Morgunblaðið - 17.04.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.04.1955, Blaðsíða 16
Veðurúi'ifídag: SA stinningskaldi, þykkt Ioft, dá- lítil rigning. tv&mMátoito Reykjavi^rarði er á blaðsíHa t. 86. tbl. — Sunnudagur 17. apríl 1955 Vilhjálmur Finsen lœtur af sendiherraembœtti Tíðindðiaus! ff • SENDIHERRASKIPTI munu verða í sumar í Vestur-Þýzka- landi. — Vilhjálmur Finsen hef- •ur verið sendiherra íslands l>ar, með aðsetri í Hamborg, frá fcví eftir stríð, að íslendingar Ækipuðu í fyrsta sinn sendiherra í Þýzkalandi. Vilhjálmur Finsen lætur af embætti, þareð hann hefur náð hámarksaldri til starfs í opinbert: þjónustu. Af veiðum SIGLUFIRÐI, 15 apríl. Bæjar- togarinn Hafliði kom inn í gær með rúmlega 220 tonn af fiski, og fór hann til frystingar og herzlu. — í dag fer togarinn á veiðar aftur og fiskar í salt. FJÓRÐA KVOLDIÐ í röð var fundur með sáttanefndinni og fulltrúum deiluaðila boðaður í gærkvöldi. Hófst hann klukkan 8,30. í fyrrakvöld stóð fundurinn fram til klukkan 1, og lauk án árangurs. UIMBAN ÞESSI) BJARGI VEREUR ENGU SKIPI BJARGAO" Nauðlentri farþegafhigvél neitað um benzín hér í bæ É FYRRAKVÖLD varð að lenda X hér í Reykjavík stór farþega- llugvél frá Pan American flugfé- Jaginu vegna þess að ólendandi var þá í Keflavík vegna þoku. Hér í Reykjavík varð flugvélin fyrir allmiklum töfum, sem stöf- uðu af því, að flugvélinni var neitað um benzín, þegar til kom, eftir að loforð hafði verið gefið þar um. KOM AB VESTAN Flugvélin lenti um klukkan 8 og var hún á leið að yestan frá Bandaríkjunum og ætlaði héðan til Prestvíkur. Flugumferðar- stjórnin hér í Reykjavík hafði íengið upplýsingar um það hjá verkfallsstjórn, að flugvélin 'myndi fá hér benzín til áfram- haldandi flugs. 100 GALLON OG 400 GALLON Taldi flugstjórinn sig þurfa um 100 gallon er hann átti tal við flugumferðarstjórnina, en það nægði flugvélinni héðan um Keflavík til Prestvíkur. En þegar flugvélin var lent, komu boð um það sunnan frá Keflavíkurflugvelli, að flugvélin myndi þurfa 400 gallon af benz- íni. Hér mun hafa verið um mis- skilning að ræða. Þá skarst í odda með flugum- ferðarst.jórnarmönnum og verk- fallsstjórnarmönnum, sem töldu að hér myndi vera brögð í tafli, i en flugumferðarstjóranum tókst I ekki að leiðrétta þenna misskiln- ! áng. I Benzínb'llinn var kominn að flugvélinni, til að láta á hana benzín, en bá var srefin fvrirskip- wn um það frá verkfallsstjórnar- mönnum, að fluevélin fengi ekki «*inn einasta benzindropa! fslendlng! veiffur námssfyrkwr s Horegi VERKFRÆÐIHÁSKÓLINN í 'Niðarósi (Norges Tekniske Hög- skole, Trondheim) mun veita ein- vm íslenzkum stúdent skólavist á hausti komanda. Þeir, sem kynnu að vilja koma til greina, sendi wienntamálaráðuneytinu umsókn vm það fyrir 15. maí n.k. og láti fylgja afrit af skírteini um stúd- cntspróf, upplýsingar um nám og störf að loknu stúdentsprófi og meðmæli ef til eru. Hér er ein- ungis um inngöngu í skólann að ræða, en ekki styrkveitingu.. . Við það sat til klukkan 10 um kvöldið, en þá var orðið svo bjart í Keflavík, að flugvélin gat lent þar. Þangað flaug hún og tók benzínforða og hraðaði för sinni