Morgunblaðið - 20.04.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.04.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. apríl 1955 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vlgur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU „Sé drepinu hlúð visnar heilbrigt líf----" ÞAÐ er alkunna að rökþrota mönnum er tamt að grípa til stóryrða og ókvæðisorða í vand- ræðum sínum. Með þeim hætti reyna þeir að dylja uppgjöf sína og ósigur. Það er nákvæmlega þetta, sem hent hefur kommúnista hér á Is- landi um þessar mundir. Þeir hafa haft forgöngu um að kasta þúsundum manna út í vinnudeilu, sem til þessa hefur kostað nær 5 vikna verkfall og haft í för með sér gífurlegt tjón, bæði fyrir verkfallsmenn sjálfa og þjóðina í heild. Kommúnistar höfðu hins- vegar talið fólki trú um, að kröf- um þess myndi komið fram án verkfalls. Þetta hefur brugðist. Mikinn hluta verkfallsmanna brestur ennfremur sannfæringu fyrir því, að mögulegt sé að verða við kauphækkunarkröfum þeirra án þess að stefna atvinnu þeirra og afkomu í stórkostlega hættu. Þeir sjá, að þegar togararnir eru reknir með 2 þús. kr. ríkisstyrk á dag og bátaútvegurinn verður að njóta mikilla gjaldeyrisfríðinda muni skammt að bíða gengislækk unar ef tilkostnaður þessara að- algreina útflutningsframleiðsl- unnar yrði aukin stórkostlega. Að kommúnistum hefur því sett mikinn ótta. Þeir gera sér ljóst að þeir eru dregnir til ábyrgðar fyrir það vandræða- ástand, sem skapazt hefur í þjóðfélaginu og þá erfiðleika, sem þeir hafa skapað þúsund- um heimiJa í Jandinu. Haturs áróður í ýmsar áttir Þá er það, sem kommúnistar hafa gripið til stóryrða og hat- ursáróðurs. Hann beinist í ýmsar áttir og að mörgum aðilum. Einn daginn eru það einstakir atvinnu- rekendur, annan daginn bifreiðar stjórar, sem reyna að verja at- vinnu sína gegn ofbeldi og rán- skap kommúnista, þriðja daginn Eimskipafélag íslands og fjórða daginn forsætisráðherra landsins og ættfólk hans. Gegn honum er hatursáróður kommúnistanna æstastur og andstyggilegastur. í raun og veru er það þó engin til- viljun. Ólafur Thors hefur á und- anförnum árum haft giftu- drýgri forystu um uppbygg- ingu íslenzks þjóðfélags en nokkur annar fslendingur. Undir forystu hans hafa verið sköpuð skilyrði fyrir góðri af- komu og velmegun alis al- mennings í landinu. Fyrir hans aðgerðir hafa lífskjörin batn- að og jafnast. Og einmitt nú vinnur ríkisstjóm landsins ötullega að framkvæmd stór- kostlegra umbótamála, sem hafa munu í för með sér marg- víslega bætta aðstöðu fyrir þjóðina. Kommúnistum er þetta mikla umbótastarf þyrnir í augum. Þeir hafa verið að tapa fylgi undan- farin ár. Þeir sjá nú fram á enn- þá hrikalegra fylgistap ef Sjálf- stæðismönnum tekst að hrinda þeim umbótum í framkvæmd, sem ríkisstjórn Ólafs Thors vinn- ur nú að. Þessvegna hika þeir ekki við að nota yfirráð sín í nokkrum stærstu verkalýðsfélög- um landsins til þess að spilla vinnufriði og setja fram kröfur um kauphækkanir, sem stöðva myndu framleiðslu þjóðarinnar og snúa velmegun og góðæri upp í atvinnuleysi og vandræði. Skerfur kommúnista til málamiðlunar Mikill meirihluti þjóðarinnar sér í gegn um þann ljóta leik, sem kommúnistar leika nú í þjóð- félaginu. Hatursáróður blaðs þeirra breytir þar engu um. Á meðan Ólafur Thors