Morgunblaðið - 16.04.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1955, Blaðsíða 2
MORGUftBLAÐIB Laugardagur 16. apríl 1955 Óhjákvæmilegt er að hækka vexti Byggingar og Ræktunarsjöðsins VEGNA ÞESS að almenn vaxtakjör hafa hækkað verulega á undanförnum árum, verður ekki hjá því komizt að hækka ifokkuð vexti af lánum frá Byggingarsjóði og Ræktunarsjóði ís- lends. Lagði ríkisstjórnin í gær fram á Alþingi frumvörp, sem miða í þá átt. TJR 2% í 3'/2% í frumvörpunum er gert ráð fýrir að vextir af lánum Bygg- ingarsjóðs og Ræktunarsjóðs ís- lands og vextir af lánum vegna aðstoðar við byggingar ibúðar- húsa í kaupstöðum og kauptún- nm hækki úr 2% í 3V2%. SJÓÐIR VERDA AD GREIDA Wt% Er greint frá því í greinar- gerð, að vextir af lánum, seni Byggingarsjóður og Ræktun- arsjóður afla sér nemi frá 4'/2% upp í 6'/2%. Siðan verð- ur Byggingarsjóður að lána þetta sama fé út með 2% vöxtum. Þegar Byggingársjóður tek- ur nú áframhaldandi lán er ekki hægt að vænta vaxta- lægri lána en 6Vi%. Yrði því vaxtatap hans á hverri millj- ón, er hann fengi að láni og lánaði aftur með 2% um 45 þús. kr. BÆTTA A AÐ SJÓÐIRNIR VERÐI ÓSTARFHÆFIR Vaxtatap þessara sjóða verður að vinna upp, ef sjóðirnir eiga ekki að verða óstarfhæfir að fá- íim árum liðnum. Með frum- varpinu er tapið þó engan veginn unnið upp til fulls, held- ur aðeins dregið úr því, segir í greinargerðinni. Þeir fá ótakmark- að bcnzín sem f yrr í GÆRDAG fengu 40 leigubílar frá Bifreiðastöð Hreyfils afgreitt benzín út á undanbágukort verk- fallsstjórnar. — Átta þessara bíla komu nú þriðja daginn í röð til að fylla geyma sína. Að auki komu 12 bílar aðrir frá þesari sömu stöð, sem einnig höfðu fcngið benzin í fyrradag. Leigu- bílar frá öðrum stöðvum sáust ekki. Við athugun á því hverjir séu eigendur þeirra átta bíla, sem komu þriðja daginn í röð og fengu þá sem fyrr benzín eftir þörfum, samkvæmt fyrirmæium verkfallsstjórnar, kemur í Ijós, að' eigendur þeirra standa allir framarlega í röðum kommúnista á Hreyfli. Bílarnir og eigendur þeirra eru: R-1585 Þorvaldur Jóhannesson, Laufásveg 19, R-723 Helgi O. Ein- arsson, Sogaveg 130, R-3770 iluðni Erlendsson, Nýlendugötu 17, R-1740 Sigurður Flosason, Silfurteig I, R-6056 Karl Sveins- snn, Langholtsveg 136, R-2539 Jón E. Hjartarson, Barmahlíð 14, H-4781 Jón Sigurðsson, Hofteig 18, R-6150 Skúli Skúlason, Lang- lioltsveg 108. Hinir Hreyfilsbílarnir, sem fengu benzín í gær voru þessir og eru þeir með feitu letri, sem voru í annað sinn á ferðinni: R- 599, R-3704, R-2345, R-5904, R- 1869, R-1635, R-414, R-3131, R- 4507, R-2830, R-7056, G-440, R- 2642, R- 1807, R-3167, R-4059, G- 88, R-5357, G-999, R-2423, R-1099, Pt-2660, R-5818, R-2775, R-5970, R-2614, R-1239, R-829, R-1745, R- 1047, R-461 og R-1505. Bifreiðin G-779 er ekki lengur stöðvarbíll, en var lengi á Hreyfli. Undanþágu- benzin hefiir hún nú feng-ið þar fiem ljósmóðir hefur haft hana til afnota. Bilhappdrætts NÁTTÚRULÆKNíNGAFÉLAG tslands efnir til happdrættis uin nýja 5 farþega bifreið módel 1955, sem dregið verður um 11. Júli n. k. Agóði af happdrætti þessu verð ur varið til byggingarfram- kvæmda á heilsuhæli félagsins í Hveragerði, seíri hófust haustið 1953, og sem nú eru það langt á veg komnar, að vonir standa til að hægt verði að hefia þar rekstur næsta sumar, ef félaginu tekst að afla þess fjár, sem til þess vantar. Framkvæmdir