Morgunblaðið - 13.04.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.1955, Blaðsíða 2
# MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. apríl 1955 iltlán Utvegsbankans námu 440 millj. kr. ym siðustu áramót IGÆR voru 25 ár liðin síðan Útvegsbanki íslands h.f. tók til starfa. Af því tilefni lét stjórn bankans blöðum og útvarpi i tó nokkrar upplýsingar um starfsemi hans. f árslok 1930 voru innstæður í bankanum 6,2 millj. kr., útlán 31,8 millj. kr. og niðurstaða á jafnaðarreikningi 43 millj. kr. I ársfok 1954 voru innstæður 280,6 millj. kr., útlán 440,2 millj. kr. «g niðurstaða á jafnaðarreikningi 515 millj. kr. SKIPTING ÚTLÁNA MILLI ; AT VINNU VEG ANN A Útlán bankans skiptust bannig milli atvinnuveganna um síðustu áramót: Sjávarútvegur 45,4%, iðnaður 13,3%, verzlun 28,9%, húsbygg- 'itigar 3,8% og ýmislegt 8,6%. Varasjóðir bankans nema nú 41,5 millj. kr. og eftirlaunasjóður starfsfólks nam um síðustu ára- mót 8,4 millj. kr. Húsakostur bankans hefur und anfarið verið bættur mjög og úti- ;bú hans á Akureyri, Siglufirði og •í Vestmannaeyjum hafa fengið ný jhúsakynni. BANKASTJÓRN Núverandi bankastjórar Út- vegsbankans eru þeir Helgi Guð- mundsson, Jóhann Hafstein og "Valtýr Blöndal. í bankaráði eiga sæti þeir Stefán Jóhann Stefánsson, sem er íormaður þess, Björn Ólafsson al- þingismaður, Eyjólfur Jóhanns- son forstjóri, Gísli Guðmundsson alþingismaður og Lárus Fjeldsted liæstaréttarlögmaður. Fyrstu bankastjórar bankans voru þeir Helgi P. Briem núver- andi sendiherra, Jón Ólafsson al- þ-ingismaður og Jón Baldvinsson alþingismaður. Ásgeir Ásgeirsson forseti íslands gegndi banka- stjórastöðu við bankann frá ár- ínu 1938 til 1952. - Verkfalllð Framh. af bls. 1 þetta verkfall, sem nú hefur senn staðið i heilan mánuð sé einhver tilgangslausasta vinnu deila, sem hér hef ur verið háð. Ef grunnkaup hækkar svo ein hverju nemi, verður sú kaup- hækkun étin upp með tvennu móti. í fyrsta lagi með hækkun á verðlagi landbúnaðarafurða og jafnvel verðlagi almennt. í öðru lagi með hækkun bygg- ingarkostnaðar og þar með húsaleigunnar. En einmitt hin ¦ háa húsaleiga undanf arið hef - ur skapað mörgu láglaunafólki erfiðleika á að láta laun sín hrökkva fyrir nauðsynjum. Það sem mestu máli skiptir er þó það, að af verulegri kauphækkun hlyti að leiða gengisfellingu og rekstrar- erfiðleika hjá atvinnulífinu, sem síðan leiddu yfir þjóðina hættu á atvinnuleysi og kyrr- stöðu. ABEINS KOMMÚNISTAR VILJA SKAPA VANDRÆÐAÁSTAND En þótt verkfallið sé þannig tílgangslaust með tilliti til kjarabóta fyrir þá launþcga, sem í því eru, eru þó aðrir aðilar, sem stefna að ákveðnu takmarki með því. Það eru kómmúnistarnir. Þeir vilja skapa hér vandræðaástand. Þessvegna hika þeir ekki við, að setja fram kröfur, sem skapa myndu fullkomið öng- þveiti ef þær yrðu knúnar ' fram. Þetta verður allur almenn- ingur að gera sér Ijóst áður \ en lengra verður haldið, áður en frekara öngþveiti hefur skapazt af því verkfalli sem nú stendur yfir. í forystugrein blaðsins í dag er náriar rætt um byggingarkostnað- inn og lífskjörin. I Moskvu MOSKVU 12. apríl. — Raab, forseti Au;:turríkis, er kominu til Moskv'j til vHræðna