leggur sig fram um að koma á sáttum, sem tryggi í senn hagsmuni verka- lýðsins og þjóðarinnar í heild reynir landráðamálgagnið að ljúga af honum æruna. Það er þess skerfur til málamiðlunar í yfirstandandi vinnudeilu. En allt miðar þetta atferli kommúnista að einu og sama tak- marki, upplausn og eyðileggingu í hinu íslenzka þjóðfélagi. Upp- byggingu og þróun á að stöðva. Örbirgð og kyrrstaða á að koma í staðinn. í þeim jarðvegi einum gera kommúnistar sér von um að geta þrifist. „Sé drepinu hlúð visnar heilbrigt líf en hefndin grær á þess leiði“, kvað skáldið. Undir því kjörorði starfar kommúnistaflokkurinn á ís- landi eins og annarsstaðar. Sköpun eymdar og kyrrstöðu er höfuð takmark hans. — í skjóli örbirgðarinnar á hatrið að ná tökum á hugum fólks- ins, svifta það trúnni á per- sónulegt frelsi og lýðræði og hrekja það yfir í mannhaturs- klíku kommúnista. Þetta verður íslenzka þjóð- in að gera sér ljóst nú. í þessu ljósi hlýtur hún að líta þá at- burði, sem nú eru að gerast í þjóðfélagi hennar. Fás! !il að semja NÚ er verið að leggja síðustu hönd að fullgildingu Parísar- samninganna. Danska þingið hef- uþ samþybkt þá og aðeins er eft- ir að fá lokasamþykki efri deild- ar hollenzka þingsins Er enginn þröskuldur þar í vegi. Síðan ganga samningarnir í gildi. Meðan mál þetta hefur dregizt á langinn hafa Rússar haldið uppi stöðugum áróðri gegn Parísarsamningunum. Hefur það verið viðkvæðið hjá þeim, að ef samningarnir taki gildi muni þeir aldrei fallast á lausn Þýzkalands og Austurríkismálsins. Vestur- veldin hafa þá svarað því til, að við Rússa þýddi ekkert að semja fyrr en Parísarsamningarnir gengju í gildi. Enda er þetta nú að koma fram, þar ?em fyrst eftir að fyr- irsjáanlegt var að samningarnir gengju í gegn bjóða Rússar nú lausn á Austurríkismálinu. Er jafnvel vonað að upp úr því hefj- ist fjórveldaráðstefna um al- heimsmál. ALMAR skrifar: PÁSKAR PÁSKADAGANA, eins og á skír- dag og föstudaginn langa, var flutt í útvarpið mikil og góð tónlist, bæði veraldleg og kirkju- leg, eftir hina miklu meistara, svo sem Beethoven, Mozart, Bach, Brahms o. fl. Er aldrei of mikið af svo góðu og ber að þakka útvarpinu þann þátt sem það á í því að kynna hlustend- um öndvegisverk tónlistarinnar. — Að vísu eru þeir menn tilr er sí og æ amast við góðum tón- verkum og hafa þeir jafnan hæst en hinir, sem skilja gildi góðrar tónlistar, láta því miður það í verki flestum fremur, því Það var því vissulega ánægjulegt að hlýða á erindi Ragnars Jóns- JJrá átvarpi í óL&uótiA, viL ma a sonar, er hann flutti þriðjudag- inn 12. þ. m. um tónlist. Talaði þar leikmaður, sem hefur bæði mikla þekkingu á þessum hlut- um og ann góðri tónlist af heil- um hug. Hefur hann einnig sýnt alltof sjaldan til sín heyra. — að hann hefur um tugi ára unn- ið manna mest og bezt að efl- ingu tónlistarlífsins hér í bæ og má þakka honum ásamt öðrum góðum mönnum hversu stórstíg- ar framfarirnar hafa orðið á sviði tónlistarinnar hér og reyndar víðsvegar um land, á síðari árum. \Jeiuahandi áhrijar: AÐ undanförnu hafa staðið yfir hér í bænum námskeið í hjálp í viðlögum á vegum Rauða kross deildarinnar hér í Reykjavík. Námskeið þessi hafa verið vel sótt og nemendur hinir áhugasömustu, eftir því sem forstöðumenn nám- skeiðanna skýra frá. Þeir voru fólk