Morgunblaðið - 17.04.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.04.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 17. apríl 1955 MORGVNBLABEB Rey kjavíkurbréf: Laugardagur 16. apríl 4* Skuggalegar horfur s verkfallsmálum — Tilgangslausasta vinnurfeilan — Ut i öng- þveitið — Velmegun snúið upp á vandræði — Endurskoðun skattalaganna — Barna- legt gort Tímans — Sameiginleg áhugamál beggja stjórnarflokkanna — Utanríkis- Skuggalegar horfur í verkfallsmálunum AFIMMTU viku er nú liðið síð - an verkfallið hófst í Reykja- yík og Hafnarfirði. Því miður hefur lítið gerzt á þeim tíma. sem fært hafi deiluaðila nær lausn þess. Það eina, sem raun- verulega hefur gerzt er það, að vinnuveitendur buðu í upphafi verkfallsins fulltrúum verkalýðs- félaganna 7% kjarabætur til handa Dagsbrúnarmönnum í formi lengra orlofs, vísitölubreyt inga, sérkrafna og grunnkaups- hækkana. En því tilboði var vís- að á bug og það kallað „smánar- tilboð" í blöðum kommúnista. Gagntilboð verkalýðsfélaganna var hins vegar það að lækka upprunalegar kröfur lægzt laun- uðu verkamanna úr 30% grunn- kaupshækkun í 25%. Ennfremur lækkuðu iðnaðarmenn grunn- kaupskröfur sínar í 21%. Eins og kunnugt er, nema kröf- ur verkalýðsfélaganna, þegar kröfur um aukin fríðindi eru tal- in með, "yfir 70% kauphækkun. Tilgangslausasta vinnudeilan Á ÞAÐ hefur verið bent hér í blaðinu, að vinnudeila sú, sem nú stendur yfir og orðin er lengri en flestar aðrar vinnu- deilur, sem hér hafa verið háðar, sé ein hin tilgangslausasta, sem um getur hér á landi. Lægst launuðu verkamennirnir hafa skipað sér við hlið hæst launuðu iðnaðarmannanna í landinu Af verulegri launahækkun iðnaðar- i mannanna hlyti að leiða mikla hækkun byggingarkostnaðar í landinu. En af því leiddi aftur, að umbætur verkamanna og ann- ars láglaunafólks í húsnæðismál- um, hlytu að torveldast að mikl- um mun. Það er hins vegar vit- , að, að skortur á húsnæði og há húsaleiga er ein meginástæða' þess, að margt fólk á erfitt með, að láta laun sín hrökkva fyrir nauðsynjum. Það, sem raunverulega hef- ur því gerzt í yfirstandandi verkfalli er það, að kommún- istar hafa leitt þúsundir verka manna út í baráttu fyrir hækkun byggingarkostnaðar og þar af leiðandi versnandi aðstöðu í lífsbaráttu þeirra. En við þá staðreynd, að kauphækkun iðnaðarmanna hlyti að torvelda framkvæmd- ir og umbætur í húsnæðis- málum, bætist svo það, að hækkað kaupgjald til verka- manna hlyti lögum samkvæmt að þýða hækkun á verðlagi landbúnaðarafurða. Verkalýðssamtökin myndu því á komandi hausti standa í ná- kvæmlega sömu sporum að því er snertir kaupmátt launa sinna og fyrir verkfallið, yrði niður- sstaða þess verulega hækkað kaupgjald. Það, sem verst væri þó yrði sú verðfelling pening- anna, sem hlyti að leiða af stór- feljdum kauphækkunum. Komnir út í öngþveiti KOMMÚNISTUNUM og banda- mönnum þeirra, sem bera ábyrgð á núverandi verkfalli, er nú orð- ið það ljóst, að þeir eru komnir með þúsundir manna út í algert öngþveiti. Verkfallið er nú orðið eitt hið lengsta, sem hér hefur verið háð. Kommúnistar og forseti Alþýðu- sambandsins hafa þó lýst yfir því síðustu daga, að þeir séu reiðubúnir til þess að halda því áfram næstu mánuði. Meðal al- mennings og verkfallsmanna sjálfra gætir hins vegar hins rnesta leiða á þessu ástandi. Verk- íallsmenn brestur sjálfa sann- málin og meðferð þeirra — Hinn gamli hælbítsháttur Frá útifundi verkalýðssamtakanna á Lækjartorgi 8.1. miðvikudag: yfir því, að verkfallið kunni að standa í þrjá mánuði. færingu fyrir því, að þeir bæti kjör sín, enda þótt þeir fengju töluverða kauphækkun. Fólkið hefur séð skrúfu verðbólgunnar rýra verðgildi peninganna á und- anförnum árum. Það hefur séð atvinnuleysi fylgja í kjölfar hallareksturs atvinnuveganna. — En það hefur einnig fundið hvernig viðreisnarráðstafanir þær, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um í ársbyrjun 1950, hafa verkað. Næg atvinna skapaðist, framleiðslan jókst, nægt vöruframboð tók við