þær, sem nú eru hafnar í Hveragerði með bygg- ingu heilsuhælisins þar, snerta í raun og veru alla landsmenn, hvar í stétt sem þeir standa, þvi enginn veit hver verður næstur, sem þarfnast kann hjúkrunar og hælisvistar, og því fremur, sem sjúkrahúsaskortur í landinu er eitt alvarlegasta vandamál þjóð- ar vorrar. Öll líknar- og mannbótamál þarfnast skilnings og fórna al- mennings, „því kornið fyllir mælirinn." Sú hjálp, sem félag- inu yrði kærkomnust í bili, væri sú, að sem flestir keyptu happ- drættismiða félagsins, en þeir fást á skrifstofu félagsins, Hafnar- stræti 11, Týsgötu 8, Veiðimann- inum við Lækjartorg, Hreyfli við Kalkofnsveg og Efstasundi 27, verzl. Jasonar Sigurðssonar. (Frá NLFÍ). n- 70 keppa í -? - Komznúnisfar spilla %k\\m storsvigi Á MORGUN kl. 2 eftir hádegi verður keppni Reykjavíkur- meistaramótsins í skíðaíþrótt- u mhaldið áfram og þá keppt i stórsvlgi. Fer fram keppni í öllum flokkum karla og kvenna og eru skráðir þátt- takendur alls um 70 talsins. Meðal þeirra eru allir beztu skíðamenn Reykjavíkur. ?- fpr Kartekérsins Geysis é Aktareyri AKUREYRI, 14. apríl: — Karla- kórinn Geysir, hélt samsöng ann an páskadag í Nýja Bíó, með að- stoð Ingibjargar Steingrímsdótt- ur, sem verið hefur þjálfari kórs- ins að undanförnu. Söngstjóri var Árni Ingimundarson og undirleik ari Þórgunnur Ingimundardóttir. Á söngskrá voru lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda. Ein- söngvarar með kórnum voru Sig- urður Svanbergsson, Ingibjörg Steingrímsdóttir og Henning Kondrup. Áheyrendur, sem fylltu húsið, tóku söngnum með hinum mestu ágætum og voru flest öll lögin endurtekin. Að lokum var sungið aukalag. Margir blómvendir bár- ust kórnum. Samsöngurinn var endurtekinn s.l. þriðjudag. — H. Vald. slenzk stiílka heldur fil Sícim Unnusti hennar kemur til Egyptalands til raéts við hana — og verðu? brú&kaispið par NÝLEGA hitti Morgunblaðið að máli unga stúlku, er hyggst takast á hendur nokkuð óvenjulegt ferðalag. Innan skamms leggur hún af stað áieiðis til Kaupmannahafn- ar, en þaðan er ferðinni heitið austur til Síam. Þessi stúlka heitir Valborg Hermannsdóttir, dóttir Her- manns Þórðarsonar, kennara, og Valborg Hermannsdóttir Ragnheiðar Gísladóttur konu hans. Að loknu stúdentsprófi stund- aði Valborg lyfjafræðinám, fyrst hér á landi, síðan í Danmörku. Hún tók kandidatspróf vorið 1952 og hefur sfðati unnið í Laugavegsapóteki. Á námsárum sínum.í Höfn trú- lofaðist hún dönskum lyfjafræð- ingi, Kurt Sténager Jacobsen að nafni. Er hann í þjónustu Áustur j Asíu félagsins danska, veitir for- ' stöðu lyfjaverzlun félagsins í i Bangkok. Ráðningartími hans er til fjögurra ára og hefur hann dvalið þar eitt og hálft árv Ákveðið er að Valborg fari til Síam og dveljist þar það sem eftir er af tímanum. Fer hún jfyrst til Hafnar og siglir þaðan • með einu af skipum Austur Asíu félagsins austur. Tekur ferðin | 4—5 vikur. Gert er ráð fyrir, að Valborg og mannsefni hennar mætist í Egyptalandi, gifti sig þar og haldi síðan áfram ferð- inni. Vegna hinnar fyrirhuguðu ferðar hefur Valborg reynt að afla sér upplýsinga um Síam og önnur Austur Asíulönd til þess að geta gert sér í hugarlund, hvernig líðan manna er þar og hvers hún getur vænzt af ver- unni þar eystra. Síam er eitt þeirra fáu landa austur þar, er sloppið hafa við allt ófrelsi frá hendi hvítra manna. Evrópuþjóðir mæta