Morgunblaðið - 16.04.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.1955, Blaðsíða 12
12 MORtrVlSBLÁÐiB Laugardagur 16. apríl 1955 Leiksýning að Nesodda BÚÐARDAL, 12. apríl: — Á ann- an páskadag írumsýndi ung- xnennafélagið „Æskan“ að Nes- odda í Miðdölum gamanleikinn „Karolína snýr sér að leiklistinni“ eftir Harald Á. Sigurðsson. Fjölmenni var og leiknum prýðilega tekið. Leikstjóri var Guðmundur Baldvinsson og lék hann einnig eitt aðalhlutverkið. Aðrir leik- endur voru Hjörtur Einarsson, Gróa Sigvaldadóttir, Hjördís Þórðardóttir, Guðrún Ágústs- dóttir og Bragi Friðfinnsson. Segja má, að leikurinn hafi tekizt mjög vel miðað við allar aðstæður. Á ungmennafélagið þakkir skilið fyrir þennan páska- glaðning, sem það veitti fólki hér í dreifbýlinu. Á eftir var stiginn dans og skemmti fólk sér hið bezta. — E.G.Þ. - Þjóðleikhósið 5 ára — Petersfaerg Framh. af bls. 9 inn heim, enda er forsetinn ekki nema 71 árs. En frá þessu hófi er sagt hér til þess að benda á, að sambandið milli stjórnvalda og blaða í Þýzkalandi er nú aftur orðið eins og það gerist bezt hjá öðrum vestrænum þjóðum. Til gamans mó geta þess, að einn hinna þýzku ritstjóra hafði orð á því, að Þjóðverjar væru nú komnir í Atlantshafsbandalagið eins og íslendingar og í því sam- bandi hefði verið skrifað í þýzk blöð, hvort ekki mætti líta svo á sem íslendingar hefðu skapað for dæmi í bandalaginu, með þvi að þeir hefðu engan her. Mátti skilja svo, sem sumum Þjóðverjum þætti fordæmið gott. 7/7 fermirtgargjafa: Svefnpokar og bakpokar. — Gott úrval. «Lv- Marteimkt§sp amm3/ Einars$ón&Co Moccasinuskór Verð kr. 98,00. 'Uefdur L.p. Austurstræti 10. WEGOLIN ÞVOTTAEFMIÐ Morgu NBLAÐIÐít> MEÐ Morgu Framh. af bls. 1 J í Þýzkalandi árið 1924 og hlaut þegar miklar vinsældir og fór sigurför um Evrópu árin á eftir. j Hin íslenzka þýðing leikritsins er gerð af þeim Jónasi Kristjáns- j syni magister, sem þýtt hefir hið óbundna mál þess en auk þess i eru í því allmörg ljóð og hefir Karl ísfeld rithöfundur annazt þýðingu þeirra. Tónlist í leikritinu er samin af ( dr. Urbancic og er söngurinn að- allega af hendi leystur af þeim' Margréti Guðmundsdóttur, sem jafnframt fer með aðalhlutverk-, ið og Eygló Victorsdóttur. Leikritið er í fimm þáttum og; gerist í Kína á dögum hinna; gömlu kínversku keisara. Leik- j i tjöld og búningar eru teiknaðirj : af Lárusi Ingólfssyni en bún- j | ingarnir saumaðir á saumastofu Þjóðleikhússins undir umsjón frú Nönnu Magnúsdóttur. Eru þeirj hinir skrautlegustu sem vænta má. HLUTVERKASKIPUN l Með aðalhlutverk fara þessir ( ileikarar: Margrét Guðmunds-j j dóttir, sem leikur ungu stúlkuna, i , Helgi Skúlason í hlutverki bróð- i j ur hennar og Anna Guðmunds- ; dóttir, er leikur móður hennar. Tom te húseigandi er leikinn af j Haraldi Björnssyni og madarín- inn Ma af Ævari Kvaran. Önn- ur hlutverk eru Yie-pei, leikin af Arndísi Björnsdóttur, Pao prins og síðar keisari af Róbert Arn- finnssyni, Tschu réttarritari, leikinn af Jóni Aðils, Tschu- Tschu yfirdómari leikin af Val Gíslasyni og ljósmóðir af Hildi Kalman. Þá eru og allmörg smá- hlutverk: burðarkarlar, þjónar, blómastúlkur o. fl. Eru leikendur samtals 22 talsins. FIMM ÁRA STARSFERILL Á* fundi fréttamanna í gær gerði þjóðleikhússtjóri Guðlaug- ur Rósinkranz grein fyrir starf- semi Þjóðleikhússins í stórum dráttum, frá því er hún hófst fyrir 5 árum, en leikárið stend- ur yfir 10 mánuði ársins, frá 1. sept. til 1. júlí. —Á þessum tíma, sagði hann, — má segja, að Þjóð- leikhúsinu hafi aldrei fallið verk úr hendi. Það hefir tekið til með- ferðar 64 viðfangsefni, þar 54 leikrit, óperur og óperettur, 6 gestaleiki, tvær ballet-sýningar