Morgunblaðið - 14.04.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.04.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 14. apríl 1955 DULARFULLA HUSIÐ EFTIR J. B. PRIESTLEY ír Skriistofuhúsnæði 1—2 björt herbergi nálægt Miðbænum í ■ ■ I ■ Framhialdssagan 11 hingað, hlægja og syngja og vitað það, mundi hann ekki hafa koma með lostafullar rauðar og h vítar konur hingað, svo að ég ætti að þekkja það. Það mun verða fljótt um hann. Ef ég hefði fengið að stíga fæti sínum inn i þetta hús.“ Ungfrú Femm var nú aftur farin að hrópa og hún hafði fcomið nokkrum skrefum framar. :j?að var alveg augsýnilegt, að ímn ætlaði ekki að fara, svo að Margaret hikaði ekki lengur, en flýtti sér að skipta um föt. Loftið í herberginu var hræðilegt, það yar eins og maður andaði að sér ó.hreinni gamalli ull. Þegar hún fór í þurra sokka. sá hún sér til mikillar gremju, að hendur henn- ar titruðu. „Já, þeir komu jafnvel með kvenfólkið sitt hingað.“ Nú var hatur í rödd ungfrú Femm. — „Þetta hús var fullt af synd. Enginn tók eftir mér nema til að hlægja að mér. Jafnvel kon- urnar, óskammfeilnar og iðju- lausar, hlógu einnig. Þær fóru héðan fyrir mörgum árum og J>ær hlægja ekki núna, hvar sem þær eru. Nú er ekki hlátur hér lengur. Ég kom til þeirra — til tníns eigin föður og bræðra, til iníns eigin blóðs — en þeir sögðu mér að fara og biðja, þótt þeir segðu Rachel aldrei að fara burtu og biðja. Já, ég fór í burtu og bað. Ó, já, ég bað.“ Þetta var eintómt rugl, en Margaret virtist hún geta hevrt þessar bænir. Hún stóð upp, áður en hún fór úr kjólnum og sá nú greinilega uppblásna andlitið í kertaljósinu á arinhillunni. Það var eins og allur líkami konunn- ar væri dauður, eitthvað, sem mimdi vera þarna og rotna. Það yar aðeins röddin og augun, sem yoru lifandi, en það var líka hræðilega lifandi; og þau mundu halda áfram að stara, leita, biðja bölbæna, þegar allt annað væri rotnað. En hvers konar vitleysa var þetta? Þetta aumingja gamla mró var að sýkja hana. Hún sagði 'við sjálfa sig, að hún yrði að vera skynsöm, og henni létti við að fara úr kjólnum. Skapið í ungfrú Femm virtist breytast eftir þetta síðasta kast. „Ég hef forðazt hina jarðnesku ,|ist, sem ekkért er nema hégómi ög fýsn holdsins. Þér munuð %;omast að raun um það með ár- jhnum, en þá getur það verið of Æeint að gefa yður sjálfum guði, Seins og ég hef gert. En nú eruð þér ungar og fagrar og heimskar >g hugsið sjálfsagt ekki um ann- ið en löngu, beinu fæturna yðar >g hvítu axlirnar og í hvaða silki >ér eigið að klæðast og hvernig >ér eigið að þóknast manninum >ðar; þér njótið óhóflega hold- egrar ástar, er það ekki?“ || Margaret var ánægð, að hún Ijrar önnum kafin að þurrka sér Í'neð handklæðinu, því að vegna >essarar ræðu langaði hana til að þurrka burtu hvert orð um leið og hún heyrði það. Þessar viðræður voru jafnvel verri en þær sem á undan voru. — Hún þurrkaði bera handleggina og lierðarnar og svaraði ekki. Ungfrú Femm virtist vera alveg sama. Hún hélt áfram að Jiorfa á hana og sagði að lokum: „Hafið þér gefið honum barn?