Morgunblaðið - 20.04.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1955, Blaðsíða 2
s MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 20 apríl 1953 Geirfuglsbeinaj 'keypttil Náttúrugri Gripirnir fengnir frá Harvardháskóla ASÍÐASTLIÐNU ári bættust tveir merkir náttúrugripir dýra- fræðideild náttúrugripasafnsins. Eru það geirfuglsegg og geir- íuglsbeinagrind. Keypti safnið þessa gripi af dýrafræðideild Har- rvardháskóla í Bandaríkjunum. Var fréttamönnum boðið að sjá J»essa merku gripi í gær í náttúrugripasafninu í húsakynnum Þjóð- rr.injasafnsins og áttu viðtal þar við dr. Finn Guðmundsson. SfÐASTA ATHVARF GEIRFUGLSINS Á ÍSLANDI Finnur skýrði frá því, að til- ■deög þessara kaupa væru þau, að er hann var á ferð í Banda- ríkjunum heimsótti hann dýra- fræðisafn Harvardháskóla í Cam- bridge, Mass. — Vakti það athygli mína, sagði Finnur, hversu auðugt það var af geirfuglaleifum, en þar voru varðveittir tveir uppsettir fííglar, þrjár beinagrindur og 7 eða 8 egg. Mikið af þessum grip- um hafði safninu verið ánafnað !af auðugum Ameríkumanni, John E. Thayer, sem um alllangt skeið keypti allar geirfuglaleifar, sem boðnar voru til sölu í heiminum. hafði orð á því við forstöðu- mann safnsins og forstöðumann fugladeildar þess, að mér fyndist bessum gripum ójafnt skipt, þar sem engar geirfuglaleifar væru til á íslandi, enda þótt ísland befði verið síðasta athvarf geir- fuglsins í heiminum, og mikill bluti þeirra geirfuglaleifa, sem tii væru, væri frá íslandi kom- inh. EGGIÐ KOSTAR 8.000.00 KR. Mér til mikillar undrunar var þessari uppástungu minni ekki tekið fjarri, og eftir að heim kom, átti ég bréfaskipti við for- stöðumann fugladeildar safns þessa, um málið. Málinu lyktaði á þann veg, að okkur var gefinn kostur á að kaupa eitt egg og eina uppsetta geirfuglsbeina- grind. Verð eggsins skyldi vera kr. 8.000, en verð grindarinnar 2.500. Þetta er gjafverð, og langt fyrir neðan það, sem hægt væri að fá slíka gripi á frjálsum mark- aði. Ég sneri mér nú til Mennta- málaráðuneytisins og útvegaði það fé til kaupanna. Eins og sakir standa er ekki hægt að hafa gripi þessa til sýnis fyrir almenning, en fyrirhugað ev að halda iSérsýningu á þeim í húsakynnum Þjóðminjasafnsins, þegar hentugt tækifæri gefst. LÍKINDI TTT/ AÐ EGGIÐ SÉ AF ÍSLENZKUM UPPRUNA Um gripi þessa og sögu þeirra er það að segja, að beinagrindin er samansett úr beinum, sem Owent Bryant safnaði 1908 á Funkey við Nýfundnaland. — Á Funkey var áður mikil geirfugla- byggð. en honum var útrýmt þar með öllu löngu áður en síðustu geirfuglarnir voru drepnir hér á landí. Um uppruna eggsins er ekkert vitað með vissu, en mikil líkindi eru til þess, að það sé af íslenzkum uppruna. — John E. Thayer, sem áður hefur verið nefndur, keypti þetta egg 1905 af hinum þekkta náttúrugripasala Kowland Ward í London, og var kaupverð þess þá 200 pund. Egg þetta hefur lengi verið í eigu J. H. Greville Smyth, Somerset Englandi, en meíra er ekki vitað Tim sögu þess. Vonir standa þó til að hægt verði að afla auk- innar vitneskju um feril eggsins, og eru eftirgrennslanir þegar bafnar. SÍÐUSTU GEIRFUGLARNIR DREPNIR í ELDEY 1944 Geirfuglaleifar