Morgunblaðið - 14.04.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.04.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVISBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. apríl 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Sdknin §egn sjúkdómnum SÓKN vísindanna gegn sjúk- dómunum heldur áfram. Með hinu nýja bóluefni gegn lömunar- veiki, sem ameríski læknirinn Jonas E. Salk fann upp fyrir skömmu, er merkum og glæsileg- um áfanga náð í barátunni gegn einum þungbærasta sjúkdómi, sem hrjáð hefur mikinn fjölda fólks, og þá fyrst og fremst börn og ungt fólk. Þúsundir barna og unglinga hafa lamazt og orðið örkumla menn allt sitt líf. Marg- víslegar lækningaaðferðir hafa verið reyndar gagnvart þessum skæða sjúkdómi. En þær hafa borið misjafnlega mikinn árang- ur. Með hinu nýja bóluefni, sem stórkostlegur árangur hefur af orðið, verða því þáttaskil í bar- áttunni gegn lömunarveikinni. Þannig feta læknavísindin sig áfram að því takmarki að geta komið í veg fyrir eða ráðið nið- urlögum flestra sjúkdóma. í ótal rannsóknarstofum og heilbrigðis- stofnunum um allan heim er stöð- ugt unnið erfitt en kyrrlátt starf í þágu mannkynsins. Öðru hverju berast fregnir af árangri þess og mannkynið fagnar unnum sigr- um. Um það blandast engum hug ur að vísindamennirnir, sem með mestum árangri hafa bar- izt gegn sjúkdómunum og fundið upp ný lyf og lækninga aðferðir eru mestu velgerðar- menn mannkynsins. Þeir hafa bægt miklu böli frá heimilum fólksins um víða veröld, lagt grundvöll að hamingjusömu lífi mikils fjölda einstaklinga og gert mannlifið í heild betra og fegurra. Fyrir þetta mann- úðar- og líknarstarf verð- skulda hinir gæfusömu vís- indamenn hið dýpsta þakklæti og virðingu. Þetta vísindastarf er unnið á f jölmörgum sviðum. Það hafði til dæmis stórkostlega þýðingu fyr- ir læknavísindin þegar elektron- smásjáin var fundin upp í lok síðustu styrjaldar. Með tilkomu hennar urðu allar sýkla- og vírus- rannsóknir miklum mun auðveld- ari. Þá tókst í fyrsta sinni að greina vírusa, sem eru þúsund sinnum minni en sýklarnir. En lömunarveikin er eins og kunn- ugt er vírussjúkdómur. í skjóli þessa tækis munu vafa- laust margir sigrar verða unnir á sviði heilbrigðisvísindanna. M. a. má gera ráð fyrir að það geti haft stórkostlega þýðingu fyrir krabbameinsrannsóknirnar. En krabbameinið er nú sá sjúkdóm- ur, sem einna erfiðastur er talinn viðfangs. Hér á íslanr'i hefur lömunar- veikin valdið miklu böli á undan- íörnum ánim. Fjöldi fólks hefur tekið veikina og beðið við það varanlegt tjón á heilsu sinni. Nú hefur heilbrigðisstjórnin ákveð- ið, að kaupa þegar í stað hið nýja bóluefni. Er gert ráð fyrir, að á komandi vori muni um 20 þúsund börn á aldrinum 3ja til 15 ára verða bólusett með því. Þannig verður einnig hér hlaðinn varn- argarður gegn hinum skæða sjúk- dómi. Samkvæmt niðurstöðum hinna bandarísku vísindamanna, sem hafa prófað sig áfram með bólu- efni þetta, hefur það þótt sannað, að það varnaði mænuveiki í 80 —90 af hverjum 100 tilfellum. Ekki er ólíklegt, að í framtíðinni muni enn aukið öryggi skapast með notkun lyfsins. Rannsóknun- um á lömunarveikinni og tilraun- um með hið nýja bóluefni er stöðugt haldið áfram. Allar þjóðir heims munu