Morgunblaðið - 14.04.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.04.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 14. apríl 1955 MORGVNBLAÐIB 11 Guðrún Þórarinsdóttir — minning rSipður Þ,írilarson ^ i T7VV* ní Klo n GUÐRÚN ÞÓRARINSDÓTTIR andaðist að heimil sínu, Mels- húsum í Hafnarfirði 1. apríl s. 1. 79 ára að aidri. Hún var fædd í Fornaseli á Mýrum rcstra 21. nóvember 1875. Var faðir hennar Þórarinn Þórarinsson bóndi þar, Þorsteins sonar prests Einarssonar að Staðarhrauni, en móóir Guðrún- ar var Þorgerður Oddsdóttir frá Ráðagerði á Seltjarnarnesi. Guðrún ólst upp í föðurgarði og naut hins bezta uppeldis. Voru foreldrar hennar góð hjón. Þar vandist hún allri algengri vinnu og naut góðrar fræðslu. Um tvítugt hvarf hún að heiman. Vistaðist hún þá til hjónanna í Káranesi á Mýrum, Ásgeirs Eyþórssonar og Jensínu Matthías- dóttur. Sagðist henni svo frá, er hún minntist dvalar sinnar þar, að lánsöm hefði hún verið með staðinn, því að betri húsbændur hefði hún ekki getað kosið sér. Dvaldi hún með þessum mætu hjónum í nokkur ár, en mun fyrir áeggjan og hvatning hús- freyjunnar hafa horfið til Reykja víkur til saumanáms. Mun slíkt ekki hafa verið algengt á þeim tímum, að húsbændur hvettu hjú sín til nárns. Dvöl hennar í Reykjavík varð þó ekki löng. Þaðan lá leið hennar suður í Hafnarfjörð, og dvaldi hún þar til dauðadags. Árið 1902 giftist hún eftirlif- andi manm sínum, Helga Guð- mundssym sjómanni frá Hellu í Hafnarfirði. Reistu þau hjón bú í litlu húsi, er Helgi lét byggja syðst í bæn- um, og köl:uðu þau hús sitt Mels- hús. Á þeim árum voru lífsþægind- in af skornum skammti, en nægju semin því meiri. Allt vatn þurfti að sækja langar leiðir að og voru ekki önnur ráð en bera það í fötum. Vatnsburðurinn féll oft- ast í hlut húsmóðurinnar, þar sem eiginmaðurinn var sjómað- ur, og var oft langdvölum að heiman. Var það erfitt verk og oft þrekvirki í óveðrum og illri færð. En þetta er aðeins eitt dæmi um hinn langa vinnudag og óskráðu afrek, sem alþýðu- konan vam í byrjun tuttugustu aldarinnar. Þessum afrekum er ekki hald- ið á lofti, hvorki af þeim, sem þau unnu, né öðrum. Þau tala þó skýru máli, þótt þau væru unnin í kyrrþev og æðruleysi. Með þrotlausu starfi og striti 'skilaði þessi kynslóð í hendur afkomendanna betra landi og fegurra lifi. Guðrún Þórarinsdóttir var einn slíkur liðsmaður sinnar kynslóð- ar. Við hhð bónda síns' stóð hún örugg, fórnfús og sívinnandi. Litla húsið þeirra var byggt á grjótmel, en eigi liðu mörg ár, unz þau höfðu breytt melnum í skrúðgrænt tún. Guðrúnu var í blóð borin gestrisni, góðvild og hjálpsemi. Munu þeir ótaldir, göngulúnir ferðamenn er nutu hressingar og hvildar í litla húsinu, sem enn er syðsta húsið í byggðinni við þjóðbrautina. Aldrei var svo þröngt í Melshúsum að eigi væri þar rúm fyrir þá, sem að garði bar. En hagur þeirra blessaðist, og aldrei urðu þau bónbjargar- menn. Guðrún lifði þá tíma, að sjá allt taka miklum og skjótum framförum. Sliku fagnaði hún af alhug. Óllum vildi hún vel og gladdist yfir gengi annarra. Trú- kona var hún mikil og einlæg, enda kom það glöggt fram í verk- um hennar. Sá styrkur var henni gefinn að bera hverja raun með stillingu og jafnaðargeði. Þeim hjónum varð fimm barna auðið. Stúlku misstu þau á harnsaldi. Einkasonur þeirra, sr. Guðmundur prestur í Nes- kaupstað, féll í valinn á bezta aldri. Fyrir rösku ári hné önn- ur bára. Þá drukknaði tengda- sonur Guðrúnar frá ungri konu og fimm börnum, en ungu hjón- in höfðu búið með gömlu hjón- unum. Auk barna sinna ólu þau hjónin upp dótturson