Morgunblaðið - 17.04.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.1955, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók 42. árgangur 86. tbl. — Sunnudagur 17. apríl 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsim Verkbannfð í Danmörku Khöín 16 .apríl. Frá fréttaritara Mbl. ER VINNUTÍMA lauk í kvöld hófst hio mikla verkbann í landbúnaðinum. Málamiðlun- artilraun, sem gerð var á síð- ustu stundu, fór út um þúfur. Verkbannið stöðvar allan út flutning á mjólkurafurðum. Stöðvun smjörútflutningsins eins veldur 3.—4. milljóna kr. gjalde>ristapi hvern dag. • Danir áttu þegar fyrir verk- bannið við alvarlega gjald- eyrisörðugleika að stríða. — Þetta er alvarlegasta vinnu- deila í Danmörku um margra ára skeið. Verkbannið nær til 70 þús. landbúnaðarverkamanna á 30 þúsund búgörðum, ennfrem- ur starfsmanna 1209 mjólkur- búa og 400 garðyrkjustöðva. Viðrœður um endurnýjun loft- ferðasamningsin s að hefjast hér „AUSTUBÍSK LAUS FYRIR ÞÝZ 30 B-skja ráðsiel Hefsf á oiorgun LONDöfr 15. apríl: - Þegar leið ir foringjanna ó hinni vænlanlegu Afríku-Asíu ráðstefnu, sein hcfst í Bandung á Java ó mánudaginn, skildu í Rangoon, flugu þeir Ne- hru, forsætisráðherra Indverja, Unu, forsætisráðherra Burma og Nasser forsætisráðherra Egyfta til Bandung og lentu þar árdegis í gær. En Chou En Lai, hinn kín- vefski, varð að nauðlenda í Singa pore, vegna óveðurs. Á meðan Chou beið á flugvell- inum í Singapore, kom þangað Malcolm Mc. Donald, landstjóri Breta í Suð-Austur-Asíu, og hitt- ust þeir að máli. Á ráðstefnunni sem hefst í Bandung á morgun, éiga vestur- veldin góða málssvara, þar sem eru fulltrúar Pakistan, Siam Iraqs, Ceylon, Vietnams og fleiri. Þarna verða rædd kjarnorkumál, friðarmál, efnahagsmál og ný- lendumál. 30 ríki frá Asíu og Afríku, taka þátt í ráðstefnunni, sem upphaflega var boðuð af hin- um svokölluðu Colombo ríkjum, Indlandi, Pakistan, Ceylon, Indo- nesiu, Burma. Beriín BERLÍN, 16. apríl: — 1 einbeittri orðsendingu sem hernámsstjórar vesturveldanna í Vestur-Þýzka- landi hafa sent hernámsstjóra sovétríkjanna, segir að Rússar séu ábyrgir fyrir því, að hinum nýju álögum á flutningana til Berlínar verði aflétt þegar í stað. Blað austur-þýzku stjórnarimv ar í Berlín segir í dag, að lausn á þessu máli sé aðeins fáanleg í beinum samningum milli sam- göngumálaráðherra Austur- og Vestur-Þýzkalands. 1700 á dao BONN, 16. apríl. — Volkswagen- verksmiðjurnar gera ráð fyrir að auka framleiðslu sína upp í 1200 bifreiðar á dag fyrir lok þessa árs. Þær framleiða nú 1100 bif- reiðar á dag. Byrjað var á smíði viðbótar- verksmiðju í( febrúar og verður hægt að byrja framleiðslu í þess- ari verksmiðju í september. JÚLÍUS RAAB, forsætisráðherra Austurríkismanna, sagði, er honum var ákaft fagnað við heimkomuna til Vínar- borgar í gær, að hann vænti þess að fulltrúar fjórveldanna jmyndu bráðlega koma saman í Vín, til þess að undirrita endanlega friðarsamninga við Austurríkismenn. í London og Washington hefur hinni sameiginlegu yfirlýsingu Piaabs og Molotoffs verið tekið með nokkurri