njóta góðs af þessari uppfinn- ingu. Hversu mjög sem þjóð- irnar greinir á verða þó afrek læknavísindanna alltaf sam- eign þeirra allra. Vísindamenn hinna fjarskyldustu og and- stæðustu þjóða vinna að sama takmarki: Útrýmingu sjúk- ' dómanna, heilbrigði og ham- ingju fólksins um víða veröld. Lengra verkfall -meiraljón ÞAÐ, sem mesta athygli vakti af því, sem gerðist á útifundinum á Lækjartorgi í gær var tvímæla laust aðvörun eins æstasta leið- toga kommúnista til verkamanna, gegn því, að samþykkja sáttatil- lögu, sem fram kynni að verða borin í vinnudeilunni. Gefur sú yfirlýsing allgóða hugmynd um afstöðu kommúnista til sátta milli deiluaðila. Áður en nokkur mála- miðlunartillaga hefur komið fram og áður en nokkur maður veit um efni hugsanlegrar sátta- tillögu hika komúnistar ekki við að skora á verkfaUsmenn að fella hana!! Sennilega hafa kommúnist- ar aldrei sýnt það greinilegar en með þessari afstöðu sinni, að fyrir þeim vakir fyrst og fremst að valda sem mestu tjóni með yfirstandandi vinnu deilu. Þeir mega bókstaflega ekki til þess hugsa að sættir takizt milli deiluaðila eftir mánaðarverkfall, sem kostað hefur verkalýðinn og þjóðina í heild mikið t.jón. Lengra verkfall, meira tjón og vand- ræði, er kjörorð „Þjóðarinnar á Þórsgötu 1". Blað kommúnista hefur undan- farið birt hverja hatursgreinina á fætur annarri, þar sem því er m. a. haldið fram, að Sjálfstæðis- menn „skipuleggi árásir á verka- lýðinn". Hefur önnur eins ósvífni nokk urntíma verið á borð borin fyrir almenning? Áreiðanlega ekki. Undanfarið hafa kommúnistar sjálfir haldið uppi ofbeldisaðgerð um og lögleysum á vegum úti gagnvart friðsömum vegfarend- um, sem ekkert hafa til saka unnið. Hið framkvæmdavaldsfá- tæka íslenzka þjóðfélag hefur látið ofbeldisseggjunum haldast þetta uppi. Svo koma sjálfir lög- brjótarnir og yfirgangsmennirn- ir og ásaka lýðræðissinnað og frið samt fólk fyrir að „skipuleggja árásir" á sig!! Með slíkum lygafregnum hafa kommúnistar sannarlega bitið höf uðið af skömminni. En kommúnistar mega vera þess fullvissir, að almennings- álitið kveður upp sinn harða dóm yfir framkomu þeirra, hatursáróðri og ofbeldisverk- um. Barnaleikrltlnu vel fekið HAFNARFIRÐI — Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi barnaleikrit- ið Töfrabrunninn á annan dag páska. Var húsfyllir og leiknum tekið afburða vel af fullu húsi áheyrenda. Leikritið er í fimm þáttum og er eftir Willy Kriiger. Leikstjóri var Ævar R. Kvaran, en Halldór G. Ólafsson hefir þýtt leikritið. Leiktjöld málaði Lothar Grund og ljósameistari var Róbert Bjarnason. — Aðalhlutverkin eru leikin af Huldu Runólfsdóttur, Margréti Guðmundsdóttur, Sól- veigu Jóhannsdóttur, Jóhannesi Guðmundssyni, Sigurði Kristins- syni, Selmu Samúelsdóttur, Frið- leifi E. Guðmundssyni, Sverri Guðmundssyni og Valgeir Óla Gíslasyni. Leikfélagið starfar nú af mikl- um dugnaði og hefir það nokkr- um góðum og efnilegum leikur- um á að skipa. — G. E. lenzkir tónar efsi nýsfárlegs revýu-ka ÍSLENZKIR tónar hefja sýning-' anna og fallegu óperulaganna. — ar á „Revýu-kabarett" í Austur- bæjarbíói í kvöld kl. 11.30. Revýu-kabarett þessi verður „Tóna systur" og stjórnandinn Jan Moravek. með nýstárlegu sniði. Kabarett- inn er í 7 þáttum og