því ekki óvild, en njóta frekar trausts. Landið er frjósamt, hrísgrjóna- rækt mikil. Síam hefur oft -verið forðabúr hinna Austur Asíu- landanna, er hrísgrjónauppsker- an hefur brugðizt og legið við hungursneyð af þeim sökum. Bangkok er á 13. gráðu norð- lægrar breiddar og er þar að vísu nokkuð heitt fyrir Norður- landabúa. Loftslag er samt gott, raki ekki mikill. Er yfirleitt búið vel að Evrópumönnum. Kæli- kerfum komið fyrir í íbúðarhús- um og á vinnustoðum. Tungumál Síamsbúa er svip- að kínversku, en í Bangkok er að sjálfsögðu margt enskumæl- andi manna. Fratnti. af bls. 1 stjórnin stakk upp á og verk- fallinu hefði verið frestað, með- an þeirri nefnd gafst færi á því að vinna sín störf. Því miður var það ráð ekki tekið, og verður þó enn og aft- ur að spyrja: Hvaða ástæða gat legið til þess, að sá háttur var ekki hafður? Látum jafnvel vera, að Alþýðusamband Islands og þess forustumenn hefðu sagt, að þeir treystu sér ekki til að fresta verkfallinu, en að þeir vildu þo tilnefna menn í þessa rannsókn- arnefnd. Kvernig stendur á því, að þeir fengust ekki einu sinni til þess að bera fram þá miðlun- artillögu, heldur neituðu alger- lega að taka þátt í þessari rann- sókn? * Ef farið hefði verið að til- lögum ríkisstjórnarinnar um lausn þessa máls, þá hefði sú nefnd, sem fulltrúar A.S.Í. áttu að hafa fulltrúa í, nú getað verið búið að vinna að þessu máli, allar þær vikur og nokkru lengur en sem verk- fallið hefur staðið. ¦fc Þá væri búið með hlut- lausri rannsókn að fá grund- völl til efnislegra umræSa um þessi efni, þá þyrfti ekki slík- ar fullyrðingar, þá þyrfti ekki slíkar getgátur, slíkar hálf- kveðnar vísur, sem kommún- istar nú reyna að sefa fylgis- menn sína með. En hvernig stendur á því, að Alþýðusambandinu undir stjórn kommúnista urðu á þessi alvar- legu mistök, að hafna samstaríi um að finna slíkan fjár hagslegan grundvöll fyrir hækk uðu kaupi? SKÝRINGIN AUGLJÓS Dómsmálaráðherrann skýrði það nokkuð í ræðu sinni og sagði m. a.: Kommúnistar hafa ekkert farið dult með það, að þetta verkfall væri fyrst og fremst verkfall til þess að koma fram öðru heldur en þeim fjárkröfum, sem að nafninu til eru bornar frani. Þessu var skýlaust lýst fyr irfram, og kröfurnar sem settar hafa verið fram, eru þess eðlis, að engum manni í þessu bæjarfélagi eða á ís- landi blandast hugur um, að þetta eru staðreyndir. Og hv. 2. þm. Reykvík- inga, Einar Olgeirsson, ma ekki ímynda sér, aS hann með málskrafi sínu geti skaf- ið þetta út úr huga almenn- ings, jafnvel þó að hann sjai nú, að með þessu hafi þeir ofmælt og ekki farið hyggi- lega að. ÆTLUDU AD STEYPA RÍKISSfíÓRNINNI Bjarni Benediktsson minnti næst lauslega á það, að kommún- istar hefðu í upphafi verkfalls- ins talað roggnir um það, að þær ætluðu að steypa ríkis- stjórninni með þessu verkfalli og allir muna eftir skilaboðum Al- þýðusambandsstjórnar um „for- göngu" að myndun vinstri stjórnar. EN KOMMÚNISTAR HAFA BEÐIÐ SKIPBROT En nú væru komrnúnistar hætt- ir að þora að minnast á það að verkfallið sé pólitískt og ekki væri nú minnzt einu orði á vinstri stjórn lengur. Sýndi Bjarni Bene diktsson í stuttu méli fram á hvað veldur þeim sinnaskiptum. Komst hann þá m. a. þannig að orði: Kommúnistar vita nefni- lega, að þeirra upphaflega stefna hefur þegar beðið skip- brot. Þeir hafa þegar orðið þess varir, að þeir hafa mis- reiknað