Morgunblaðið - 16.04.1955, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.04.1955, Qupperneq 16
Veðurúílii í dag: SA stinningskaldi, þykkt loft, dá- lítil rigning. urptwfoílaMííi 85. tbl. — Laugardagur 16. apríl 1955 Skáiholtskirkja hin nýja. Sjá bls. 7. Mdnoða verkfall framundan Yfirlýsing forseta Alþýðu- sambandsins í gœr IUMRÆÐUM á Alþingi í gær lýsti forseti Alþýðusaxn- bands íslands, Hannibal Valdimarsson, því yfir, að verk- íallsmenn yrðu að vera viðbúnir mánaðaverkfalli til við- bótar. Var auðheyrt að afstaða hans til hugsanlegrar mála- miðlunartillögu, var mjög neikvæð. Er það einnig mjög í samræmi við aðvaranir kommúnista á útifundinum til verk- fallsmanna, gegn samþykkt sáttatillögu, sem fram kynni að koma á næstunni. Forseti Alþýðusambandsins upplýsti það ennfremur í ræðu sinni, að söfnunin til verkfallsmanna næmi aðeins 40 kr. á mann yfir allan þann tíma, sem verkfallið hefði btaðið. Frumvarp um skatta- ívilnanir Eimskips OLAFUR THORS, forsætisráð- herra hefur borið fram á bingi frumvarp um framleng- jngu á gildi laga nr. 33 7. maí 1928 um skattgreiðslu Eimskipa- félags íslands. En félagið hefur eins og kunnugt er notið skatt- ívilnana allt frá árinu 1928, enda er þá sett að skilyrði að félagið greiði hluthöfum aðeins 4% í arð en verji tekjuafganginum til kaupa á skipum eða á annan hátt í þágu samgöngumála. Ólafur Thors gerði ítarlega grein fyrir frumvarpinu á þingfundi í gær. Greindi hann m. a. frá því að ef sett yrðu ný og skynsamleg skattalög fyrir félög, þá yrði ekki fram ar þörf fyrir skattívilnanir fyrir Eimskipafélagið. En nú væri sýnt að á þessu þingi yrðu ekki sett lög um skatt^ greiðslu hlutafélaga og þæt því rétt að Eimskipafélagið nyti enn á þessu ári fyrri skatt fríðinda. Sem svar við fyrirspurnum frá Gils Guðmundssyni sagði Ólafur að tala hluthafa í Eim- j skipafélaginu væri álíka há og þegar félagið var stofnað. Farm- gjöld á nauðsynjavörum væri lægri með skipum félagsins en hægt væri að fá með öðrum skip- um hingað til lands. Tíðindalmist var um miðnætti ENN VAR sáttafundur í vinnu- I deilunni og hófst haitn fel. 8.30 í j gærkvöldi. Er blaðið hafði síðast | fregnir um miðnætti í nótt hafði j ekkert markvert gerzt þar. Dogofli í Ef jnm 14—1500 lesfir VESTMA1YNTAEYJUM 15. apríl. Undanfarna tvo daga hefur bátaflotinn Jandað hér 1400—1500 lestum af fiski. — Hér eru mikl- ar annir, er slíkt fiskmagn berst að og er u'.nið fram á miðnætti. Afli bátanna, sem er saltaður, er frá 2000—*000 fiskar á bát. í vetur hefur sama og ekkert verið flutt. héðan út af frystum fiski, vegna verkfallanna tveggja, matsveinaverkfallsins og þess, er nú stendui yfir Eru því miklar birgðir af hraðfrystum fiski í frystihúsunum og þar farið að þrengjast um En auk þess hefur aflinn verið saltaður, og því þegar talsvert magn af saltfiski. Um aflamagnið, það sem af er vertíð, er ekki vitað nákvæm- Iega, en það mun tæplega eins mikið og á sama tíma í fyrra. Áhrifa verkfallsins í Reykja- vík gætir hér nokkuð t. d., er smjörlíkislaust orðið og bærinn orðinn kaffilaus. —-B.Guðm. Sehillereikhúsið. Berlínarborgar. - Þetta er ein af hinum glæsilegu nýbyggingum - (Sjá grein á bls. 9). Ríkssstjórnin ábyrgist lán vegna kaupa á tog- ara fyrir Norðlendinga RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær fram á Alþingi frurnvarp til laga um heimild handa stjórninni til að kaupa togarann „Vilborgu Herjólfsdóttur" og selja hann aftur félagi, sem þrír kaupstaðir I'Iorðanlands stofna