gerist fyrsti þáttur í Vínarborg, borg vals- Uewakandi ákrifar: Um hreinlæti og umgengnismenningu. HÚSMÓÐIR ein hér í bænum skrifar eftirfarandi: „Nú með vorinu tekur fólk að hugsa til að gera hrein híbýli sín og fegra utan og innan svo sem bezt má verða eftir efnum og ástæðum. Það þykir heyra vor- inu til, þegar birtir yfir og nátt- úran klæðist vorbúningi sínum. Það er oft að því fundið, að við íslendingar kunnum ekki sem skyldi almennar umgengnis- venjur, ekki sízt að því er varð- ar þrifnað og hirðusemi í við- haldi húsa og húsagarða. Það er mikið til í þessu því miður og víða til stórra lýta fyrir almenn- ingsaugum, hve smekkvísi og hirðusemi í þessum efnum er óbótavant. Það á bæði við um Reykjavík og annars staðar á voru kæra landi, þó með mörg- um heiðarlegum undantekning- um, sem betur fer. I E' Ófagur leikur. N það er eitt atriði sérstakiega, sem mig langar til að minn- ast á í þessu sambandi — heldur húsmóðirin áfram. í hvert skipti, sem tekur að vora hér i Reykja- vík veitum við athygli ófögru kroti og rissi víðs vegar á húsa- veggjum, garðmúrum og gang- stéttum. Hér eru börnin að verki — að leik, eða beinlínis til að svala skemmdarfýsn sinni. Hver og einn getur sagt sér, hve skemmtilegt það er fyrir einn húseiganda, sem nýlega er búinn að láta mála hús sitt utan fyrir ærið fé, að fá það jafnóðum atað út í þvílíku klóri og kroti og öll- um er það Ijóst hvílíkur fegurð- arauki er að því fyrir útlit höfuð- borgarinnar — eða hitt þó held- ur. Ungar húsmæður, sem búa í sambyggingum, kvarta sáran undan því, að ókleyft sé að halda sæmilega útlítandi sameiginleg- um forstofum og göngum, af þessum ástæðum: krakkalýður af götunni, þau sem búa í sambygg- unni — eða önnur gera þetta veggjakrot að iðju sinni — og enginn virðist fá rönd við reist. Hinir fullorðnu um að saka. ÞAÐ er ef til vill hæpið að ásaka sjálf börnin hér um, börn eru alltaf börn og þurfa að njóta leiðbeininga og aðhalds frá full- ornða fólkinu. Það eru fyrst og fremst foreldrarnir, sem verða að kippa þessu í lag. Ef hinum full- orðnu er nákvæmlega sama, hvernig gengið er um hibýli þeirra og hvort þau líta út hús- ráðendum til sóma eða skammar — hvers er þá að vænta af börn- unum? Ef foreldrarnir gera enga tilraun til að glæða smekk barna sinna fyrir því, sem fagurt er og hreint — hver á þá að gera það? Hvað leiðir saman- burður í Ijós? REYKVÍKINGAR hafa í seinni tíð eignazt marga leikvelli, þar sem börn geti unað sér að starfi og leik, svo að slíkar að- farir barnanna gagnvart húsum í bænum verða því óafsakan- legri. — Og gerum samanburð á höfuðborgum nágrannalanda okk ar, Norðurlöndunum í þessu efni. Hvar sjáum við götur og gang- stéttir, húsveggi og garðveggi eins leikna og víða hér í Reykja- vík? Hví tökum við ekki, öll sem komin erum til vits og ára, hönd- um saman um að útrýma þess- um ómenningarvotti, sem blasir svo víða við augum okkar? — Með þökk fyrir birtinguna. Húsmóðir". Gott útvarpserindi. VELVAKANDI góður! Viltu koma þessum linum á framfæri fyrir mig: Nýlega var flutt í Rikisútvarpinu erindi frá Ethíópíu eftir Felix Ólafsson, kristniboða. Það var fróðlegt og skemmtilegt og vel flutt, en því miður held ég, að það hafi að nokkru misst marks, því að það mun