Morgunblaðið - 13.04.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.04.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. apríl 1955 MORGUNBLAÐIB 1 IPROTTIR Til ieign s ! Ben G. Waage skrifar um Oslo Turnforenmg IQO ám IDAG, 13. apríl, er Osló Turn- forening hundrað ára. Það er elzta íþróttafélag Noregs. Stofnað og starfrækt í höfuðstaðnum. Fé- lagið hefur oft sent úrvalsflokka sína víða um heim. Hingað komu fimleikagarpar félagsins 1921. á vegum ÍR og ÍSÍ. Sýndu þeir hér suður á íþróttavelli tvisvar sinnum, við ágætan orðstír. Þá tóku og nokkrir þeirra þátt í Leikmóti íslands, sem háð var hér um þær mundir; í hástökki og kringlukasti, með ágætum ár- angri. Síðan héldu þeir félagar áfram förinni, með e.s. Sírius, kringum land. — Sýndu þeir fimleika í nokkrum kaupstöðum, og var alls staðar fagnað að maklegleik- um. Fararstjóri var Sigurd Niel- sen, stórkaupmaður. Karl Pedcr- sen var ritari flokksins, en Sverr- er Gröner var stjórnandi fim- leikaflokk'dns. — Allt þekktir íþróttafrömuðir. Þótt langt sé um liðið síðan að Osló Turnforening kom hingað til landsins, þá er þess enn minnzt með hve miklum glæsibrag fim- leikasýningarnar voru. Ég minn- ist þess, að á seinni fimleikasýn- ingunni, sem hér var haldin, var boðið skólabörnum úr barnaskól- um. Og skemmtu þau sér sér- staklega vel. Fimleikasýningarn- ar þóttu stórviðburður. Höfðu menn ekki áður séð svo snjallar æfingar á svifrá og tvíslá. Um sýninguna segir íþróttablaðið Þróttur, frá þeim tíma: „Sýningin tókst hið bezta og voru áhorfendur stórhrifnir af fimi þeirra og fræknleik. Sér- staklega þótti mönnum áhalda- æfingarnar góðar, einkum á svif- ránni; þó voru æfingarnaar á tví- slánni fjölbreyttari. Stökkin yfir hestinn og borðið (kassann) voru mjög tilkomumikil, enda var stökkbretti notað við þær æfingar. Fjórir menn úr þessari fimleikasveit voru á síðustu Ólympíuleikum, og má af því sjá að hér er um afreksmenn að ræða. Elzti þátttakandinn var 42 ára, en sá yngsti 20 ára — — Morgunblaðið segir um sýning- arnar: „Það bezta sem sézt hefur hér á vellinum-------“. Osló Turnforening er fyrsta fimleikafélagið, sem kemur hing- að til landsins. Og þóttu fim- leikasýningarnar sögulegur við- burður í heimi ísl. íþrótta. Og var það engin furða, því að hér var um bezta fimleikafél. Norð- manna að ræða; félag sem um áratugi hafði staðið í fararbroddi, og stendur enn. Og ekki hefur félaginu farið aftur síðan. Á 15. fimleikamóti Norðmanna í' Halden 1954, sigruðu úrvals- flokkar félagsins glæsilega. — Áhaldaæfingar þeirra í hringjum, á svifrá og tvíslá voru frábærar. Og sama mátti segja um stökkin á hesti og kistu, þar sem þeir notuðu stökkbretti. Þá var ekki síður tilkomumikið að sjá öld- ungaflokkinn sýna, en þeir voru 600; sá yngsti var fertugur, en sá elzti 77 ára. Þeir halda lengur áfram að iðka fimleika en vér hér á landi.