Morgunblaðið - 16.04.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.04.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 16. apríl 1955 MORGVNBLAÐIB BERLÍN í apríl. BÍLSTJÓRINN okkar sagði að matvælaástandið í Berlín hefði ekki verið afleitt í stríðslok. Safnað hafði verið birgðum í borginni. En vandræðin hófust þegar Rússarnir komu í maí og ástandið var á allan hátt hörmulegt þar til í júlí, er skipt- íng Berlínar var gerð og vestur- veldin komu til skjalanna. Berlín arbúar segja að Rússar hafi skilið eftir nafnspjaldið sitt í Berlín þessa fáu mánuði — og hugsar margur maðurinn með óhugnaði til þeirra tíma — einkum kvenfólkið. í dag, tíu ár- um síðar, eta menn og drekka í Berlín eins og í öðrum borgum Þýzkalands og í öðrum borgum meginlandsins. Glas af bjór heit- þann dag í dag „Eine Molle“ — og bjór er aðaldrykkur Berlínar- búa. Ein breyting hefir þó orðið í drvkkjusiðum eftirstríðsáranna. Leiðsögumaður okkar, roskinn maður, kvaðst ekki minnast þess að hafa drukkið „snaps“ með öli — þar til eftir stríðið. Hér væri um að ræða áhrif frá hernáms- veldunum og gætti þeirra al- mennt. Einnig reyktu Berlínar- búar meir en almennt var fyrir stríð. Við átum ágætan árdegisverð í útvarpsturninum (Funkturm). — Matsalurinn er í 55 m hæð, en sjálfur turninn 150 m hár, litt skaddaður úr styrjöldinni. Þaðán mátti sjá um víða vegu. Rétt við turninn er fimm hæða bogadreg- in bygging við aðalgötu, falleg bygging, en nú voru rúður þar brotnar og engir sjást þar ganga ínn eða út um dyr. Þessi bygg- ing er vestarlega í borginni, á hernámssvæði Breta, en þó á valdi níu rússneskra hermanna. Þetta er útvarpsbyggingin, þar sem þýzka útvarpið hafði starf- semi sína frá því á árunum eftir fyrri heimsstyrjöld og þar til þeirri síðari lauk. Rússar hafa ekkert gagn af byggingunni, þeir vinna þvzkri útvarpsstarfsemi raunverulega ekkert tjón með því að halda henni, starfseminni hefir fyr- ir löngu verið komið fyrir í öðrum byggingum, en Rússar neita að láta húsið af hendi af <„einskærum illvilja", eins og embættismaður nokkur orðaði það. Daglega kemur þarna rúss- nesk herbifreið, níu herklæddir menn skjótast inn, níu læðast út og burtu skundar bifreiðin. En byggingin hrörnar í algeru við- haldsleysi. Skammt undan er Kurfúrsten- damm, sú hin fræga alþjóða- gata, sem nafnfræg er á sama hátt og Piccadilly í London, Fifth Avenue í New York og Champs-Elysse í París. — Kur- furstendamm mátti heita gjör- eyðilögð eftir stríðið. En nú, tíu árum síðar, fagnar hún gömlum kunningjum á sama hátt og hún gerði fyrir stríð, á daginn iðar hún af lífi, á kvöldin kviknar á ótal neon ljósum, kvikmynda- húsin fyllast og aðrir leita til staða, sem vekja gamlar endur- minningar, eins og „Zigauner- keller“, svo eitthvað sé nefnt. í Ijósadýrðinni verða rúst- írnar af „Gedachtniskirche“ raunar harla óhugnanlegar, en einnig þessi áður svo fagra kirkja verður nú endurreist. Þegar eru risnar margar fagrar byggingar við Kurfúrstendamm og ekki þætti mér ótrúlegt þótt öll sárin við þessa götu hefðu verið grædd