Morgunblaðið - 13.04.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.04.1955, Blaðsíða 16
82. tbl. — Miðvikudagur 13. apríí 1955 1 'r. n Ufvegsbankinn gefur hálfa miUjón kr, fil rannsókna í þágu sjávarúfvegsins Minntist i gær 25 ára afmælis sins j I T TTVEGSBANKI íslands minntist í gær 25 ára starfsafmælis vJ síns. Af því tilefni hafði stjórn bankans boð inni fyrir nokkra gesti í Þjóðleikhúskjallaranum um hádegið. Sátu það meðal annara forsetahjónin, ráðherrar, forsetar Alþingis og ýmsir for- ■vígismenn bankamála þjóðarinnar. Stefán Jóhann Stefánsson, formaður bankaráðs Útvegsbank- ans, stjórnaði þessu hófi og bauð gesti velkomna. í ávarpi, sem lann flutti þakkaði hann fyrir bankans hönd þeim mörgu aðilum, sem hefðu stutt hann á liðnum árum. Nefndi hann þar til Alþingi <tg ríkisstjórn og ennfremur þakkaði hann öðrum bönkum í land- inu ánægjulega samvinnu. Þá þakkaði hann fulltrúum atvinnuveg- : anna, sjávarútvegs, landbúnaðar, verzlunar og siglinga fyrir góð viðskipti mikils fjölda manna við bankann. VEGLEGAR GJAFIR ^ Þá afhenti Stefán Jóhann Stefánsson forseta íslands fagr- an krystalsvasa sem gjöf frá bankanum fyrir vel unnin störf í þágu hans. Þá lýsti formaður bankaráðs- ins því yfir, að Útvegsbankinn vildi minnast sjávarútvegs ís- lendinga með því að gefa hálfa milljón króna til rannsókna í þágu hans. Afhenti hann þessa veglegu gjöf Gunnlaugi Briem skrifstofustjóra atvinnumálaráðu neytisins. Þá tilkynnti hann enn- fremur að stjórn bankans hefði ákveðið að stofna náms- og kynn ingarferðasjóð starfsmanna hans og gefa til þessa sjóðs kr. 200 þús. og skal sjóðnum varið til styrktar ungu starfsfólki við nám erlendis og einnig til styrktar eldra starfsfólki til utanfarar. — Einnig hefði bankinn ákveðið að gefa 50 þús. kr. til dvalarheim- i*is starfsmanna bankans. Adolf Björnsson, formaður Gtarfsmannafélags Útvegsbank- ans, veitti þessum gjöfum mót- töku og þakkaði þær. 'ÁVARP FORSETA ÍSLANDS fl*G VIÐSKIPTAMÁLA- RÁÐHERRA Næst flutti forseti íslands, Ás- geir Ásgeirsson, ávarp, minntist þess tímabils er hann hefði starf- «*ð í Útvegsbankanum og kvað það hafa verið hið ánægjuleg- a.sta. Ennfremur þakkaði hann hina fögru gjöf bankans. Þá flutti Ingólfur Jónsson við- ekiptamálaráðherra, stutta ræðu. Eæddi hann þátt íslandsbankans og síðar Útvegsbankans í upp- byggingu sjávarútvegsins. Út- vegsbankinn hefði í upphafi ver- ið veikur, hann væri nú tiltölu- lega sterkur. Kvaðst ráðherrann vona að bankinn gæti haldið á- fram að stuðla að uppbyggingu þjóðfélagsins. Flutti hann banka- f-ijórninni árnaðaróskir ríkis- etjórnarinnar. Björgunartilraun- um hætt í hili VEGNA brims dag eftir dag aust- ur á Meðallandssandi, hafa björg- unartilraunir við brezka togarann King Sol tafizt. Hefur nú tilraun- um við að ná togaranum út verið hætt í bili, enda smækkandi straumur. Lokið mun nauðsynlegum und- irbúningi. T.d. er búið að koma sverum vír milli skipsins og akkeris, sem var látið falla í sjó- inn út af ströndinni. Á því á tog- arinn að draga sig sjálfan á flot. — Það mun hafa verið á annan í páskum, sem veður var hag- stætt, og þá hefði verið hægt að reyna að ná skipinu á flot, en þá tók skyndilega að brima. Mikið brim var þar eystra