á öllum aldri úr öllum stétt- um, þar á meðal margar hús- mæður sem voru sérstaklega áhugasamar við námið. Þesskonar námskeið fyrir al- menning eru hin þörfustu og eiga þeir þakkir skildar, sem starfað hafa að því að koma þeim í fram- kvæmd. Það er í rauninni bráð- nauðsynlegt að hver sá sem kom- inn er til vits og ára kunni nokk- uð fyrir sér í hjálp í viðlögum, þannig að hann viti hvernig bregðast skal við slysum þeim og óhöppum, sem ætíð geta kom- ið upp á teninginn í hinu dag- lega lífi. Einhverntíma var vakið máls á því að rétt væri og sjálf- sagt að kenna helztu atriði í hjálp í viðlögum í öllum skólum lands- ins og ætti sú hugmynd að kom- ast í framkvæmd sem fyrst. Rauði krossinn hér í Reykja- vík mun hafa í hyggju að gang- ast fyrir öðrum slíkum námskeið- um á hausti komanda og mun að- sóknin væntanlega jafnmikil sem fyrr. Hugleiðingar „þunnhærðs“ FYRIR nokkru barst mér bréf skrifað undir nafninu „þunn- hærður“, sem hljóðar mjög á þessa leið: „Það er sama, hvað allskonar vísindum á öllum sviðum hefir fleygt fram á síðustu tímum, ekki hvað sízt læknavísindum, en ekki hefir þó enn tekizt að vinna bug á þessu gamla fyrirbæri: skall- ' anum. Menn hafa verið að vona og vona, að eitthvað undrameðal- ið kæmi nú fram á sjónarsviðið, sem bindi loks enda á allt skallastand í heiminum en ekk- ert hefir gerzt í þá áttina, sem lofar varanlegum árangri. — Það I er þessvegna allt útlit fyrir að við mannkindurnar verðum að sætta okkur við þessi örlög vof- andi yfir höfðum okkar úr því að við erum komnir af æsku- skeiðinu — og taka því með karl- mennsku. Eiga ekki hárkollur rétt á sér? OG margt gæti oss verra hent — sei, sei, já — það er ekki þar fyrir. í versta falli fáum við okkur aðeins hárkollu, ef okkur hryllir of mikið við „hinu ástand- inu“. Eða hvað finnst þér um það, Velvakandi góður? Ert þú ef til vill einn þeirra, sem fordæmir hárkollur og telur þær hégóma einn og prjál? — Sé svo, verð ég að lýsa mig þér ósamþykkan um það atriði. Mér finnst það ekkert meira, þótt menn nú á dögum fái sér þokkalegar hárkollur rétt eins og tíðkaðist í gamla daga. Það verður að fara eftir smekk og vilja þess sem í hlut á og mér sýnist það ekki nema sjálfsagt að hér megi hver og einn fara sínar eigin götur algerlega óáreittur af aðfinnslum og vandlætingu ann- arra. — Eða hvað? Þunnhærður". Sómir sér oft með ágætum. EG er bréfritara mínum hjart- anlega sammála, hvað viðvík- ur hárkollunum. Það væri nú skárra, ef menn mættu ekki fara sínar eigin götur í svo stranglegu einkamáli sem þessu. Annars er ég um leið þeirrar skoðunar að menn ættu ekkert að vera að barma sér yfir skalla-standinu, að minnsta kosti ekki, þegar þeir eru komnir á sómasamlegan skallaaldur — þá sómir hann sér oft blátt áfram með ágætum. — Einn vitur maður skrifaði líka eitt sinn: LEIKRITIÐ „HELGUR MAÐUR OG RÆN- INGI“, leikritið eftir Heinrich Böll, sem flutt var á páskadag í ágætri þýðingu Björns Franzson- ar, var afbragðsgott og hafði góðan boðskap að flytja. Yfir leikritinu var heillandi helgi- blær og undirstraumur þess sterkur og áhrifamikill. Leik- stjórn Þorsteins Ö. Stephensens var með ápætum, sem og leikur hans, en hann fór með aðalhlut- verkið. Aðrir leikendur fóru og prýðilega með hlutverk sín. FRÁBÆRT ERINDT Á ANNAN í páskum flutti