Morgunblaðið - 17.04.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.04.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 17. apríl 1955 MORGUHBLAÐIÐ 1 leynt að bsta úr gjalfSeyrisvaud- ræðunum með auknum ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Njálsgötu 74, er sextug á morg- un, 18. apríl. Vinir hennar munu tæpast trúa því, að hún hafi þeg- ar íyllt sjötta áratuginn, því að hún er ennþá svo ung í anda og ekki síður í útliti. En kirkjubæk- urnar verða ekki rengdar. Anna er dóttir Soffíu Þorkels- dóttur og Guðmundar Þórðarson- ar, símamanns, sem starfaði í um það bil þrjátíu ár við símann og mörgum eldri Reykvíkingum er að góðu kunnur. Hún er fædd á Akranesi, en fluttist með foreldr- um sínum á öðru ári til Reykja- víkur, þar sem hún hefur átt heima síðan. Hún getur því með réttu talizt Reykvíkingur. Hún er einbirni og naut í uppvextin- um ástríkis foreldra sinna og ömmu og afa, sem hún galt þeim í ríkum mæli, þegar þau þurftu á að halda. — Foreldrar hennar voru bæði hjá henni í ellinni og nutu umönnunar hennar, hjúkr- unar og hjartahlýju. Anna er gift Árna Ólafssyni frá Blönduósi, mannkosta manni miklum. Heimili þeirra hjóna er vistlegt og vinalegt og ber vott um myndarskap húsfreyjunnar. Þau hjón eru samhent og gest- risin, enda stendur heimili þeirra opið fyrir stórum skyldmenna- og vinahópi. Þeir verða því áreið- anlega margir, sem hugsa hlýtt til Önnu í dag á sextugs afmæli hennar. _ Það e,ru kringum tuttugu ár síðan ég, sem línur þessar rita, kynntist Önnu Guðmundsdóttur. Eg var þá vegalaus unglingur, sem átti fáa að hér í Reykjavík. En ég minnist þess alltaf, hversu alúðleg þau hjón voru við mig, bláókunnugan, og vildu allt fyrir mig gera. Og ég átti eftir að kynnast_ Önnu Guðmundsdóttur betur. Ég komst brátt að raun um, að hún bjó ekki aðeins yfir ytri glæsileik, því að hún er fr.íð kona, heldur einnig þeirri hlýju hjartans, sem meira er um vert. Anna Guðmundsdóttir hefur mikinn áhuga'á andlegum mál- um. Hún trúir á framhald lífsins á oðrum tilverusviðum og hefur tileinkað sér þau sjónarmið, að líðan manns í öðru lífi fari að miklu levti eftir breytni manns hér á jörðinni. Það er ekki of- mælt, að mesta gleði hennar í líf- inu sé að gleðja þá, sem hún veit að eiga bást og eru hjálparburfi. Og vel sé þeinver finna. að sönn hamingja er ekki fóMn i verald- legri velgengni, heldur þeim fjármunum, sem mölur og ryð fá ekki grandað. Ég þakka þér, Anna, alla alúð og vináttu á Hðnum árum og flyt þér mínar innilegustu árnaðar- óskir. Guðjón Elíasson. 14 karata og 18 karata. TRULOFUNARHRINGIR Kaupmannahöfn í marz 1955. ÞAÐ var vitanlega engin til- viljun, að Kampmann fjár- málaráðherra valdi laugardag til að leggja tillögur sinar um aukna óbeina skatta fyrir þjóðþingið. Hann gerði sér vonir urr>. að þær yrðu samþykktar áðiir en verzlanir yrðu opnaðar á mánu- dagsmorguninn. Þannig átti að komast hjá því, að fólk keypti vörur í gróðaskym eftir að skattatillögurnar voru birtar en áður en bær öðluðust gildi. En þegai Kampmann stóð á ræðustól þingsins og skýrði frá tillögum sínum, þá höfðu verzl- anirnar í heila viku verið fullar af fólki, sem keypti ógrynnin öll af vörum, er búist var við að nýju skaiíarnir yrði, lagðir á. Flestir keyptu fatnað, margir líka mikið af róbaki og áfengi, en hvorki tóliiksskattar 'né áfengis- skattar vuru þó auknir. Það var lika keyp'; mikið af bílum. Dag- inn áður en Kampmann lagði skattatillögurnar fyrir þingið var t. d. löng bílabiðröð utan við bílaskráningarskrifstofuna við Frederiksholms Kanal. Var þarna margra klukkustunda biðtími. 