sinn. Þrjár dætur eru á lífi, búsettar í Hafn- arfirði. j Með fráfalli Guðrúnar lauk merkri og góðri ævi. Hinn aldni eiginmaður saknar góðs föru- nauts. Eftir lifa góðar minning- ] ar, langrar og traustrar sam- . fylgdar. Dætur og aðrir ástvinir þakka mikla og góða móðurást. Jarðarför Guðrúnar fór fram laugardag.'nn fyrir páska. Blessuð ré minning hennar. Vinur. Happdrælfi H.l. 18616 18822 19711 |20058 20306 20655 20920 21300 21480 21857 22290 22671 22953 23346 23728 24126 24528 25050 25299 25575 25702 26312 26881 27318 27543 27835 28361 28659 29012 29144 29447 29876 30428 30920 31388 31656 31991 32337 32797 33033 33293 33733 33955 34304 34707 34911 Framh 18640 18740 18891 18909 19795 19914 20060 20084 20311 20384 20680 20704 20960 21076 21328 21457 21508 21682 21883 21963 22329 22377 22774 22893 23109 23141 23412 23425 23954 23989 24128 24142 24746 24834 25171 25198 25524 25529 25579 25590 25832 26229 26459 26481 26958 27012 27352 27456 27646 27665 27884 27957 28383 28509 28699 28788 29016 29032 29211 29277 29530 29565 29961 29992 30514 30744 30955 31056 31507 31511 31661 31827 32090 32136 32493 32684 32834 32848 33156 33184 33304 33406 33782 33816 34013 34073 34457 34504 34752 34770 34946 (Birt án af bls. 9 18743 18821 19271 19305 20017 20042 20132 20247 20418 20507 20820 20859 21078 21173 21468 21471 21818 21842 22021 22033 22409 22628 22915 22947 23184 23345 23480 23523 23992 24011 24193 24429 24908 24913 25203 25243 25537 25540 25595 25688 26254 26281 26563 26865 27023 27288 27515 27521 27690 27800 28149 28329 28554 28614 28967 29006 29086 29118 29300 29378 29660 29815 30125 30255 30861 30878 31144 31327 31553 31621 31847 31855 32181 32280 32744 32763 32947 32949 33226 33228 33536 33701 33824 33850 34122 33298 34619 34650 34795 34827 ábyrgðar). I Frh. af bls. 7. hafa æfingar stundum komizt upp í 70—100 á starfsárinu. Söng- ferðir kórsins til útlanda í fjög- ur skipti voru mikið átak og þó sérstaklega förin til Bandaríkja Norður-Ameríku og Kanada 1946. Sigurður leysti þá af hendi mik- ið þrekvirki, því meginþungi undirbúningsstarfsins og sigrar . kórsins vestan hafs voru fyrst og fremst hans verk. í öllum söngferðum kórsins bæði hér í Evrópu og Ameríku hefur Sigurður jafnan hlotið mjög loísamlega dóma fyrir söngstjórn sína. Þetta kemur þegar frarr. í fyrstu söngför kórs- ins til Norðurlanda sumarið 1935. Þegar ég lít á blaða-ummæli um söng kórsins í þessari fyrstu ferð hans, eru þau öll sammála um þetta atriði Politiken segir t. d. (17. maí 1935): „Með Sigurði Þórðarsym hefur kórinn foringja sem mótar allt af næmum smekk og söngmenningu, sem er laus við hverskonar arftekinn óvana eða fánýtan hégóma, sem oft vill I loða við söngfélög“. — Þannig hafa dómar erlendra blaða jafn- an verið um söngstjórn Sigurðar ! Þórðarsonar. I Ég mun ekki gera hér að um- alsefni tór.smíðar Sigurðar, sem eru merkilegar og miklar að vöxtum. Þjóðin þekkir margar þeirra, en megin hlutinn hefur, því miður, ekki enn komið fyrir almenningssjónir. En með þeim, sem þegar eru kunnar, hygg ég, að Sigurður hafi reist sér óbrot- gjarnan minnisvarða. Sigurður er maður hæglátur og yfirlætislaus og lítið fyrir að láta mikið á sér bera. Hann unir sér bezt í návist listarinnar og vinnur í kyrrþey að hugðarefn- um sínum sér til hugarhægðar, en ekki sér til fjár eða frægðar. Hann er hreinskiptinn og ein- lægur og finnur glöggt hvað að honum snýr. Hann hefur skarpa dómgreind á mönnum og mál- efnum og fylgist vel með því, sem gerist, en lætur þó ekki allt jafn vel líka. I Mér þvkir fyrir því, að