Morgunblaðið - 15.04.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 15.04.1955, Síða 1
16 síður 42. árgangur 84. tbl. — Föstudagur 15. apríl 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsin* Life kaupir birtingar- rétt af Sir Winston Hann er óheppin með veður á Sikiley SYRAKUSA, 14. apríl — frá Reuter. UR WINSTON CHURCHILL féllst í dag á það að leyfa birtingu kafla úr nýrri bók sinni „Saga enskumælandi þjóða“ í banda- riska tímaritinu Life. Sat hann í dag hádegisverð með Henry Luce, aðalútgefanda „Life“, „Time“ og „Fortune“. S‘ ENDURBÆTT * Sir Winston skrifaði áður- nefnda sögu eftir síðustu heims- styrjöld, en vinnur nú að endur- bótum á bókinni. ÓHEPPINN MEÐ VEÐUR Sir Winston dvelur sér til hvíldar á Sikiley. Nepja og rign- ing hefur orðið til þess að halda gamla manninum inni undan- farna tvo daga eða frá því hann kom til hótels síns. í kvöld fór hann þó öllum á óvart út í hótel- garðinn i stutta göngu. ítalskir blaðamenn og ljósmyndarar er setið höfðu og beðið eftir tæki- færi til að tala vi.ð eða taka myndir af honum, voru fljótir tii. Lögreglan var þó nærstödd og rak þá á brott, en þó ekki fyrr en svo, að nokkrum er fyrstir vóru til hafði tekizt að ná mynd- um af gamla manninum. Sr. Gunnar Gíslason I é jjingi SR. GUNNAR Gíslason prestur á Glaumbæ í Skagafirði tók í gær sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn sem varamaður Jóns Sigurðssonar á Reynistað, en hann hafði ritað forseta Samein- aðs þings og kvaðst af óviðráðan- legum orsökum ekki geta setið áfram á yfirstandandi þingi. Er þetta í fyrsta skipti, sem sr. Gunnar tekur sæti á þingi. Var kjörbréf hans athugað og sam- þykkt í einu hljóði og undirritaði hann að því loknu eiðstaf að stjórnarskránni. Auglýsingar sem birtast eiga í sunnudagsblaðinu þurfa að hafa borizt fyrir kl. 6 á fösfudag Austurríkis- múlin leyst ? MOSKVU, 14. apríl: — í dag fór fram síðasti viðræðufund- ur áströlsku stjórnmálamann- anna og valdhafanna í Kreml. Að þeim fundi loknum sagði sendiherra Austuríkis í Moskvu, að öllum hindrunum á vegi samkomulags um sjálf- stæði Austuríkis væri nú rutt úr vegi. Hann var að því spurður, hvort þessar viðræður í Moskvu myndu leiða til fjór- veidafundar um Austurríki og kvaðst hann vongóður um að svo yrði, enda væri það fjór- veldanna að semja um Austur ríkismálin. — Reuter. Danlr ræða Parísai KAUPMANNAHÖFN, 14. apríl — Danska þingið fjallaði í dag um staðfestingu Parísarsáttmál- anna og var málið sent til nefnd- ar. Allir er til máls tóku mæltu með staðfestingunni nema full- trúi radikala, sem aðeins hafa 14 sæti á þingi. Kommúnistarnir eru að sjálfsögðu og á móti stað- festingunni. — Reuter. Verbíullið við brezku blöðin LUNDÚNUM, 14. apríl. — í all- an gærdag stóðu yfir samninga- viðræður milli blaðaútgefanda í Lundúnum og þeirra starfsmanna biaðanna er verið hafa í verk- falli undanfarnar 3 vikur. Ekki höfðu þær borið árangur, en fundir stóðu enn yfir. Variið er þeir stóru fljúga SINGAPOORE, 14. apríl — frá Reuter. NOKKURS uggs við flugferðalög hefur gætt í Austurlöndum frá því er indverska flug- vélin fórst fyrir páskana og með henni m. a. nokkrir fulltrúar Kínverja er sitja áttu Afro- Asíu ráðstefnuna er hefst á mánudaginn í Jakarta í Indónesíu. Loforðið yfir kokteilglasinu WASHINGTON, 14. apríl — frá Reuter. jESS ER nú beðið með mikilli eftirvæntingu hver verður framkvæmd og árangur af loforði Bulganins marskálks, er hann gaf sendi- herra Bandaríkjanna í Moskvu, Charles Bohlen, er þeir ræddust við óformlega í kokteilveizlu er haldin var í Moskvu á þriðjudag. 