innan næstu fimm ára. En ekki er hægt að spá á sama hátt fyrir tveim öðrum götum, sem áður voru nafnfrægar, Unt- er den Linden og Leipziger- strasse, eða hinni gömlu og góðu Friedrichsstrasse. Allar liggja þessar götur á austursvæðinu og að því er séð varð virtist þar allt í kalda kolum. Þegar komið er að Brandenburger Tor og horft IMokkrar myndir frá BERLÍIM kaupa allt milli himins og jarð- ar og verðlag er hið sama og ann- arsstaðar í Þýzkalandi. Maður þarf ekki að vera lengi í borginni til þess að finna kraftinn í við- reisninni þar — hér er auðvitað alltaf miðað við VesturBerlín — Berlínarbúinn er orðinn mörgu vanur, hann tekur öllu með ró og hann vinnur að því með ör- yggi að rétta við hag sinn og sam- borgara sinna, svo að Berlín geti síðar tekið sér að nýju hlutverk þeirrar höfuðborgar, sem hún í raun og veru er. Ferðamanninum er margt sagt niður Unter den Linden blasir í raun óg veru við tóm auðn. A hægri hönd eru margar dag- sláttur af óruddum rústum og þar rís ein steinblökkin hærra en aðrar, en það er skýlið yfir loftvarnarbyrgi Hitlers. Þarna var áður Wilhelms- strasse, með sínum stjórnarskrif- stofum, ríkiskanslarasetri og sendiherraskrifstofum. ★ Margur íslenzkur stú.’ent hef- ur stundað nám í hinum nafn- kunna Humboldt háskóla í Ber- lín. Þessi háskóli, við Unter den Linden, er nú á austursvæðinu. En í staðinn er risinn á vestur- svæðinu nýr glæsilegur háskóli, Die freie Universitát (Frjálsi há- skólinn) og á vestursvæðinu er einnig hinn kunni Tekniski há- skóli Berlínarborgar, sem stækk- aður hefur .verið og aukinn með nýjum byggingum. Við austurenda Unter den Linden blasti við um áratugi fyrir stríð hin mikla keisarahöli Vilhjálmanna, og hallarkirkjan. Þarna er nú auðn, Rússar létu sprengja þessar byggingar í loft Kurfurstendamm að kvöldlagi. um „Berlín bei naeht“ — Berlín að næturlagi, en það er önnur saga. (Um rústirnar í Berlín eru hér nokkrar talandi tölur. Eftir stríð- ið höfðu hrúgast í borginni 75 milljónir rúmmetrar af möl og grjóti, þar sem áður voru íbúðar- hús, verksmiðjur, kirkjur, bóka- söfn og aðrar byggingar. Er þetta meir en sjöttungur alls þess grjóts og annarra efna, sem komu úr rústum alls Þýzkalands. Og af þessum 75 milljónum fellu 45 milljónir á Vestur Berlín. Auk meira en eitt hundrað þúsunda bygginga, sem löskuðust, hrundu. 32.227 byggingar af 149 960, 316.277 íbúðir af 979.227, 98 af 438 skólum, 97 af 208 kirkjum 26 af 124 siúkrahúsum,-" 84 af 174 brúm. *■ 1 • Um skeið störfuðu 28 þús. menn daglega að því að ryðja burt rústunum. Úr 700 milljón- um múrsteina, sem fram til þessa hafa úr rústunum komið, hafa verið reist meir en 12.000 ein- býlishús. Má því með sanni segja að verið sé að reisa Berlín úr rústum. 