Morgunblaðið - 14.04.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.04.1955, Blaðsíða 1
16 síður Hflilljónaborgin fær Liundúnabúar urðu að lesa um stjórnarskiftin, er Eden tók við af Churchill, í amerískum blöðum. Amerísku blöðin stórbættu upp- lög- sín með liinum nýju lesendum í milljónaborginni. Miklu fé varið árlega í tilraunir til síld- veiða á djúpmiðum ÞAÐ ER ekki hægt að ofmeta þá þýðingu sem það hefði, ef það tækist að finna nýtt veiðitæki, sem gerði okkur kleift að veiða síld á djúpmiðum. Það væri vandreiknaður í snarkasti sá fjárhagslegi hagnaður, sem við hlytum af því ef þetta tækist. Þannig mælti Ólafur Thors forsætisráðherra í Sameinuðu þingi í gær. Og hann bætti við: — Ég er einn þeirra manna, sem er þeirrar skoðunar, að slíkt veiðarfæri hljóti að finnast fyrr eða seinna og þessvegna á að halda stöðugt áfram tilraunum í þessa átt. Salk bólu- efnið Varað við „svorfo markaði" Úttlíitnmgseffirlit NEW YORK, 13. apríl: — Eisen- hover forseti hefir hvatt til þess að kölluð verði saman ráðstefna í Bandaríkjunum til þess að ræða ráðstafanir til þess að koina í veg fyrir að svartur markaður skap- ist í sambandi við hið nýja Salk bóluefni. Bandaríkjastjórn setti í dag eftirlit með útflutningi á Salk- bóluefninu, til þess að tryggja það að hinum litlu birgðum, sem fyrir hendi eru, verði skift sem jafnast. Það tekur þrjá mánuði að framleiða bóluefnið. Leyfi þarf til útflutnings til allra landa nema Kanada. I DANMÖRKU Khöfn 13. apríl Einkaskeyti til Mbl. SEX hundruð danskir læknar byrja þ. 25. þ.m. á bólusetningu 400 þús. skólabarna í Danmörku við lömunarveiki. Fyrst verða bólusett börn í fimm yngstu skóladeildunum. Bólusetning ann ara unglinga undir 18 ára aldri hefst um miðjan júnímánuð. Samtals verða um milljón Dan- ir bólusettir við lömunarveiki á næstu mánuðum. Bólusetningin er ókeypis og mönnum í sjálfs- vald sett, hvort þeir láta bólusetja sig eða ekki. Danska bóluefnastofnunin (Dansk Seruminstitut) framleið- ir mánaðarlega bóluefni, sem nægir í hálfa milijón sprautur. I U.S.A. í Bandarikjunum hófst í dag undirbúningur undir bólusetning 57 milljóna barna við lömunar- veiki, með bóluefni dr. Jonas Salks. Tilkynningin um hinn góða ár- angur af Salk bóluefninu var birt daginn er tíu ár voru liðin frá dauða Franklins D. Roose- velts, sem átti upptökin að þeirri stofnun, sem barizt hefir gegn þeirri veiki er gerði hann lamað- an á fullorðinsárum. FRAKKLAND PARÍS 13. apríl: — Frönsk blöð skýra frá því að Frakkar muni fljótlega hefja framleiðslu á sínu eigin lömunarveikisbóluefni, sem Pierre Lepine prófessor við Pasteur-stofnunina eigi upptök- in að. SVÍÞJÓÐ STOKKHÓLMUR 13. apríl: — Sænska lyflækningaráðið ætlar að kaupa bóluefni, sem nægir til bólusetningar á 350 þús. skóla- börnum. V.-ÞÝZKALAND BONN, 13. apríl: — Vestur-þýzk blöð birtu fregnina um Salk- bóluefnið á áberandi stöðum í dag, en austur-þýzk blöð minnt- ust ekki á það einu orði. Chou fer á ráðstefnu RANGOON 13. apríl. — Út- varpið í Peking leysti í dag úr spurningunni um það, hvaða hlutverk Chou En Lai, forsætis- ráðherra kommúnistastjórnar- innar í Kína er ætlað í sam- bandi við Afríku-Asiu ráðstefn- una í Bandung í Indónesiu. — Tilkynnt var að Chou yrði for- maður kínversku sendinefndar- innar á ráðstefnunni. —Reuter. Undrun í Frakklandi úf af vetnfssprengju PARÍS 13. apríl — (eftir frétta- ritara Reuters Harold King). — Tiíkynning Edgars Faure, for- sætisráðherra Frakka um að Frakkar ætli ekki að framleiða vetnis- eða atómsprengjur, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir þá 80—90 blaðamenn, sem | sóttu hinn vikulega blaðamanna- ' fund Faurer í dag. Fyrir mánuði hafði Faure kom- ist á fovsíður stórblaðanna í Frakklandi með tilkynninguna um að ekkert stórveldi gæti látið taka tillit til sín, nema að það ætti atómvopn í fóium sínum. Ástæðan til hins breytta viðhorfs er fyrst og fremst talin efnahags- legs eðlis. Frakkar hafa blátt áfram ekki ráð á að framkvæma hinar miklu kjarnorkuáætlanir, sem boðaðar höfðu verið. Slórveldafundur MOSKVA, 13. apríl. — Sú skoð- un er almenn hér, að samtölin milli Raabs, forsætisráðherra Austurríkismanna og Molotovs, utanríkisráðherra Rússa, gangi mjög sæmilega og að Rússar hafi á því áhuga að ná samningum við Austurríkismenn. Leopold Figl, utanríkismála- ráðherra