20 skriður á veginn milli ísafjarðar og Hnífsdals ÍSAFJÖRÐUR, 14. apríl. — Geysimikil úrhellisrigning var hér á ísafirði í gær og í dag. Er rigningin hafði enn staðið um sinn í dag, féllu 12 aurskriður úr fjallinu á veginn milli ísa- fjarðar og Hnífsdals. Gerðist þetta milli kl. 5 og síðdegis. Ein bifreið er var á veginum lokað- ist inni milli tveggja skriðna, í brekkunni við svonefnda Götu. Vegurinn milli ísafjarðar og Hnifsdals er því ófær sem stend- ur, en þegar verður unnið að lagfæringu hans og vænta menn þess að hann verði aftur orðinn fær á morgun. Það er mjög sjald- gæft að skriður loki þessum veg- arkafla. Jón Páll. ★ BILADIR HREYFLAR « Það, sem valdið hefur þessum kvíða flugfarþega er þrálátur orðrómur um að hreyflar ind- versku vélarinnar hafi verið bil- aðir. Rekja mörg blöð sögu um það efni og bera íyrir henni mann einn, sem sagður er hafa || flogið með vélinni næst síðustu ferð hennar. Segir hann m. a. frá harðri rimmu er átt hafi sér stað milli flugmannanna, sem sögðu hreyflana bilaða og flug- virkja á uirðu niðri, sem sögðu þá vera í lagi. * VARÚÐARRÁÐSTAFANIR í tilefni af flugslysinu verða hafðar sérstakar varúðarráð- stafanir í frammi í sambandi við flug Nelirus, Nassers for- sætisráðherra Egyptalands og forsætisráðherra Afhanistans er þeir á morgun halda tii i Jakarta, þar sem ráðstefnan j verður haldin, en þeir taka sér far með annarri flugvél frá indverka flugfélaginu, er átti vélina er fórst. ★ MEÐ LEYND í dag komu til Rangoon í Burma m. a. Chou En Lai og fleiri kínversku fulltrúarnir. Sat I hann boð forseta landsins, en. átti siðar að ræða við U Nu for- j sætisráðherra. Allar ferðir Chou þar í land, eru með leynd, og 'hann gistir í höll, sem er varin af sterkum hópi hervarða. * MIÐLA MÁLUM Þegar r-áðstefnan hefst á mánu dag, er það álit sérfræðinga að Nehru og Christna Menon muni mjög reyna að milda skoðanir fulltrúa á ráðstefnunni, svo að þar verði ekki myndað banda- lag gula kynstofnsins, sem hafi fjandskap við hinn hvíta að fyrsta keppikefli. BOHLEN: — Fékk loforð af Bulganin. BELGRAD — í júlímánuði n.k. mun nefnd júgóslavneskra þing- manna fara í heimsókn til Sýr- lands og Lebanon. Er það gagn- heimsókn fyrir sýrlenska þing- mannaheimsókn til Júgóslavíu er lauk í dag (14. apríl). * ÆTLAÐI AÐ ATHUGA .... Veizla þessi var haldin í til- efni af komu austurrísku sendi- nefndarinnar til Moskvu. Rædd- ust þeir við vingjarnlega og ó- formlega sem áður segir, Bohlen og Bulganin, og töluðu um heimsvandamálin. Kom að því, að Bulganin marskálkur lofaði að ræða við Molotov utanríkisráð- herra um möguleika á því að aukin og víðtækari tengsl mættu takast milli fulltrúa Vesturveld- anna í Moskvu og leiðtoga Sovét- ríkjanna. * LEIÐINLEGT OG ERFITT Þeir höfðu ræðst nokkra stund við um þetta mál, og Bohlen hafði skýrt Bulganin