Morgunblaðið - 17.04.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.04.1955, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. apríl 1955 Kristín A. Helgndóttir Skemmtilegu íslnndsméti í bndminton lokii i Stykkis Vagn Qttóson TBR cg Etba Lárus- i dóttsr Sncsi. í sérflokki karla og kvenna ■jjSLANDSMEISTARAMÓT í badmintonkeppni fór fram í Stykkis- hólmi annan páskadag og þriðjudaginn 12. apríl. Voru þar mætc konur og karlar frá Ungm.fél. Snæfelli og Tennis- og badmintonfél. Reykjavíkur. Mótið var sett í íþróttahúsi Stykkishólms, og hófst það með því að lúðrasveit Stykkishólms lék nokkur lög, en síðan setti forseti ÍSÍ Benedikt G. Waage, mótið með ræðu. Þá bauð séra Sigurður Ó. Lárusson keppendur og gesti velkomna með nokkr- um orðum. ÚRSLITAKEPPNIN Á ÞRIÐJUDAG Síðan hófst keppnin, sem stóð yfir allan daginn til kl. 7 um kvöldið, en úrslitakeppnin var háð daginn eftir, um kvöldið. Er mótinu var slitið, af forseta ÍSÍ, færði hann ungmennafélag- inu í Stykkishólmi að gjöf brjóst- mynd af Jóni Sigurðssyni, í til- efni af 15 ára afipæli félagsins. Þakkaði formaður ungmennafé- lagsins, Steinar RagnarSson, gjöf- ina og eins keppendum fyrir góð- an og drengilegan leik og áhorf- endum fyrir komuna. Mjög margir áhorfendur voru viðstaddir allt frá því að keppnin hófst, en húsfyllir var við úr- slitin seinni daginn Úrslitakeppnin fór þannig, að í einliðaleik karla sigraði Vagn Ottósson Þorgeir Ibsen með 15:4 Meistaramótið í suradi og 15:10. í tvíliðaleik karla sigr- uðu Vagn Ottósson og Einar Jónsson frá TBR þá Þorgeir Ib- sen og Ólaf Guðmundsson með 15:3 og 15:6. í einliðaleik kvenna sigráði Ebba Lárusdóttir Snæfelli Rögnu Hansen Snæfelli með 11:3 og 11:10. — í tvíliðaleik kvenna sigruðu þær Ebba Lárusdóttir og Ragna Hansen þær Ellen Mogesen og Halldóru Thoroddsen TBR með 15:4 og 15:9. Tvenndarieikur fór þannig að Vagn Ottósson og Ellen Mogen- sen TBR sigruðu Einar Jónsson og Halldóru Thoroddsen TBR með 15:6 og 15:4. — Þar með lauk þessu íslands- móti með því að TBR fékk þrjá meistara en Snæfell tvo. Vagn er í sérflokki i karlaflokki nú sem fyrr og sýndi að enginn badmin- tonmaður hérlendis ógnar honum í leik. Jafnmikla yfiburði hefur Ebba Lárusdóttir í kvennaflokki. Bæði unnu þau nú íslandsmeist- aratitla sína í fjórða sinn. Heiðursgestir mótsins: Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ, og sóknar- presturinn í Stykkishólmi, séra j Sigurður Lárusson. Séra Sigurð- ur mun vera elztur allra íslend- inga er badminton iðka. Hann er j rúmlega 60 ára og leikur bad- minton að staðaldri og hefur gert frá því, að sú íþrótt „nam þar land“ og þar er áhuginn fyrir íþróttinni svo mikill, að fim- leikahúsið var fullt út úr dyrum er íslandsmótið fór þar fram á Idögunum. Helgi Sigurðsson: enn eitt met nú? Setur hann SUNDMEIST AR AMÓT ÍSLANDS hefst í Sundhöllinni á mánudagskvöld kl. 8,30 og lýkur á þriðjudagskvöldið. Á mótinu verður keppt í öll- um meistaragreinum karla og kvenna, þ. e. fyrir karla: 100. 400 og 1500 m skriðsundi, 200 og 400 m bringusundi, 100 m baksundi, 100 m flugsundi og 4x200 m skrið sundi. Konur keppa í 100 m bak- sundi, 200 m bringusundi og 100 m skríðsundi. Þá eru og keppnis- greínar unglinga, bæði telpna og drengja. Þátttaka er mikil í mótinu frá Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík og Akranesi. Sundfólkið hefur að undan- förnu veitt áhorfendum að sund- mótum góða kvöldstund og víst er að gvo verður enn Hlaupið fer fram á svipuðum slóðum og áður og endar við hljómskálann. Allir þátttakendurnir í hlaup- inu fá minningarpening um þetta hlaup. VEGLEG SIGURLAUN Silli og Valdi hafa gefið for- kunnar fagran silfurbikar, sem sigurvegarinn í hlaupinu fær til eignar, en auk þess gefur stjórn íslandsmeistarar í badminton 1955 —talið frá vinstri: Einar Jóns- í son TBR, Ragna Hansen Snæf., Ebba Lárusdóttir Snæf., Ellen Mogensen TBR og Vagn Ottósson TBR. — Ljósm. Rafn Viggósson. 