Morgunblaðið - 16.04.1955, Side 1

Morgunblaðið - 16.04.1955, Side 1
16 síður 42» árgangur 85. tbl. — Laugardagur 16. apríl 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Pólitískar „spekúlasjónir44 kommúnista spilla fyrir sáttum Verkfoll, sem ekki er hdð til þess að nd því, sem er fjdrhagslega mögulegt verður engum til góðs Hin hlautlausa rannsók i á möguleik- um kjarabóta hefði betur farið fram Kosningar ákveðnar í Englandi 26. maí Þinginu verður slitið 6. maí LUNDÚNUM, 15. apríl — frá NTB-Reuter. SIR ANTHONY EDEN, hinn nýskipaði forsætisráðherra Bret- lands, hélt útvarpsræðu í kvöld, þá fyrstu síðan hann tók við stjórnartaumunum. í ræðunni lýsti hann því yfir, að ákveðið væri að almennar þingkosningar færu fram í Englandi hinn 26. maí n. k. — * ÞINGSLIT OG ÞING- SETNING Eden sagði og, að þingi því er nú situr, yrði slitið 6. maí og að hið nýja þing muni koma sam- an til fundar í fyrsta sinn 7. júní, en hin formlega setning þingsins færi fram 14. júní og myndi Elísa- bet drottning setja þingið. ★ ÓVISSA Ræddi Eden síðan nokkuð um þessa nýteknu ákvörðun um kosningarnar og sagði m. a.: Óvissa hér heima fyrir og utan- lands um framvindu stjórnmála í Bretlandi hefur skaðleg áhrif út á við, skaðar verzlunarsam- bönd vor og hefur truflandi á- hrif á ýmsum öðrum sviðum. — Það er því að mínu áliti bezt, j sagði ráðherrann, að vinna bug á þessari óvissu og standa á föstum grunni. 20 þúsund án vinnu LUNDÚNUM, 15. apríl — Verk- fallið við Lundúnablöðin hefur nú staðið í 23 daga. Það er nú orðin alvaileg vinnustöðvun því í dag gekk í gildi uppsögn rúm- lega 20 þúsund annara starfs- manna við blöðin, en þeirra er verkfallið höfðu gert. fá enga mjólk • KAUPMANNAHÖFN, 15. apríl — Danska þingið ræðir nú um það hvernig afstýra eigi land- búnaðarvinnudeilunni. Stjórnin lagði sem kunnugt er fram frum- varp um gerðardóm með úr- skurðarvaldi, en það virðist ekki fá hljómgrunn í þinginu, og munu þingmenn heldur kjósa frjálsan gerðardóm. Atvinnurek- endur hafa lýst því yfir að við það mur.i þeir ekki sætta sig og hafa þeir boðað verkbann frá laugardagskvöldi. @ Verkbannið er afleiðing af vinnustöðvun á 79 stórum bú- görðum. Það mun koma niður á 70000 vinnumönnum á 2000 bú- görðum, starfsmönnum 1200 mjólkurbúa og 400 garðyrkju- stöðva. Aðeins fáir af stóru bú- görðunum dönsku eru í eigu Framh. á bls. 2 Rúm hálf miilfón ieikhúsgesia hefir sófl sýningar Þfóðleikhússins frá stotnun þess HINN 20. apríl n. k., siðasta I vetrardag, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nýtt leikrit, „Krítarhringurinn“ eftir þýzka skáldið Klabund, undir leikstjórn Indriða Waage. Frumsýning þessi verður jafnframt 5 ára af- mælissýning Þjóðleikhússins en þennan dag, 20. apríl, fyrir fimm árum, sem þá var sumardagurinn fyrsti, fór fram fyrsta sýningin á sviði þess, en það var ævin- týraleikurinn „Nýársnóttin“ eft- ir Indriða Einarsson. „KRÍTARHRINGURINN“ OG HÖF. ÞESS Klabund, höfundur „Krítar- hringsins“ er þekktur bæði sem ljóðskáld og söguskáld og sér- staklega fyrir snjallar þýðingar úr japönskum og kínverskum ljóðum. Er ofangreint leikrit hans að mestu leyti samið upp úr kín- verskum efnivið og ber þess glögg merki í hugsun og heildar- blæ. Það er eins og mörg af verkum Klabunds þrungið af við- kvæmri lýrik og skáldskap, í senn dramatískt og sorglegt, enda þótt leikritið sem slíkt sé ekki þungur sorgarleikur. Það fjallar um ástir, sorgir og baráttu ungr- ar kínverskrar stúlku, sem er að- alpersóna leiksins, en fjölda margir aðrir koma við sögu. I BUNDNU OG ÓBUNDNU MÁLI Leikrit þetta kom fyrst fram Framh. á bls. 12 Fimm ára slarísafmælis leikhússins mimizt með frumsýnin«;ii á þýzka leik- ritinu „Krítarhringiirinn66 næstkomandi miðvikudag Úr ræðu Bjarna Benediktssonar déntsmála ráðherra á Alþingi í gær. E INS OG kunnugt er bauð ríkisstjórnin Alþýðusambandi Islands sóknarnefnd, sem athugaði hvaða efnahagslegur grundvöllur væri til fyrir kauphækkunum. Alþýðusambandið hafnaði algerlega þátttöku í slíkri rannsókn- arnefnd og hindraði þannig að slík rannsókn færi fram. Nú hefur verkfallið staðið um mánuð. Ef Alþýðusambandið hefði tekið upp skynsamlegri vinnubrögð og átt samstarf að slíkri rann- sókn, mætti vænta þess að rannsókninni væri lokið nú. Þannig væri búið að fá öruggan grundvöll til efnislegra umræðna um lausn verkfallsins. Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra benti á þetta í ræðu sem hann hélt á Alþingi í gær. Enda er nú svo komið, sagði ráðherrann, að allur almenningur er orðinn sannfærður um, að betur hefði farið, ef ráðum ríkisstjórnar- innar hefði verið fylgt og þeirri hlutlausu rannsókn komið af stað, sem ríkisstjórnin á sínum tíma gerði tillögu um. Almenningur fordæmir hinar pólitísku áætlanir og „spekulasjónir“, sem komm- únistar hafa í frammi í sambandi við þetta verkfall. Þjóðleikhúsið. ÁMÆLISVERÐUR ÆSINGATÓNN Það var kommúnistinn Einar Olgeirsson, sem efndi til um- ræðna um verkfallsmálin í sam- bandi við frv. varðandi áfram haldandi skattfríðindi Eimskipa- félags íslands. Var málfar þessa Við heitum segja Russar og Austurríkismenn VÍNARBORG, 15. apríl — Nokk- ur þúsund manns söfnuðust sam- an á ílugvellinum við Vínarborg í dag, er forsætisráðherrann Raab og starfsmenn hans komu frá Moskvu eftir viðræðurnar þar, sem líkur benda til, að leiði til þess að Austurríki öðlist sjálf- stæði fyrir lok þessa árs. Raab lýsti því yfir að niður- stöður viðræðnanna í Moskvu gætu orðiö til eflingar heims- friðnum. Austurríki, sagði hann, mun öðlast það, sem þjóðin hefur beðið eftir í áratug. í dag var birt sameiginleg yfirlýsing Raabs og Molotofs um viðræðurnar. Austurríkismenn heita því: 4 að' marka utanrikisstefnu * sína við varðveizlu sjálf- stæðis landsins. að Ieyfa ekki erlendar her- stöðvar í landinu. Rúsar heita hins vegar: 4 að hafa flutt herlið sitt á ■ brott lir landinu fyrir árslok að afhenda Austurríkis- mönmim allar olíustöðvar, sem þeir hafa á stríðsárunum rekið í landinu, en þó með því skilyrði, að þeir fái að kaupa olíuna. 2 2 þingmanns ákaflega líkt því, sem tíðkazt hefur í kommúnistablað- inu að undanförnu. Mikill æs- ingatónn og svívirðingum ausið yfir pólitíska andstæðinga komm- únista. TAKA ÞURFTI UPP HÓFSAMLEGRI VINNUBRÖGÐ Er Bjarni Benediktsson reis upp til andsvara mælti hann m. a. á þessa leið: Fyrir rúmum mánuði, þá flutti ég tvisvar hér á Alþingi ræðu til stuðnings og málaleit- unar 'um það, að verkfallinu, sem þá var yfirvofandi, yrði frestað, meðan rannsókn á ýmsum höfuð- atriðum þessa máls yrði komið fram, og ég sagði, og lagði á það áherzlu, að ég teldi sjálfsagt, að verkalýðurinn tryggði það og sæi um það, að ekki yrði gengið á hans hlut um skiptingu þjóðar- teknanna frá því, sem verið hefði. En ég taldi ,að greinilegt væri samkvæmt því, sem þá hafði komið fram, að hug- myndir manna um þau efni, þeirra, er stóðu fyrir verkfall- inu, væru svo ólíkar hug- myndum flestra annarra, að mjög ólíklegt væri, að saman gæti gengið vandræðalaust, og einmitt vegna þess, að mér var þetta Ijóst, þá beitti ég mér fyrir og gerði að eindreginni tillögu, að tekin yrði upp hóf- samlegri og skynsamlegri vinnubrögð í þessum efnum, heldur en ofan á urðu. HVERSVEGNA NEITU.ÐU ÞEIR? Ég éfast ekki um það, að all- ur almenningur í þessum bæ, mundi nú miklu fremur hafa kosið, að sú leið hefði verið val- in, sem ég og sumir aðrir gerð- ust þá talsmenn að. Þeir hefðu fremur kosið, að Alþýðusamband íslands hefði gerzt aðili að þeirri rannsóknarnefnd, sem ríkis- Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.