“ Þessu var hægt að svara að lokum. „Já, við eigum eitt barn“, sagði Margaret henni, „stúlku, fjögurra ára. Hún heitir jBetty". Hvað það var einkennilegt að bugsa um Betty núna! Hún sá hana skyndilega fyrir sér sof- andi í barnaherberginu langt í , burtu, ekki einungis í Hamp- stead, heldur í öðrum heimi. En »ei, Betty var ekki í öðrum heimi — það v.ar hræðilegt — hún hafði komið í sama heiminn og ungfrú Femm og hin, Rachel, sem einu sinni hafði hrópað í þessu rúmi. Húnn fékk hjartslátt. Hana langaði til að fara strax til Bettyar. „Betty“, byrjaði ungfrú Femm. „Ég þekkti einu sinni Betty“. „Ég vil ekki heyra, ég vil ekki hevra það“, egdurtók Margaret við sjálfa sig, og einhvern veginn tókst henni að útiloka orðin, sem á eftir komu um leið og hún tók upp bláan kjól, sem hún hafði tekið upp úr töskunni. Það var fallegur kjóll, hér um bil nýr og Philip og Muriel Ainsley höfðu bæði dást að honum — og það gæti verið, að hann sigraði allt. Hún tók hann ástúðlega sundur. Þegar hún leit upp aftur, var hún hissa að sjá, að ungfrú Femm sem þagði núna, var komin miklu nær en áður. Nú störðu augun í feita, gráa andlitinu á hana. Það fór hrollur um hana og henni fannst allt í einu, að hún stæði þarna nakin. Ungfrú Femm kom nær, rétti fram höndina og þreífaði á kjólnum. „Þetta er fínt efni, en það mun rotna. Og þetta er enn fínna efni, og það mun einnig rotna með tímanum“. » „Hvað er fínna efni?“ Margar- et leit niður á kjólinn sinn um leið og hún sagði þetta. „Þetta". Og höndin, sem hafði verið að handleika kjólinn, var nú lögð skyndilega flöt og köld á bert hörundið rétt fyrir ofan hægra brjóstið. Margaret hrökk aftur á bak, eins og í leiðslu og hríðskalf und- an snertingunni. „Gerið þetta ekki!„ sagði hún og stóð á öndinni. Hún var að því komin að detta, það var að líða yfir hana. Herbergið var ó- geðslegt oer fullt af ógnum. En þá skaut reiðinni upp og hreinsaði loftið. Hún fann, að hún stækk- aði: „Hvernig vogið þér yður óskast 14. maí kl. 1,30—3. Uppl. í síma 1912 [í þetta?“ hvæsti hún að henni. — Hún færði sig framar og hristist öll og ungfrú Femm hörfaði og tautaði eitthvað. Það var barið að dyrum. Marg- aret hrökk við, leit í kringum sig og sneri sér síðan að ungfrú Femm, sem enn var eitthvað að tauta. „Það er einhver að berja“ hrópaði hún. „Þér ættuð að vita, hver það er“. Ungfrú Femm horfði í kringum sig, tók kertið af arinhillunni án þess að segja orð og gekk til dyranna hægt og opnaði hana einn þumlung eða svo og gægðist fram. Á næsta augnabliki hafði hún lokast eftir henni. Það dimmdi í herberginu og það virtist stækka, þegar ungfrú Femm var farin. En það var satt, j nú var aðeins eitt kerti eftir, og : það kastaði risastórum skugga af Margareti á rúmið. Hún leit und- ^ an. Hún vildi ekki horfa á rúm- ið. Það hafði orðið eitthvað draugalegt; herbergið var allt að fyllast af vofum. Ef hún horfði nógu lengi á rúmið, gæti hún séð tærða hönd þar og mætt augum þessarar stúlku, Rachel Femm. Hún hafði hlustað á Rebeccu Femm, ef til vill var kominn tími til að hlusta á Rachel Femm. Nei, nei, þetta var raunverulega ekki svona. Hún vildi ekki líta þang- að aftur, en hún varð að vera skynsöm og fór að sýsla við tösk- | una sína. En hún gat ekki farið í kjól- inn enn, henni fannst hún ekki vera hrein; henni mundi ekki