eftir að hafa losað farþega og póst til Frestvíkur. Forstjóri Ráðn ingaskrifstof- uimar Verkfallsstfóniin le^gur ekki hald ákaffitilKRON ÞAÐ má vera að hað sé að- eins til þess fallið að æsa kaffiþorsta bæjarbúa, í kaffi- leysinu, að segja þeim þessa kaffisögu úr verkfallinu. Það var á fimmtnilagskvöld ið kl. 11.48, að verkfallsstjórn- armaður kom í bækistöðvar sínar við Hverfísgntu og til- kynnti að í hendnr Lamba- brúarvirkisins hefði fallið heill bílfarmur af kaffi!! Bíll- inn A-790 hafði verið stöðv- aður og kaffifarmurinn var merktur KRON. Þar í skrifstofonni munu geymdar nokkrar kaffibirgðir, sem verkfallsstjórnarmenn höfðu lagt hald á, en það kaffi er ekki eis:n KRON, og fæst ekki afhent. í fyrradag og í gær var kaffi til sölu í KRON, til viðskipta- vina. Þarna var komið kaffið, sem verkfallsvörðurinn hafði lagt hönd á kvöldið áður. Svona er það á öllum svið- um, að verkfallsstjórnin mis- munar einstaklingum og félög- um í þessu verkfalli. — Hin- ar ólöglegu aðgerðir verkfalls- stjórnarmanna ná ekki yfir kommúnista eða stofnanir þeirra. — Þetta hefur marg- sannast í þessu verkfalli. Á FUNDI bæjarráðs í fyrradf.g var lagt fram bréf frá stjórn Ráðningarskrifstofu Reykjavíkur bæjar, varðandi ráðningu for- stöðumanns fyrir skrifstoíuna. — Tilkynnir stjórn Ráðninga- skrifstofunnar, að samþykkt hafi verið að ráða til starfsins Ragnar Lárusson framfærslufulltrúa hjá Reykj avíkurbæ. I kviild: Úrslit í hfuidknaitleik í KVÖLD fara fram að Háloga- landi úrslitaleikir Handknatt- leiksmeistaramóts íslands síðaii hluta. Mót þetta hefur staðið undanfarnar vikur, enda liðin mörg og keppnin hefur verið svo jöfn og tvísýn, að enn er ekki sýnt hverjir íslandsmeistaratitl- ana hljóta í öllum flokkum. — Leikirnir í kvöld eru þessir: 3. fl. Fram — IR 2. fl. kv. Ármann — KR Mfl. kv. Fram — FH Mfl. kv. Þróttur — Valur 2. fl. karla KR — Valur 1. fl. karla Ármann — KR Frænia Charfes !oks í síSasfa slan LEIKFÉLAG EEYKJAVlKUR sýnir Frænku Charies í 85. og síð- asta sinn í kvöld. Hefur Frænkan orðið eitt vinsælasta leikrit, sem Leikfélag Reykjavíkur hefur sýnt, og á Árni Tryggvason ríkan þátt í því. Aðsókn hefur ætíð verið mik il, jafnt á hinar síðustu sýningar sem hinar fyrstu. Sýningar geta þó ekki orðið fleiri, þar sem ein leikkonan, Kristjana Breiðfjörð, er að fara af landi brott. Fyrir 40 árum kom Gullfoss í GÆR voru liðin 40 ár frá því að Islendingar fÖKnuðu i'yrsta millilundaskipi sínu hcr í Reykjavík, en Gullfoss gamli kom á ylri höfnina í Reykjavík fánum prýddur, en allir borg- arbúar hópuðust niður á höfn til að fagna þessu ^lasili-ya skipi, sem varð mikil lyftistöng undir siglingar landsmanna sjulfra. Heilsuf arið er gott í GÆR barst blaðinu frá skrif- stofu borgarlæknis yfirlit um heilsufar bæjarbúa víkuna 27. marz til 3. apríl. — Af yfirlitinu má ráða að heilsufar bæjarbúa er ágætt. Engir faraldrar á ferð- inni og helztu kvillar influenza, sem stöðugt er á hröðu undan- haldi frá því sem var í byrjun marz. — Eru influenzutilfellin skráð 102, en voru í vikunni á undan 152. — Kvef hefur teki* 100 manns. — Hettusóttin, sem einnig herjaði i vetur, er