Morgunblaðið - 20.04.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.04.1955, Blaðsíða 6
MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. apríl 1955 \ I Tónleikar Zabaleta Borgarstjórahjónin í Reykjavík boðin velkomin á flugvellinum í Grand Forks, N. Dakota. Talið frá vinstri: Dr. Richard Beck, ræðismaður íslands í Norður-Dakota; frú Bertha Beck; frú Vala Thoroddsen; Gunnar Thoroddsen borgarstjóri; Oscar Lundseth, borgarstjóri í Grand Forks; og Dr. George W. Starchef, forseti ríkisháskólans í N-Dakota (University of N-Dakota). Heimsókn borgorstjórnhjónanna EFTIR riima hálfrar annarrar viku dvöl á slóðum íslendinga í Manitoba, komu þau Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri í Reykja vík, og frú Vala Thoroddsen, með flugvél frá Winnipeg til Grand Forks, . Dakota, snemma dags þriðjudaginn 5. apríl. Á flugvell- inum tóku á móti hinum kær- komnu gestum þeir herra Oscar Lunseth, borgarstjóri í Grand Forks, dr. George W. Starcher, íorseti ríkisháskólans í N. Da- kota (University of N. Dakota), dr. Richard Beck, ræðismaður Islands þar í ríkinu, og frú Bertha Beck. Að móttökuathöfn- inni lokinni, var ekið beint til Dacotah Hotel, þar sem borgar- stjórahjónin höfðu dvalarstað, meðan þau voru í G^and Forks. Rak nú hver atburðurinn annan. Kl. 11 f. h. hélt Gunnar borg- arstjóri fyrirlestur í lagaskóla ríkisháskólans fyrir fjölmenn- um áheyr mdahópi háskólakenn- ara og stúdenta. Skólastjóri laga- skólans, dr. Olaf H. Thormods- gard, stýrði samkomunni og kvaddi ræðismann íslands til að kynna fyrirlesarann. Flutti borg- arstjóri pví næst ítarlegt og fræðimannlegt erindi um Alþingi hið forna. Fór það saman prýði- leg efnismeðferð og sambærileg- ur flutningur, enda var fyrirles- arinn örlátlega hylltur í ræðu-' lok, og þakkaði skólastjóri hon- um komuna og hið gagnmerka erindi hans fögrum orðum. Hafa margir háskólakennarar og stúd- entar einnig farið miklum lofs- og þakkarorðum um fyrirlestur- inn í samtali við höfund þessarar greinar. Að loknum fyrirlestrinum var Gunnar borgarstjóri heiðursgest- ur og ræðumaður í miðdegisverði og á vikulegum fundi Rotary- klubbsins i Grand Forks, er var mjög fjölsóttur, enda hafði ýms- um utanfélagsmönnum verið sér- staklega bcðið til þess að hlýða á ræðumann og kynnast honum. Gat að líta á fundinum fjölda fremstu ig kunnustu manna Grand Forks borgar á ýmsum sviðum. Stjórn skemmtiskrár hafði með höndum Paul Benson1 lögfræðingur, fyrrv. dómsmála- ráðherra í N. Dakota. Lunseth, borgarstjóri í Grand Forks, bauð hinn reykvíska em-1 bættisbróður sinn velkominn með hlýjmn orðum og bað hann síðan fyrir vinsamlegar kveðjur til Reykvíkinga og ísiendinga al- mennt. Þá kynnti Beck ræðis- maður Gunnar borgarstjóra sem aðalræðumann fundarins. Hóf har.n mál sitt með því, að þakka hinar ágætu viðtökur, en flutti að því búnu snjalla ræðu um Reykjavík og sýndi ágæta kvikmynd af henni. Var máli hans að verðugu framúrskarandi vel tekið, <>p höfðu margir fund- armenn orð á því, við greinarhöf- und, að Roykjavík væri drjúgum stærri bo.-g og með meiri nútíðar og menningarbrag, en þeir hefðu áður gert «ér grein fyrir. Samtímis því, er Gunnar borg- arstjóri sat fund Rotaryklúbbs- til Gtand Forks ins, var frú Vala Thoroddsen gestur frú Berthu Beck í hádeg- isverði, ásamt nokkrum öðrum konum borgarinnar. Seinna um daginn var haldin virðuleg rnóttaka til heiðurs ís- lenzku borgarstjórahjónunum á hinu fagra heimili dr. Starchers háskólaforscta og frú Starcher, er ræðismannshjónin íslenzku í Grand Forks stóðu einnig að. Var þar margt manna viðstatt, sérstaklegs. úr hópi forustu- manna ríkisháskólans og forráða manna Grand Forks borgar, ásamt frúm þeirra. Meðal þeirra var Olgei B. Burtness héraðs- dómari og fyrrum þjóðþings- maður, sem íslendingum er að góðu kunaur síðan hann kom til íslands sem einn af fulltrúum Bandaríkjanna á Alpingishátíð- ina 1930 Af íslendingum voru þar, auk ræðismannshjónanna, þau Frímann M. Einarsson, ríkis- þingmaður frá Mountain, N.