Morgunblaðið - 17.04.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.04.1955, Blaðsíða 14
14 UORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. apríl 1955 H ¦C 3C aas -ag aac ~=^ DULARFULLA HUSIÐ EFTIR J. 6. PRIESTLEY R gg- aOC -arg- -a«r -ag r»r i-ag a& 3g Framhialdssagan 14 alltaf villuráfandi í myrkri og geri alls konar axarsköft mjóg hræðileg. Lífið er svo sem nógu slæmt, finnst þér það ekki?" „Ég er ekki viss um það". — Penderel þagnaði til að hugsa um spurninguna.' ,,Ég held, að ég hljóti að vera einn af hinum. Mér líður oft mjög vel í draum- unum, og ég get ekki hugsað til þess að vakna. Ef til vill kem ég inn í þitt draumaland, þegar ég vakna, mér finnst bað líkjast því eftir lýsingunni. Ef til vill erum við öll á reiki, þínir draumar eru mitt líf og svo framvegis". „Rétt eins og Lisa í Undra- landi, skiljið þið", sagði Margar- et. „Henni var sagt, að hún væri aðeins hluti úr draumum kon- ungsins — var það rauði konung- urinn eða sá hvíti? — og fór hún ekki að gráta? Ég man, hve ég vorkenndi henni mikið". „Já, gerum nú ráð fyrir, að herra Femm dreymdi okkur!" Og Penderel sá strax eftir því að hafa sagt þetta. Frú Waverton liorfði rugluð á hann, eins og hún hefði allt í einu munað eftir ein- hverju, sem hún hefði gleymt, meðan á samtali þeirra stóð. En eftir hverju gæti hún hafa mun- að? Aðeins hvar þau voru? Eða hafði hún komizt að einhverju, þegar hún var í herberginu með þessari einkennilegu ungfrú Femm? Ef til vill vissi hún það, sem hann vissi ekki, hvers vegna herra Femm var svona hræddur. Hve það var einkennilegt, ef ein- hver hræðileg vitneskja leyndist í þessu fagra andliti. „Það er líklegra, að okkur dreymi þau". Philip lækkaði röddina. „Ekki Femm sjálfan, þótt hann sé svo sem nógu ein- kennilegur. En hin tvö. Þau eru einmitt slíkt fólk, sem mig dreymir um, sérstaklega þessi stóri mállausi náungi — hvað heitir hann? — Morgan. Hann er verstur". Margaret gat ekki staðist það. „Hin, Phil. Ungfrú Femm" hvísl- aði hún. Hann laut að henni. „Hvað með hana?" „Hún er hræðileg". Philip leit snöggt á b^nq bví næst lést hann vera hneikslaður. „Jæja, þetta er dáliglegt að segja um húsmóðurina". „Nei, ég meina það, Phil. Hún er hræðileg. Mér verður illt af að hugsa um hana. Ég vil ekki korria nálægt henni". Philip var nú alvarlegur. — „Hvað hefur hún gert?" ,,Ó, ekkert. Það er ekki það, heldur hvað hún er. Ég skal segja þér það síðar". Margaret sneri sér við og sá, að herra Femm var rétt hjá þeim. Hann sagði þeim, að kvöldverðurinn væri reíðubúinn. Kaldur kvöldverður beið þeirra á borðinu. Það var rautt nautakjöt, kaldar kartöflur, og nóg brauð, smjör og ostur. Ung- frú Femm hafði sezt á vinstri hönd, Philip og Margaret settust við endann, herra Femm settist á móti systur sinni; og Penderel gekk hringinn í kring og settist niður og sneri bakinu í útidyrn- ar. Morgan leit enn ólundarlegar út en áður og stóð nú fyrir aftan ungfrú Femm. Phiiip horfði í kringum borðið og undraðist ekki. Þegar hann hafði fyrst farið út úr bifreið- inni út í regnið og myrkrið hafði hann