þær, sem til eru í heiminum nú, eru sem hér segir: Uppsettir fuglar eða hamir 80, egg 75, heillegar beinagrindur 10 og skrokkar með innri líffærum 2. Auk þess er talsvert til af lausum beinum, sem fundizt hafa í jörðu eða í fornum sorphaug- tim; Þess má geta, að skrokk- arnir tveir eru varðveittir í dýra- fræðisafninu í Kaupmannahöfn. Þeir eru síðustu geirfuglarnir tveir, sem drepnir voru í Eldey, 1844. Síðustu sölur geirfuglaleifa, sem mér er kunnugt um, fóru Mikil aðsékn a§ námskciðum Ranða krossins DEILD Rauða krossins í Reykja- vík hefir að undanfóx'nu gengizt fyrir námskeiðum fynr almenn- ing í hjálr í viðlögum og er nám- skeiðunum uú lokið Námsk.nðin sóttu alls um 150 manns, fólk á öllum aldri og úr öllum stét'um Sýndi það yfir- leitt mikirn áhuga við námið, ekki hvað sízt húsmæðurnar, sem voru allmargar meðai nemenda. Kennt var í 7 hópum og voru kennararr.ir flestir skátaforingj- ar, sem áður höfðu notið kennslu og leiðsagnar Elíasar Eyvinds- sonar læknis á sérstöku kennara- námskeiði Vegna þess, hve námskeið þessi hafa reynzt vinsæl og vel sótt hefir Rauðakrossdeiidin hér í Reykjavík ; hyggju að efna til annarra siikra á hausti komanda. Myndin sýnir geirfuglsbeina- grind þá er Náttúrugripasafnið hefur keypt af Harvardháskóla. fram árið 1934. Þá var meðal annars uppsettur fugl seldur í London fyrir kr. 25.000.00 kr. og egg fyrir 15.000:00 kr. GEIRFUGLABEIN FUNDIN í SORPHAUG 1944 Auk eggsins og beinagrindar- innar á Náttúrugripasafninu er einnig nokkuð af lausum geir- fuglabeinum, sem fundust árið 1944 í einum hinna fornu sorp- Á myndinni nér að ofan er sýnd- ur stærðarmunurinn á geirfugls- eggi og álkueggi. Álkueggið er miklum n»un minna. hauga, sem komið var niður á, þegar verið var að grafa fyrir grunni Steindórsprents í Tjarnar- götu 4. Hið merka beinasafn, sem safnað var við þetta tækifæri, hefur nú allt verið ákvarðað af dr. Magnus Degerböl, beinasér- fræðingi dýrafræðisafnsins í Kaupmannahöfn. Eru bein þessi nýlega komin til safnsins aftur og meðal þeirra 76 einstök geir- fuglabein, þar á meðal heill neðri skoltur af geirfugli. Æskuiýður Lang- holtssóknar annast hátíðahðld á sumar- daginn fyrsta EINS og undanfarin ár, verður haldin æskulýðsguðsþjónusta í Langholtskirkju á sumardaginn fyrsta og nefst hún kl. 11 árd. Hefur það verið venja síðan söfn- uðurinn tók til starfa, að æsku- lýður sóknarinnar undirbyggi öll hátíðahöld í sambandi við guðs- þjónustuna þennan dag. Á morgun mun unga fólkið safnast saman við Laugarnesskól- ann og ganga þaðan í skrúðgöngu undir fánum til kirkjunnar. Hef- ur ungmernastúkan Hálogaland skipulagt hátíðahöldin og skreytt kirkjuna í tilefni dagsins. Séra Árolíus Níelsson prédik- ar í kirkjunni og kirkjukór Langholtssóknar syngur. Undir guðsþjónustunni mun ung stúlka, Björg Sve nbjarnardóttir flytja vorkvæði, eftir Jónas Hallgríms- son. DaSvíkingur bjargar telpu frá drukknun Keflavik. FYRIR nokkru vildi það til hér að rúmlega tvítugur maður, Jón Tryggvason frá Dalvík, bjargaði með snarræði sínu 4 ára telpu, Guðlaugu Sigríði Kristjánsdóttur, frá drukknun. % AÐ LE!K [ meðvitundarlaust. Voru þá liðn- Guðlaug litla var