Morgunblaðið - 13.04.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.04.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIB Miðvikudagur 13. apríl 1955 DULARFULLA HUSIÐ EFTIR /. B. PRIESTLEY Framhaldssagan 10 dimmuna. En hún varð að vera skynsöm; þetta var ekki staður fyrir heimskulega hugaróra, hér hlyti að vera lítil álma auðvitað. „Þið komuð hingað sjálf, gerð- lið þið það ekki?“ hrópaði ung- Ifrú Famm og stóð enn við dyrn- |ar. „Ykkúr fannst það mundu ívera betra að vera hérna heldur ^n úti. Jæja, þið verðið að gera fkkur það að góðu. Við erum öll kð falla saman hérna. Einu sinni munduð þið hafa verið stolt af að koma hingað; þá munduð þið fiafa álitið bróður minn, Sir Rod- frick mikinn mann; og hann var j>að í vissum skilningi, en ekki í jguðs skilningi. Það var ekkert þeirra. Og nú erum við öll að irotna hérna, og falla saman og Yerðum að dufti eins og þetta þús. Þið munduð kalla það, að ívið værum búin að vera hérna.“ Rödd hennar var nú orðin aftur #ð hrópi. Við þessu var ekkert svar og Margaret reyndi heldur ekkert Itil þess að svara þessu. Hún “fnundi hafa reynt að segja eitt- Sivað sefandí við einhvern annan, en það var ekki hægt að hrópa fSlíkt. Konan var augsýnilega eitthvað vitskert, ef til vill hald- ín einhverju trúarofstækj og það var afsökun fyrir hana, ef hún hafði búið hérna alla sína ævi. Þegar allt kom til alls, var engin ástæða til að vera óttasleginn. Þetta voru aðeins gömlu afsak- anirnar (ég er hræddur um að við séum í æstu skapi, frú Wav- erton) í nýju formi. Hún sagði því ekkert, en kinkaði samúðar- full kolli. Það var huggun í að halda á þungu ferðatöskunni. Ungfrú Femm opnaði hurðina. ,,'Ég hef ekki þessi rafmagnsljós. Ég vil þau ekki. Þér verðið að bíða, þar til ég hef kveikt á kertunum." Hún fór inn og Mar- garet beið í dyrunum. Herbergið var ekki alveg dimmt, því að örlítill bjarmi kom frá arninum. • Margaret herti upp hugann. Hún Ihafði ekki búizt við, að eldur væri á arninum. Þetta ætlaði allt að verða skemmtilegt. Nú var Icveikt á tveim kertum, annað á fremur hárri arinhillu og hitt á lágu snyrtiborði. „Komið inn,“ hrópaði ungfrú Femm, „og lokið hurðinni.“ Herbergið var ekki mjög stórt; en það virtist vera fullt af þung- lamalegum húsgögnum; og það var mjög innilokað. Það var ekki liægt að ímynda sér, að þar hefði nokkurn tíma verið opnaður fgluggi. Herbergið var rakt og , xnollulegt, og lyktin var eins og inilli gamalla óhreinna teppa. A vinstri hönd var stórt rúm og á því stór hrúga af sængurfötum, ,og ákaflega stór klæðaskápur svo troðfullur, að það var eins og hann værí að falla fram. — Öðrum megin við arininn var : stór kommóða, lítið snyrtiborð með litlum brotnum spegli og Ijótt þvottaborð. Á veggjunum var fullt af gamaldags olíumál- verkóum og lágmyndir af trúar- legum athöfnum, af frelsaranum með dúnmjúkt skegg og hrokkna hárlokka og skreytt með tilvitn- unum um konung ástarinnar og blóð lambsins. Þegar Margaret hafði litið í kringum sig, forðað- ist hún að líta aftur á veggina. Næstu