Morgunblaðið - 13.04.1955, Page 1

Morgunblaðið - 13.04.1955, Page 1
16 síður Bóluefni gegn lömunarveiki fundiÖ Hinn nýi barnaskóli og kapelia í Hnifsdal greininni sem er á bls. 9). (Árni Matthíasson tók allar myndirnar, sem fylgja Hefur verið reynt á 500 þúsund börnum og gefið mjög góða raun ANN ARBOR, Michigan, 12. apríl — frá Reuter-NTB % ¥ DAG var kunngert um áfangaskil í sögu vísindanna, er tilkynnt var um árangur af bölusetningu nær 500 þús. barna með nýju bólusetningarlyfi gegn lömunar- veiki. Hefur reynslan leitt í ljós, að bóluefnið varnaði mænu- veiki í 80—90 af hverjum 100 tilfellum. 0 Það er bandarískur læknir Jonas E. Salk sem starfar við háskólann í Pittsburg er lyfið fann. Bólusetningar- lyf hans gaf svo góðar vonir, að skipulögð var bólusetning nær 500 þús. barna. Er árangur þeirrar bólusetningar kunn- ur með áðurnefndum og gleðilegum niðurstöðum. Dagsins — 12. apríl — verður ef til vill um alla framtíð minnst sem sigurdagsins yfir þeim hræðilega sjúkdómi, sem barnalöm- unarveikin var. Verkfallið hefir staðið í fjórar vikur Tilgangslausasta verkfall, sem hér hefir verið háð VERKFALLIÐ hér í Reykjavík og Haínarfirði hefur á morgun staðið í 4 vikur. Yfir páskana hefur ekkert gerzt í því, sem skapar möguleika eða líkur fyrir skjótum sáttum. Aðeins einn fundur hefur verið haldinn með hinni stjórnskipuðu sáttanefnd og fulltrúum deiluaðila yfir páska- belgina. Var hann haldinn kl. 4—7.30 eftir hádegi s. 1. laug- ardag. Gerðist þar ekkert sem til tíðinda verður talið. Á þessum tæpum 4 vikum, sem verkfallið hefur staðið hafa verkamenn og aðrir þátttakendur þess tapað nálægt 8% af árslaunum sínum. Er af því auðsætt, hversu gífur- legt tjón það hefur í för með sér. Gert er ráð fyrir, að sáttanefndin boði til fundar með fulltrúum deiluaðila í dag. TILGANGSLAUST VERKFALL Ástæða er til þess, þegar þetta verkfall hefur staðið í tæpan mánuð, að athuga nokkur atriðj í sambandi við það. í fyrsta lagl er þannig til þess- arar vinnudeilu stofnað hér i Reykjavík, að í henni taka þátt verkalýðsfélö^, sem í eru bæði lægst launaða verkafólkið og hæstlaunuðu iðnaðarstéttirnar. Af því hlýtur það að leiða, að um leið og þessi félög fengju sam- eiginlega kauphækkun, þá hlytu öll önnur verkalýðsfélög innan Alþýðusambands íslands að Churchill: — Nei takkl HEIMSBLÖÐIN skýra frá því, og segjast hafa góðar heimildir fyr- ir, að Elisabet Englandsdrottning hafi boðið Churchill aðalstitil. En gamli maðurinn, sem í 50 ár hefur staðið í fremstu víglínu og í 8 ár gg 7 mán. setið í stóli for- sætikráðherra Englands, hafnaði því góða boði drottningar. Hans tiltill er því enn óbreyttur — eða Sir Winston Churchill. í dag hélt Sir Winston með konu sinni til Sikileyjar, þar sem hann mun hvílast um sinn. Við brottförina frá flugvellinum barst honum einkabréf frá drottningu og kveðja frá Eden. krefjast sömu kauphækkunar og fá hana innan mjög skamms tíma. í öðru lagi hefur það verið gefið í skyn af ríkisstjórninni, á Alþingi og í blöðum, að opinberir starfsmenn muni fá hliðstæðar kauphækkanir og um semst við verkalýðsfélögin. í þriðja lagi, er það ákveðið með lögum, að verðlag landbún- aðarafurða skuli hækka nokkurn veginn í samræmi við hækkun kaupgjalds við sjávarsíðuna. Gerist þetta sumpart strax og kauphækkunin hefur farið fram og sumpart á komandi hausti. í fjórða lagi hlyti vöruverð al- mennt að hækka með auknum tilkostnaði verzlunarinnar, sem leiddi af hækkuðu kaupgjaldi, a. m. k. ef engar sérstakar ráðstaf- anir yrðu gerðar til þess að koma í veg fyrir verðlagshækkanir. HÆKKUN BYGGINGAR- KOSTNAÐAR í fimmta lagi hlyti fyrsta af- leiðing almennra kauphækkana að verða hækkun byggingarkostn aðar í landinu. Af því hlýtur aft- ur að leiða hækkun húsaleigunn- ar. í sjötta lagi þarf svo enginn að fara í grafgötur um það að ef veruleg kauphækkun yrði hlyti það að þýða verðfellingu ís- lenzkrar krónu. Þær ályktanir sem af fyrr- greindum atriðum má draga, eru fyrst og fremst þær, að Framh. á bls. 2 Gerðordómnr í vinnudeilu KAUPM HÖFN 12 apríl. — Á ráðherrafundi dönsku stjórn- arinnar i dag var akveðið að leggja i'ram á þinginu laga-1 frumvaip um gerðardóm með úrskurðarvaldi tii að leysa landbúuuðardeiluna og komast hjá stöðvun á framleiðslu mik-1 ilvægustu útflutningsvara landsins. Mun ákveðið, að þingið hraði mjög meðferð frumvaipsins. Sósíaldemó- kratar og radikalir tryggja samþyhkt