hafa farið fram hjá mörg- um, sem meir en gjarnan hefðu viljað heyra það en svo stóð á, að þetta kvöld voru föstumessur og samkoma í Kristniboðshúsinu og mikill hluti þess fólks, sem þar var, missti því af því. Það eru því vinsamleg tilmæli mín til Ríkisútvarpsins, að það endur- taki þetta erindi. — Með þökk. Kristniboðsvinur". Merkift, sem klæ»ir landJð. Sigurður Ölafsson og Eygló Vic- torsdóttir syngja dúett úr óper- ettunni „Der Vogelhandler" og Björg Bjarnadóttir dansar vínar- valsa. Næst syngja þær Soffía Karlsdóttir og Sólveig Thoraren- sen franskar vísur og dansaður er hinn margumræddi Can-Can dans og eru dansmeyjar þær Björg Bjarnadóttir, Bryndís Schram og Katrín Guðjónsdóttir. Ágúst Bjarnason og Jakob Hafstein syngja glunta og Krist- inn Hallsson syngur um Per Svinehyrde. Þá syngur Alfred Clausen rússneskan polka, Ingi- björg Þorbergs syngur rússneska vögguvísu, Kristinn Hallsson syngur tvö rússnesk lög og Björg Bjarnadóttir dansar rússneskan dans. Nú er komið að dægurlögum og djassi. Þar syngur Ingibjörg Þorbergs og „Tóna-systur", Soffía Karlsdóttir og Jóhann Möller með Tóna-systrum ný amerísk dægurlög, ennfremur dansar nýtt „Jitterbugdanspar" og Sigurður Ólafsson og Soffía Karlsdóttir syngja mambo. Þá verða kynntir nýir dægur- lagasöngvarar, þau Þórunn Páls- dóttir, Hallbjörn Hjartar og Ásta Einarsdóttir. Ennfremur kemur fram nýr dægurlagasextett pv nefnist „Tóna-systur". Síðasta atriði gerist í Reykja- vík. Þar kemur fram fjöldi nýrra dægurlaga, m. a. eftir Jónatan Ólafsson, Sigfús Halldórsson, Jenna Jónsson, Ágúst Pétursson, Tólfta september, Þórunni Franz, Steingrím Sigfússon, Óðinn Þór- hallsson og fleiri. Jan Moravek hefur æft flesta söngvarana, ennfremur annazt alla útsetningu og æft hljómsveit- ina, en í henni eru þessir menn: Jan Moravek, Carl Billich, Sveinn Ölafsson, Guðmundur Þórðarson, Pétur Urbancic, Skafti Ólafsson og Karl Jónatansson. — Carl Billich leikur undir hjá Kristni Hallssyni og í gluntasöng Jakobs Hafsteins og Ágústar Bjarnasonar. Leiktjöldin máluðu þeir Sigfús Halldórsson og Oddur Þorleifs- son, revýu-bláþráðinn samdi Loftur Guðmundsson en leikend- ur eru Sigfús Halldórsson og Karl Sigurðsson. Skemmtunin tekur rúmiega tvo klukkutíma. Sfærsía skipasmíða- slöðin í Hamborg BONN — Er stríðinu lauk, áttu Þjóðverjar varla nokkra skipa- smíðastöð, sem var starfhæf, en nú eru þeir orðnir önnur stærsta skipasmíðaþjóðin 1 heiminum. Síðastliðið ár seldu Þjóðverjar fleiri skip til ann- ara þjóða en nokkurt annað land. BRETAR hafa stöðugt forustuna, hleyptu á árinu sem ieið af stokkunum 1.409.000 smálest- um, en næstir komu Þjóðverj- ar með 963.000 smálestir. ÞRJÁTÍU og fjórir hundraðs- hlutar af skipum smíðuðum f Bretlandi voru fyrir erlendan markað, eða 479 000 smál. En Þjóðverjar seldu 54% til út- ianda, eða 520.000 smál. STÆRSTA skipasmíðastöð f heimi er Deutsche Werft í Ham borg, en þar var hleypt af stokkunum 164.000 smálestum. Áður voru Harland and Wolff í Belfast stærstir. FYRIR aðeins fimm árum voru stærstu skipin, sem Þjóðverjar byggðu togarar. TÖLUR þessar eru teknar úr „Lloyds Register" en sam- kvæmt því hefur árið sem ieið verið gott ár fyrir skipasmíðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.