viku eða jafnvel á morgun mundi þetta ef til vill vera hlægi- legt; herbergið mundi aðeins vera fyndíð; en nú á þessari stundu var það hræðilegt. Stóll var nálægt arninum og Margaret settist í hann. Henni fannst hún vera veik. Þessi feita litla ungfrú Femm stóð og horfði á hana hinum megin við arininn. Hvers vegna fór kerlingin ekki? Margaret dró töskuna til sín og fór að opna hana. „Þakka yður fyrir,“ kallaði hún og leit upp. „Nú get ég hjálpað mér sjálf." Henni létti við að sjá hennar eig- in hluti, svo skynsamlega og kunna, þar sem þeir biðu eftir henni í opnu töskunni. Skyndilega rauf ungfrú Femm þögnina. „Ég er hérna niðri,“ hrópaði hún, „vegna þess, að hér er minna erfiði og hér er rólegt. Rachel systir mín hafði þetta herbergi einu sinni, eftir að hún hafði skemmt hrygginn í sér. Hún dó hérna. Þá var ég ung, en hún var yngri en ég, aðeins tuttugu og þriggja ára, þegar hún dó. Það var árið átján hundruð níutíu og þrjú, áður en þér fæddust, er það ekki?“ Margaret kinnkaði kolli og fór úr skónum. Hún var að vona, að þetta yrði ekki upphafið að end- urminningum. Hún vildi skipta um föt og komast héðan burtu. Hugsunin um anddyrið, þar sem Philip og hinir voru, var ánægju- legt núna. „Rachel var fallegt stúlka, villt eins og haukur, alltaf hlægjandi og syngjandi, þjótandi upp og niður hæðirnar á hestbaki. Hún var allra uppáhald. Faðir minn og Roderick dáðu hana og létu allt eftir henni. Allir ungu menn- irnir, sem hingað komu, voru eft- ir henni. Þá var það ekkert nema Rachel. Rachel með stóru, brúnu augun og rjóðar kinnarnar og hvíta hálsinn. Að lokum fann hún ungan mann, sem var að hennar skapi, en dag nokkurn fór hún út að ríða og þeir komu með hana hingað. Hún var sex mán- uði í þessu húsi og marga stund- ina hlustaði ég á hljóðin í henni. I Ég var vön að sitja við rúm- stokkinn og hún sárbændí mig um að drepa sig, og ég sagði henni að snúa sér til Jesús. En hún gerði það ekki, jafnvel ekki að lokum. Hún var guðleysingi til hins síðasta.“ Margaret var nú komin úr báð- um skónum og beið nú óþolin- móð eftir því að konan færi. — Hana langaði ekki til að hlusta, en það var ekki hægt að flýja þessi hróp í henni. Einhvern veg- inn fannst henni, að hinn breiði lífsvegur mjókkaði stöðugt og yrði að' lokum aðeins örmjór. — Hún varð að flýta sér, flýta sér. Hún stóð upp, sneri baki í kon- una og fór að taka upp úr tösk- unni. En ungfrú Femm hreyfði sig ekki. Stundarkorni síðar var hún farin að tala aftur, og í þetta sinn virtist hún fremur tala við sjálfa sig en Margareti. „Þeir voru nógu slæmir hérna áður, en eftir að Rachel dó urðu þeir enn verri. Það voru engin takmörk fyrir háði þeirra og guðlasti. Þeir voru allir brennimerktir. Nú sé ég, að hönd Hans hefur verið þar að verki. Og því er ekki lokið. Einhvern tíma mun Hann birta síðasta þjóninum sínum hin miklu áform. Hann er hérna úti í kvöld. Hann er þar núna.