frá hinu leiðinlega og erfiða lífi vestrænna sendifulltrúa í Moskvu vegna hinnar ströngu einangrunar er Sovétstjórnin setti um sendiráðs- byggingarnar. * ÓÞREYJA Síðan vínið hætti að flóa í áðurnefndri móttöku til heiðurs hinum austurrísku stjórnmála- j mönnum, eru tveir dagar liðnir I — og nú bíða fréttamenn þess ' með óþreyju hverjar verði efnd- I ir loforðs Bulganins marskálks. r Ur ýmsum áttum frá fréttariturum Reuters -fo Kampavín + BySSUllIUS Sveif yfir Mont Blanc PARÍS 14. apríl: — í fyrsta sinn í sögu veraldar sveif sviffluga yfir Mont Blanc í dag. Svifflug- maðurinn var Frakki, Rene Dranciart, að nafni. Hann kom svifflugu sinni í 5900 metra hæð og sveif því hátt yfir hátind fjallsins, sem er 4807 metra yfir sjávarmál — Reuter. í opinberri heimsókn ADDIS ABABA, 14. apríl: — For sætisráðherra Sudans, Azhary, hélt heimleiðis frá Addis Ababa í dag að aflokinni fjögurra daga opinberri heimsókn í boði Ethiopíukeisara. Forsætisráðherr ann átti marga viðræðufundi við valdamenn í Ethiopíu um landa- mæramál og vandamál í sam- bandi við Níl. — Reuter. PARÍS, 14. apríl: — Karlar og konur í Frakklandi hafa drukkið eða geyma nú tvo þriðju hluta allrar kampavínsframleiðslu heimsins árið 1954. — Næstir koma Englendingar. Unnendur kampavíns keyptu 33400000 flöskur — þar af voru í Frakklandi keyptar 22153428 flöskur. Sovétstjórnin flutti inn í land sitt 3024 flöskur til neyzlu í veizlum stjórnarinnar; Banda- ríkin keyptu 2178054 flöskur; Bretar keyptu 2195833 flöskur; Rúmenía og Ungverjaland 384 og 468 flöskur. (Tölurnar eru úr skýrslu franskra vínsala er birt var í dag). jr Sigurbogi BUENOS AIRES 14. apríl: — Argentinsk blöð gátu þess í dag í gleiðletruðum fréttum, að reisa ætti risamikinn sigur- boga til heiðurs Peron forseta landsins. Boginn mun standa við borgarhlið Evu Perons borgar sem heitin er eftir konu forsetans. Sigurboginn verður á hæð við þriggja hæða hús, fagur- lega byggður og hann mun skreyttur verðtt- með högg- myndum er bregða upp mvnd- um úr sögu landte og þjóðar. Sigurboginn verður fullgerð- ur í árslok 1957. PARÍS, 14. apríl: — 24 ára gam- all bandarískur dýrafræðingur lagði flugleiðis upp frá París í dag til Kairo en þaðan fer hann að leita nokkurra elztu dýrateg- unda heims. Fer þessi maður ferðina á vegum alþjóðasambands er vinnur að söfnun og vernd náttúrumuna. Fyrst mun hann leita viltrar asnategundar í Sýrlandi. Til þess verður hann að ferðast fram og aftur um eyðimörkina norður af Sýrlandi og Iraq. — Síðar mun hann fara til Nepal og Burma í leit að dýrategundum sem eru að deyja út, og enn síðar leita í frumskógum á Jövu og Borneo að sérstakri og fágætri nautsteg- und. En það sem furðulegast er við ferðalag mannsins er, að hann hefur ekki einu sinni skamm- byssu við belti sitt, hvað þá stærri byssur meðferðis. Lömunarveiki WASHINGTON, 14: apríl: — A£ skýrslum heilbrigðismálá- stofnunarinnar hefur komið í ljós að lömunarveikistilfelli eru færri það sem af er þessu ári, en var á sama tímabili árs í fyrra. Skýrslurnar sýna að 1955 hefur orðið kunnugt um 1125 tilfelli veikinnar, en á sömu mánuðum s.l. árs var tilfellafjöldinn 1650.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.