Lúð- yik Kristiánsson, ritstióT'i. erindi um Jón Sigurðsson og bóndann í Hvilft, Maenús Einarsson, bróð- u’’ beirra nrærku manna. Torfa á Kleifum og Ásgeirs á Þingevrum. Settist Magnús að á Vestfjörðum og var bar sveitarhöfðingi og for- ustumaður um flest um langt skeið. Rakti Lúðvik á skemmti- legan og greinargóðan hátt skifti Magnúsar og Jóns Sigurðssonar, bréfaskifti þeirra og það hversu öruggur stuðningsmaður Jóns Magnús var og hollráður og tryggur vinur enda þótt hans hafi lítið verið getið í því sam- bandi hingað til. Er bæði rétt og skylt að halda minningu slikra manna á lofti. Jón Sigurðsson átti marga fleiri slíka dugandi stuðningsmenn þar vestra, svo sem hinn merka ágætismann og brautryðjanda, Ásgeir kaun- mann Ásgeirsson eldra á ísafirði, sem var mikill vinur Jóns og sendi honum oft marga góða björg í bú. Þetta erindi Lúðvíks var frá- bærlega vel samið og ágætlega ! flutt. Mun bað vera kafli úr síð- ara bindi Vestlendinga og gefur það gott fvrirheit um að það verði ekki síðara hinu fyrra bindi. Vitur maður sagði: IVIÐSKIPTALÍFINU stendur hinn sköllótti að ýmsu leyti betur að vígi heldur en hinn með hárið. Hann dregur frekar að sér ' 1 viðskiptavini beinlínis vegna þess að fólk almennt setur ósjálfrátt skalla í samband við vizku og þroskaða hugsun — og hann vek- ur traust þess. Fjölskylduföðurnum er sömu- leiðis mikill ávinningur að því að vera sköllóttur, það gerir hann í senn elskulegri og virðulegri í augum fjölskyldunnar. Með úf- inn hárlubba á höfðinu myndi hann um leið falla og rýrna stór- lega í áliti. Það eitt út af fyrir sig, þegar hann þerrar svitann af skallanum kemur fólki í gott og vinsamlegt skap gagnvart hon- um“. MerKlð, gem klæðir landið. ERINDI — UPPLESTUR ÉG HEF hér að framan minnzt nokkrum orðum á hið ágæta er- indi Ragnars Jónssonar, er hann flutti þriðjudaginn 12. þ. m. — Þetta sama kvöld flutti Sigurjón Björnsson, sálfræðingur, mjög athvglisvert erindi um unglinga- fræðslu. Ræddi hann þetta mikla vandamál af glöggum skilningi, hófsemi og hleypidómaleysi, en í umræðum um þetta mál hefur oft viljað gæta margskonar hind- urvitna og mjög ólíkra sjónar- i miða þeirra, sem helzt ættu að geta um það rætt af þekkingu. Þá las frú Margrét Jónsdóttir kafla, sem hún hefur sjálf þýtt úr hinum frægu dagbókarblöð- um Samuels Pepys, sem uppi var í Englandi á seytjándu öld. Þessi dagbókarblöð, sem taka yfir níu ár, þykja æði hispurslaus, og segja frá ýmsum ævintýrum höfundarins, svo sem kvenna- málum hans, en jafnframt gefa þau glögga mynd af daglegu lífi manna, og þá einkum „betri borgara" í London á þessum tíma. Frú Margrét flutti kafla þenn- an prýðisvel, enda hefur hún ágæta rödd og greinilegan fram- burð. ÓSKASTUNDIN ÓSKASTUND Benedikts Grön- dals mióvikudaginn 13. þ. m. var með betra móti. Lögin, sem hann lofaði hlustendum að heyra voru skemmtileg, ekki síst píanókon- sert Tschaikowskys. En heldur fannst mér dauflegt og sviplítið ferðalag hans til ævintýralands- ins Atlantis, sem fornar sagnir eða munnmæli, segja að sokkið hafi í sæ einhvern tíma áður en sögur hófust. ÖNNUR DAGSKRÁRATRIÐI ÞVÍ MIÐUR gat ég ekki hlustað á kvöldvökuna á fimmtudaginn, en heyrt hef ég að þar hafi kennt margra góðra grasa. 1 Framh. á bla. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.