600 bílar voru skrásettir þennan dag, en það var h. u. b. þrisvar sinnum meira en nokkru sinni áður á eiium degi. ÖS f BÚBUM OG HAMSTUR Ösin í núðunum jókst, þegar leið á v'kuna, og var síðustu vikudagan jafnvel meiri en fyr-, ir jólin. Sumar verzlanir seldu þarna á einr.i viku meira af fatnaði en annars á heilum mánuði. Fólk sem keypti allar þessar vörur vildi endilega að ekki væri haldið að það væri að hamstra. Þetta er ljótt orð í Dan- mörku. Það var bannað að hamstra á stríðsárunum, þótt margir geröu það, en nú er það leyfilegt. Samt sem áður kom fólk með allskonar skýringar á kaupunum. „Ég fer til útlanda um helgina", sögðu sumir og keyptu s,-o bæði vetrar- og sumarföt. ,,Þér ætlið ef til vill að fara kfingt'm hnóttinn", svar- atíi afgreiðsiustúlkan í einni verzluninni Konurnar keyptu kjóla og sögðust endilega þurfa að fá þá fyrir helgina, af því að þá væru þær boðnar í veizlu. Það virtusc vera haldnar óvenju- lega margar veizlur í Kaupmannp höfn einmitt um þessi vikulok. ¦Þegar skattatillögurnar voru birtar, þá "eyndust öll þessi vöru- kaup ónHuðsynleg. Nýju skatt- arnir eru nefnilega lagðir á vör- urnar í hoiídsölu, en í smásölu- verzlunum er ennþá mikið af þessum vörum. Sumar smásölu- verzlanir hafa birgðir til nokk- urra mánaða, og þær verða seld- ar fyrir gamla verðið. HORFURNAR I GJALD- EYRISMÁLUNUM Daginn áður en skattatillögurn ar voru birtar skýrði Krag við- skiptaráðherra þingh.u frá horf- unum í gjaldeyrismálunum. Greiðsluh'-dlinn nam í fyrra h. u. b. 500 milljónum kr. Ráð- herrann býst við nýjum 500 milljóna halla á þessu ári, ef ekkert yrði gert til að bæta úr vandræðu'ium. Halhnn verður þó ennþá meiri, sagði Krag, ef hlutfallið milli innflutnings- og útflutningsverðsins breytist áfrarn Dönum í óhag. Ráðherrann nefndi 3 aðal- ástæður til þessarar slæmu af- komu. í fyista lagi fer innflutn- ingur vaxandi, en útfiutningur á landbúnaðarvörum minnkar vegna hinnar lélegu uppskeru í fyrra. í öðru lagi hefur verð á innfluttum vörum hækkað og verð á surnum útflutningsvörum lækkað. í þriðja lagi hefur neyzl- an í landinu aukist. „Jálaös" í verzlumim € ótfa vlö hœkkandi verðlag Kaupmannahafnarbréf frá Pál's Jénssyni &!!faf úm Mr emn Kampmann, fjármálaráSherra. DREGIÐ UR KAUPMÆTTI LAUNA Ri'kisstjórnin vill ekki grípa til innfluíninashafta til að draga úr gjaldeyriseyðslunni, enda mundi meiri hluti þingsins ekki hafa fallist á tillögur í þá átt. Ríkis- stjórnin valdi því þá leiðina, að minnka kaupmáttinn í landinu um allt að 500 milljón kr. á ári í tvö ár, aðallega með því að auka ýmsa óbeina skatta. Tilfinnanleg- astir verða hinir nýju söluskatt- ar, 10% á tilbúnum fötum og 15% á álnavöru, og svo hækkun- in á benzinskattinum, 15 aura á Htra. Þar að auki verða skattar hækkaðir á mörgum öðrum nauðsynjavörum. Engir skattar verða þó lagðir á matvörur. En í ráði er að afnema ríkisstyrk til niðurgreiðslu á mjólkurverði, sem hækkar þá um 8 aura lítr- inn. Nú búast margir við, að vöru- kaupaferðivnar til Svíþjóðar hefjist að nýju. Vegna nýju skatt- anna verður ódýrara fyrir Dani að kauoa ýmsar vörur hinum megin Eyrarsunds. Og þeir geta fengið á löglegan hátt sænskan gjaldeyri fvrir tvö þúsund dansk- ar kr. á ári. LITILL MEIRIHLUTI H. C. Hansen forsætisráðherra