Morgunblaðið - 14.04.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.04.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 14. apríl 1955 MORGUNBLAÐiÐ Sjötugur í dag: Siguriur Kristjánsson, forsfjóri yrrv. ulþingismuður — ÞÚ hefur ekkert breytzt s.l. 20 ár. Mér sýnist þú jafnvel vera að yngjast upp á síðkastið. Þetta varð mér að orði við vin minn Sigurð Kristjánsson, er ég hitti hann snöggvast í fyrradag, glaðan og reifan. — Fögur sál er ávallt ung, minnir mig að hann hafi sagt brosandi, og féll þar niður tal okkar. En árin, sem liðin eru frá fæð- ingu hans norður að Ófeigsstöð- um í Kinn segja til sín. Sigurður Kristjánsson á í dag sjötugsaf- mæli. Um það er ekki að villast. Það eru meiri lætin í tímanum að líða. Börn verða í einu vet- fangi fullorðin, kornungir menn miðaldra og menn á bezta starfs- aldri gamlir. Þetta hljómar ein- kennilega, virðist jafnvel and- stæðukennt. En finnst ykkur, les- endur góðir, þetta ekki vera svona? Við getum ekki hamið þcss ótemju, sem við köllum tíma. Hún heldur stöðugt áfram að hlaupa með okkur fram um ár og daga. Við vitum heldur aldrei, hvenær henni þóknast að kasta okkur af sér, út í nýtt og eilíft líf, sem við endilega vonum að þá sé fyrir höndum. Ég sagði, að mér sýndist Sig- urður Kristjánsson ekkert hafa breytzt á s.l. 20 árum. En börnin hans, sem voru eins, tveggja og þriggja ára o. s. frv., þegar ég heimsótti hann fyrst hér í Reykjavík, eru orðin 22ja, 23ja og 24 ára gömul. Það er á hinni uppvaxandi kyn slóð, sem við sjáum greinilegast, að árin líða. Sigurður ólst upp á þingeysku sveitaheimili í stórum systkina- hóp. Hann langaði til að læra og fór í unglingaskóla til Sigurðar á Yztafelli. Tvítugur að aldri hóf hann nám í bændaskólanum á Hólum og útskrifaðist þaðan bú- fræðingur. Síðan vann hann um skeið hjá Ræktunarfélagi Norð- urlands og leiðbeindi bændum í Eyjafirði um ræktun. Næst réðist hann til Búnaðar- sambands Vestfjarða til þess að setji upp fyrir það gróðrarstöð á ísafirði. Vann hann fyrir sam- foandið í nokkur sumur en stund- aði nám í Kennaraskólanum í Reykjavík á vetrum. Lauk hann þaðan kennaraprófi árið 1910. Síðan var hann um skeið skóla stjóri barnaskólans í Bolungar- vík, þá iðnskólastjóri á Isafirði og síðan barnakennari þar í 15 ár. Á ísafirði var heitt í glóðum stjórnmálanna þegar Sigurður Kristjánsson kom þangað. Maður imeð skapferli hans gat ekki stað- áð utan við þau átök Kom brátt að því, að hann yrði þar virkur þátttakandi. Stofnaði hann nú blaðið Vesturland og stýrði þv': af skörungsskap í mörg ár eða þar til hann var kvaddur til þess að taka við ritstjórn ísafoldar og Varðar í Reykjavík. Um skeið var hann einnig ritstjóri Heim dallar, sem ungir Sjálfstæðis- menn gáfu út. Framkvæmdastjóri Sjálfstæðis flokksins var hann einnig um nokkurt árabil. Árið 1939 gerðist hann svo for- stjóri Samábyrgðar íslands á fiskiskipum og hefur gegnt því starfi síðan. Alþingismaður var hann árin 1934—1949 sem þingmaður Reyk- víkinga og landkjörinn þingmað- ur. Sigurður Kristjánsson hefur átt sæti í mörgum nefndum af hálfu Sj álf stæðisf lokksins. Sérstaklega var hann oft kvaddur til starfa í þágu sjávarútvegsins. En mál hans lét hann sig mjög skipta á þingi. Bar hann fram frumvörp og tillögur