af svarta markaðnum og vöruskort- inum, sem þjarmaði að öllum al- menningi í landinu. Almenningur hefur einnig séð, að þegar yfir- standandi verkfall hófst, var hér velmegun og meiri atvinna og framkvæmdir en oftast áður. Þessu ástandi hafa hinir lánlausu leiðtogar yfirstand- andi verkfalls snúið upp í vandræði, stór átök milli stétta þjóðfélagsins og dag- legan hatursáróður af hálfu þeirra manna, sem vilja lýð- ræðisskipulagið feigt. Mikil ógæfa YFIRGNÆFANDI meirihluti þjóðarinnar gerir sér það ljóst, að þetta verkfall er pólitískt af hálfu kommúnistanna, sem hafa hrundið því af stað. Það hefur ekki fyrst og fremst þann tilgang að treysta fjárhagsaðstöðu verka fólksins. Tilgangur þess er aftur á móti allt annars eðlis, sá að treysta aðstöðu kommúnista- flokksins á íslandi, binda endi á hina pólitísku eyðimerkurgöngu hans. | Það er vissulega mikil ógæfa, að þúsundir heimila í landinu og þjóðfélagið í heild skuli nú daglega bíða stór- kostlegt tjón og óhagræði vegna tilrauna kommúnista til þess að reisa við flokk sinn, en eyðileggja afkomugrund- völl alls almennings í land- inu. En allar horfur eru nú a því, að kommúnistar muni ekki uppskera aukið traust og fylgi fyrir forystu sína um verkfallið. Heilbrigð dóm- greind fólksins sér í gegnum þann skollaleik, sem þeir hafa sett á svið, og það einstæða ábyrgðarleysi, sem mótar framkomu leiðtoga þcirra. Endurskoðun skattalaganna EINS OG kunnugt er hét núver- andi ríkisstjórn því í málefna- samningi sínum að beita sér fyr- ir endurskoðun skattalaganna. Var það loforð efnt á síðasta þingi að því er snertir skatt- greiðslur persónulegra gjald- enda. Skattar þeirra lækkuðu samkvæmt tillögu ríkisstjórnar- innar á síðasta ári að meðaltali um 29%. Kom sú skattalækkun fyrst og fremst fólki með lágar og miðlungstekjur að gagni. Ætlunin var hins vegar að ljúka endurskoðun skattalaga að því er snertir skattgreiðslur fé- laga á því þingi, sem nú stendur yfir. En það hefur ekki tekizt. Hefur fjármálaráðherra því lagt fram frumvarp um að félögin skuli á þessu ári njóta þeirra 20% skattalækkunar, sem þau fengu til bráðabirgða á síðasta ári. Það er miður farið, að ekki skyldi takast að ljúka þessari endurskoðun skattalaga á þessu þingi. Skal ekki rætt frekar um ástæður þess, að svo fór að sinni. En því verður að treysta, að tím- inn fram til næsta þings verði notaður til þess að ljúka þessu verki. Á það munu Sjálfstæðis- m'enn leggja áherzlu. Barnalegt gort Tímans MÖRGUM eru ennþá í fersku minni þær staðhæfingar Timans fyrir síðustu Alþingiskosningar, að eiginlega hefði Framsóknar- flokkurinn framkvæmt allt, sem til umbóta hefði horft í þessu landi á undanförnum áratugum. Sérstakt kapp var á það lagt af hálfu Tímamanna, að þakka Framsóknarflokknum hvers kon- ar mannvirki, sem risið hefðu i Reykjavík. Á meðal afreka hans voru þá talin: Sundhöllin, Há- skólinn og Hótel Borg!! í Reykjavík var almennt hent gaman að þessu gorti Tímans. Varð og niðurstaðan sú, að Framsóknarflokkurinn tapaði verulega í báðum kosn- ingunum. í Alþingiskosning- unum tapaði hann þingsæti sínu hér í Reykjavík og einu sveitakjördæmi. í bæjarstjórn Forseti Alþýðusambandsins lýsir — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. «f| arkosningunum tapaði hann hér nokkur hundruð atkvæð- um og hélt með naumindum einum fulltrúa af 15 í stjórn höfuðborgarinnar. Ætla mætti, að Tíminn hefði lært eitthvað af þessu og reyndi því að draga eitthvað úr oflæti sínu. En því fer víðs fjarri. Sið- astliðinn fimmtudag birti blaðið forystugrein, þar sem það þakk- ar Framsóknarflokknum öll höf- uðmál núverandi ríkisstjórnav. Hann á einn að hafa tryggt halla- lausan ríkisbúskap, útvegun fjár- magns til landbúnaðarins, undir- búning raforkuframkvæmda og aukinn stuðning við íbúðabygg- ingar. Síðan segir blaðið, að ekki sé hægt ,,að benda á nein sam- bærileg verk á vegum þeirra ráðuneyta, er Sjálfstæðismenn veita forystu"! Það er óþarfi að hef.ia kapp- ræður við málgagn