1 14 milljónum rúmmetra af „rústum“ hefir Verið hlaðið í heil fjöll og að nokkru leyti hefur það verið notað í íþrótta- velli.) velli. P. Ól. eða austursvæði. En þeir sem kunnugir voru, sögðu að þeir væru ekki lengi að átta sig, er þeir væru komnir inn á austur- svæðið. Fólkið væri daufara, verzlunarlíf fábreytt og lítið af upp. Berlínarbúinn segir ekki yörum í búðargluggum. Við vor annað um þenna verknað en að hann sé „óskiljanlegur". í Leipzigerstr. þar sem áður voru hin miklu verzluanrhús Wertheims, eru rústir og fátt fólk sést á ferli um þessa götu, sem áður var ein mesta verzlunar- gata Þýzkalands. Og þegar kom- ið er á Postdamer Platz, þá er ekkert að sjá nema hús, meira eða minna skemmd og yfirgef- um í Berlín aðeins í tæpa tvo sólarhringa, og gátum þessvegna ekki kynnst þessu af eigin sjón, sem skyldi. Eins samgöngutækis sakna menn í viðskiptum milli austur og vestur hluta borgarinnar. Það er talsíminn. Ekki er hægt að hringja í kunningjana yfir „landa mærin“ nema um skiptistöð í Frankfurt am Main, í hundruða Staldrað við d Petersberg Ú1 Ofan á Brandenborgarhliði var áður heimsþekkt fjóræki úr kop- ar, sem Rússar fluttu heim með sér og bræddu. Nú blaktir rauður fáni á þessu hliði, sem verkar á mann eins og fangelsisgrindur þegar horft er i austur auðnina. in. Allt er þetta „Ost-sektor“ eins og Vestur Berlínarinn nefn ir rússneska hernámssvæðið. Þ ingur að nokkur landamerki séu sýnileg milli hinna ýmsu hernámssvæða. í bíl er farið á milli hernámssvæða vesturveld- anna án þess að menn geri sér nokkura grein fyrir á hverju þeirra maður er hvert sinn. En þegar komið er að „Ost-sektor“, neitar bilstjórinn úr Vestur- Berlín að fara lengra. En gang- andi maður fer um öll hernáms- svæðin fjögur, án þess að vita hvenær hann fer yfir .landa- mærin“, nema hann sé búinn að kynna sér það áður. Og eins er hægt að fara með neðanjarð- arbraut eða S-brautinni um öll hernámssvæðin og stíga út og inn, hvort sem er á vestursvæði kílómetra fjarlægð. En póstsam- göngur eru góðar og hægt er að senda símskeyti. í stað Leipzigerstrasse, verzlun- argötunnar, sem dó á austur- svæðinu, hafa Berlínarbúar kom- ið sér upp nýrri verzlunargötu, Schloss strasse í Steglitz í suð- vesturhluta borgarinnar. Þarna eru risin upp verzlunarhús Wert- heims, Leisner, Karstadts o. fl., öll í nýjum glæsilegum húsakynn um. Hér hefir i raun og veru gerst hinn merkilegasti hlutur. Að því er oss skildist höfðu eig- endur hinna miklu gömlu verzl- ana komið sér saman um að gera Schloss strasse að nýrri verzlun- aræð, í stað Leipzigerstrasse, og þetta hefir tekizt á aðeins örfá- um árum. Bonn í apríl. T UM glugga á Bundepresse- amt, þar sem okkar ágætu þýzku gestgjafar höfðu aðsetur, var oss bent á Fjöllin sjö (Sie- bengebirgen), sem eru prýði hér- aðsins umhverfis Bonn. Síðar ókum við í bifreið upp á eitt þessara fjalla, Petersberg, sem er þeirra frægast, 500 m hátt. í glæsilegri gistihöll uppi á fjallinu, höfðu bækistöð sína eftir stríðið og þar til fyrir skömmu, hernámsstjórar Banda- manna, Breta, Bandaríkjamanna og Frakka. Gistihöll þessari hef- ir nú verið skilað í hendur fyrri eigenda, sem eru hinir sömu, sem framleiða Kölnarvatnið 4711. Og nú er höllin helzt notuð, þegar tigna gesti ber að garði. Þarna var fyrir skömmu Haile Selassie, Abyssiníukeisari, með 90 manna föruneyti og Persíukeisari með nokkuð færra