nú kom- I in niður í 33 tilfelli á móti 55 íj vikunni á undan. SVONA er nú komið hinu glæsi- lega skipi, togaranum Jóni Baldvinssyni, þar sem hann strandaði undir Hrafnkelsstaða- bergi á Reykjanesi 31. marz s.l. í aftakabrimi undir bjarginu að- faranótt miðvikudagsins hvolfdi togaranum. Snýr nú upp rifinn botn skipsins og dældaður. — Er stærsta gatið um vélarúm Er það svo stórt að það nær því nær yfir þveran botninn. Flakið af togaranum stóð kjölrétt á þriðju- daginn og hafði ekki haggast að j ráði frá því að togarinn strand- aði. Þá var ekki að sjá á honura aðrar skemmdir ofan þilja en að reykháfurinn var brotinn af. Þegar horft er á þessa ömurlegu mynd af flaki togarans, koma manni í hug orð Grindvíkingsins, sem höfð voru eftir honum Iiér I Mbl. daginn eftir strandið: „Und- an þessu bjargi verður engu skipi bjargað" (Mynd þessa tók Ólafur Finsen, for-stjóri). VikublaBiB Jslemémgur4 INN 9. apríl s.l. átti vikublað- j ið „fslendingur" á Akureyri I fertugsafmæli. í tilefni þessa kom út sérstakt afmæliseintak af blaðinu, eintak þetta er 20 síður og í alla staði hið var.daðasta. Er þar rakin saga blaðsins, en ekk- ert blað, sem komið hefir út í höfuðstað Norðurlands, hefir átt slíku langlífi að fagna, og er það eitt af elztu blöðum, sem nú eru gefin út í landinu. * STOFNANDI STGURÐUR E. HLÍÐAR Sigurður E. Hlíðar, yfirlæknir og fyrrverandi þingmaður Akur- eyringa, stofnaði vikublaðið ís- lending í byrjun aprílmánaðar 1915. Hafði hann haldið út frétta- blaðí frá því seint á árinu 1914, sem hann nefndi „Dagblaðið". — Ingimar Evdal, kennari, gerðist meðritstjóri Islendings, og stjórn uðu þeir hlaðinu í félagi til árs- loka 1916. Þrjú næstu árin ann- aðist Sigurður einn ritstjórn bess. I Um áramótin 1919—1920 seldi Sigurður Brvnleifi Tobíassvni, þá kennara við Gagnfræðaskól- ann á Akurevri blaðið, og var Brynleifur eigandi og ritstjóri blaðsins á árinu 1920. Um ára- mót 1920—21 keynti Jón Stefáns- son, ritstjóri, blaðið og eekkst hann fyrir því, að nokkrir þekkt- ir borgarar stofnuðu hlutafélag um útgáfu blaSsins. IIlutafélagi<5 var formlega stofnað í byrjun ára 1921 og Jónas Jónasson, cand, phil. frá Flatey, var ráðinn rit- stjóri blaðsins. • TILLAGA BJÖRNS LÍNDALS MARKAR STEFNU BLAÐSINS Á stofnfundi hlutafélagsins var samþykkt tillaga Björna Líndals um, að blaðið reyndí fyrst og fremst „að draga úí stéttarrig í landinu, stuðla að þroska allra þarflegra at- vinnngreina og efla samúð og samvinnu meðal allra stétta þjóðfélagsins". Telur blaðið sig hafa kappkostað að fylgja þessari stefnu síðan. Ýmsir merkir borgarar Akur- eyrarbæjar önnuðust síðan rit-. stjórn blaðsins: Gunnlaugur Tr. Jónsson á árunum 1922 til 1935, Einar Ásmundsson og Konráð Vilhjálmsson á árinu 1936, Sig- urður E. Hlíðar á árinu 1937, Jakob Ó. Pétursson á árunum 1937 til 1945, Brynleifur Tobías- son á árinu 1946, Magnús Jónsson frá Mel frá 1946 til 1948, Eggert Jónsson á árunum 1948 til 1949, Jakob Ó. Pétursson frá 1949 til 1950, Tómas Tómasson á árunum 1950 til 1951 og Jakob Ó Péturs- son frá 1. júní 1951 og síðani

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.