frumvarpsins. Enn er óvíst Iiverja afstöðu íhalds- menn og vinstrimenn taka til málsins. —Páll. * BÓLUEFNINU LÝST Fimm hundruð blaðamenn og útvarpsmenn voru viðstaddir er kunngert var um árangur bólu- setningarinnar. Dr. Thomas Francis jr., sá er hafði yfirum- sjón með framkvæmd bólusetn- Vill frið við Formósu WASHINGTON 12. april. — í út- varpsræðu er Adlai Stevenson, frambjóðandi demókrata við for- setakosninzarnar í Bandaríkjun- um 1952 1 élt í dag. — Sagði hann, að nauðsyn bæri nú til að höfð vrði um það alþjóðleg samvinna að fordæmo og koma í veg fyri" beitingu hervalds á Formósusv æðinu. Þau mál yrði að leysa eítir samkomulagsleið- um. — NTB-Reuter Valdhöfum vikið frd M' Chou En Lai valtur í sessi 'ENNIRNIR í Peking“ virðast nú eiga í erfiðum innbyrðis deilum svipuðum þeim, er „mennirnir í Kreml“ áttu í fyrir fall Malenkovs. Það ber að sama brunni í Peking og gerði í Moskvu, að talsmenn þungaiðnaðarins heyrast hæst og oftast, ná- kvæmlega eins og í Moskvu, þar sem talsmenn aukinnar fram- leiðslu neyzluvöru fengu háðulega útreið, meðal þeirra Malenkov. ★ SAMA SAGAN |versku stjórninni og Kao Kang, í Moskvi’ leiddi va’dabaráttan sá er sá um framkvæmd 5 ára til þess að Bulganin marskálkur, æðsti maður hersins, var skipað- ur æðsti n.aður landsms. — Naut hann öflugs stuðnings Krushc- hevs aðalritara kommúnista- flokksins. Og af fréttum að aust- an virðisf mega ráða að for- sætis- og utanríkisráðherra „al- þýðulýðveldisins“ muni eiga hægt með að „fá sig lausan frá störfum“ ef svo kurteislega mætti að orði komast' Fari svo þá er það ritari kín- verska kommúnistaflokksins, Liu Shao-Chih sem kemur til með að fara með sigur af hólmi. ★ HREINSUNIN Fyrstu opmberu kínversku til- kynningarnir um hreinsunina komu, er =kýrt var frá því, að látið höfðu af störfum yfirmað- ur Mansj úríudeildarinnar í kín- áætlunarinnar En forsaga þess Framh. á bls. 12 ingartilraunarinnar, skýrði við- stöddum frá árangrinum. Sagði hann að bóluefnið væri öruggt, áhrifaríkt og máttugt. Víst væri að héðan í frá yrðu börn víðs vegar um heim bólusett með mjög góðum árangri gegn löm- unarveiki. Sagði hann efnið vera sérlega árangursríkt gegn þeirri tegund lömunarveikinnar, sem hættulegust væri og hefði reynzt fullkomlega vel í 80—90 af hverj- um 100 tilfellum annarar teg- undar mænuveiki (paralytic polio). ★ TÍU ÁR Sá er þetta bóluefni fann, lækn irinn Jonas E. Salk, sem er fer- tugur að aldri, tók einnig til máls um sitt bóluefni. Lýsti hann ánægju sinni yfir árangri bólu- setningarinnar og kvaðst vona að nú væri sigur unnin yfir hörm- ungum þeim, er þessi hryllilegi sjúkdómur hefði valdið. Kvað þessi gæfusami læknir það að lokum skemmtileg* og einkenni- lega tilviljun að árangur bólu- setningarinnar væri kunngerður nú í dag er 10 ár væru liðin frá láti þess manns er kunnastur er allra lömunarveikissjúklinga — Franklins D. Roosevelts. Fleiri mætir og víðkunnir menn innan læknastéttarinnar tóku til máls. Lýstu þeir Salk-bólulyfinu sem einni mestu uppfinningu heims. Sögðu þeir, að fullorðið fólk þyrfti ekki að hlaupa til í neinu æði að láta bólusetja sig, því margir fullvaxta væru ónæm- ir fyrir sjúkdóminum, en með börnin gegndi öðru máli. Það kom fram við umræðurn- ar, að bólulyfið vinnur gegn öll- um þeim tegundum mænuveiki, sem vitað er að hrjáð hafa mann- kynið. Þetta lyf er því guðsgjöf ! mikil og innan skamms mun það sent víða um lönd til bless- I unar flestum þeim er þess njóta. Dýrt œvintýri! Bonn, 12. apríl — frá NTB-Reuter. YFIRMAÐUR bandarísku herj- anna sem staðsettir eru í Evrópu, sagði í Bonn í dag, að það varn- arkerfi sem nú væri unnið að í Evrópu, gerði það kleift að draga varnarlínuna austar í Þýzkalandi, en gert hefði verið ráð fyrir til þessa. Sagði hann að horfið hefði verið frá þeirri skoðun sem ofan á varð 1950, að hörfa fljótt til varnarstöðva við Rínarfljót, ef til árásar kæmi. Nú væri ákveðið, að verja hverja tcmmu Iands. Hann kvaðst ekki vilja full- yrða, að herafli Vesturveldanna í Þýzkalandi myndi standast hverja þá árás sem á hann væri gerð. En hitt kvaðst hershöfðing- inn fullviss um, að sérhver til- raun til árásar á Þýzkaland yrði mjög kostnaðarsamt ævintýri. Yfirhershöfðinginn, Collins, lét í ljós ánægju með það að Þjóð- verjar tækju sér nú stöðu við hlið innarra Evrópuþjóða er her hefðu til varnar ef til áiásar kæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.