varúð, en þó á það bent að hin batnandi afstaða sovétríkjanna kunni að leiða til þesi að senn verði hægt að gera friðarsamninga við Austurríkismenn. Almennt gera menn sér Ijóst, að mikilvægi Moskvasamningsins um Austurríki sé ekki sízt fólgið í þeim áhrifum, sem hann kann af* hafa á framvindu Þýzkalandsmálanna. Dr. Adenauer hefur sagt um samkomulagið í Moskvu að hann fagni því, svo fremi að af því leiði að Austurríkismenn hljóti raunverulegt frelsi. Ollenhauer, leiðtogi stjórnarand stöðunnar, hefur notað tækifærið til þess að krefjast þess að samn- ingar verði þegar í stað hafnir við Rússa um sameiningu Þýzkalands, en skilyrði til þess að þeir samn- ingar geti bor'ið árangur sé, að Þjóðverjar segi sig úr Atlants- hafsbandalaginu. „AUSTURRÍSK LAUSN“ Tvö áhrifarík óháð vestur-þýzk blöð (segir í Reutersfregn frá Frapkfurt í gær), annað hægri blað, hitt vinstri blað, mæltu í dag með „austurrískri lausn, með viss um breytingum“ á málefnum Þýzkalands. Hægri blaðið „Frank furter Allgemeine“ segir að Aust- urríki verði (skv. Moskvasamn- ingnum) „raunverulega sjálfstætt og hlutlaust, en ekki gert hlut- laust á dulbúinn hátt“. Svipuð lausn væri „þess verð að hún væri hugleidd" fyrir Þýzkaland, segir blaðið. í annari forystugrein seg- ir sama blað: „Við verðum að leggja mikla áherzlu á það þegar í stað að leitað verði samkomu- lags“. Vinstri blaðið, sem einnig er ó- háð, „Frankfurter Rundschau“, segir: ,,Að hlutirnir í Þýzkalandi séu i sumu tilliti öðru vísi heldur en í Austurríki er óþarft að taka fram. En af því leiðir ekki að austurrísk lausn með vissum brevtingum, sé ekki hugsanleg". „Kölnische Zeitung“, sem styður rikisstjórnina, segir að augl.ióst sé að sovétríkin vilji fá lausn svinaða aust.urrísku lausninni á málefnum Þýzkalands. EKKTA OKKAR VERÐSVIÐI Óháða blaðið ,.Die Welt“ virðist hins vegar ekki hafa mikla löngun til þess að feta i fótspor Austur- ríkismanna. „Moskvamenn hafa viljað vísa veginn með austurrísku lausninni og svna „nýiu tízkuna“ í utanríkismálum þeirra, segir blaðið. „Ný föt eru ávallt áber- andi og auka ímyndunaraflið, — Rússar hafa svnt oss nýjan klæðn að“, segir blaðið. „Nýju fötin eru all lagleg, en þau fara okkur ekki vel, eru ekki á okkar verðsviði“. — Reuter. Helgi P. Briem, sendiherra. Ljótt athæfi STOCKLIOLM, 15. apríl: — Borg ardómstóllinn í Stokkhólmi dæmdi í dag í 8 mánaða fangelsi, rúm- enskan diplomat, að nafni Laho- vary, (46 ára að aldri), fyrir njósnir. Dómurinn mælti svo fyr- ir að Lahovary skuli vísað úr landi. Lahovary var sekur fundinn um að hafa safnað upplýsingum um rúmenska flóttamenn í Svíþjóð fyrir rúmenska sendiráðið í Stokk hólmi, en upplýsingarnar voru not aðir til þess að beita þvingunum gegn ættingjum flóttamannanna heima í Rúmeníu. Viðskipti við Svia fara nú aftur vaxandi Somtal v/ð Helga Briem sendi- herra Islands i Stokkhólmi KLUKKAN 11 f. h. á morgun hefjast hér í Reykjavík samningaviðræður milli íslendinga og Svía um endur- nýjun loftferðasamningsins milli íslands og þeirra. En eins og kunnugt er sögðu Svíar honum upp til