að leika sér I ar allt að 15 mín. frá því barnið fram á sjávarbakkanum með | féll í sjóinn. dreng á sama aldri, er hún féll fram af bakkanum í sjóinn. — Töluvert mikið frákast var við bakkann og bar hana því brátt frá landi. SYNTI 50 M LETÐ EFTIF. TELPUNNI Litli drengurinn hljóp strax heim til sín og gerði aðvart. Var faðir drengsins heima, en gat hann lítið gert annað en að leita eftir hjálp þar eð hann var sjálf- ur ósyndur. Hitti hann þá Jón Tryggvason frá Dalvík, sem var skammt frá. Brá hann þegar við og fór fram á bakkann og stakk sér til sunds eftir barninu, sem þá hafði borizt um 50 metra leið frá landi og virtist þá vera orðið KUNNATTA HANS BJARGADI BARNINU Þegar Jón kom með barnið að landi var það sem liðið lík. — Hóf hann þegar á bakkanum lífgunartilraunir. Læknir hafði verið kallaður og er hann kom á vettvang var Jón um það bil að vekja barnið til lífs á ný. Hér var snarræði og staðgóð kunn- átta Jóns í lífgun úr dauðadái, til þess að bjarga lífi litlu stúlk- unnar. ★ ★ ★ Foreldrar Guðlaugar Sigríðar eru þau frú Ásta Bjarnadóttir og Kristján A. Helgason verkamað- ur í Duushúsi. — ingvar. Félk flúði hús á Siglufirði aí ótta ¥ÍH skriðiihlmip Siglufirði, 19. apríl. HUGNANLEGT ástand var hér í bænum á mánudagskvöldið, er fjöldi fólks yfirgaf íbúðir sínar af ótta við skriðuföll úr fjallinu fyrir ofan bæinn. AURSKRIÐUR INN í 1 hlaupin, og var það flest úr hús- 0’ um við Þormóðsgötu. Klukkan var orðin 10 að kvöldi, er fólk- KJALLARA HÚSA Þegar um kvöldið tóku aur- skriður að myndast í fjallinu, inu fannst það tefla á tæpasta einkum hrundu þær úr svonefnd- 1 vað með því að flytja sig ekki á um Gimbraklettum. Á nokkrum ö’-ugg svæði, og stóðu þessir stöðum náðu skriðurnar niður í i flutningar fram yfir miðnætti. bæinn og runnu aurskriðurnar inn í kjallara húsanna og yfir túnbletti við hús. YFIRGAF HÚSIN Tveir vegir urðu bráðófærir bílum vegna skriðuhlaupa á bá, Hlíðarvegur og Hólavegur. Talið er að 15 fjölskyldur hafi flúið íbúðir sínar af ótta við skriðu- Misbeiting kommúnisfa á málírelsi er gróf óvirðing við löggjafarbingið Halda uppi málaþrasi í Kópavogs- málinu langt íram á nætur UM ÞESSAR mundir stendur yfir önnur umræða um frumvarpið að veita Kópavogshreppi kaupstaðarréttindi. Halda kommúnist- ar uppi stöðugu málþófi í umræðunum, sem fara svo fram úr öllu hófi, að til þess að tefja ekki önnur mál hefur orðið að halda síðdegis og jafnvel næturfundi. í fyrrinótt stóð þingfundur í Neðri deild yfir til klukkan hálf tvö. Héldu kommúnistarnir þar klukku- stundar langlokur hver á fætur öðrum. í gær hófst enn sami leik- urinn og er það einkennandi fyrir ræður kommúnista, að þeir spila stöðugt sömu plötuna aftur á bak og áfram til skiptis. Eru málalengingar þessar með öllu óþarfar og því greinilega gerðar til þess eins að tefja málið. — Adenaucf og Pinay Framh. af bls. 1 „Ein grosser Bahnhof", eða á ís- lenzku „stór járnbrautarstöð“. Athöfn þessi er í því fólgin að allir hugsanlegir virðingamenn eru boðnir til móttökuhátíðar, sem fram fer á palli járnbrautar- stöðvanna, er tigna gesti ber að garði. Pinay kemur með járnbrautar- lest, en lestin nemur staðar í Bad