við Kremlmenn um framtíð Austur- ríkis. Áður en viðræournar hóf- ust, heirnsótti Raabn Bulganin forsætisráðherra. kMímém Sjálf- slæðisfélaganna á Sigiyfirði SIGLUFIRÐI, 12. apríl: — Aðal- fundur Sjálfstæðisfélaganna var hér um síðustu mánaðamót í húsi félagsins, Lækjargötu 2. í stjórn félagsins voru kjörnir, formaður Ólafur Stefánsson, meðstjórnend- ur Kjartan Bjarnason og Nils Isaksson. Aðalfundur Sjálfstæðiskvenna- félagsins var haldinn hér 29. f.m. í stjórn voru kosnir, formaður Erla Axelsdóttir, meðstjórnendur Anna Hertevig, Bjarnveig Guð- laugsdóttir, Ragna Bachmann og Guðný Þorsteinsdóttir. Fundirnir voru fjölmennir og all fjörugar umræður um fram- tíðarstörfin, og fóru þeir báðir prýðilega fram. — Guðjón. Bförgvin Sigisrðsson: Sveii Vilhjólms Sigurf ssonar íslandsmeistari í bridge MEISTARAKEPPNI Bridgesambands Islands lauk á skírdag. — Úrslit urðu þau, að sveit Vilhjálms Sigurðssonar vann með 16 stigum. íslandsmeistarar eru auk hans: Eggert Benónýsson, Gunnlaugur Kristjánsson, Jóhann Jóhannsson, Magnús Jónasson og Stefán Stefánsson. Önnur varð sveit Gunngeirs Péturssonar með 15 stigum, 3. sveit Sigurðar Kristjánssonar með 12. stigum, 4. sveit Hjalta Elíassonar með 11 st., 5. sveit Harðar Þórðarsonar með 9 st., 6. sveit Róberts Sigmundssonar með 8 st., 7. sveit Óla Arnar Óla- sonar, Akranesi, 7 st., 8. sveit Jóns Guðmundssonar, Hafnar- firði, með 6 st., 9. sveit Ólafs Einarssonar 4 stig og 10. sveit Vigdísar Guðjónsdóttur með -2 stig. Þá fór einnig fram tvímenn- ingskeppni, svokölluð „Baró- meterkeppni". Þar urðu hlut- skarpastir Gunnar Guðmundsson og Gunnar Pálsson, en Kristinn Dr. Páll ísólfsson f er í hljónileikaför MEÐAL farþega í gærkvöldi með Gullfossi, var dr. Páll ísólfsson, sem mun verða erlendis um tveggja mánaða skeið. Er ferð- inni heitið til Danmerkur, Sví- þjóðar og Þýzkalands. í Kaupmannahöfn mun dr. Páll hafa um viku dvöl og mun hann þá leika á kirkjuorgel í danska útvarpið, orgelverk eftir Bach, og eftir íslendingana Jón Þórarinsson og Jón Nordal. — í Stokkhólmi verður Páll i hópi sex íslendinga á móti norrænna kirkjutónlistarmanna. Verður þar flutt af kór Engebreckkirkj- unnar íslehzk tónlist eftir þá Hallgrím Helgason, Þórarinn Jónsson, Sigurð Þórðarson, Pál Kr. Pálsson, Jón Leifs o. fl. Þá mun Páll leika orgelverk eftir Jón Nordal, Jón Þórarinsson og eftir sjálfan sig. Að lokinrii þessari norrænu ráðstefnu heldur Páll suður til Þýzkalands, en þangað hefur hon- um verið boðið í hljómleikaför og mun hann halda þar fjölda tón- leika. Bergþórsson og Lárus Karlsson urðu aðrir. Allir eru þeir fyrr- verandi íslandsmeistarar úr sveit Harðar Þórðarsonar. Þriðju urðu Zophonías Pétursson og Margrét Jensdóttir. Allt tóku 64 tvímenn- ingar þátt í keppninni. Ð undanförnu hefur því verið haldið fram í Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum, að vinnuveit- endur hafi ekki boðið hinum lægst launuðu neinar kauphækk- anir. Til þess að fyrirbyggja mis- skilning þykir mér rétt að rekja hið skriflega tilboð vinnuveit- enda, sem samninganefnd verka- lýðsfélaganna var gefið í upphafi vcrkfallsins. Samninganefnd vinnuveitenda lofaði aið mæla með 