ég skuli með línum þessum rjúfa þá þögn, sem ég veit að Sigurður hefði helzt kosið, að yrði um þessi tímamót í ævi hans, en ég hugga mig við það, að hin löngu og góðu kynni okkar og samstarf rofni ekki með öllu, þótt ég 1 eitt skipti á 29 árum fari ekki nákvæmlega eftir taktslögum hans. Sigurður er kvæntur hinni ágætustu konu Áslaugu Sveins- j dóttur, Árnasonar, búfræðings frá Hvilft í Önundarfirði, og hef- • ur hún aí mikilli prýði stutt > mann sinn í hans umfangsmikla starfi og : hvívetna reynzt starf- semi Karlakórs Reykjavíkur hinn bezti hollvinur. ! Um leið og ég árna Sigurði Þórðarsyni heilla á þessum tíma- mótum í ævi hans, þakka ég samstarfið á liðnum árum, og vona, að Karlakór Reykjavíkur eigi enn eftir að njóta mikil- hæfra start'skrafta hans í mörg ár. íbúð í Laugarási « í nýju húsi í Laugarási er til leigu íbúð, 3 herbergi I ^ « og eidhús, eitt herbergi í kjallara gæti fylgt. íbúðin er’ » óstandsett og situr sá fyrir með leigu. sem getur útvegað lán, greitt fyrirfram eða tekið að sér að ljúka við íbúð- S t* ina. — Tilboðum sé skilað á afgr. blaðsins fyrir laugar- S dag n. k., merkt: „X — 989“. íi Stúlka : Samviskusöm og lipur, helzt vön afgreiðslu, getur • ■ z ■ *1 fengið ATVINNU í Laugavegsapóteki nú í vor. — i ■ ■ ■ m Uppl. í skrifstofunni, 3. hæð. “ ■ B a « m m w iM'iMMrmR •viiiim* *■■■*• ■■■ aa «4 ■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»«. - m SkrifstofuliúsEiæði ■ m ■ ■ * m j 1—2 stofur, sem næst Miðbænum, óskast nú þegar eða Z • 14. maí. — Tilboð merkt: „Heildverzlun — 997“, sendist • ; Mbl fyrir þriðjudagskvöld. ” WASHING^ON — Bandaríska stjórnin hefir ákveðið að veita 20 rússneskum sjómönnum land- vistarleyfi í Bandaríkjunum. •— Sjómennirnir sóttu um landvist- arleyfi, eftir að skip þeirra, olíu- skipið „Tuapse", var hertekið af skipum þjóðernissinnastjórnar- innar í Formósu-sundi 23. júní s. 1. ár. Skipið mun á næstunni fá leyfi til að ieysa landfestar og halda heim til Ráðstjórnarríkjanna með 28 manns af áhöfninni, er óska að snúa aftur heim. IBtJÐ TIL SOLti 4ra herbergja íbúð (efri hæð) á góðum stað í Vest- : urbænum nálægt höfninni er til sölu. — Upplýs- • ingar (ekki i síma) gefur Bogi Brynjólfsson, Rán- * argötu 1 milli kl. 2—3 og 7—8. — Sími 2217. £ FERMINGARGJ AFIR ■ ■ Gítarar, 6 gerðir, útskornar vegghillur, saumakassar, • amerískir, hollenzkir og franskir borðlampar. ■ ■ VERZL. R í N. — Sími 7692. ATVINNA Starfsstúlkur vantar í eldhúsið í sjúkrahúsið Sólvang, Hafnarfirði. — Uppl. hjá matráðskonunni, sími 9885. Sveinn G. Björnsson. Minmf tveggja blaðajöfra NEW YORK, 1. apríl: — Eisen- hower forseti minntist í dag í ræðu tveggja jöfra bandarískrar blaðamennsku, er létust í þessari viku, Joseph Pulitzers og Robert R. McCormicks. Pulitzer var út- gefandi eins merkasta blaðs Bandaríkjanna, St. Louis Post Dispatch. McCormick hefir um áratugi verið- útgefandi eins víð- lesnasta blaðs Bandaríkjanna, Chicago Tribune. Kvað Eisen- hower báða þessa blaðajöfra hafa verið — hvorn á sinn hátt — holla stuðningsmenn sjálfstæðrar blaðamennsku, er væri ein mátt- arstoðin í frjálsu þjóðfélagi. GERIÐ PENNA YÐAR ENDIN G ARBETRI EINA BLEKIÐ SEM INNIHELDUR solv-x Slæmt blek getur eyði- lagt góðan penna. Það er ávallt viturlegt að nota Parker Quink. Að eins Quink inniheldur solv-x, sem hreinsar óhreinindi, vamar tær- ingu og heldur pennan- um hreinum, 6 fagrir litir. Verð 2 oz. kr. 4,75; 16 oz. kr. 17,35: 32 oz. kr. 28,85. Einkaumboðsmaður: Sig. H. Egilsson, P.O. Box z83. Rvik. 6016-*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.