finnast hún vera hrein í marga daga, en eitthvað varð hún að gera til að þurrka höndina burtu. Henni fannst hún geta fundið fvrir henni. Dálítið vatn var í könnu á þvottaborðinu. — Hún starði á það stundarkorn, hana langaði ekki til að snerta það, en að lokum deif hún handklæð- inu sínu í það og því næst nudd- aði hún sig fast. Hún var nú mjög þreytt og enn titraði hún dálítið, Barnið er framtíð landsins liiNHEN barnapiiður er framtíð barnsins Elzta og bezta barnapúður heimsins. Fæst í öllum apótekum i Vandaður Trillubátur til sölu Tækifærisverð. Vélasalan h.f. Hafnarhúsinu. Jéhann handffasti ILNSK SAGA 134 verið var að halda burtreiðar til að ná inn peningum upp í gjald það, sem átti að greiða honum til lausnar. Samt var konungur nú sannfærður um að hann væri ekki gleymdur, og það var söngur Blondels, sem færði honum heim sann- inn um það, svo að nú varð sú breyting á, að konungur, sem var svo bjartsýnn að eðlisfari, tók að fullu gleði sína aftur. Dag einn var honum sagt að tveir enskir munkar væru komnir að finna hann — þessir góðu menn höfðu farið gangandi um endilangt Þýzkaland til þess að leita að honum. Þeir gátu fært honum þær miklu fagnaðarfréttir frá Eng- landi, að vinir hans og þegnar þar væru ákveðnir í að vinna að því að hann yrði látinn laus. Samt varð konungur þungur á svip þegar hann frétti að keisarinn heimtaði 150.000 gullmörk í lausnargjald fyrir hann. „Það er mikil upphæð,1 Reiddi hnefi,“ sagði hann, „mikil upphæð fyrir landið að borga, jafnvel þó að það sé fyrir konung sinn.“ „Berið engar áhyggjur út af því, herra. Peningarnir fást með einhverjum ráðum,“ sagði ég sannfærandi. Ekki löngu seinna kom Vilhjálmur frá Elíf að finna kon- unginn. Hann var vinur hans og sagði honum að nú væri búið að ná saman peningum upp í lausnargjaldið. Það hefði gengið ótrúlega fljótt. Enska þjóðin væri hróðug af hinum frábæra konungi sínum og vildi fá hann sem fyrst til sín aftur. Loks var konungur látinn laus í febrúarmánuði árið 1194, einu ári og tveimur mánuðum eftir að hann var tekinn höndum. iX' Jgp Allt heimilið gliáíægt ÁN ÓÞARFA N Ú NIN G S 1 Já, nú ffetið þér grfiáfægt allt húsið miklu betur en áður — Og þó áK nokkurs óþarfa núnings frá upphafi til enda. Fyrir gólfin. Johnson’s Glo-Coat, hinn undra» verði vökvagljái, sem er fyrir öll gólf. Þér dreifiS honum aðeins á gólfið, jafnið úr honum — látið hann þorna — svo er þvi lokið! Og þá er gólfið orðið skínandi fagurt, með nýjum, varanleguno gljáa. Ferskt, skínandi, hart yfirborð, sem spor> ast ekki og gerir hreinsun mun auðveldari. — Reynið þennan gljáa i dag. Fyrir húsgögnin. Johnson’s Pride, hinn frábæri vax» vökvi, sem gerir allan núning óþarfan við gljáfægmgu húsgagna. Þér dreifið á — látið hann þorna og þurrkið af. Ög gljáinn verður sá fegursti, sem þér hafið séð, Það er svo einfalt, að hvert bam getur gert það, og svo varanlegt, að það endist marga múnuði. Kaupið Pride í dag, og þér munuð losna við allan núning hÚ3s gagna eftir það. Og fyrir silfrið. Johnson’s Silver Quick, sem gljáfægií silfurmuni yðar á augabragði. einkaumbqð VERZLUNIN MALARINN H/F, Bankastræti 7, Reykjavík. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.