Ennþá lýsir orka brosið, enda borinn þegar vorið kemur yfir og lífið lofar lífsins dýrðir, sem verða ei skýrðar. Trúarneistar í leik og listum lifa og skína í augum þínum. Njóttu, góði gæfumaður, gjafa hinna og verka þinna. Lárus Salómonsson. ULLU kryddvörur eru ekta og þess vegna líka þær bezt. Við ábyrgj- umst gæði. Þegar þér geriS innkaup* Bi8|i8 uhq LILLU-KBYPR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.