“ Þetta var hræðilegt. Margar- et settist niður og fór að fara úr sokkunum í örvæntingu. Hún vissi, að nú starði konan á hana; hún gat fundið, hvernig hin perlulöguðu augu störðu á hana. Ungfrú Femm var rólegri núna, þar sem áhugi hennar hafði nú beinzt að Margareti. „Eruð þér giftar?“ Margaret teygði sig eftir hand- klæðinu, svo að hún gæti þurrk- að fæturna. „Já. Maðurinn minn er þarna frammi í anddyrinu.“ Philip varð að einhverju ókunnu, einhverju ósnertanlegu og samt einhverju raunverulegu, eins og til dæmis mikilli peningaupphæð í banka. „Hvorum þeirra?“ spurði ung- frú Femm. „Hinum dökka, ró- lega eða hinum?“ „Já, hinum dökka, rólega,“ flýtti Margaret sér að segja og skyndilega var hún stolt af Phil- ip, að hann skyldi vera dökkur og rólegur. „Hinn er guðleysingi. Ég sá það. Það er ekki margt, sem ég ekki sé.Augun í honum eru villt og hann hefur Satans augu. Ég hef séð of marga slíka koma . t Jéhann handfasti *NSK SAGA 133 Þá horfði kápumaður ákaft upp. Svo kraup hann til jarð- ar í lotningu fyrir hinum fangelsaða konungi sínum, sem hann hafði leitað svo lengi. Þegar hinn þrótt mikli söngur konungs dó út, stóð Blondel upp, veifaði hendinni glaðlega upp í gluggann, eins og til að hughreysta hann, og hvarf svo, skjótur eins og hjörtur. inn í skuggana undir hömr- unum. Konungur leit til mín með augun ljómandi af hugar- æsingi og sagði: „Þú ályktaðir rétt, Jóhann, en ég rangt, vinir mínir hafa ekki gleymt mér.“ XVIII. KAPÍTULI HVERNIG RÍKARÐUR KONUNGUR SNERI HEIM TII, ENGLANDS AFTUR í SIGURHRÓSI, OG HVERNIG JÓHANN HANDFASTI FÉKK LAUN FYRIR ÞJÓNUSTU SÍNA Söngur Blondels fyrir neðan kastalamúrana barst til okk- ar eins og fyrsta von um frelsi, en það leið all-langur tími þangað til sú von rættist. Hver vikan leið af annari í sama tilbreytingarleysi og áður. Við gátum ekki vitað um til- raunir þær, sem verið var að gera í Englandi til að hjálpa konunginum, eða um það, hvernig hin tápmikla, aldur- hnigna Eleanóra, móðir drottningar, kom ótta að Jóhanni, bróður konungs, eða hvað ailir tignarmenn í ormanndíi höfðu reynzt konungi sínum hollir og trúir, eða það, að Skrifstofustúlka óskast Góð enskukunnátta, vélritun og hraðritun : nauðsynleg. Skrifstofustúlka ■■■■ui m. i 5 óskast á opinbera skrifstofu frá 1. maí n. k. um S 3ja mánaða tíma. — Vélritun og kunnátta í Norð- 2j urlandamálum nauðsynleg. — Umsóknir óskast q sendar afgreiðslu blaðsins merkt: „Skrifstofa — Sj 954u, fyrir 20. þ. m. ■>■4 ■ ■■4 Rafmagnsrör allar stærðir fyrirliggjandi Einnig plastsnúra, ýmsir litir. oCúSuíh CjtuíiviMnJlsáovi Sími 7776 og 5858 Barnið er framtíð ;! ■ landsins MENNEN barnapúður j er framtíð barnsins \ Elzta os bezta barnapúður : heimsins. 3 s 2 Fæst í öllum lyf jabúðum ■! m • ....... ■■■•■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■4 UNDRAÞVOTTAEFNIÐ ■■■■■«■■■ TIDE Eftir þvi sem fleiri og fleiri reyna TIDE, þeim mun meir: vinsældum á það að fagna. — Athugið að þér þnrfið að nota minna af TIDE en venjulegu þvottaefni, það er því drýgra og þar af leiðandi ódýrara. Reynið TIDE og sannfærist •**m»mmmmm**j**.* ajm «u*maOI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.