Morgunblaðið - 20.04.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 20.04.1955, Síða 1
16 síður 42, árgangur 88. tbl. — Miðvikudagur 20. apríl 1955. Prentsmiðja Morgunblaðsins Fáheyrt frumhlaup kommúnista Aðeins einn aðili á nú eftir að Staðfesta Parísarsamningana. en það er efri deild þingsins í Hol- landi. ★ Khöfn, 19. april. Frá fréttaritara Mbl. DANSKA þjóðþingið samþykkti í dag Parísarsamningana um endurhervæðingu Þjóðverja og upptöku þeirra í Atlantshafs- bandalagið, með 145 atkv. gegn 24. — Með staðfestingu samn- inganna greiddu atkvæði þing- menn sósinldemókrata, íhalds- manna, vrnstri flokksins og 4 „Retstats“ þingmenn, en á móti þingmenn radikala flokksins, kommúnistnr og 2 „Retstats" þingmenn. Tillaga radikala flokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu um samn- ingana var felld með 135 atkv. gegn 28. Verður Þýzhu- lond iullvnlda 8. maí? BONN 19. apríl: — Dr. Adenauer kanslari þýzka sambandslýðveld- isins, gerir sér vonir um að Vest- ur-Þjóðverjar verði búnir að öðl- ast fullveldi sitt aftur þ. 8. maí n.k., en þá eru tíu ár liðin frá því, að Þjóðverjar gáfust upp skilyrðislaust í seinni heimsstyrj öldinni. En til þess að þetta geti orðið, verður samkomulag að nást milli dr. Adenauers og Pinays, utanríkismálaráðherra Frakka á ráðstefnu um Saar, sem sett verður þ. 29. apríl n.k. Frakkar munu h'ta svo á að Parísarsamningarnir séu ekki að fullu staðfestir, fyrr en samkomu lag hefir náðst á ráðstefnunni um Saar. í bréfi til dr. Adenauers hafa Frakkar stungið upp á því að Saar-ráðstefnan verði haldin í Bad Godesberg, sem er í 5 km fjarlægð frá Bonn, höfuðborg Vestur-Þýzkalands. Kanslarinn hefur svarað og sagt sér sé ánægja að því að taka á móti franska utanríkismálaráðherran- um i Bonn. Hér er risinn lítilsháttar á- greiningur, sem fyrst og fremst er metnaðarmál, og stafar af því að Þjóðverjar verða ekki búnir að endurheimta fullveldi sitt þ. 29. apríl. í Bad Godesberg eru höfuðstöðvar hernámsstjóra Bandamanna, en þeir fara enn um sinn með æðsta vald í mál- efnum Vestur-Þýzkalands. Er þessvegna um það að ræða, hvort dr. Adenauer eigi að fara í heim- sókn til M. Pinay í höfuðborg hernámsveldanna eða hvort franski utanríkismálaráðherrann eigi að heimsækja dr. Adenauer í höfuðborg Vestur-Þýzkalands. Önnur ástæða til þess að dr. Adenauer leggur á það nokkra áherzlu að Pinay komi til Bonn er hátíðaathöfn, sem kölluð er Framh. á bls. 2 og Alþýðufl. á Alþingi Snérust gegn umbóta- fillögum ríkisstiórnarinn- ar í húsnœðismálum Frumvarpið satnþykkt með 23 atkv. «e«n 3 í Neðri deild í gær SÁ furðulegi atburður gerðist á fundi Neðri deildar Al- þingis í gær, að kommúnistar og Alþýðuflokksmenn ýmist sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um stóraukinn stuðning við íbúðabyggingar og útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis. Tveir þingmenn kommúnistaflokksins þeir Karl Guðjónsson og Gunnar „gegnher í landi“ greiddu hreinlega atkvæði gegn frum- varpinu, ásamt Hannibal Valdimarssyni forseta Alþýðu- samhands Íslands. En þessir þingmenn kommúnista og Al- þýðuflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna: Eggert Þor- steinsson, Einar Olgeirsson, Emil Jónsson, Gunnar Jóhanns- son, Gylfi Þ. Gíslason og Lúðvík Jósefsson. BLINT OFSTÆKI Þessi afstað kommúnista og krata ber