40. Víí nvangshlaup ÍR ^ Alsrgt tið hátíðabrigða 40. VÍÐAVANGSHLAUP Í.R. fer fram næstkomandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta hinn 21. apríl, kl. 2 siðdegis eins og venjulega. Að hlaupinu loknu hefur stjórn ÍR kaffisamsæti í Tjarnarkaffi kl. 15.30 fyrir forystumenn íþróttahreyfingarinnar í höfuðstaðnum, keppendur og starísmenn hlaupsins. ÍR 1., 2. og 3. manni litla silfur- bikara í tilefni af þessu 40. víða- vangshlaupi. Þá er að sjálfsögðu keppt um „sveitabikara" sem eru glæsileg verðlaun fyrir beztu 3ja manna og 5 manna sveitirnar í hlaupinu. Jón Kaldal, ljósmyndari — hinn frægi hlaupagarpur og 1. sigurvegarinn í víðavangshlaup- inu verður hlaupstjóri, en Helgi Á MORGUN verður jarðsungin frá Dómkirkjunni frú Kristín Agnes Helgadóttir, Sundlauga- vegi 24, hér í bæ. Frú Kristín var fædd að Gísla- bæ á Hellnum, Snæfellsnesi, h. 21. jan. 1876 og var því komin á síðasta ár 8. tugsins. Foreldrar hennar voru Helgi Árnason hreppstjóri og kona hans Kristín Grímsdóttir, alkunn merkishjón í heimahéraði sínu og víðar. — Áttu þau 16 börn — 8 syni og 8 dætur — og eru nú af þeim aðeins tvær systur á lífi, Guð- björg, búsett hér í Reykjavík og Júníana á Akureyri. Frú Kristín var heima hjá for- eldrum sínum til 19 ára aldurs, en réðist þá sem aðstoðarstúlka til prestshjónanna á Staðastað, séra Eiríks Gíslasonar og t'rú Vil- borgar Jónsdóttur. Var hún hjá þeim um fjögurra ára skeið. Árið 1909 giftist hún Jóhann- esi M. Sandhólm, kaupmanni á Hellissandi. Var brúðkaup þeirra haldið á heimili foreldra hennar með miklum rausnarbrag. Áttu þau heima á Sandi til ársins 1932, en fluttust þá hingað til Reykja- víkur. Mann sinn missti frú Kristin árið 1947, og eftir það hélt hún heimili um nokkur ár með bróður sínum, Árna Helga- syni, sem dvalið hafði hjá þeim hjónum um langt skeið. Hann lézt árið 1951 og nokkru síðar fluttist hún til fósturdóttur sinn- ar Þórhildar Hallgrímsdóttur og manns hennar Atla Þorbergsson- ar skipstjóra og var hjá þeim síðan, unz hún þurfti að fara í sjúkrahús, í desember s.l. Þeim Jóhannesi og Kristínu varð ekki barna auðið. En einn dreng hafði hún eignast áður, en missti hann 3 ára gamlan. Var það henni mikill harmur og sár, sem aldrei greri til fulls. En þótt þau hjón eignuðust ekki börn sjálf, voru börn þó jafnan á heim- ili þeirra. Tvær fósturdætur ólu þau upp og gengu þeim að fullu í foreldra stað. Sú eldri, frú Ingileif Magnúsdóttir, sem er bróðurdóttir Jóhannesar, kom til þeirra 5 ára gömul, en bá ''mgri, Þórhildi, tóku þau nýfædda. — Faðir hennar drukknaði áður en hún fæddist og móðirin dó frá henni tveggja daga gamalli Hún þekkti því ekki aðra foreldra en fósturforeldra sína, enda hefði samband þeirra ekki getað verið ástúðlegra, þótt hún hefði verið þeirra eigið barn. Ýms önnur börn dvöldu einnig á heimili þeirra hjóna um lengri eða skemmri tíma, og öllum var þeim Jónasson frá Brennu, sá er átti hugmyndina að hlaupinu fyrir 40 árum, verður ræsir. 