7% kjara- bótum til handa Dagsbrúnarmönn um, í formi orlofs, vísitölubreyt- inga, sérkrafna og grunnkaups- hækkana talið í þessari röð. Hvað felst í þessu tilboði? í fyrsta lagi, að orlof skuli aukið úr 5% í 6% eða úr 15 virk- um dögum í 18 virka daga á ári. í öðru lagi skulu þeir launa- flokkar, sem ekki hafa fengið fulla vísitölu, fá greitt eftir fullri vísitölu í stað skertrar áður. Þetta snertir ekki lægsta launa- flokkinn, þar sem hann fær sam- kvæmt eldri samningum fulla vísitölu. í þriðja Iagi komi það af sér- kröfum, sem að kynni að verða gengið og meta má til peninga (kjarabóta). Til þess að gera mál ið einfaldara er ekki rétt, að reikna með að neitt af 7% fari í sérkröfur, enda skiptir það ekki máli í sjálfu sér fyrir verka- Fyrsftu hörpufónleik- arnir hér á landi 4. fénlðikar Tóniislaríéiagsins: IÐASTL. laugardag kom til Reykjavíkur á vegum Tónlisrar- félagsins spanski hörpuleikarinn Nicanor Zabaleta. Mun hann halda tvenna einleikstónleika í Reykjavík og einn í Hafnarfirði og verður efnisskráin fjölbreytt með frumsömdum verkum fyrir hörpu. Svo sem að ofan segir kom i þau Zabaleta og hann leikið þau s Úlfapléfia á ífalíu PESCARA, ftalíu. — Hópur solt- inna úlfa gerðist ágengur við fjárhjörð hér í grendínni í dag. Hafði sultur knúð þá niður úr fjöllunum, og sló í æðisgenginn bardaga milli þeirra og fjár- hunda, sem lauk þannig að hundarnir féllu. Úlfarnir urðu síðan 10 sauðkindum að bana áður en bændum tókst að hrekja þá á brott. — Reuter. hörpuleikarinn Nicanor Zabaleta hingað til lands s.l. laugardag. Er hann hingað kominn á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík. Fréttamönnum var í gær boðið á fund Zabaleta og ræddu þeir við hann um stund. BASKAÆTTAR Zabaleta er fæddur og uppal- inn á Norður-Spáni og er af þeim sérstæða þjóðflokki kominn, er nefnast Baskar, en þeir tala ekki spönsku heldur sitt eigið mál og hefur ekki tekizt að rekja skyld- leika þess við neitt annað mál. Sjö ára gamall hóf Zabaleta nám í hörpuleik, fyrst á Spáni, en síðar í París. 17 ÁR BÚSETTUR í BANDARÍKJUNUM Zabaleta er heimskunnur hörpuleikari og hefur haldið tón- leika víðsvegar um heim. Hann var búsettur um 17 ára skeið í Bandaríkjunum, en s.l. 3 ár hef- ur hann átt heimili í Porto Rico og þar eru kona hans og börn nú. Hingað til lands kom Zabaleta frá London, en þar hélt hann nokkra tónleika og lék m. a. í sjónvarpið þar. Hefur hann verið á tónleikaíór um Evrópu undan- farið og m. a. haldið 24 tónleika í Þýzkalandi í vetur, 18 einleiks- tónleika og 8 með hljómsveitum. í fyrsta sinni opinberlega. Efnisskráin hljóðar þannig: Bochsa: 3 etýður. Beethoven- Til- brigði um svissneskt stef. H. E. FJOLBREFTT EFNISSKRA Efnisskráin á tónleikum Zabaleta hér verður, sem fyrr segir, mjög fjölbreytt og öll verk- in frumsamin fyrir hörpu. En N. Zabaleta Mehul: Sonata. F. A. Rosetti: Sonata. Parish-Alvars: Tilbrigði um ítalskt stef. S- Prokofieff: Prelúdía. G. Pittaluga: Nqcturna og M. Tournier: Jazz-Band. o-----QD-----° Tónleikarnir í Austurbæjarbíói í Reykjavík verða í kvöld og annað kvöld, en í Hafnarfirði á föstudagskvöld. Verða tónleikar þessir eingöngu fyrir styrktar- meðlimi