vott um svo blint pfstæki og þröngsýni að undrum sætir, jafnvel af hálfu þessara flokka. Eins og kunnugt er felur þetta húsnæðismálafrumvarp ríkisstjórnarinnar í sér raun- hæfustu ráðstafanir, sem hér hafa verið gerðar til húsnæðisumbóta í landinu. Sett er á stofn veðlána kerfi og útlánastarfsemi, sem gerir ráð fyrir allt að 100 þús. kr. láni út á hverja íbúð. Jafnframt er gerð áætlun um útrýmingu allra herskálaíbúða á fimm árum og verulegum f járframlögum frá ríki- og bæjar- sjóðum í því skyni. En gegn þessu snúast alþýðu- flokksmenn og kommúnistar. Það er þeirra framlag til baráttunnar fyrir húsnæðisumbótum í landinu ! <s- / austri í vestri ANNARRI UMRÆÐU LOKIÐ Þessi atburður, sem vissulega mun vekja athygli meðal þess fjölda fólks, er undirbýr nú íbúða byggingar, gerðist við aðra um- ræðu húsnæðismálafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Héldu stjórn- arandstæðingar uppi miklu mál- þófi um frumvarpið í fyrradag og stóðu umræður um það þá fram á nótt. Þegar umræða hófst um málið aftur í gærdag lýsti Hannibal Valdimarsson því yfir að hann mundi greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Jóhann Hafstein var framsögu- maður meirihluta fjárhagsnefnd- ar í málinu. Svaraði hann stað- leysum kommúnista og krata og rakti baráttu Sjálfstæðismanna fyrir húsnæðisumbótum á und- anförnum árum. YFIRBOÐSTILLÖGUR Fulltrúar kommúnista og krata í fjárhagsnefnd höfðu flutt marg- ar breytingartillögur við frum- varpið. Byggðust þær fyrst og fremst á yfirboðum gagnvart til- lögum ríkisstjórnarinnar. Allar þessar breytingartillögur voru felldar. Var frumvarpinu vísað til þriðju umræðu með 23 at- kvæðum gegn 3. Sex þingmenn Alþýðuflokksins og kommúnista greiddu ekki atkvæði eins og fyrr segir og þrír þingmenn voru fjarstaddir. Það vakti nokkra athygli að hinir tveir þingmenn Þjóð- varnarflokksins greiddu at- kvæði með stjórnarflokkun- um í málinu. ÞEIM GETUR ENGINN TREYST Kommúnistar og kratar hafa með þessari framkomu sinni sýnt það enn einu sinni, að almenn- ingur getur ekkert traust sett ó þá í sambandi við umbætur í húsnæðismálunum. Þeir reyna aðeins að flækjast fyrir viðleitni Sjálfstæðisflokksins til þess að greiða fram úr lánsfjárvandamál- inu, og styðja efnalitla einstak- linga til þess að eignast þak yfir höfuðið. Mun þess jafnan verða minnzt og verða hinum sósíal- isku flokkum til mestu háðung- ar að þeir greiddu ýmist atkvæði gegn eða sátu hjá við atkvæða- greiðslu um raunhæfustu um- bótatillögur, sem fram hafa verið bornara í húsnæðismálum þjóð- arinnar. Auglýsingoi sem birtast eiga í sunnudagsblaðinu þurfa aS hafa borizt tyrir kl. 6 á föstudag IJndirbúningi undir stríð lokið BANDUNG 19. apríl — Chou En Lai, forsætisráðherra kommún- istastjórnarinnar í Kína talaði friðsamlega tii allra nágranna sinna og allra þjóða í Asíu og Afríku í ræðu sem hann flutti á 29 ríkja ráðstefnunni hér í dag. Hann talaði friðsamlega til allra nema Bandaríkjanna. Ilann sagði að Kínverjar væru staðráðnir í því að „frelsa“ Formósu, en kvaðst ekki vilja ræða það mál á ráðstefunni að sinni, til þess að valda ekki ágreiningi. ★ Um þessar mundir er talið að kínversku kommúnistarnir hafi að fullu lokið undirbúningi sín- um á meginlandinu undir innrás á eyjarnar Quemoy og Matsu. Hafa þeir geysimikið fluglið við- búið og komi til árásar