26 keppendur verða í hlaupinu að þessu sinni, 7 frá ÍR, 6 frá UÍA, 5 frá UMSE, 2 frá KR, 5 frá HSK og 1 frá UMFK. Stjórn ÍR hefur þegar að mestu gengið frá undirbúningi hlaups- ins; dregið hefur verið um númer keppenda, en þeir eru þessir: 1. Oddgeir Sveinsson KR 2. Njáll Þóroddsson, ÍR 3. Sigurður Guðnason, ÍR 4. Stefán Árnason, UMSE 5. Þórhallur Guðjónsson UMFK 6. Már Hallgrímsson UIA 7. Hilmar Guðjónsson ÍR 8. Árni Óskarsson UMSE 9. Hafsteinn Sveinsson, HSK 10. Sveinn Jónsson, UMSE 11. Rafn Sigurðsson, UIA 12. Svavar Magnússon, KR 13. Óskar Sigurðsson, UIA 14. Stefán Skagfjörð, UMSE 15. Guðmundur Bjarnason ÍR 16. Stefán Magnússon UMSE 17. Bergur Hallgrímsson UÍA 18. Niels Sigurjónsson, UÍA 19. Sigurgeir Bjarnason, ÍR 20. Guðm. Hallgrímsson, UÍA 21. Kristján Jóhannsson, ÍR 22. Heiðar Georgsson, ÍR 23. Eiríkur Þorgeirsson, HSK 24. Eiríkur Steindórsson, HSK 25. Einar Benediktsson, HSK 26. Sigmundur Ámundason HSK Minningarorð auðsýnd sú umhyggja og ástúð, sem Jóhannes og Kristín áttu í svo ríkum mæli og létu ávallt í té þeim, sem hjálpar þurftu eða á einhvern hátt höfðu farið á mis við hamingju lífsins. Munu þeir ótaldir, sem minnast þeirra með þakklátum huga frá áruhum í Sandi fyrir margs konar kær- leiksverk, sem unnin voru ón vit- undar almennings, en geymast í hjörtum þeirra, sem nutu. Frú Kristín var kona dul og stillt vel, sem flíkaði ekki til- finningum sínum framan í ná- ungann. Nóvist hennar fylgdi allt af friður og notaleg kyrrð. Festa og öryggi einkenndi mjög alla framkomu hennar. í hópi ætt- ingja og vina var oft létt yfir henni og brá hún þá fyrir sig góðlátlegri gamansemi á sinn sér- stæða og hugljúfa hátt. — Hún undi bezt á heimili sínu, fór lítið út og gaf sig lítt að ókunnugum. En vinátta hennar og tryggð við þá, sem hug hennar unnu, var traust sem bjarg. Frú Kristín tók öllum áföllum lífsins með þeirri festu og still- ingu, sem henni var í blóð borin. Hún bar harm sinn í hljóði, þótt sárin væru djúp og sein að gróa. Eitt þyngsta áfall hennar í lífinu var það er bróðir hennar, Jó- hannes tréskurðarmeistari, sem hún unni mjög, varð úti á afmæl- isdegi hennar árið 1920, þegar hann var á leið til að heimsækja hana og færa henni í afmælis- gjöf listaverk, sem hann hafði smíðað til þess að gleðja hana á þessum degi. Eftir það fór hún að kenna hjartabilunar, sem þjáði hana nokkuð það sem eftir var ævinnar, en að öðru léyti var heilsa hennar góð, þangað til s.l. haust, er hún fór að kenna sjúk- d.óms þess, er sigurinn vann að lokum. Frú Kristín átti því láni að fagna, að eiga ástvini, sem unnu henni mjög og létu sér alla stund j annt um hana. Mun næsta fátíð sú ástúð og umhyggja, sem hún naut hjá fósturdóttur sinni, Þór- hildi, manni hennar og sonum þeirra, sem voru miklir ömmu- drengir. Eigi má heldur gleyma þeirri frábæru ræktarsemi, sem Guðbjörg, systir hennar, sýndi henni alla tíð. Komu þær frú Þór- hildur báðar til hennar í sjúkra- húsið flesta daga og léttu henni banaleguna með öllum þeim hætti, sem í mannlegu valdi stóð. Við vinir og ættingjar frú Kristínar gerum okkur þess fulla grein, að eins og heilsu henn ar var komið, var æskilegt að vistaskiptin drægjust ekki leng- ur. En söknuður fyllir hug okkar þegar við lítum yfir liðna daga, minnumst alls, sem við eigum henni að þakka. Við kveðjum hana í öruggri vissu um það, að hún muni nú uppskera eins og hún sáði og segjum: „Hafðu þökk fyrir allt og allt“. V. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.