Tónlistarfélaganna. Til mála hefur komið, að Zabaleta héldi tónleika með Sinfóníuhljóm sveitinni, en óvíst er hvort af því getur orðið vegna þess hvernig stendur á flugferðum vegna sam mörg tónskáld hafa m. a. samið göngutruflananna af verkfalls- tónverk fyrir hörpu og tileinkað ástæðum. manninn hvort hann fær kjör sín bætt með grunnkaupshækkun, vísitölugreiðslu eða á annan hátt. í fjórða lagi er grunnkaups- hækkun, ef kjarabætur sam- kvæmt fyrri liðum hafa ekki numið 7%. Af því, sem að framan er sagt, er því augljóst, að lægsti launa- flokkurinn myndi fá aukningu á orlofi úr 5% í 6% og sem svarar 6% grunnkaupshækkun. Augljóst er því, að þeir, sem halda því fram að vinnuveitend- ur hafi ekkert boðið, fara með blekkingar einar. Samkvæmt áðurnefndu tilboði skyldu þeir, sem fengið hafa grunnkaup sitt hækkað s.l. 12 mánuði ekki fá grunnkaupshækk- un. Síðar sama kvöld og fyrr- greint tilboð var gefið var það tekið fram af Guðmundi Ás- mundssyni hdl. framkv.stj. Vinnu málasambands samvinnufélag- anna og undirrituðum í viðtali við Eðvarð Sigurðsson form. samninganefndar verkalýðsfélag- anna að takmörkun þessi næði ekki til þeirra, sem með samn- ingum dags. 31. maí 1954 hefðu fengið grunnkaup sitt hækkað, en það voru lægstu mánaðar- kaupsflokkarnir hjá Dagsbrún. Á hinn bóginn skyldu þeir, sem á s.l. sumri fengu kaup sitt hækk- að með smáskæruhernaði eða með samningum i haust og síðar, ekki að fá grunnkaupshækkanir, en það eru allt menn á hærri töxtum. Á samR hátt var boðið að mæla ÍP*H, H1 i^naðirmanna 7% kjara- bót <m í flestum tilfellum myndu þeir enga grunnkaupshækkun fá, þar sem kjarabótin kæmi fram í auknu orlofi og breyttu vísi- tölufyrirkomulagi. Ég vona að af íramansögðu sé ljósrt, að vinnuveitendur hafa boðið verulega kjarabót þegar í upphafi verkfallsins í þeirri von að með því móti væri hægt að forðast tión verkfalls ins fyrir báða aðila. Gagntilboð verkalýðsfélaganna var bað, að lækka kröfur sín- ar að því er varðar lægst laun- uðu DaETsbrúnarmenn um 5%, en ekkert kröfur þeirra hærra laun- uðu í Dagsbrún. Iðnaðarmenn lækkuðu grunnííaupshækkunar- kröfur sínar í 21%. Ég ætla ekki á bessu stigi máls- ins að ræða ereiðslufptu atvinnu veffanna b»ð hafa aðrir gert. Til fróðleiks. fyrir bá sem t.ala um að laun verkamanna séu langt fyrir neðan burftarlaun. má geta þess, aíT mpffaltekiur '45 verka- manna hjá Eimskioafélaffi íslands h.f. s.l. ár voru n'irnlega kr. 51.000 00. Þettf> <*r-u bó Hest menn á lægstu launatöxtum Dagsbrún- ar. Forálfnbrifn á Stokkseyri STOKKSEYRI, 12. apríl. — Haugasjór hefur verið hér á Stokkseyri undanfarna daga og ekkert sjóveður. Hafa bátarnir ekkert verið á sjó siðan á skírdag að undanteknum einum báti sem komst fram í gær. Fékk hann um 9—10 lestir. Munu bátsverjar þó ekki hafa dregið öll net sín. Ekki Var viðlit að lenda f Stokkseyri og - fór báturinn til Þorlákshafnar með aflann,- en þaðan var honum ekið á bifreið til Stokkseyrar. í dag hafa Þor- lákshafnarbátarnir ekki koniizt I net sín vegna storms og foráttu- brims. Á skírdag var afli góður hjá' bátunum héðan, eða 12—18 lest- "'¦ —i Magnús. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.