í gærdag. Úr hádegisverði þeim, sem bankastjórn Útvegsöankans hafði í Þjóðleikhúsinu í gær. Stefáa , Jóhann Stefánsson formaður bankaráðsins flytur ræðu. Tii hægri handar honum sitja forsetahjón- in en til vinstri ráðherrarnir Bjarni Benedikis >on og Steingrímur Steinþórsson. (Ljósm. V. Sigurgeirsson). I Slys um borð í Andanesi Eyjabátar eiga öll net í sjó VESTMANNAEYJUM, 12. apríl. — Hin árlega aflahrota um pásk- ana hófst á laugardaginn og var afli þá dágóður en misjafn, en á annan í páskum var miklu fisk- magni, eða rúmlega 1500 lestum landað hér. — í dag er hér suð- vestan ofsaveður og hafa bátar ekki komizt í róður og á allur flotinn net sín í sjó. Menn munu reyna að vitja neta sinna á morgun, því hætt er við að þau skemmdist og eins verð- ur fiskurinn miklu verðminni þegar hann er orðinn þriggja nátta. — En sjóveður virðist ekki ætla að verða, þó nokkuð hafi lygnt með kvöldinu. Hér er mik- ið brim. Á annan í páskum voru bát- arnir almennt með góðan afla, Bj. Guðm. í í PASKAVIKUNNI vildi það slys t.il um borð í togaranum Andanes, þar sem hann lá í höfninni í Grimsby, að gas myndaðist í há- setaíbúð og varð það þrem mönn- um að bana og níu veiktust. I í fyrstu töldu menn að eldur hefði komið upp í lúkarnum. Vakt maðurinn um borð í togaranum fór þangað niður, svo og vakt- maður af öðru skipi og einn slökkviliðsmaður. — Þessir þrír menn biðu bana. Og sem fyrr segir, veiktust níu menn aðrir og voru það allt slökkviliðsmenn Þeir voru fluttir í sjúkrahús. Það sem olli gasmynduninni, var bil- un í kyndistöð hásetaíbúðarinnar. Skipstjóri á Andanesi er Páll Aðalsteinsson. Hann var ekki um borð í togaranum er þetta gerð- ist. — Hann lét þegar breyta kyndistöð togarans í það horf, sem hún er í á íslenzku togurun- um, en þeir eru með rafmagns kyndingu. iar Varðskip b \arga r fœreyskum kútter HAFNARFIRÐI — Netjabátarnir hafa aflað mjög vel upp á síð- kastið. Eru nú langflestir bátanna , á netjum, en þeir, sem enn eru á línu, 4 eða 5, hafa ekki róið síðan daginn fyrir skírdag, og öfluðu þeir þá ágætlega. — Tog- ararnir voru að smátínast inn fyrir páska, en þeir hafa allir verið á saltfiskveiðum. Voru afla- brögð sæmileg hjá þeim. — G.E. OFSAVEÐRI á Selvogsbanka fyrrihluta dags í gær, hlekkt- ist kútternum Skottaberg á, er stýrið brotnaði. Færeyzki togarinn Jóhannes Patursson var á svipuðum slóð- um, og fór hann kútternum til aðstoðar. — Eftir nokkrar til- raunir tókst að koma dráttarvír uiilli skipanna, en hann slitnaði tkðmmu síðar og hrakti kútter- inn fyrir vindi og sjó, en þá var fárviðri á Selvogsbanka. Kvaðst skipstjórinn á færeyzka togar- anum hafa nóg um að hugsa að verja skip sitt áföllum, og gerði ekki frekari tilraun til að koma Færeyingunum til hjálpar. — Var nú leitað til Landhelgisgæzlunn- ar, sem sendi varðskipið Þór á vettvang. Um klukkan þrjú höfðu varðskipsmenn komið dráttar- taugum yfir í kútterinn og var lagt af stað áleiðis til Vestmanna- eyja. Þangað var varðskipið væntanlegt í gærkvöldi. Mikill fiskur ti! Siglufjarðar SIGLUFIRÐI, 12. apríl: — Laug- ardaginn fyrir páska, kom ms. Ingvar Guðjónsson með 60 lestir af fiski og hefur hann nú fengið 180 lestir. Ingvar Guðjónsson hóf togveiðar 17. marz s.l., m.s