Morgunblaðið - 16.04.1955, Side 14

Morgunblaðið - 16.04.1955, Side 14
14 MORGUNBLAÐIB Laugardagur 16. apríl 1955 f DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR /. B. PRIESTLEY Pramhíaldssagan 13 Philip var að spyrja hana, hvort hún væri svöng. „Eg er það; ég gæti borðað allt“, bætti hann við. „En meðal annarra ©rða, við verðum líklega alveg t^ppt hérna með tímanum Ég liþld, að það sé mögulegt, að við rúunum ekki geta komist út úr húsinu eftir stuttan tíma. þótt víð vildum. Það gerir auðvitað ekki til í nokkrar klukkustund- ir Við erum ekkert illa sett hérna, þótt við fáum sennilega ekki mikinn svefn“. Þetta var einmitt það, sem hún hafði vilj- að forðast að sagt væri, en það var einhvern veginn gert, áður eh hún gat hugsað. Hún hafði lagt höndina á handlegg hans og nú þrýsti hún hann ákaft. FJÓRÐI KAFLI. , Penderel stóð upp úr stólnum og nú urðu þau þrjú, sem stóðu fyrir framan arininn og töluðu saman í hálfum hljóðum. Marg- aret hafði sleppt handlegg Phil- ips og fannst nú, að hún væri b'álf kjánaleg. Hún hafði einmitt komið auga á stóran brauðhleif og stórt oststvkki og hinn trausti hversdagsleiki þeirra, sagði henni, að hún hagaði sér eins og þreytt, taugaveikluð kona. „Það er hlægilegt", sagði Pend- erel, „að við skulum vera svo dularfull um mat. Hvers vegna eigum við, að látast eins og hann sé ekki þarna, þar til húsbænd- urnir benda okkur á hann? Ég vildi búa í landi, þar sem allir gestir söfnuðust kringum borðið og þess væri vænzt af þeim að geír gerðu athugasemd um hvern rétt, sem birtist á borðinu. Þeir aáttM að segja: „Hvað eruð þér að setja á borðið? Ó, já, það er ágætt! Okkur geðjast öllum að því“, eða „Berðu ekki kál fyrir okkur. Við snertum þ^ð aldrei". Hvað finnst ykkur um þetta?“ „Þetta myndi henta mér“, sagði Philip. „En ég veit ekki, hvort húsmæðrunum myndi geðj- ast að því“. ekki í samband við það, heldur eru ekkert nema virðuleikinn, sem gestir og hátt uppi eins og dómarar við hæstaréttinn". „Nei, það er ekki þannig, herra Penderel". Hún var hvöss, en mjög vingjarnleg. Henni geðj- aðist miklu betur að honum hérna, heldur en úti í heiminum og siðmenningunni. „Þær virðast bara gera það. Það er tilgangs- laust, bið eetið ekki bleljkt okk- ur. Þið skiljið alls ekki konur. Þið vitið ekkert um þær“. ■ „Það er satt“, játaði Penderel. „Ég skil þær ekki. Ég læzt heldur ekki gera það. Og svo annað mér geðjast ekki að mönnum, sem lát- ast eera það“. „Ekki mér heldur", sagði Phil- ip. „Það er einkennilegt, en menn, sem skrifa bækur um kon- ur eða halda fvrirlestra um þær, eða látast vita allt um þær í skáld sögum sínum, eru venjulega illa upp aldir bjánar. Þú hlýtur að hafa tekið eftir því, Penderel?" Hann hafði sagt þetta áður — hann gat lesið í smp Margaretar hve oft bað hefði verið — en hann talaði af sannfæringu. „Ég hef tekið eftir því“. Pend- erel var mjög ákafur. „Þeir eru andstvgeilegir náungar, sem ættu heldur að selja varaliti. Ég skil ekki, hvers vegna konur sjá það ekki sjálfar. Þær virðast elska þá“. „Þarna sjáið bið!