-------- Marga hefur furðað á því, hve vel og vasklega Norðmenn vörð- ust í síðustu styrjöld, hinni óvæntu innrás Þjóðverja. Hvað skyldi mestu hafa valdið því? Sennilega hefur það verið margt. En ég hygg, eftir að hafa séð fimleikahópsýningar öldunga- fiokkanna, að það hafi verið íþróttirnar og almenn fimleika- þjálfun og svo samtakamáttur þeirra, sem skipt hefur hér mestu máli. Hver maður lærði og iðkáði fimleika frá blautu barns- beini, og kunni að hlíða yfirboð- Sýningarflokkur Oslo Turnforening á íþróttavellinum í Reykjavík. urum sínum, þegar kallið kom; þegar verja átti föðurlandið. — Eftir að hafa séð þessar hópsýn- ingar öldungaflokksins, sem ég drap á áðan, var mér þetta allt ljósara en áður. Það voru íþrótt- irnar, sem höfðu sameinað þá á hættunnar stund. Og baráttuviljinn var ótrauð- ur, þótt við ofurefli væri að etja. En margir vilja sækja rökin að viðnámi Norðmanna lengra. Líka að lestur Heimskringlu Snorra hafi haft sín áhrif. Og mun það rétt vera að mörg rök hníga að því, hve baráttuvilji og baráttu- þrek þeirra var mikið og mátt- ugt, á þessum þrengingartímum þjóðarinnar. En likamsmenningin er mátt- ug í Noregi, eins og reyndar víða annars staðar. Þrátt fyrir alla herskyldu, iðka Norðmenn fim- leika og íþróttir af kappi. Og þeir láta ?ér ekki nægja að iðka þær á léttasta skeiði, heldur halda því áfram áratug eftir ára- tug, eins og bezt mátti sjá á þessu 15. fimleikamóti þeirra í Halden, í fyrra, þar sem um 4Vz þúsund fimleikamenn og meyjar sóttu, frá öllum héruðum Noregs. Mætt- um vér íslendingar sannarlega taka oss Norðmenn til fyrirmynd- ar í þessu. Og halda hér fim- leika-landsmót á t. d. fimm ára fresti. Verður mér þá hugsað til Þingvalla. Það er tilvalinn staður fyrir slíkt mót. Og hvergi er eins skemmtiiegt) góðu veðri að horfa á íþróttir en úr Fangbrekku á Þingi/öIIum. — Og nú er búið að slétta leikvanginn þar. Hér hefur verið farið fljótt yfir sögu, þótt hundrað ára saga Osló Turnforening sé orðin löng og merkileg á margan hátt, og ætti skilið að rekja rækilegar. En það er oss gleðiefni, að félagið er enn í fullu fjöri. Og væntanlega fá- um vér að sjá fimleikagarpa Osló Turnforening hér næsta sumar, ef allt fer að óskum. — En á 100 ára afmælishátíð félagsins í dag, verður Bjarni Ásgeirsson, sendi- herra, fulltrúi ÍSÍ. Hann mun bera fram árnaðaróskir ÍSÍ og ísl. íþróttamanna. Að lokum óska ég Osló Turn- forening hjartanlega til ham- ingju, með fyrstu hundrað árin, og þakka fyrir náægjulegt sam- starf, bæði fyrr og síðar. Ég vænti þess að samskipti þeirra við oss, megi blessast og blómg- ast í framtíðinni, báðum frænd- þjóðunum til gagns og gengis. Bennó. Tvö isl.meistaramóf fóru fram um páskana U M PÁSKANA fóru fram ís- landsmót í tveimur greinum 343 Lr. fyrir rétta A LAUGARDAG urðu úrslit 1 14. leikviku: Arsenal 3 — Blackpool 0 1 Burnley 1 — Huddersfield 1 x Cardiff 0 — Aston Villa 1 2 Chelsea 1 — Wolves 0 1 Everton 1 — Tottenham 0 1 Leicester 1 — Manch. Utd 0 1 Manch. City 1 — Sunderland 0 1 Newcastle 5 — Sheff Wedn 0 1 Preston 2 — Bolton 2 x Sheff. Utd 5 — Charlton 0 1 WBA 3 — Portsmouth 1 1 Lincoln 2 — Fulham 2 x Á 4 seðlum reyndust 10 réttir og koma 211 kr. fyrir hvern, en hæstu vinningar vet ða 343 kr. óg 321 kr. fyrir kerfi. Vinnin^ar. skiptust þannig: 1. vinningur: 211 kr. fyrir 10 rétta (4). 