Sig- urður hefur landað hér og í Ólafs firði um 145 lestum af fiski. Ms. Súlan hefur landað hér í frysti- hús ísafoldar um 115 lestum af fiski. Hún byrjaði veiðar síðar en þeir fyrrnefndu. — Guðjón. UIW 20,000 BÖRN VERÐÁ SPRAUTUÐ HÉR í VOR • HEILBRIGÐISSTJORNIN hefur úkveðið að kaupa þegar í stað til landsins hið nýja bóluefni gegn lömunarveiki, sem skýrt var frá í heimsfrétt- unum í gær. • Sprautuð munu verða 20 þúsund börn á alJrinum 3— 15 ára eg er ráðgert að byrjað verði hér í Reykjavík um miðja næstu viku og mun Heilsuverndarstöðin annast Reykjavikurbörn, en úti á landi tuunu héraðslæknarnir sprauta börnin. Minkur ræðsf inn í íbúðarfiús og drepur fimm kefffinga Varð að flýja af hólmi fyrir kefliingamóðurinni SÁ ATBURÐUR gerðist fyrir nokkru síðan í Biskupstungum, að minkur réðst inn í íbúðarhús og varð fimm litlum kettl- ingum að bana og stórskaddaði móðurina, sem reyndi að verja af- kvæmi sín upp á líf og dauða. Endaði þessi ægilegi bardagi með því að minnkurinn flúði af hólmi. FIMM DAGA GAMLIR Þetta gerðist á heimili Hjalta Jakobssonar garðyrkjustjóra að Stóra-Fljóti í Biskupstungum að- faranótt föstudagsins langa. — Hafði fjölskylda hans búið um læðuna í baðherberginu en hún hafði eignazt kettl- ingana fyrir fimm dögum. Glugg- inn var þessa örlagaríku nótt hafður opinn en upp í hann er 1.60 metrar. Enginn vaknaði við átökin sem áttu sér stað í bað- herberginu um nóttina, þótt merkilegt megi virðast. ÆGILEGT BLÓÐBAÐ Þegar fólkið kom á fætur á föstudagsmorguninn og farið var að huga að kisu, var dapur- leg aðkoma. Lá hún þá blæðandi og sár yfir dánum kettlingum, sem allir voru bitnir á barkann. Sjálf var læðan rifin og klóruð um allan skrokkinn. Á gólfinu voru hár- og kjöttætlur á víð og dreif, sem auðsjáanlega voru úr minknum, en gólf og veggir at- aðir blóði. Minkurinn var þó hvergi sjáanlegur og talið víst ao hann hafi orðið að hörfa undan kisu, sem varizt hafði drengilega fyrir lífi afkvæma sinna. Þótti fólkinu í húsinu sem vonlegt var þetta hinn hryggilegasti atburð- ur. í Biskupstungunum sérstak- lega í námunda við gróðrarstöðv- arnar, hefur orðið ískyggilega mikið vart við mink upp á síð- kastið. Telur fólk sig jafnvel ekki öruggt fyrir þeim lengur, en það er orðið algengt að þeir hvæsa að því þar sem það rekst á þá úti. Dreng bjargað frá drukknun SIGLUFIRÐI, 12. apríl: — f gær bjargaði Þórarinn Dúason hafn- arvörður, ósyndum dreng, sem féll í höfnina. Drengurinn, sem heitir Ásgeir Pétursson, var á reiðhjóli á hafn- arbryggjunni, og féll hann á hjólinu fram af bryggjunni. Þór- arinn hafnarvörður var í skrif- stofu sinni þar fyrir ofan bryggj- una og sá þetta. — Brá hanm skjótt við og hljóp fram á bryggj una, en þar er bjarghringur. Hon- um tókst að kasta hringnum í sjó- inn svo nærri drengnum, sem barðist um á hæl og hnakka ó- syndur með öllu, og tókst honum að ná í bjarghringinn og dró Þór- arinn hann að bryggjunni og náði honum upp á hana. — Drengnum varð ekki meint af volkinu, en hreinasta mildi var að björgun hans skyldi takast svona fljótt og vel. — Guðjón. Skóli og kapella vígt í Hnífsdal. Sjá bls. 9 Yeðurúllil í dag: SV kaldi. Skúrir en bjart á miili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.