verið alveg tilfinningar- laus, en notið þess samt óljóst, að fá skjól og yl og öryggi Nú voru tilfinningar hans komnar aftur í samt lag og hann fór að spyrja sjálfan sig spurninga. — Penderel leit í augu hans og glotti. Þetta var hugmynd Pend- erels, sagði hann við sjálfan sig, ekki hans hugmynd. En skyndi- lega játaði hann það fyrir sjálf- um sér. að honum geðjaðist ekki að þessu húsi og fólkinu, sem þar bjó. Þetta fólk hafði búið svo lengi Isngt frá öðru fólki og var nú orðið hálfbrjálað, og það var eins og húsið væri orðið gegn- sýrt af tortryggni þeirra og fremju. Jafnvel herra Femm, sem var að minnsta kosti sið- menntaður maður, var einkenni- lega viðbjóðslegur. Þetta voru skernmtileear hugsanir fvrir ó- boðinn gest, sem neytir hinnar litlu fæðu þessa fólks. „Segðu mér, Philip", sagði Margaret, „hvers vegna eru ljós- in svona flöktandi? Þau fara í taugarnar á mér. Það verður allt svo óraunverulegt hérna". „Það er sýnilegt að þau hafa sitt eigið rafmagn hérna", sagði hann henni, eins og það væri sjálfsagður hlutur. ;,Og það er eitthvað að rafgeyminum eða leiðslunum. Þú skalt ekki verða undrandi, þótt eitthvað kæmi fvrir á kvöldi sem þessu, og þú skalt ekki verða óttaslegin, þótt þau fari alveg". Margaret kinnkaði þögul kolli. Hún gat ekki varist því að hugsa um að vera hérna í kolniða myrkri. Ef ljósin slokknuðu, mundi hún ekki hreyfa sig hárs- breidd frá arninum og Phiiip alla nóttina. Herra Femm, sem hafði talað eitthvað við Penderel, mundi nú eftir skyldum sínum sem hús- bóndi og rétti hendina að kart- öflunum. „Stanzaðu!" hrópaði systir hans, svo að allir hrukku við. „Hvað ertu að gera? Við erum ekki öll heiðingjar". Hann kippti að sér hendinni, krosslagði hendurnar og horfði hæðnislega á systur sína. Því næst leit hann á hina og talaði svo lágt við þau, að hún heyrði það ekki. „Ég hafði gleymt því, að systir mín er mjög trúuð og vill nú fá guðs blessun. — Við munum njóta fæðunnar miklu betur, er hún hefur beðið bæn". „Horace Femm!" hrópaði hún yfir borðið, ,,þú ert að guðlasta. Þótt ég geti ekki heyrt það, get ég séð það á andliti þínu". Hann hallaði sér fram og not- aði þessa hvæsandi rödd, sem þau höfðu tekið eftir áður. — „Kæra Rebecca. Ég var aðeins að segja gestunum þínum, sem eru orðnir undrandi, hvers vegna þeim sé ekki boðinn matur, að þú ætlaðir að biðja bæn, til þess að þakka guði fyrir hans örlæti og náð, fyrir þennan ríkulega og ljúffenga kvöldverð...." „Þetta er næeilegt!" hrópaði hún til hans. „Ég þekki þessa lygi og hæðni þína". „.... Fyrir heilsuna, fyrir vel- megunina og hamingju þá, sem þessari fjölskyldu hefur hlotnazt, fyrir öll þessi auðlegðar og frið- arár, fyrir hina skemmtilegu daga og friðsömu nætur. Þakk- I aðu honum ekki einungis fyrir sjálfan siff, heldur líka fyrir mig * og fvrir Roderick og fyrir Saul M „Þegiðu, bjáninn þinn!" Hún baðaði nú höndunum um leið og hún hvæsti þessu á hann yfir borðið og þá skyndilega dó and- inn, sem komið hafði yfir hann. Hann horfði ruglaður og hrædd- ur í kring um sig og hné aftur í stólinn. Því næst var