2. vinningur: 22 kr. fyrir 9 rétta (75). íþrótta. Það var Skíðamót ts- lands sem fram fór á Akureyri í blíðskaparveðri og að viðstödd- um mörgum áhorfendum bæði frá Akureyri og víðar að. Var keppnin á mótinu hörð og jöfn og meistaratitlana unnu skíða- menn og konur frá öllum hlutum landsins nema Austfjörðum. Hitt Islandsmótið var í bad- minton og fór það fram í Stykk- ishólmi. Úrslitaleikirnir fóru fram í gærkvöldi. Fór það mót einnig ánægjulega og skemmti- lega íram. Vitað var um þessa íslands- meistara í gærkvöldi: Vagn Ottós- son í einliðaleik karla, Vagn og Einar Jónsson í tvíliðaleik karla, Ébbu Lárusdóttur, Snæfelli, í ein liðaleik kvenna; Ebba og Ragna Hansen, Snæfelli, í tvíliðaleik kvenna. Eftir var er blaðið hafði samband við Stykkishólm, úrslit í tvendarkeppni. Fréttaritari blaðsins á Akur- eyri, Vignir Guðmundsson, skrif- ar um sjriðamótið, en vegna slæmra póstsamgangna náði grein hans ekki blaðinu í dag. Frétta- maður Mbl. í Stykkishólmi mun og skrifa um badmintonmótið og úrslit þess. er hús Iðnaðarmannafélagsins við Lækjargötu (gamli Iðnskólinn). Leigutilboð í allt húsið að undanskilinni rishæð, sendist til gjaldkera félagsins. Ragnars Þórarins- sonar, Túngötu 36, eða Laufásveg 8 fyrir 20. þ. m. FÉLAGSSTJÓRNIN Get lánað 100 þús. krónur, þcim er útvegar mér 3ja—5 herbergja íbúð 14. maí. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir miðviku- dagskvöld merkt: „100 þús. — 959“. Veeifar verzlunarhúsnæði Þarf ekki að vera við Miðbáeinn og eins ekki tilbúið til leigu. -— Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir 20. þ. m. merkt: „Fyrirframgreiðsla — 951“. Stýrimann, I. vélstjóra matsvein og háseta vantar á góðan landróðrabát. Uppl. í síma 9454 og að Hótel Vík, herbergi nr. 6. Tilkynning Heiðruðu viðskiptavinir, sem orðað hafa við mig smíði á þjóðbúningssilfri fyrir 17. júní, ættu að tala við mig sem fyrst. — Afköst vinnustofunnar eru takmörkuð, tíminn gerist naumur. Virðingarf yllst, Þorsteinn Finnbjarnarson Njálsgötu 48 — Sími 81526 Til leigu Stórt verzlunarpláss. — Tilboð merkt: „Við miðbæinn j — 967“ sendist afgr. Mbl. fyrir 18. apríl. ; IBUÐ OSKAST Starfsmaður flugmálastjórnarinnar óskar eftir íbúð nú ; þegar eða 14. maí. Tilboð merkt: „Reglusamur 969“, l sendist afgreiðslu Morgunblaðsins sem fyrst. IBUO - HUS Góð íbúðarhæð eða einbýlishús óskast til leigu i 2—3 ár. j Fyrirframgreiðsla. — Uppl. í skriístofu Síldarútvegs- j nefndar, sími 80711. \ 2—3 Kierberg|a ibúð óskast 14. maí n. k. Bjarni Kjartansson, Bergþórugötu 11 sími 81830.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.