Austurríkismanna skýrði sendiherrum vesturveld- anna hér frá gangi málanna í dag og er lalið að hai.n hafi lýst yfir því, að Austurrikismenn væru ánægðir. Molotoff sagði við blaðamenn í dag, að sjónarmið hefðu skírst, Rússar og Austurríkismenn hefðu nálgast hvorir aðra, en að aðrir aðilar þyrftu til að koma, áður en hægt væri að gera samning. Þessir aðrir aðilar eru að sjálf- sögðu vesturveldin þrjú. Þannig er talið, að enn blási byrlega um væntanlegan fjór- velda eða ctórvelda fund á næst- unni. —Reuter. Varnir Evrépu „innan húss" PARÍS 13. apríl. — Háttsettir liðsforingjar frá ríkjum Atlants- hafsbandalagsins og frá yfirher- stjórn Bandamanna í Evrópu munu taka þátt í heræfingum, sem fara fram innanhúss í bæki- stöðvum Atlantshafsbandalagsins hér dagana 26.—29. apríl. Mont- gomery marskálkur mun stjórna æfingunum sem fjalla um vanda mál, sem upp kvnnu að koma í vörnum Evrópu. TILRAUNIR TIL ÚTHAFSSÍLDVEIÐI Ráðherrann tók til máls vegna þingsályktunartillögu tveggja I þingmanna um tilraunir til út- hafssíldveiði. í því sambandi taldi hann hlýða að gefa Alþingi nokkrar upplýsingar um vísinda- legar rannsóknir og síldarleit, sem ríkisstjórnin hefur látið framkvæma. MIKLU FÉ VARIÐ TIL RANNSÓKNA En það er í stuttu máli um þetta að segja, að úr ríkissjóði hefur verið varið milljónum, jafnvel milljónatugum, til að reyna nýjar leiðir við síldveiði. Það er þá fyrst að telja, sagði ráðherrann, að miklu fé hefur verið varið til að rannsaka síld- argöngur. Þá má nefna, að ríkis- stjórnin ákvað einu sinni án fjár- veitingar Alþingis að láta kaupa Ascdic-tæki og setja það upp í varðskipið Ægi. Það mun hafa kostað um milljón krónur en víst er að ríkisstjórnin hefur ekki sætt ámæli fyrir þá ráðstöfun. Ólafur rakti það næst, að á hverjum fjárlögum hefði verið | varið allmikilli fjárfúlgu í síld- artilraunir. Hefur fé þetta ým- ist gengið til síldarleitar, til að kosta gerð nýrra veiðitækja, eða til þess að kosta tilraunir með veiðitækin. Ekki hefur alltaf orð- ið árangur af þessum tilraunum, en þó vonum við, að þær séu spor í rétta átt. Framh. á bla. t Auglýsingar sem birtast eiga í sunnudagshlaðinu þurfa að liafa borizt fyrir kl. 6 á fösfudag aftur dag- blöð Verkfulli uð Ijúku í London LONDON, 13. apríl. ORFIJR eru á því að bráða- birgðasamkomulag tak- ist í dagblaða verkfallinu í London á morgun, fimmtu- dag. Sjö hundruð vélavið- gerðarmenn og rafmagns- menn hafa stöðvað öll stór- blöðin í London nú um tutt- ugu daga skeið. Sérstök nefnd, sem verkamála- ráðherrann, Sir Walter Monck- ton, haíði skipað til þess að semja álit um verkfallið, birti skýrslu sína í dag og kveður upp þann dóm, að verkfallið sé „óréttlæt- anlegt“ og að launakröfurnar, em gerðar hafa verið séu „óraun- æfar“. Verkfallsmennirnir höfðu gert kröfu um 58 shillinga hækk- un á vikulaunum. Strax og skýrsla þremenning- anna hafði verið birt kvaddi Sir Walter blaðaútgefendur og for- menn verkalýðsfélaganna sem hlut eiga að máli, á sinn fund, og verður sá fundur haldinn á morg- un. Ef verkfallið verður ekki levst fyrir föstudaginn mun upp- sögn 20 þúsund manna, sem starfa við blöðin, en þó ekki við sjálfa ritstjórnir þeirra, taka gildi. Blaðaútgefendur, sem tapað hafa netto um 1600.000 sterlings- pundum á verkfallinu, gerðu sér vonir um það í dag, að verkfall- inu yrði aflétt í tæka tíð til þess að þeir gætu gefið út sunnudags- blöðin, sem koma út í þrjátíu milljóna upplagi. Verkamálaráðherrann ætlar að stinga upp á því við verkfalls- menn, að þeh taki boði atvinnu- rekenda um 12 sterlingspunda vikulaun, en síðan verði stofnuð nefnd sem geri allsherjarsamn- nga fyrir hönd blaðastarfsmanna" (hurchil! á Sikiley SÝRAKÚSA, Sikiley, 13. apríl. — Norðaustan stormur geisaði hér í dag, svo að Sir Winston Churchill varð að halda sig inn- an dyra á fyrstá degi hvíldar- leyfis síns á Sikiley. Hann vann að bók sinni „History of the English Speaking Peoples", en hann byrjaði á samningu þess- arar bókar fyrir meir en tveim árum. Einnig vann hann að því að lesa hinn mikla bréfapóst, sem honuha barst, eftir að hann baðst lausnar sem forsætisráðherra. (Reuter). Malenkov fundinn. Flugufregnir hafa gengið um að Malenkov væri „týndur“, en hann var viðstaddur ieiksýningu ásamt Kruschev í páskavikunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.