stundar- I korns þöffn. Þau voru öll sem steini lostin. Því næst beygði ung frú Femm höfuðið og muidraði einhverja bæn. „Þú heldur að þú sért öruggur núna, Horace og þú hefur fengið VORUBILSTJÓRAFÉLAGIÐ ÞRÓTTUR Fundur verður haldinn í húsi félagsins mánudaginn 18. þ. m. klukkan 1,30 e. h. FUNDAREFNI: Umferðamál Á fundinum mæta Jón Oddgeir Jónsson erindreki Slysa- varnafélagsins og Ólafur Jónsson fulltrúi lögreglustjóra, er ræða munu umferðamálin og svara fyrirspurnum. Félagar, fjölmennið á fundinn og mætið stundvíslega. STJÓRNIN Hvor tvíburinn notar TONI og favor notar dýra hárliðun?* Þér hafið ávallt efni á að kaupa Toni þeaar þér þarfniát kdríioi Enginn er fær um að sjá mismuninn á dýrri hárlið- un og Toni. Með Toni getið þér sjálfar liðað hár yðar heima hjá yður og Toni er svo ódýrt að þér getið ávallt veitt yður það þegar þér þarfnist hárliðunar. — Toni gefur hárinu fallegan blæ og gerir hárið sem nnar sjálfliðað. Toni má nota viS hvaða hár sem er og er mjög auðvelt í notkun. — Þess vegna nota fleiri Tonl en nokkurt annað perma- nent. * Josephine Miiton, sú til vinstri notar Toni. Hárliðunarvökvi kr. 23,00 Spólur........ — 32,25 r Gerið hárið sem sjálíliðað Jóhann handfasti INSK SAGA 137 Hinn 16. marz sáum við borgarmúra Lundúnaborgar álengdar og konungur reið á milli aldingarðanna, sem um- kringdu þá og inn í borgina með hið glæsilega föruneyti sitt á eftir sér. Skyldi ég nokkurn tíma gleyma þeim mikla fagn- aðardegi? Fagnandi mannfjöldinn fyllti göturnar. Fólkið sat uppi á húsaþökunum og tróðst út í gluggana, það klifraði upp á axlirnar hvert á öðru og upp á girðingarstaura og aðra hættulega staði, þar sem hærra bar og betur sást yfir. Húsin voru skreytt með tjöldum úr glitvefnaði og marglitu silki. Á torgunum höfðu verið reistir skrautpallar, upp á þeim stóðu fagrar konur, sem þuldu Ijóð konungi til heiðurs og köstuðu til okkar vorblómum, þegar við fórum hjá. | Þegar Ríkarður konungur reið hjá, hófu þegnar hans þús- und og aftur þúsund rödduð fagnaðaróp. Það var eins og húsin og götusteinarnir hefðu fengið tungur og hrópuðu nú fagnandi til konungs síns: „Velkominn heim." Ríkarður kon- ungur var hinn fyrirmannlegasti, þar sem hann reið og mjög auðþekktur frá öðrum. Hann var búinn gljáfægðri hringa- brynju og blárri yfirhöfn, silfursaumaðri. Hár hans var rauð- gyllt og glitraði í geislum vorsólarinnar. Ég reið á eftir hon- jum með krossa á bakinu til að sýna, að ég hefði lokið píla- grímsför minni. Ég bar á handleggnum hinn háa skjöld kon- ungs míns, er bar merki eftir mörg sverðshögg. j Svo komum við til Westminster þar sem haldin var stór- kostleg viðhafnarveizla konungi til heiðurs. Ef ég ætti að telja upp alla villibráðina, svanakjötið og svínshausana og súpurnar og kjötmaukíð og pönnukökurnar og allan bless- aðan fiskinn af öllu mögulegu tagi, og fleskið og geldhanana 'Mfo Jtifc wmm shampoo frá T O N I sem nýtur sívaxandi hylli alls staðar. \ HEKLA H. F. Hverfisgötu 103 — Sími 1275. — Bezt að auglýsa í MorgunblaÖinu — .!.?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.