lagði kapp á að skapa samvinnu milli allra aðalflokkanna um hin- ar óvinsælu skattatillögur. En þær fengu aðeins stuðning jafn- aðarmanna, róttæka flokksins og Thorkils Kristensens fyrv. fjármálaráðherra úr vinstri- flokknum. Skattatillögurnar voru því samþvkktar með örlitlum meirihluts, nefnilega 89 atkvæð- um gegn 86. Ef Thorkil Kristen- sen hefði ekki stutt þær, þá hefðu þær ekki fengið nema eins atkvæðis meirihluta. Róttæki flokkurinn bjargaði þarna jafnaðarmannastiórninni að nýju eins og í september í fyrra. þegar Hedtoft lagði fyrir þingið tillögur til úrbóta í gjald- eyrismálunum. Þá þröngvaði rót- tæki flokkurinn ríki^stjórninni til að skera niður hernaðarútgjöld- in. Hermálaráðherrann hefur seinna viðurkennt. að þessi nið- urskurður var ekki eínahagsleg heldur pólitísk nauðsyn. Bertel Dahlgaar^J talsmaður róttæka flokksins vmpraði nú á þvíi þing- inu, að oýr niðurskurður á hern- aðarútgjöldum væri nauðsynleg^ ur. Hafi hann borið fram kröfur um þetta \ ið ÍQrsætisráðherrann, þá hefur hann að minnsta kosti ekki fengið þeim framgengt í þetta sinn eins og í fyrra. GJALDEYRISKREPPA FÖKUNAUTUK JAFNAÐARMANNASTJÓRNA Það urðu heitar umræður í þinginu um tillögur i'íkisstjórn- arinnar. F.raft talsmaður íhalds- manna sagði m. a., að gjaldeyris- kreppur séu óaðskiljanlegur föru nautur .i.ifnaðarmannastjórna. Þjóðbankinn eignaðis' 400 millj. kr. gjaldcyrisforða á meðan borgaraflokkarnir sátu við völd. Þetta átti að vera eins konar varasjóður, sem hægt væri að grípa til, ef t. d. uppskerubrest- ur skapaði erfiðleika í gjaldeyris- málunum. En þegar jafnaðar- menn tóku við völdum, þá sax- aðist fljótlega á gjaldeyriseign- ina, og hún var til þurrðar ausin, þegar menn þurftu á henni að halda, þ. e a. s. þegar uppskeru- bresturinr. kom til sögunnar. Og nú er Þjóðbankinn kominn í 250 milljóna ki. gjaldeyrisskuld. BYRDARNAR VERDA AD KOMA AÐ TDLÆTLUBUM NOTUM Afstaða stjórnarandstöðunnar (íhaldsmanna og vinstrimanna) til stjón.arfrumvarpanna um skattahækkanirnar var þessi: Við getr.m ekki lagt svona þungar byrðir. á herðar þjóðar- innar án þess að hafa tryggingu fyrir að þær komi að tilætluðum notum, en það höfum við ekki. Tillögur r'kisstjórnarmnar leysa ekki gjaldfyrisnálin nema um leið verði dregið úr lánveiting- um ríkisins til húsbygginga og komið í veg fyrir að skuldir fjár- málaráður.eytisins við Þjóðbank- ann aukist. í fyrra veitti ríkisstjórnin ná- lega 600 niilljóna kr. lán til hús- bygginga. Það er að meðaltali rúmlega lv2 milljón á dag. Hún hefur aflað sér fjár til þessara lánveitinga aðailega með því að taka peningana út í hlaupareikn- ing sinn ': Þióðbankanum Fjár- málaráðuneytið er þannig kom- ið í rúmiega 500 milljóna kr. skuld við bankann í stað 200 milljóna innistæðu, þegar jafn- j aðarmenn tóku við vóldum. j Þetta mikla fé, sem rikisstjórn eys út úr Þjóðbankanum til húsa- bygginga, er ein af orsökum gjaldeyris-'andræðanna, ' segir stjórnarandstaðan. og krefst þess, að ríkislánveitingar til húsa- bygginga verði smátt og smátt afnumdar á 4 árum. Þetta gat rikisst.iórnin ekki íalHst á, þótt hún hins.vegar virðist ætla sér að draga pitthvað úr þessum lán- veitingum. ÞAÐ er saga um burn, sem sýnd er í Austurbæjarbíói þessa dag- aria, hvað eftir annað fyrir fullu ; húsi, enda er myndin einkar hug- i ljúf og skemmtileg — að mirujrta I kosti öllum þeim, sem ^flflm I hafa áð öllu því er fyrir keTmir • á barnmörgum heimUum. | Myndin er vel gerð. Hún gefur ' innsýn í líf hamingjusamra, ungra og glaðra hjóna, sem flðplía börn og heimiHslíf, Margar slíkar myndir hafa verið gerðaí, og mörgum kvikmyndaframíeiðánd- anum þá hætt til að sýna ósiáJSia hamingjubraut fjölskylduíirmr og rígbinda rás myndarinnar við það. En svo er ekki hér, því þMtt . fyrir alla hamingju þessarar'fS'SU , skyldu, þá kemst hún í snertin^u við önnur börn, sem íarið :hafa . varhluta að gæðum heimsihs'1!