- Dakota, og frú Einarsson, og And- rew L. Freeman verkfræðingur í Grand Forks og framkvæmda stjóri Rafvægingar sveita á þeim slóðum, að nokkrir séu taldir. Á þriðjudagskvöldið voru þau Gunnar borgarstjóri og frú Vala heiðursgestir í veizlu á ríkis- háskólanum, og tóku þátt í þeim ánægjulega mannfagnaði margir háskólakannarar og frúr þeirra og íslendingar í Grar.d Forks. Dr. Starcher háskólaforseti flutti kveöjur háskólans, og gat þess sérstaklega, að háskólinn í N. Dakota hefði brautskráð fleiri stúdenta al íslenzkum ættum en nokkur annar háskóli í Bandaríkj unum; siðan þakkaði forseti hin- um ágætu gestum komuna og af- henti þeim fagra gjöf frá háskól- anum í þakklætisskyni og til minja um beimsóknina. Frímann Einarsson ríkisþing- maður frá Mountain, og sonur eins íslenzka landnemans þar, flutti borgarstjórahjónunum kær- ar kveðjur og velfarnaðaróskir íslendinga í þeim byggðum, jafn framt því, og hann rakti í nokkr- um megindráttum sögu íslenzka landnámsins og benti á merkilegt framlag þess til þróunar ríkis- heildarinnar með mörgum hætti. Þótti honum vel mælast og sann- gjarnlega. Aðalræðu kvöldsins flutti Gunnar borgarstjóri, um Reykja- vík, sögu hennar, öran vöxt og víðtæka hlutdeild hennar í at- hafna- og menningarlífi þjjóðar- innar, og sýndi síðan hina fróð- legu og skemmtilegu kvikmynd af borginni. Var máli hans tekið með mikium fögnuði, og þau hjónin bæði ákaft hyllt af sam- komugestum. Var samþykkt einum rómi að senda forseta fslands og frú, og íslenzku þjóðinni, símkveðju í virðingar og þakkar skyni fyrir komu hinna virðulegu gesta. Richard Beck ræðismaður stjórnaði hófinu og lauk sam- komunni með því, að biðja borg- arstjórahjónin fyrir kærar kveðj- ur heim um haf, eigi aðeins frá þeim ræðismannshjónunum, með innilegum þökkum fyrir síðast, heldur einnig í nafni íslendinga í N. Dakota og annarra vina og velunnara íslands þar í ríkinu, Dagblaðið í Grand Forks, „Grand Forks Herald“, eitt af allra víðlesnustu blöðum ríkis- ins, flutti ítarlegar frásagnir um heimsókn borgarstjórahjónanna, meðal annars langan útdrátt úr hinum merkilega háskólafyrir- lestri Gunnars borgarstjóra um Alþingi, og tók blaðið sérstaklega fram, hvað fyrirlesturinn hefði verið fluttur á ágætri ensku. — Einnig var heimsóknar þeirra hjónanna getið í öðrum blöðum ríkisins og í útvarpi, enn fremur komu þau fram í sjónvarpi frá Fargo, N. Dakota. Með glæsilegri og prúðmann- legri framkomu sinni, heilluðu þau borg" rstjórahjónin hugi ís- lendinga og annarra, sem kynnt- ust þeim í Grand Forks, og þeir voru margu, og með þeim hætti öfluðu þau hjónin íslandi einnig nýrra vina á þeim slóðum. Með ræðum sínum vann Gunnar borg- arstjóri aulc þess ágætt landkynn ingarstarf. Hafi þau hjónin þvi hjartans þakkir fyrir komuna og kynninguna. Góðhugur allra, sem kynntust þeim á þessum slóðum, fygir þeim á veg. Slík- um fulltrúum íslands er gott að fagna á erlendri grund. Richard Beck. SPÁNSKI hörpuleikarinn Nican- or Zabaleta hélt hér í síðustu viku tónleika á vegum Tónlistar- félaganna í Reykjavík og Hafn- arfirði, þrjá daga í röð, í Aust- urbæjarbíói og Bæjarbíói Hafn- arfjarðar, fyrir tdoðfullum hús- um og við geysilega hrifningu. Verkefni voru að mestu hin sömu á öllum tónleikunum, nema auka- lög, og voru eftir: Bochsa (1778— 1856) þrjár etýður; Beethoven, tilbrigði um svissneskt lag; Mehúl (1763—1817), sontata; Rosette (1750—1792), sónata; Parish- Alvers (1808—1849), tilbrigði um ítölsk stef, Prokofieíf, prelúda, Pittaluga (1903) Noktúrna og Tournier, Jazz-Band. Harpa cr eins og kunnugt er, meðal anr.ars úr ritningunni og ýmsum aiþekktum fornum rit- um, eitt af elztu stiengjahljóð- færum veraldar, og er furðulítið breytt frá því fyrir þúsundum ára. Leikið var fyrir tugum alda í Egyptalandi á hörpu, sem var af svipaðri stærð og sú er Zaba- leta lék hér á, en vitanlega hafa þær verið mjög mikið fullkomn- aðar á ýmsan hátt. Til eru t. d. allmiklu stærri hörpur en sú er þessi listamaður lék á hér, og notaðar eru að jafnaði í sinfóníu- hljómsveitvm og einkum jazz- hljómsveitum nútímans. Þetta er í fyrsta sinn sem fræg- ur hörpuleikari kemur hér til þess að leika einleik á hörpu, og munu bæjarbúar allflestir ekki fyrr hafa heyrt einleik á hörpu, nema unga konu, Nönnu Egils- dóttur, sem um tíma stundaði nám á þetta hljóðfæri og hélt hér tónleika fyrir allmörgum árum. Zabaleta mun vera snjallasti núlifandi hörpuleikari sem vitað er um, og hefir hann ferðast um hálfan heiminn með sitt fyrir- ferðarmikla og dýrmæta hljóð- færi, og haldið hundruð hljóm- leika. Síðustu þrjú árin mun hann ekki hafa verið nema að meðaltali einn mánuð á ári, heima hjá sér í Mið-Ameríku, þar sem hann er búsettur. Hann er fæddur á Spáni eins og Casals, frægasti irúlifandi hljóðfæraleik- ari, og albýðlegur og vingjarn- legur ein^ og hann. Hann hefir leikið á hörpu síðan hann var barn, enda er tækni hans furðu- lega mikil, svo að þetta einfalda hljóðfæri verður með köflum í höndum hans eins og heil hljóm- sveit, og er hann mjög eftirsótt- ur af frægum hljómsveitum vestan hafs og austan. Margir munu hafa gert ráð fyrir að einleikur á hörpu væri fremur fábreytt skemmtun, til- þrifalítil og ekki fyrir músikfólk, en það er óðru nær. Zabaleta er hámenntaður og mjög þroskaður listamaður og lék hljóðfærið svo í höndum hans að áheyrendur fylltust undrun og hrifningu og skildu til fullnustu hvernig á því stendur, að þetta yndislega hljóðfæri hefir flestum öðrum fremur, lifað af stórbyltingar, og ekki skolast í því róti út á haf gleymsku og fordæmingar. Hin svimandi leikni, fágun og alvar- leg túlkun listamannsins gerðu hljómleikana að ógleymanlegri stund. Og mikil tilbreyting voru þeir hér mitt í deyfð og drunga þessara daga. Zabaleta mun nú leika einleik með Sinfóníuhljómsveitinni, og er það líldega eina gagnið sem við höfum : f verkfallinu, að hann komst ekki leiðar sinnar fremur en aðrir. Ættu allir bæjarbúar, sem ekki heyrðu þennan snjalla og þekkta snilling að nota þetta síðasta tækifæri að heyra hann. Vikar. B ó k i n Ó Jesú bróðir bezti gc-5 sumargjöf, góð fermingargjöf. BILALEIGA BILASALA Opel ’54 sendibíll til sýnis í dag. — Óskum eftir nýjum bílum, höfum kaupendur. — Komið til okkar og látið skrá bílana, við munum selja þá. Bílamiðsföðin s.f. Hallveigarstíg 9 KVÍLDARDVÖL Í DANMURKU Hótel Tistrup á vesturströnd Jótlands (nálægt Esbjerg), en þar eru beztu baðstrendur Dan- merkur, býður íslenzkum dvalargestum óvenju • góð kjör. Upplýsingar og gistipantanir hjá aðalumboðs- mönnum í Reykjavík. ORLOF H.F. alþjóðleg ferðaskrifstofa INIauðungaruppboð verður haldið að Brautarhólti 22, hér í bænum, eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík, tollstjórans í Reykjavík o. fl., föstudaginn 29. þ. m., kl. 1,30 e. h., og verða seldar eftirtaldar bifreiðar: R-485, R-581, R-582, R-2057, R-2141, R-2539, R-2813, R-2834, R-2937, R-3045, R-3527, R-3628, R-3767, R-3976, R-4229, R-4488, R-4544, R-5229, R-5303, R-5404, R-5428, R-6301, G-968 og G-1417. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Rcykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.