“ Mar.gareti var skemmt. „Ég held, að levnd- ardómurinn af fiandskan vkkar sé aðeins afbrýðissemi. Þið eruð báðir afbrýðissamir, að þvi að þessir menn virðast vera aðlað- andi“. Þeir neituðu ákærunni begar í stað, en létu hana halda áfram. „Og hvað sem því líður, geðiast. skvnsömum konum ekki að þeim. ef til vill geðjast þeim alls ekki að beim innst inni. En bað er ekki h^gt að komast hiá bví að hafa á^uga og vera for- vitin. auðvitað“. „Það er hægt“, sagði Philin dauflega. „eða menn ættu að reyna það. Allt of margir hafa áhuga og eru forvitnir nú á dög- um. Það er ómögulegt að vera hamingjusamur eða jafnvel kát- ur. Ég er ekki betri en hinir; við virðumst öll vera lík. En ein- hvers staðar dreg ég línuna. Ef einhver kvenmannsbjáni mundi vera karlmannssérfræðingur og skrifa bók eða fara um og halda fyrirlestra um karlmennina, myndi ég ekki eyða svo mikið sem einni mínútu til að lesa eða hlusta á hana. Það mundu fáir menn gera“. „Nei, aðeins vegna þess að þið eruð allir þóttafullir", sagði ' Margaret. Henni var farið að þykja gaman af þessu og hún hafði gleymt því, hvar þau voru. „Við viljum um fram allt fá að heyra álit karlmannanna, því að við erum ekki þóttafullar, þótt sem betur fer erum við farnar að losna við þessa undirgefni. Þið eruð sannfærðir um, að engin kona geti sagt ykkur nokkuð. sem einhvers virði er að heyra um ykkur sjálfa; og jafnvel þótt þið hélduð, að hún mundi gera það, mundið þið sneiða hjá því, til þess að sjálfsánægju ykkar sé ekki misboðið“. ( „Það er nokkuð til í þessu“, játaði Philip og jafnskjótt hugs- aði hann um það hve þetta hljóm- aði sjálfsánægt. Var hann það í raun og veru? Margaret var að vakna svo yndislega, og það var eins og hún springi skyndilega út í myrkrinu eins og blóm. Penderel horfði í kringum sig. „Ég geri ráð fyrir því að þetta sé eins og borða úti. Eftir nokkra daga munum við geta sagt. — j Hérna um kvöldið, þegar við borðuðum hjá Femm-fjölskyld- unni“. „Já, það er gott“, sagði Philip. i „Sumt fólk, sem ég þekki segist hata að vakna á morgnana frá draumum sínum, en mér finnst að annað hvort lifi þeir óhugnan- 1 Ioíui lífi, eða þeir hljóti að vera j vitskertir. Ég er alltaf ánægður ( að vakna á morgnana og komast út draumalandinu, en þar er ég „Þeim myndi ekki gera það“, svaraði Margaret. „Það myndi vera viðbjóðslegt“ Henni geðj- aðist að augnaráðinu, sem Philip hafði horft á hana; það var ekki tömt; það var vingjarnlegt, vott- ur af innileik í því. Hún brosti til hans. Philip brosti aftur. „Þú mynd- ir ekki skilja húsmæðurnar, Ifenderel. Ég býst við, að þú haf- ir raunverulega aldrei verið bak við tjöldin“. En hugsanir hans voru hjá Margareti. Hún var eitt- liVað öðruvísi. Hún var að þiðna. Hann vildi, að nú væri tími og táekifæri til að talá, raunveru- lega að tala og leggja spilin á bói'ðið. Ef til vill myndi það vera liægt seinna. Hér var einmitt staðurinn til þess, svo afskekkt, svo einkennilegt og þar sem ekki var hægt að fela spilin, ef svo mætti segja, eins og heima. Penderel fannst hann ætti að halda áfram, þótt hann hefði raunverulega ekkert að segja. — Hann var eins og húsmóðir sjálf- ux. En þeim virtist geðjast að því. „En það er ekki satt“, hróp- aði hann. „Ég hef ímyndunarafl og við þessir hugmyndaríku menn, erum alltaf bak við tjöld- in, og þannig þjáumst við með húsbændunum og húsmæðrunum, en við verðum bara að brosa, og hrosa eins og sannir gestir. Kon- úr þjást ekki svona mikið, er það ekki, frú Waverton, því að þær ima, hvað fram er að fara, begar þær eru gestir og þær sitja