lið, en með Sorayu, hina fögru drottningu sína. Gisting kostar þarna nætur- langt 200—300 krónur, miðað við íslenzkan gjaldeyri. ★ í Petersberg dvaldist um tveggja nátta skeið Mr. Nicville Chamberlain, þáverandi forsætis- ráðherra Breta, í september árið 1938. Hann var þá að semja við Hitler um Sudeta-málið og allur heimur beið í ofvæni. — Ekkert varð úr samningum, t)hamberlain fór heim við svo búið og Lund- únabúar byrjuðu að grafa skot- grafir. Að því sinni varð þó ekk- ert úr styrjöld, henni var forðað um eitt ár, með Miinchen-sátt- máianum. En ekki er ósennilegt, að her- námsstjórarnir þrír, sem settust að á Petersberg eftir stríðið, hafi stundum er þeir tóku á móti þýzkum embættismönnum, rennt huganum til hinna dimmu sept- emberdaga árið 1938, er boðin gengu milli gistihússins á fjall- inu, þar sem Chamberlain dvaldi, og Hotel Dresen í Bad Godes- berg, við rætur fjallsins, handan við Rín, en þar var Hitler til húsa. Þá sögu heyrðum vér i Bonn, að fyrir dr. Adenauer hafi verið D' lagt að gæta strangra hirðsiða, er í Berlin virðist vera hægt að hann koni í fyrsta skipið heimsókn, til hernámsstjóranna uppi á fjallinu. Þegar hann gekk í salinn til þeirra, mátti hann ekki ganga nema mældan skrefa- t fjölda og halda sig í viðeigandi fjarlægð. En fljótlega var þetta látið niður falla. Og slí ker virð- ing dr. Adenauers nú, heima fyr- ír og raunar um allan hinn vest- ræna heim, að maður á bágt með að átta sig á því, að vaxandi hag- ur Þjóðverja eftir stríðið á sér sögu aðeins örfárra ára. ★ R. ADENAUER sáum vér í hófi þýzka blaðamannasam- bandsins, en það hélt aðalfund sinn í Hotel Dresen (sem áður var nefnt) um þessar mundir. Fyrir stríð skipti ekki miklu máli, hvað blaðið var kallað, sem lesið var í Þýzkalandi. — Eftir striðið lifðu fá blöð og Banda- menn urðu að leggja fram fjár- magn til þess að halda úti eðli- legri kynningarstarfsemi. En nú hefir einnig þetta breyzt. Nú eru blöðin þýzk aftur og sum þeirra hafa aflað sér virðingar á al- þjóðamælikvarða. — Má þar til nefna Hamborgarblaðið Die Welt, sem þykir ágætt fréttablað og Frankfurter AUgemeine, sem er að verða arftaki Frankfurter Zeitung, sem ágætast þótti blaða í Þýzkalandi á Weimar-tímabil- inu og jafnvel lengur. Árshóf blaðamannasambands- ins sátu auk forseta Þýzkalands, Theodor Heuss, og kanslarans, dr. Adenauers. allir helztu stjórn- málaleiðtogar landsins úr öllum flokkum. Þarna var dr. Eric Oll- enhauer, dr. Dehler, Bliicher, varakanslari, dr. Gerstenmaver, forseti þingsins o. fl. Og þarna voru flestir kunnustu ritstjórar og blaðamenn V-Þýzkalands. Kempulegur þótti oss dr. Ad- enauer, með sín 79.ár á herðum, er hann gekk þarna um veizlu- sali. Theodor Heuss, forseti lands ins, er stór maður og virðulegur, hann er ávarpaður „hr. pró- fessor“, hefir verið prófessor i sögu, en var einnig um skeið blaðamaður. Hann færði sig á milli borða til þess að geta gefið sig á tal við sem flesta blaðamenn. Hann sat kyrr góða stund eftir að kanslarinn yar far- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.