endurskoðunar 30. desember s.l. Formaður íslenzku samninganefndarinnar er Helgi P. Briem sendiherra Islands í Stokkhólmi, en með honum eru í nefndinni Agnar Kofoed-Hansen flugvallarstjóri ríkisins, Páll Pálmason skrifstofustjóri, Henrik Björnsson forseta- ritari og Níels P. Sigurðsson fulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Sænsku fulltrúarnir verða Winberg aðalforstjóri flugmála- stjórnarinnar sænsku, Rynell skrifstofustjóri utanríkisráðu- neytisins, Hamilton baron fulltrúi í utanríkisráðuneytinu og Söderborg skrifstofustjóri flugmálastjórnarinnar. YFIR 30 ÁR ERLENDIS Morgunblaðið átti í gær stutt samtal við Helga P. Briem sendi- herra, en hann kom hingað heim s.l. mánudag. Sendiherrann kvað ekki tímabært, að gera loftferða- samninginn fyrirfram að um- ræðuefni, en vonir stæðu til þess, að árangur samningaumræðn- anna yrðj góður. — Hvað er langt síðan þér | genguð í utanríkisþjónustuna? — Það var árið 1932, segir sendiherrann. Ég var fyrst fiski- fulltrúi íslands á Spáni, Ítalíu og Portúgal, en síðan verzlunarfull- trúi við danska sendir. í Berlín árin 1937—1940. Þaðan fór ég svo til Lissabon og var sendifulltrúi íslands þar í 2 ár. Var starf mitt þar aðallega fólgið í því að greiða fyrir verzlunarviðskiptum íslend inga og Portúgala. Ennfremur hafði ég milligöngu milli íslend- inga á meginlandinu og heima- landsins. Gorðist það meðal ann- ars með því, að gefa út frétta- bréf á íslenzku. Mun það \æra fyrsta og cina blaðið, sem gefið hefur verið út á íslenzku í Portú- gal. Frá Lissal'on lá svo leiðin til New York. Þar var ég aðalræðis maður íslands árin 1942—1948. — Fóruð þér svo þaðan til Stokkhólms? — Já, og þar hefi ég verið síðan. — Eruð þér ekki sendiherra Is- lands í fleiri löndum? — Jú, í Finnlandi, Júgóslavíu, ísrael og Persíu. — Hvað finnst yður um þess- ar löngu fjarvistir yðar erlendis? — Ferðalögin eru að sjálfsögðu dálítið þreytandi, en starfið er mjög interessant. Alltaf hlakkar maður samt til að koma heim til íslands. VIÐSKIPTIN VIÐ SVÍ A — Viðskiptin við Svía? — Þau hafa aukizt nokkuð aft- ur. Mest voru þau rétt eftir styrj- öldina þegar við vorum að kaupa Svíþjóðarbátana. Síðan dró úr þeim. Við höi'ðum þá of litla síld til að selja. Þess má og geta að miklar takmarkanir eru á inn- flutningi síldar til Svíþjóðar. Sér stakt gjald er lagt á innflutta síld til styrktar sænskum fiskimönn- um. Það hefur og skapað okkur nokkra erfiðleika að keppinautar Framh. á bls. 2 Seifs mólin fundin BERLÍN. — Þýzkir fornleifa- fræðingar hafa fundið leirmót, sem þeir halda að Fidias hafi notað er hann mótaði hina miklu Seifs styttu, sem var upphaflega eitt af sjö furðuverkum heims. Mótin voru grafin upp í Ol- ympíu og stóð fyrir því verki dr. Emil Kunze, forstjóri þýzku fornleifastofnunarinnar í Aþenu. Er skýrt var frá fundi þessum var sagt að hann væri „stórvið- burður“. Mótin sem fundust voru allt að 20 þumlunga löne. Finn- ist öll mótin mun verða hægt að steypa líkneskið að nýju. Upp- greftrinum er haldið áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.