og 2 hljómleika. Sýningar hafa alls verið 1124, þar af 84 úti á landi á 37 stöðum, kaupstöðum, kauptúnum og sveitum. Fjöldi leikhúsgesta nemur samtals um 521 þúsundum, eða rúmri hálfri milljón. Leikritin, sem sýnd hafa verið, eru ýmis sorgar- eða gamanleik- ir, söguleikrit — gömul og ný. Um einn þriðji hluti þeirra er íslenzkur en af þýddum leikrit- um hafa flest verið ensk, síðan amerísk og frönsk. Með Þjóðleikhúsinu hafa kom- ið hingað ýmsar nýjungar i menningarlíf íslendinga. Má þar fyrst nefna óperuflutning, sem áður var hér óþekkt fyrirbrigði. „Brúðkaup Figaros“, sem flutt var hér á vígsluári Þjóðleikhúss- ins af óperuflokknum sænska var fyrsta óperan, sem sýnd var á íslandi og síðan hafa verið færð- ar upp óperur af ísl. söngkröft- um. — Þá hefir og verið stofn- aður íslenzkur ballet-skóli við Þjóðleikhúsið og samdir tveir íslenzkir ballettar. Á þessu þriðja starfsári skólans hafa nemendur hans verið ekki færri en 250. Frá því haustið 1950 hefir ver- ið staifræktur leikskóli við Þjóð- leikhúsið og hefir hann þegar útskrifað 20 nemendur en náms- tíminn er tvö ár. 15 fastráðnir leikarar eru starfandi við leik- húsið og auk þess aðrir 10, sem ráðnir eru með tryggingu fyrir vissum fjölda sýningarkvölda yf- ir veturinn, enn aðrir, sem ráðn- ir eru í einstök hlutverk. Alls nemur starfslið Þjóðleikhússins um 130 manns og munu um 100 manns þar af starfa að staðaldri. — Hér er alltaf nóg af starfa og nóg um að hugsa, sagði Þjóðleik- hússtjóri. ★ ★ ★ Öll íslenzka þjóðin fylgist með áhuga með starfi þessarar menn- ingarstofnunar, sem þegar á hin- um stutta starfsferli sínum hefir sannað í reyndinni að hún er okkur ómissandi sem sjálfstæðri menningarþjóð. Á þessu fimm ára starfsafmæli Þjóðleikhúss- ins flytjum vér því hugheilar árnaðaróskir — og óskir um, að starf þess megi blessast og blóipgast enn um langa framtíð. Stúdenfinn starfar VIÐ Háskóla íslands stundar einn franskur stúdent nám. — í gær barst Mbl. yfirlýsing frá franska sendiráðinu varðandi stúdent þeuna, svohljóðandi: Franska sendiráðið telur nauð- synlegt að kunngera, að maður að nafni Gaston E. GRECO, nú- verandi stúdent við Háskóla ís- lands, starfar þar ekki og hefur aldrei starfað þar undir neins konar nafnbót. ÍÐNÓ IÐNÓ Dansleikur í ISnó í kvöld klukkan 9 Haukur Morthens syngur með hljómsveitinni Ingólfscafé Ingólfscafé Eldri dansarnir í Ingólfscafé í kvöld klukkan 9 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. — Sími 2826 S ■ « Gömlu dansarnir í G. T.-húsinu í kvöld kl. Sigurður Ölafsson syngur með hljómsveitinni. Aðgöngumiðasala klukkan 8 — Sími 3355. Án áfengis — hezta skemmtunin. mr \ Dansleikur í kvöld Hin vinsæla hljómsveit hússins leikur Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—6 ■ « ■ * I8LENZKIR TONAR ■ ■ ■ halda * ■ Revíu-kabareit ■ ■ í Austurbæjarbíói. : ■ ■ • • ■ Onnur sýning sunnudagskvöld kl. 11.30 ■ ■ — Uppselt — ■ ■ Þriðja sýning þriðjudagskvöld kl. 11 30. ■ ■ m — Uppselt — : ■ Ósóttar pantanir seldar á manudag. : ■ Fjórða sýning fimmtudagskvöld kl. 11,30 ■ ■j Pantanir þurfa að sækjast fyrir kl. 12 þriðjudag. ■ ■ Aðgöngumiðar seldir í Drangey og Tónum Laugaveg 58. Austurstræti 17 : ■ (gengið inn Kolasund). 5 NKAFFINU • 1) Ef við erum heppin, þá get- um við lokið öllum myndatök- unum á einni viku. — Já, ef það fer ekki að rigna. 2) Það er bara verst, að veð- urútlitið er ekki gott. 3) Jæja, það er nú allt tilbúið hátt? til fjallgöngu. Við skulum ekki — Steingeiturnar halda sig eyða tímanum til einskis. venjulega um 400 metrum hærra 4) — Hvað eigum við að klifra en við erum nú á. ___j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.