um útgerð togarans. Frumvarpið er á þessa leið: Ríkisstjórninni er heimilt að kaupa togarann „Vilborgu Herj- ólfsdóttur“ og selja hann félagi, er stofnað verður um útgerð tog- arans sameiginlega af Húsavíkur- kaupstað, Ólafsfjarðarkaupstað og Sauðárkrókskaupstað. UM 3 MILLJ. KR., LÁN OG TRYGGING Verði ríkisstjórninni heimilt í þessu skyni að lána allt að 450 þús. kr. og að ábyrgjast lán allt Lögin um iækninga- leerðir samþykk! í GÆR var frumvarpið um lækn- ingaferðir samþykkt sem lög frá Alþingi. Meginefni frumvarpsins, sem Ingólfur Jónsson, heilbrigðis- málaráðherra, bar fram á þingi, var að semja skyldi við nægilega marga sérfræðilækna um árlegar lækningaferðir um landið með viðkomu og hæfilega langri dvöl á þeim stöðum þar sem ætla má að þjónustu þeirra sé mest þörf og hennar verði auðveldast og almennast notið. Þetta frumvarp þóttí sjálfsagt og nauðsynlegt réttlætismál. að kr. 2,750,000,00 gegn þeim tryggingum, er hún metur gild- ar. MIKILL ÁHUGI NORÐANLANDS Eins og kunnugt er af fréttum úr kaupstöðum Norðanlands rík- ir þar mikill áhugi fyrir þess- um togarakaupum. Hafa borgara- fundir verið haldnir um málið og er ætlunin að efna til hluta- fjársöfnunar, til þess að bæjar- félögin geti eignazt togarann og þannig bætt atvinnuástandið á þessum stöðum. Kaupin hafa annars þegar ver- ið gerð, en ríkisstjórnin þarf að leita heimildar 'þingsins. happdræfifsIánsiRS DREGIÐ var í A-flokki happ- drættisláns ríkissjóðs í gær. Hæstu vinningar eru, sem hér segir: 57919 kr. 75 þús., 149285 kr. 40 þús., 48666 kr. 15 þús., og 36259, 65669 og 122987 kr. 10 þús. hver. (Birt án ábyrgðar). Kommúnistar á Hreyfíi standa fyrir árásunum á BSR og BBS Ætla að neyða þessar stöðvar til þess að hætta öllum akstri ALMENNINGUR mun ekki gera sér fyllilega grein fyrir þeim ástæðum, sem til þess liggja, að bílstjórar á Borgarbílstöðinni og B.S.R., verða svo að segja daglega fyrir ofsóknum og ofbeldi verkfallsstjórnarinnar. — Þótt verkfallsstjórnin sé látin fram- kvæma ofbeldisverkin, þá eru það bílstjórar á Hreyfli, þó aðeins kommúnistarnir þar, sem stjórna þessu öllu. Eldur að Þórsgötu 1 RANNSÓKNARLÖGREGLAN vinnur nú að rannsókn máls, er húsráðendur á Þórsgctu 1, kærðu. Töldu þeir að um meinta í- kveikjutilraun hafi verið að ræða, en tTdrög þess máls eru þessi: Sprengdur hafði verið upp gluggi í porti að húsabaki, og farið inn í veitingastofu, sem er á neðstu hæð. Þaðan var stolið um 250 krónum og nokkrum vindlingapokkum. Síðan hafði eldur verið borinn að blaðahiúgu á bekk einum stoppuðum og lagði af mikinn reyk, er þvottakona koma að um morguninn, Var þá og glóð í bekknum og blöðin að mestu brunnin, en loftieysi komi í veg fyrir að rneira yrði úr eldinum. Rannsókriarlögreglunni hefur enn ekki tekizt að upplýsa hver innbrotið framdi. TELPA DRUKKIMAR NESK A'UPSTAÐ, 15. apríl. — UM klukkan sjö í gærkvöldi vildi þaá slys til hér í bænum, að lítil íelpa drukknaði í höfn inni. Þetta gerðist á hafnarupp- fyllingunni hér, og var enginn fuIIorðTjn þær nærstaddur, er telpan féll fram af bryggju- garðinum. Um tuttugu mínútur munu hafa liðið frá því, að telpan litla, sem var fimm ára, féll í sjóinn, unz henni var bjarg- að úr sjónum. Var þá ekki sjáanlegt lífsmark með barn- inu. Fn Þorsteirn Árnason héraðsiæknir, sem kom skjót- lega á vettvang, hóf þegar lífg unartilraunir og hélt þeim áfram í fjórar klukkustundir, en ára<igurslaust. Telpan litla hét Anna Sig- urbjörg Sigurðardóttir. For- eldrar hcnnar eru