sig í þessari deilu. Að hún verður þcim ekki til þess pólitiska ávinnings, sem þeir höfðu vonað, þeir finna það glögglega, að al- menningur vill, að verkfallið sé leyst eftir fjárhagslegum leiðum með það fyrir augum, hvernig verkalýðurinn geti skapað sér sem bezt lífskjör, en almenningur fordæmir hin. ar pólitísku áætlanir og „spekulationir", sem kommúnistaflokkurinn sér- staklega hefur haft í frammi í sambandi við þetta verkfall, og það er enginn efi á því, að allur almenningur er nú orðinn sannfærður um, að bet- ur hefði farið ef ráðum ríkis- stjórnarinnar hefði verið fylgt og þeirri hlutlausu rann- sókn komið af stað, sem ríkis- stjórnin á sínum tíma gerði tillögu um. KJARNI MÁLSINS Kjarni alls þessa máls, sagði Bjarni Benediktsson að lokum, er sá, að hver einasti maður skil- ur, að verkfall. sem ekki er há3 til þess að ná því fram, sem fjárhagslega er mögulegt, verð- ur engum til góðs. Það er því aðeins, sagði ráðherrann, að farið sé fram á og leitað sé eftir því, sem mögulegt er að láta innart fjárhagskerfis þjóðarinnar, sem líklegt er, að sigur kynni að verða verkfallsmönnum að gagni. Ríkisstjórnin vildi beita sér fyrir því, og sýndi það með til- lögu um þá nefndarskipun, sem hún bar fram, að hún vildi beita sér fyrir því, að verkamenrt fengju allt það, sem fjárhagskerfi þjóðarinnar gæti þolað. VERDA KVADDIR TIL REIKNINGSSKILA Það voru forustumenn AI- þýðusambandsins, sem hindr- uðu það, að rannsóknin gæti átt sér staö, en ef þeir tryðu á sinn málstað, þá hefðu þeir vissulega séð, að sú hlutlausa rannsókn, sem ekki aðeins var boðin fram, heldur beðið var um, hefði orðið styrkasta vopnið í þeirra höndum til þe^s að koma kröfunum fram. Á þeíta vildu þeir ekki fall- ast. En ef þeir hefðu fallizt á það, þá hefðu þeir sennilega baráttulaust getað náð miklu betri árangri raunverulega tíl handa sínum umbjóðendum heldur en þeir geta með öll- um þeim þ.iáningum, sem þeir nú leggja á landslýðinn. Þessir' menn eiga því eftir að verða kvaddir til reiknings- skila ai' alþjóð fyrir frammi- stöðu sína í þessu máli, og þeim mun ekki takast að koma ábyrgðinni af sér, þeirri þungu ábyrgð, yfir á neina aðra, og allra sízt á þá, sem staðið hafa að þcim tillögum, sem ef fylgt hefði verið, mundu hafa leitt til þess a'ð komizt hefði verið hjá þeim þjóðarvoða, sem þessir menn hafa nú leitt yfir almenning, sagði Bjarni Benediktsson að lokum.____________ 1 i lafSiíGyff tmw 15. MARZ andaðist í Vesturheimi frú Margrét Johnson, Gísladóttir, fædd að Saurum í Helgafells- sveit, Snæfellsresi. 13. jan. 1873. Gift var hún Sígurði Jónssyni frá Syðstu-Mörk undir Eyjafjöll- um, en hann lézt árið 1930. Þau fluttust vestur um haf árið 1901 og bjuggu í Banthay, North Dakota, og þar bjó frú Margrét með yngsta syni sínum, þar til á s. 1. hausti, að hún brá búi og fór á elliheimilið „Borg" þar í byggðarlagi. Þeim hjónum varð sex barna auðið, sem öll eru á lífi og hin mannvænlegustu, öll búsett vest- an hafs nema eitt, sem er búsett hér á landi. - Engiei mjélk Framh. af bls. 1 manna er aðild eiga að vinnu- veitendafélarrinu, en landbúnað- arráðið hvetur alla búeigendur til að standa saman og stöðva mjólkursendingar til bæjanna___ Blöðin telja að verkbannið — ef af því verður — verði stutt, því þingið muni finna leið til að grípa inn í deiluna___Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.