á eyjarn- ar er búist við að fyrst verði ráð- ist á eyna Matsu. London, 19. apríl. EINS og búist hafði verið við, boðaði R. A. Butler, fjármálaráð- herra Breta, í fjárlagaræðu sinni í brezka þinginu í dag nokkra skattalækkun í Bretlandi. Skatta lækkunin nemur sex pence í sterlingspundinu í hærra flokk- inum og 3 pence í pundinu i lægra flokkinum. Hjá fjölskyldu, sem hefur um 1000 stpd í árslaun (45.700 kr.) nemur skattalækkun- in um 500 kr. á ári. Á 70 þús kr. árslaunum nemur skattalækkun- in tæpum 900 krónum. En fleiri eru nú undanþegnir skatti en áður, þar eð lágmark skattskyldra tekna hefur verið hækkað. Eru það 2.600.000 manns sem á þenna hátt verða undan- þegnir skatti. Einnig hefur per- sónufrádráttur verið aukinn. Óbeinir skattar verða ekki lækkaðir, nema að því er varðar söluskattinn á vissum tegundum af vefnaðarvöru. Sú skattalækk- un er gerð til þess að veita að- stoð aðþrengdum ullariðnaði I Lancashire og í Norður-írlandi. í þessum sérstöku tilfellum er söluskatturinn lækkaður um helming, úr 50% í 25%. Herbert Morrison talaði fvrir stjórnarandstæðinga og gaf fjár- lögunum h.eitið „kosningafjár- lög“. Hann kvað marga mundu verða fyrir vonbrigðum yfir því að óbeinu skattarnir vnru ekki lækkaðir og kvað fólkið í Lanca- shire ekki munu fagna hinni litlu aðstoð, sem því væri í té látin. (Ullariðnaðurinn á í örðugleik- um, einkum vegna samkeppninn- ar frá Japan). 1 Stórvelda- fundur nálgast LONDON, 19. apríl: — Sir Ant- hony Eden, forsætisráðherra Breta, sagði í dag, að það hefði ávallt verið markmið vesturveld- anna að stuðla að því að haldin yrði ráðstefna með Rússum, þeg- ar er Parísarsamningarnir hefðu verið staðfestir. Hann sagði að Macmillan, utanríkisráðherra, myndi gefa nánari upplýsingar um undirbúninginn, sem gerður hefði verið undir slíka ráðstefnu, einhvern næstu daga. Rússar létu í dag afhenda rík- isstjórnum Breta, Bandaríkjanna og Frakklands orðsendingu, þar sem þeir stinga upp á fjórvelda- fundi um málefni Austurríkis hið fyrsta. Þeir leggja til að austur- ríska stjórnin fái að eiga fulltrúa á fundinum. Fregnir frá Washington herma að Bandaríkjastjórn muni fagna því að haldin verði ráðstefna fljótlega, sem leiði til þess að gerður verði samningur við Austurríkismenn. Há fær ntiHféna- London, 19. apríl. STÓRBLÖÐIN í London byrja að koma út aftur á fimmtu- daginn, en þá verða liðnar tæpar fjórar vikur frá því að verkfall 700 vélaviðgerðamanna og raf- magnsmanna stcðvaði útkomu þeirra. Eftir samninga milli blaðaút- gefcnda og félags verkfalls- manna, sem stóðu lcngi dags í dag, féllust verkfallsmenn á að hefja vinEiu að nýju. Verður fyrst um sinn unnið samkvæmt samningatílboði blaðaútgefenda um 12 sterlinprspunda vikulaun, en gert er ráð fvrir að samning- ar um kaup haldi áfram og. að þeim verði lokið innan 8 vikna. Formaður samninganefndar blaðaútgefenda hefir verið Roth- crmere lávarður, eigandi Daily Mail. n- -□ Jarðskjálffar AÞENA, 19. apríl — Jarðskjálfta varð vart •' dag í hafnarborginni Volos í Þessalíu í Grikklandi og urðu þar alvarlegar skemmdir á byggingum og ofboð greip fólk- ið f borginni. Einn maður hefir farist og nokkrir særst. LONDON 19. apríl — Fregnir hafa borist um jarðskjálfta I Kína, en nákvæmar fregnir vant- ar ennþá. □- -□

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.