hjónin Mar- grét Bjarnadóttir og Sigurður Sigurðsson sjómaður hér í Nes kaupstað. Hann er nú fjarver- andi, á vertíð í Sandgerði. —AT Það var Magnús Oddsson fram- kvæmdastjóri Borgarbílastöðv- arinnar, sem þannig komst að orði við Mbl. í gær, er það átti stutt samtal við hann um síðustu hefndarráðstafanir verkfalls- stjórparmanna gagnvart bílstjór- unum á stöð hans. Þessi orð mín þykja ef til vill ótrúleg og jafnvel ofsækisfull, en í eyrum peirra bílstjóra, sem þekkja málið, eru þau undan- dráttarlaus sannleikur. MARKMIÐIÐ Það, ser.i fyrir kommúnistun- um á Hreyfli vakir, er að neyða Borgarbílastöðina og B. S. R., með hinum látlausu árásum á bíla okkar, til þess að loka vegna benzínskorts. Kommúnistar á Hreyfli ætla svo sjálfir að ná öll- um fólksflutningunum undir sig, með því a? þeirra bílar fá ótak- markað benzín svo sem alkunna er, sagði Magnús. ÁRÁS í GÆRMORGUN í gærmorgun urðum við á Borg arbílastöðinni fyrir enn einni árásinni af hendi verkfallsstjórn- armanna, sagði Magnús. — Við áttum benzínbirgðir fjarri öllum húsum upp við Hafravatn, og komust njósnarar kommúnista á Hreyfli, scm eru á stöðugum verði gagnvart hverri hreyfingu bíla okkar og B.S.R. bíla, að því, — og að barna værum við — að löglegum aðgerðum — við að láta benzm á bílana af tunnum. Hver bíll átti 60 lítra skammt, og annaðist ég sjálfur dreifing- EG TEK TUNNURNAR Þegar eftir var benzín í fimm tunnum, rom fjölmennur hópur verkfallsstjórnarmanna, 40—50, og var fyrir þeim maður, að nafni Ragnar Giirnarsson, Sigluvogi 12. Hann kvaðst vera kominn með þennan hop með sér til þess að taka þessar fimm tunnur, svo og allar tómar tunnur, sem þar voru. ALLT LEYFILEGT í VERKFÖLLUM Ég svaraði því til, sagði Magn- ús Oddsson, að hann ætti ekki með slíkt, þareð benzínið væri eign bílstjóra stöðvarinnar, en ekki hans eða hans manna. Borg- arbílastöðvarmenn hefðu keypt benzínið og hefðust ekkert ólög- legt að. En ef verkfailsstjórnar- menn tækju það, fremdu þeir með því ofbeldisverk og þjófnað. — Ragnar Gunnarsscn lét þessi orð sem vind um eyrun þjóta og kvað allt leyfilegt í verkföllum, Síðan gaf Þann mannsöfnuði sín- um fyrirskipun um að taka ben- zínið. Magnús kvazt hafa leitað að- stoðar lögrtglunnar. Sú varð út- koman, að því er lögreglan tjáði Magnúsi, að benzíninu hefði ver- ið ekið á „olíustöðina“ á Laugar- nestöngum. — m — Magnús gat þess að lokum, að hann mynd' kæra mál þetta til sakadómara og höfða mál gegn forsprakka verkfallsstjórnar- manna fyrir ofbcldi og rán. n KVEIKT I BENZININU í sambaiidi við þessar aðgerðif verkfallsstjórnarmanna, er svo þess að geta, að þeir gerðu leit að bensíni í námunda við Hafra- vatn, og í réttinni fundu þeif IV2 tunnu af benzíni, sem leigu- bílstjórar á Borgarbílastöðinni áttu. Því helltu verkfallsstjórn- armenn niður og kveiktu síðan í því. Eigendur benzínsins munu hafa ákveðna leigubílstjóra grun- aða um þátttöku í þessum að- gerðum. Fiskbílarnir i fá benzín í GÆR átti að koma til fram- kvæmda fcenzínbann verkfalls- stjórnar á bíla fiskbúða bæjarins. Þá hefði matvælaástandið hér i bænum verið líkast því, sem borgin væri í herkví. Það tókst að koma vitinu fyrir verkfalls- stjórnina, sem féllst á að veita fiskflutningabílunum undan- þágu fyrir benzíni. Slíkt bann á fiskflutningi í fiskbúðirnar, hefðl að sjálfsögðu komið hart niður á alla bæjarbúa, en þó harðast nið- ur á þeim verkamönnum, sem ná hafa átt i mánaðarverkfalli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.