— hafa beðið sálutjón af sam*vfet jvið foreldra, er ekki vorU 'hSáf til að hafa börn eða orðið á'Snn- an hátt hart úti á fyrstu áriím æfinnar. Á hinu nýja heimili —¦ hjá ungu hjónunum og böAnSn þeirra þrem — sjá þau lífið Sftur í réttu Ijósi og sú lífsreý^risla verður hjónunum og börnúm þeirra lærdómsrík. M< " Leikur í myndinni er ei^ikar góður. Það úir og grúir^af skemmtilegum atriðum — * sv<> mannlegum, að það snertir eitt- hvað í brjósti hvers eiÁásta manns. En í myndinni er elíki' eilíft skin — hún sýnir og'eí'f.ið- leika og baráttu Hún sýnir 'lifið sjálft. — Spectator. •'¦ KasflS úkl vltidliRda ENGAR KAUPGJALDS- HÆKKANIR j Þegar fyrst fréttisc, að ríkis- stjórnin hefði í hygg.ju að hækka óbeina skatta vegna gjaldeyris- I vandræðanna, þá kröíðust allir I borgaraflokkarnir þess, að nýju ' skattarnir yrðu ekki meðtaldir, þegar visitala íramfærslukostn- i aðar yrði -eiknuð út. H. C. Han- sen forsætisráöherra sagði um sama leyti að 'ráðstriíanir, sem menn gérðu til áð draga úr kaup- mættinum, yegna oí mikíHar gjaldeyrise'v'ðslu.'mætti ekki hafa kaupgjálds'hækkun i för með sér. En verikalýðsielögin gátu ekki fallist á, að 'þessum sköttúm yrði haldið utan vío vís'tÖlu fram- i53 3 dOUhsa RAUÐI KROSSINN í Syíþjóð hefir beint þeim tilmælum til tóbaksverksmiðja í landinu, að á vindlingapakkana verði frímr- vegis sett aðvörun um, að láta ¦ ekki vindlingastubba Hggja þar sem börn geti náð til þeirra, þar sem stubbarnir eru eitraðir og hættulegir börnum, sem vilja stinga öllu mögulegu upp í sig. ---------------------------------------------------i^__ færslukostnaðar, sem dýrtiðax- uppbætur byggjast á. Ríkisstjórnin var því þm ¦ i 'vanda stödd Ef 'nún he:'ði , > ' að vilja v rkamanna : |:>es«ý u hefði meiri hluti þingsin.-. > á móti heimi. En hin- vegar var erfitt fyrir jafnaðarmannastjórn að snúast á máti krófurn verka- ! „KOLUMBUSAREGG" I FJÁKMÁLARÁBHERRANS En svo lagði Kampmann til, að skattgjaldendur fái . ríkis^ skuldabréf í uppbót á skatii? hækkanirnar. Þessi tillagá, s|rtt menn ka!Ia Kolumbusar-egiið hans Kampmanns, leysti vanda- málin viðvikjandi vísitölunni. Nýju skattarnir verða méðtald- ir í útreikningi vísitölunnar. Þeir auka útgjöld vísitölufjölskvld- unnar um 200 kr., en syo . fær hún 200 k'<-. í ríkisskuldabréfurn. Skattahækkunin veldur þv^ ekki hækkun á visitökmni. . i I Þingið samþykkti tillögima i^m skuldabréfin. Fer það eftir.ska^tt- skyldum tekjum borgaranna, hv.e, mikla up>"'hæð hver þeirr.a |ær í skuldabréfum. ' Enginn . faer rrrinna en 40 kr. og onginn meira en 280 kr. Við þetta bætást seinna ve>cti.r. Þessi skuldabréf má hvorki selja né veðsetja. Þáú verða leys'. inn á árunum 1962—: 1971. Skattgjaldandi, seni f'ær ! 280 kr. skuidabréf, fær að yöxt- Urri 'meðtöldum greiddar 350 _kr., ef skuldabréf hans verðui? íeyst inrí'árið 19!i2 en 585 kr., hí jrXö verður e!;ki leyst inn fyrr' en 1971. ' Páll Jónssrtn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.