um ýmis merkileg ný- mæli. Má t. d. geta þess, að hann flutti fyrstur manna frumvarp um jöfnunarsjóð aflahluta. Þvi miður tóku bæði útvegsmenn sjálfir og Alþingi því merka máli með tómlæti fyrst í stað. En að lokum náði það þó fram að ganga. Það, sem einkennt hefur öll störf Sigurðar Kristjánssonar er hikleysi hans og baráttuhugur. Hann talar aldrei tæpitungumál. Blöð þau, sem hann stýrði voru rituð á kjarnmiklu og fögru máli. Þar var höggvið stórt en drengi- lega. Sigurði Kristjánssyni er ekki tamt að fara í kring um hlutina. Hann segir skoðun sína hreinlega og umbúðalaust. Hvar sem Sigurður Kristjáns- son hefur starfað hefur hann orð- ið vinsæll. Hann var vinsæll með- al barna og unglinga sem kenn- ari og skólastjóri. Enda þótt blöð hans væru hvassyrt bakaði hann sér ekki persónulega óvild and- stæðinga sinna. Þeir vissu að maðurinn, sem stýrði hinum beitta penna var drengur góður, þrýðilega greindur, velviljaður og hjálpsamur. Kýmnigáfa hans og og félagslund gerðu hann að eftirsóttum félaga yngri sem eldri. Þegar Sigurður Kristjáns- son fluttist hingað til Reykjavík- ur var hans saknað af fjölmenn- um vinahóp vestra. En hér hefur heimili hans og konu hans, frú Rögnu Pétursdóttur frá Vatns- firði staðið síðan. Hafa þau átt 11 börn og eru 10 þeirra á lifi. Hefur frú Ragna, sem er hin ágætasta kona, stýrt hinu stóra heimili með manni sínum af frá- bærum dugnaði og alúð. Er þar og jafnan gestkvæmt af frændum og vinum. Vinir Sigurðar Kristjánssonar og heimilis hans flytja honum í dag einlægar heillaóskir sjötug- um. Persónulega þakka ég honum trausta vináttu og tryggð, um leið og ég færi honum árnaðar- óskir hinna fjölmörgu vina hans heima á Vestfjörðum. S. Bj. Óviðunandi að cjott verk- smiðjuhús standi ónotað OAMEINAÐ þing samþykkti í gær þingsályktunartillögu Magnús- ^ ar Jónssonar um að notfæra niðursuðuverksmiðjuna á Ólafs- flrði til eflingar atvinnulífi á staðnum. Þingsályktunin, sem var samþykkt með 28 samhljóða atkvæðum, er á þá leið, að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að láta fram fara athugun á því, hvernig niðursuðuverksmiðja ríkisins í Ólafsfjarðarkaupstað verði hagkvæmast notfærð til eflingar at- vinnulífi á staðnum. SKYRSLA UM NIÐURSUÐU- IDNAÐ Flutningsmaðurinn, Magnús Jónsson, 2 þingmaður Eyfirðinga, talaði fyrir tillögunni. Hann gat þess m. a. í ræðu sinni, að leitað hefði verið umsagnar Fiskifé- lagsins um þetta mál. Hefði Fiski félagið svarað með ýtarlegri skýrslu, þar sem ræit væri um niðursuðuiðnað hér á landi og virtist hún stefna í þá átt, að litlar vonir væru til að starf- rækja mætti verksmiðjuna áfram við niðursuðu. En fjárveitinganefnd leggur til að það verði rannsakað ýtarlega hvernig hægt sé að nota bygging- ar verksnruðjunnar til aukningar atvinnu Ól.