sig Jéhann handfasti ENSK SAGA 136 ur fyrir keisarann, urðu nú alúðarvinir hans. En hvar sem konungur sat veizlufagnað með æðstu stórmennum, þar sem allir sóttust eftir að þjóna honum og vinna hylli hans, leyfði hann aldrei neinum að bera skjöld sinn eða þjóna sér, nema mér. Hann gleymdi því ekki í velgengninni, að ég hafði verið með honum í andstreyminu. í Köln dvöldum við hjá erkibiskupnum og hann bauð okk- ur til dýrðlegrar veizlu. Þegar erkibiskupinn prédikaði í kirkjunni, lagði hann út af bessum orðum Heilagrar ritn- ingar; „Nú veit ég að Drottinn hefur sent engil sinn og hann hefur frelsað mig úr hendi Heródesar." Við hlustuðum allir hugfangnir á ræðu hans, því að við vissum, að þegar hann nefndi Heródes, átti hann í rauninni við Hinrik keisara í Austurríki. í marzmánuði vorum við komnir til Antverpen. Þar stigum við á skip og sigldum með blaktandi fánum yfir til Englands. Eg hafði aldrei komið til Englands áður, en það sem ég hafði séð til enskra pílagríma í Landinu helga, vakti löngun mína eftir að sjá það, því að ég hélt að það hlyti að vera vert að siá það land, sem gæti alið svona hrausta og harðfenga menn. Ög ég varð ekki fyrir vonbrigðum, því að það sem ég sá af landinu á leiðinni til London, hafði hin beztu áhrif á mig. Á þeirri leið sá ég þrennt gott, sem vakti hjá mér fögnuð: Skóga, fulla af villisvínum, hjörtum og öðrum veiðidýrum, beitilönd, þar sem indælt grængresið var að spretta upp og ljóshærð börn með rjóð andlit. Er þetta ekki það bezta, sem nokkurt land hefur upp á að bjóða? DANSLEIKUR í Tjarnarcafé í kvöld kl 9. Hljómsveit hússins leikur. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—6. Matur afgreiddur klukkan 7. í einu og sama rifinu: 15 SMASÖGUR Nr. 2 1955 ÁSTARSÖGUR: Svarti sauðurinn Eva og Ríkarður ijönshjarta Andlitssvipur hennar .. En við skiljum sem vinir Hjarta á villigötum SAKAMÁLASÖGUR: Örlagarík blaðaúrklippa Morð í mánaskini Smámunirnir hafa sína þýðingu Skyldi það takast Ekki neitt pelabarn GAMANSÖGUR: Óhamingjusamasti maður veraldar Meðan hann var erlendis Hvar ætlar þetta að enda? Seytjánda sjálfsmorð Renatora Hljómleikaranir ?! Mynd með hverri sögu. Smælki. * ■ -------------------------.... . ................. ..... ■ : Fæst hjá öllum bóksölum og veitingastöðum. Verð 10.00. I Laghentur maður j helzt vanur trésmíði, getur fengið fasta atvinnu bráðlega. ZUdur Lf. ■ ■■■■■■■ ■«■■■■■■ ■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ VERZLIiMARHIJSiNiÆÐI Til leigu er 30—40 fermetra húsnæði í lítið niður- gröfnum kjallara við Laugaveg, sem innrétta má fyrir verzlun. Þeir, sem áhuga hafa, sendi nöfn sín, ásamt upplýsingum um hvaða rekstur þeir hafa í huga, til afgreiðslu blaðsins í síðasta lagi n. k. miðvikudag, merkt: „Verzlunarhúsnæði — 41“. • •* ■4 Verzlunarstarf Ung stúlka sem séð hefur um verzlun í mörg ár óskar eftir einhverju verzlunarstarfi eða jafnvel skrifstofu- starfi í maí eða síðar (kann vélritun). — Tilboð ásamt upplýsingum um kaup og kjör sendist afgr. Mbl. merkt: „Alveg ábyggileg — 42“. Hafnfirðingar 2 félagar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar eiga kost á þátttöku í skógræktarför til Noregs í vor. — Uppl. til mánudagskvölds hjá Jóni Gesti Vigfússyni, sími 9340.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.