sjálfhælninn- ar og oflátungsháttarins um þessa staðhæfingu. Svo einstaklega h.iá- kátleg og barnaleg er hún. Sjálf- stæðisflokkurinn tók upp barátta fyrir hagnýtingu fossaflsins fyrir rúmum 25 árum. Hann hefur síð- an haft forystu um allar glæsi- legustu raforkuframkvæmdir landsins, og jafnframt um setn- ingu þeirrar löggiafar, sem virkj- unarframkvæmdir þjóðarinnar byggjast nú á. Framsóknarmenn sýndu fyrstu tillögunum um raf- væðingu sveitanna fullan fjand- skap. Og Tíminn kallaði fyrstu virkiun Sogsins „samsæri and- stæðinga Framsóknarflokksins." enda þótt raforkumálin heyrl undir eitt ráðuneyta hans. Sama má segja um húsnæðis- málin. Báðir flokkarnir höfðu ríkan áhuga fyrir því, er stjórnin var mynduð að gera stórt átak í þeim málum. Að því hefur síðan verið unnið af fulltrúum þeirra á þingi og í ríkisstjórn, að undir- búa tillögur um aukinn sttfðn- ing við íbúðabyggingar og fram- búðarlausn þeirra mála. Vita allir, sem þar þekkja til, að hið mikla undirbúningsstarf, sem. unnið hefur verið að því frum- varpi, sem stjórnin hefur nú lagt fyrir Alþingi, hefur ekki síður verið unnið af leiðtogum Siálf- stæðisflokksins en fulltrúum Framsóknarflokksins í ríkis- stiórn og á þingi. Sú staðreynd bætist svo við, að alþjóð veit, að á undan- förnum árum hafa engir haft eins giftudrjúga forystu um umbætur í húsnæðismálum landsmanna og einmitt Sjálf- stæðismenn. Tíminn breiðir ekki yfir þess- ar staðreyndir með gorti og of- látungshætti. Hann verður þvert á móti til áframhaldandi a(- hlægis fyrir tilraunir til auð- virðilegs málaefnahnupls. Utanríkismálin og meðferð þeirra Á ÁRUNUM 1947—1953 stýrði Bjarni Benediktsson utanríkis- málum íslendinga. Vann hann þar mikið og gott starf og og átti á því tímabili allra manna rík- astan þátt í að byggia upp og móta íslenzka utanríkisstefnu, sem hinir þrír lýðræðisflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn arflokkurinn og Alþýðuflokkui- inn sameinuðust um. Enda þótt Framsóknarflokk urinn ætti sæti í rikisstjóm allt þetta tímabil, sem Bjarni Benediktsson fór með stjóra utanríkismála, og bæri því ábyrgð á framkvæmd utan ríkisstefnunnar, hélt blað hans uppi stöðugum rógi og narti í utanríkisráðherrann. Hikaði það jafnvel ekki við að dreifa út alls konar gróusögum kommúnista um framkvæmd þessara mála. En þetta sakaði hvorki Bjarn.i Benediktsson né Siálfstæðis- flokkinn. Mikill meirihluti þjóð- arinnar sá og skildi, að þessum vandasömu málum var stiórnað að dugnaði og fyrirhyggiu undir forystu Biarna Benediktssonar. Framsóknarflokkurinn uppskar heldur ekki neinn hagnað af' hringlandahætti blaðs síns í ut- anríkismálunum. Nýr flokkur, Þióðvarnarflokkurinn, var stofn- aður, sem hjó verulega inn í rað- ir Framsóknarmanna og vann af honum þingsæti hans í Reykja- vík. Við þennan flokk eru Fram- sóknarmenn nú hræddari en flest annað. Sameiginleg áhugamál beggja stjórnarflokkanna SEM BETUR fer sáu þó Fram- sóknarmenn að sér þegar tím- ar liðu. Þess vegna ríkti gott samkomulag við myndun nú- verandi stjórnar um að gera framkvæmdir í raforkumálum að einu af höfuðstefnumálum stjórnarinnar. Báðir núver- andi stjórnarflokkar hafa svo unnið að framkvæmd . þessa fyrirheits stjórnarsamningsins af heilindum og áhuga. Hefur það sannarlega ekki síður komið í hlut Sjálfstæðismanna að útvega fé til hinna fyrir- huguðu framkvæmda, en ráð- herra Framsóknarflokksins, Hinn gamli hælbíts háttur FRAMSÓKNARFLOKKURINN fer með stiórn utanríkismálanna í núverandi ríkisstjórn. Sjálf- stæðismenn hafa að siálfsögðu veitt þeim ráðherra hans, sem þeim. málum stýrir, fullan stuðn- ing. Blöð Siálfstæðisflokksins hafa komið allt öðruvísi fram gagnvart honum, en Tíminn kom fram gagnvart Biarna Benedikts- syni. Engu að síður heldur aðal- málgagn Framsóknarflokksins stöðugt áfram að tala um það, að framkvæmd utanríkismálanna hafi mótazt af hinni mestu óreiðu, þegar núverandi utanrík- isráðherra tók við þeim. Hafi 1 Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.