Godesberg áður en hún kem- ur til Bonn. En Þjóðverjar vona að Pinay haldi áfram með lest- inni til Bonn. ÞINGNEFND FÉKK FALSAÐAR UPPLÝSINGAR Þingheimur almennt að und anteknum kommúnistum og Hannibal Valdimarssyni, sem er fangi kommúnista í þessu máli eins og flestum öðrum, mun undrast rnjög aðferðir Finnboga Rúts Valdimarsson- ar í þessu máli. Sérstaklega þykir það mjög ámælisvert að starfsmaður hans gaf þing- nefnd, sem fjallaði um málið vísvitandi rangar og falsaðar upplýsingar i málinu. Er slíkt sjaidgæft en alvarlegt brot, að falsa með þeim hætti upp- lýsingar, sem löggjafarvaldið á að byggja niðurstöður sín- ar á. STAÐLEYSUR LÚÐVÍKS Kommúnistinn Lúðvík Jósefs- son hefur haldið hvað lengstar ræður í þessu máli. í gær kom hann t.d. með þá staðhæfingu, að verið væri að flýta þessu máli óhóflega og meira heldur en öll- um öðrum málum. En svo ó- heppilega vildi til að á dagskrá í gær voru tvö önnur mál nýrri en þetta og var m.a. annað þess- ara mála borið fram af Einari Ol- geirssyni kommúnistaþingmanni. Sýnir þetta eitt, hve fjarstæðu- kenndar staðhæfingar kommún- ista eru og virðist allt á sömu bókina lært hjá þeim í þessu máli. MÁLFRELSI MISBEITT Annars er framkoma komm únista með málalengingum þessum í hæsta máta ósmekk- leg. í því felst gróf óvirðing á þinglegu málfrelsi að mis- beita því með þessum hætti. Þingfundur hófst enn í gær- kvöldi kl. 9 og var búizt við að hann stæði langt fram á nótt. TOGARINN VEITTI MIKLA ASSTOÐ Togarinn Elliði lá hér í höfn- inni. Veitti hann mikla aðstoð flytjandi fólki, er hann lýsti upp með ljóskösturum sínum og gerði fólki hægara um vik að komast milli húsanna. — Einnig var hin- um sterku ljósum skipsins beint upp í hlíðina og gat fólk þá séð hvar skriðurnar runnu. En allt fór betur en áhorfðist, og fólk slapp ómeitt og ekki urðu skemmdir á húsum þeim, sem skriðurnar skullu á. — guðjón. oriiui VALDASTÖDUM, Kjós, 19. apríl: — í dag hafa borizt nokkru nán- ari fregnir af hamförunum undir Meðalfelli í gærkvöldi, er skriða hljóp úr fjallinu á bæinn Hjalla, með þeim hörmulegu afleiðing- um, að tveggja ára barn fórst inni í húsinu. Þegar skriðan kom á bæinn og sprengdi upp hurðina, voru sex eða sjö af börnum hjónanna að Hjalla, auk barnsins sem fórst, að leik niðri. Börnin, sem komust undan, forðuðu sér út um dyr á suðurhlið hússins, en skriðan féll á norðurhlið þess. Litla barnið, sem fórst, hcfur einhverra or- saka vegna króazt bak við hurð og ekki komizt þaðan. Húsmóðirin að Hjalla var uppi á lofti, en Hans Guðnason bóndi, var við gegningar hjá bróður sín- um að Evjum, ásamt tveim eða þrem elztu börnum sínum. Bónd- inn í Eyjum, Ingólfur, var í Reykjavík að sækia konu sína, sem legið hafði á sæng á fæðing- ardeild Landsspítalans. Þau áttu, sem kunnugt er af fregnum í gær, litla barnið sem dó. I morgun var vegurinn með fram Reynivallahálsi ófær vegna skriðufalla og vatnselgs. — Ekki hafa skriður þessar valdið tjóni á túnum. Vegna skriðufallanna mun mjólk ekki hafa verið sótt að öllum bæjum hér í sveitinni. Hér rétt austan við Valdastaði lokaðist vegurinn vegna skriðu — St. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.