-jfsfirðinga. Það er alls kostar óviðunandi, að þessi mikli og góði húsakostui sé látinn standa ónotaður, arðlaus, bæði bæjarfélaginu og þjóðfélaginu til tjóns. Happdrœtti Háskólans Þessi númer hlutu 30C kr. 8137 8173 8294 8395 8539 vinning hvert: 1 8624 8645 8671 8710 8725 47 86 127 144 191 8802 8874 9096 9292 9310 238 289 303 366 443 9356 9369 9377 9458 9459 636 661 713 741 807 9496 9523 9547 9640 9647 927 929 962 968 1073 9677 9727 9730 9873 9886 1085 1090 1213 1217 1271 10005 10168 10305 10376 10474 1324 1458 1536 1572 1618 10533 10553 10581 10705 10851 1861 1939 1946 1995 2003 10905 10967 11011 11213 11224 2026 2071 2168 2462 2496 11419 11421 11498 11588 11630 2628 2630 2667 2685 2704 11651 11737 11802 11864 11896 2868 2887 2906 2965 3175 11980 11996 12005 12076 12131 3232 3261 3336 3361 3373 12145 12176 12352 12408 12474 3533 3573 3703 3805 3830 12525 12576 12578 12706 12827 3860 3937 3968 4098 4176 12874 13100 13141 13180 13196 4418 4459 4500 4585 4622 13204 13456 13492 13495 13640 4971 5017 5036 5043 5090 13832 13967 13994 14046 14055 5150 5209 5234 5246 5264 14059 14069 14090 14185 14334 5416 5432 5571 5688 5760 14779 14817 14991 15105 15124 5775 5886 5939 5983 6045 15176 15200 15223 15281 15311 6096 6108 6120 6168 6224 15312 15419 15561 15712 15835 6295 6340 6363 6381 6507 16044 16308 16315 16407 16409 6608 6694 6776 6784 6903 16443 16458 16483 16573 16684 6955 7031 7037 7085 7112 16799 16811 16838 17100 17140 7128 7155 7174 7211 7238 17289 17415 17604 17628 17836 7267 7270 7273 7503 7666 17891 18118 18160 18202 18219 7670 7766 7787 7883 7900 18322 18335 18379 18407 18473 7948 7975 7979 8113 8120 Frh á bls 11. Skólapiltar í virki verkfallssiióriiar Akureyri, 13. apríl: UNDANFARIÐ hafa menn hér á Akureyri veitt eftirtekt götuvirki, sem reist hefur verið við Lónsbrú, á mörkum lögssagn- arumdæmis Akureyrar og Eyja- fjarðarsýslu. Við virkið er stöð- ugur vörður gerður út af verk- fallsstjórn. Nú í páskafríi skóla- fólks, tóku nokkrir skólapiltar úr MA sig upp og óku í tveim bílum út að Lónsbrú, til að skoða virki þetta og ræða við setulið þess. Virkið er byggt úr steinvaltara (steyptum í járntunnu) og spítna braki og er því komið fyrir ná- lægt miðju vegarins. Síðan er vörubifreið höfð til að loka veg- inum. VILDU FJARLÆGJA VIRKIÐ Skömmu eftir komu piltanna hófst orðaskak nokkurt milli þeirra og virkisbúa, sökum þess að skólapiltar hugðust fjarlægja virkið. Eftir að þeir höfðu haft á brott spítnabrakið hófst viður- eign þeirra við valtarann, sem virkisbúar vörðu af mikilli hreysti og veitti ýmsum betur. í upphafi leiksins sendu virkis- búar eftir liðsauka til Akureyrar og kom foringi þeirra verkfalls- manna með fyrstu ferð og dreif nú að liðsauki til aðstoðar virkis- búum. Tók foringinn þegar stjórn varnanna í sínar hendur og hvatti lið sitt óspart. Vopn virkis- búa voru mestmegnis aur og leðja en skólapiltar forðuðust handa- lögmál. KEYPTU VIRKIÐ í þessum svifum bar að mann er reyndist vera eigandi valtar- ans. Höfðu skólapiltar engar völl- ur á heldur keyptu valtarann þegar í stað á krónur 30 og fengu vottfest afsal fyrir honum á staðn. um. En eigandinn kvað þá virk- isbúa hafa tekið valtarann ó- frjálsri hendi. Voru skólapiltar nú orðnir löglegir eigendur valtar- ans og hugðust ráðstafa honum að eigin geðþótta. Urðu virkis- búar þrumulostnir og stefndu tii. þings á annari vegarbrúninni. Samþykktu þeir þar að hindra flutning valtarans með ofbeldi. Skólapiltar samþykktu þá aíf leita ásjár lögreglunnar, og íá valtarann fluttan á brott me<5- fógetavaldi. Sú málaleitan bar þo- ekki árangur. LEITAÐ TIL SKÓLAMEISTARA I sama mund brá foringi virk- isbúa sér í bæinn, hafði sambanti við skólameistara og kvaðst ekki. geta borið ábyrgð á sínum mönn- um í samskiptum þeirra við' skólapilta. Kom skólameistarJ. þegar á staðinn, kvaðst ekki geta. meinað skólapiltum þarveru þeirra, en bað þá að gera það fyrir sín orð að hætta þessum leik. Vildu skólapiltar þá fjar- lægja eign sína af veginum, áður- en þeir hyrfu á brott, en þá gat foringi virkisbúa ekki lengur borið ábyrgð á eigin útlimum, hljóp í loft upp og sparkaði í einu skólapiltanna, svo að úr blæddi. Létu þá skólapiltar frekari að- gerðir niður falla og héldu heirn á leið, að lokinni viðburðarríkri dagstund. -— Vignir. Ishella hafði nœr vell Lagarfljótsbrú ísbrjólar brúarinnar höfSu brotsiað. SKÓGARGERÐI VIÐ LÁ að lengsta brúin á landinu, Lagarfljótsbrú, yrði fyrir miklum skemmdum laugardaginn fyrir páska, vegna ísreks. Fyrir dugnað manna þar eystra tókst að bjarga brúnni. FARIN AÐ HALLAST Það var um klukkan hálf fjög ur á laugardaginn fyrir páska, : að Vignir bóndi á Brúarlandi, veitti því eftirtekt að heljarstór íshella hafi brotið fjóra ísbrjóta við Lagarfljótsbrúna, og var hellan sjálf komin á brúna með öllum sínum þunga. — Var þung- inn á brúnni svo mikill, að hún svignaði undan þunga ishellunn- ar. Símað var suður til Reykjavík- ur og vegamálastjóra gert aðvart. Hann hafði þegar samband við Sigurð Jónsson að Sólbakka í Borgarfirði, og bað hann fara á vettvang. HELLAN BROTIN En á meðan þessu fór fram, stóðu menn ekki ráðalausir. Farið var út á brúna, og með hverskon- ar verkfærum tókst þeim að brjóta íshelluna og virtist mönn- um þá sem brúin rétti sig aftur að mestu. STAURAR í STAÐINN Rafmagnsstaurar sem bera eiga uppi háspennulínuna yfir Fjarð- arheiði, voru fluttir að brúnni og þeim var síðan lagt skáhallt af brúnni mót straumi og ísreki. en þarna er um 2ja metra dýpi. Aðfaranótt sunnudags voru menn stöðugt á verði við þessa bráða- birgða ísbrjóta og Sigurður kvaðst vona að þessi stóru tré (staurarnir) muni geta varið brúna. Þegar íshellan rakst á brúna var hvasst af suðri. Rak hana af Egilsstaðaflóa undan vindi og skáhallt á ísbrjótana og braut hellan trén, sem bera þá uppi. LENGSTA BRÚ LANDSINS Lagarfljótsbrú er lengsta brú á landinu, 300 metrar á lengd. Er hún timburbrú, gerð úr 30 cm. timburokum, sem liggja með 10 metra millibili. Yfir þá eru lagðir stálbitar, sem brúargólfið hvílir á. Vegna hættu á ísreki eru ís- brjótar settir straummegin við'' hvern timburoka og hafa þeir að jafnaði komið að góðum notum. Er ekki vitað til þess að brúin hafi nema einu sinni fyrr orðið fyrir skemmdum af ísreki. Var það skömmu fyrir stríð, að einn oki brúarinnar brotnaði í isreki. NÝJAR BRÝR UNDIRBÚNAR Undanfarið hefur verið undir- búið að gera nýjar brýr yfir Jökulsá í Axarfirði og Lagarffjót. Var fyrsta fjárveiting til þessara brúargerða veitt á fjárlögum þessa árs. Er nú í ráði að fara að vinna að þessum brúargerðum eins fljótt og við verður komið. Minningarspjöld Krabbameinsfél. tslands fást h.iá öllum póstafgreiðslum landsins, lyf.iabúðum í Reykjavík og Hafnarfirði (nema Laugavegs- og Reykjavíkur-apótekum), — Re- media, Elliheimilinu Grund og skrifstofu krabbameinsfélaganna, Blóðbankanum, Barónsstíg, sími 6947. — Minningakortin eru af-i greidd gegnum síma 6947.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.