Morgunblaðið - 21.04.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.04.1955, Blaðsíða 14
I 14 MORGUNBLAÐIB Fimmíudagur 21. apríl 1955 I DULARFULLA HUSIÐ EFTIR /. B. PRÍESTLEY FramKaldssagan 17 íyrir sér. Hann leit á hina til- íinningalausu ungfrú Femm stundarkorn og því næst leit hann yfir borðið á bróður hennar, sem var að tala við Porterhouse. „Ég er alveg und-rmdi, sir“, sagði herra Femm, þótt ekki væri hægt að sjá neina undrun í svip hans heldur eitthvað allt annað. „En ég hef ekki komið út í heim inn eins og þér munið segja, síð- ustu tíu árin. Ég sé núna aldrei dagblað." „Þér munduð þá heldur ekki þekkja hann núna. Hafið mig fyrir því“, sagði Porterhouse. „Þér munduð ekki geta komið þangað núna. Það er allt annar heimur. Ég hef verið þar, svo að segja í fremstu víglínu; og það hefur tekið allan minn tíma “ „Heimurinn mun verða allt öðru vísi“, sagði herra Femm hægt, „þegar allt fólkið er farið úr honum og fyrr ekki. Karlar og konur brevtast ekki. Hin heimskulegu bjánalæti eru alltaf eins. Alltaf eru nokkrir gáfaðir, sem sjá eitthvað fram fyrir sig og hópar af heimskingium, sem ekkert sjá, sem hrósa sjálfum sér fvrir að vera sniliingar vegna þess að þeir eru óhæfir og skamm sýnir“. „Það er ef til vill eittbvnð í þessu“, játaði hinn eftir að hafa liorft á hann. Margaret Waverton var að tala við manninn sinn. Hreina og tæra röddin hennar hevrðist alla leið yfir borðið. ,.En þú getur aldrei sannfært Muriel Ainslev um þetta, Philio. Það er raunverulega einkennilegt. að fólk, og það skvnsamt fólk, getur vitað lítið um það sjálft. Því meira sem ég sé af lífinu, bví sannfærðari er ég um, að það séu áhorfendurnir, sem mest sjá af þeim Ieik.“ „Það cera þeir líka“. Það mátti heyra hina diúpu rödd Phihns greinilega. ,.En aðeins. að lífið er ekki leikur, skilurðu, og þú finnur b°ð raunverulega ekki nema það komi bér ekkert við. sem hingað til hafði aðeins ver- ið eins og einhver hlutur, hafði nú orðið raunveruleg aftur, reis nú á fætur og vappaði burtu. Hún sagði ekkert, hvessti ekki augun, hikaði ekki, aðeins stóð á fæ,tur og fór í burtu. Það virtist sem allt fólkið væri eins óraunverulegt fyrir hana, eins og hún virtist vera fyrir því. Þau störðu þögul á hana. Ef þau höfðu verið að bíða eftir merki, þá var það ekki þetta. Nú kom annað merki, og í þetta sinn utan úr náttmyrkrinu, sem þau höfðu næstum því gleymt. Það hefði getað verið þruma, sem slegið hefði niður eða önnur skriða; hávaðinn var fjarlægur og ógreinilegur, en samt var það ógnþrungið. Philip gerði fyrstur athugasemd, en hún var ekki ann- að en þetta: „Ef enginn hefur á móti því, er ég að hugsa um að kveikja mér í pípu.“ Þetta var raunverulega engin athugasemd, en með því að ávarpa alla í einu, gerði hann hinum auðveldara fyrir. Hann tók upp pípuna sína, sir William fann vindil og Pend- erel og konurnar tvær kveiktu sér í sígarettu. Herra Femm hall- aði sér að gin og vatni. „Hlustið þið nú á“, sagði Pend- erel, „við ættum að fara í leiki.“ „Fyrirtaks hugmynd", hrópaði sir William mjög hjartanlega og húsbóndalega bak við stóra vind- ilinn sinn. „Við getum ekki farið að sofa strax. Hvað segið þið um bridge?“ Margareti geðjaðist að þeirri hugmynd. „Það mundi mér þykja gaman“. Hún hugsaði um, hve það mundi vera róandi að sjá hin gamalkunnu andlit kónga og drottninga. Það var engin furða, þótt gamalt fólk, sem væri meðal ókunnugra, þætti gaman að spila. „En ég hef engin spil“, hélt sir William áfram. Hann sneri sér að herra Femm. „Nema að þér vild- uð lána okkur spil?“ „Ég hef engin“, byrjaði herra Femm, „en einhvers staðar hef ég séð þau hérna“. — Hann þagnaði skyndilega, það brá fyrir leiftri í augum hans, en síðan hvarf pað, og hann hristi höfuðið í skyndi. „Nei, við höfum engin hérna, því miður.“ i Þetta var mjög einkennilegt. Penderel leit forvitnislega á hann og fór aítur að furða sig á honum. Sir William spurði Waverton- hjónin, en þau höfðu engin. j „Við skulum fara í Sannleiks- leik“, sagði Penderel. „Hér er einmitt staður til þess.“ „Hafið þið nú gert sannleikann að leik?“ hrópaði herra Femm mjórri röddu. „Það mátti ekki seinna vera.“ Sir William var alveg ruglað- ur. „Ég þekki ekki þann leik og mér geðjast ekki að nafninu. Hvernig er hann? Ég vona, að það sé ekki einn af þeim leikjum. sem þarfnast blaðs og blýants, eins og skólabörnin leika sér með. Ef svo er, getið þið sleppt mér, mér geðjast alls ekki að slíkum leikj- um.“ „Ekki mér heldur“, kallaði Gladys. „Er það einn af þeim?“ „Þetta er auðveldasti leikur, sem til er“, sagði Penderel. „Það er reyndar varla hægt að kalla þetta leik. Við eigum aðeins að tala, en við megum ekki skrökva. Við spyrjum hvort annað spurn- inga og þessum spurningum verð- ur að svara eins samvizkusamlega og hægt er.“ I „Hamingjan góða!“ Gladys hrópaði ósjálfrátt, en þagnaði skyndilega og sagði „Fyrirgefið!" „Þetta virðist ekki vera leikur ' fyrir þig, Gladys“, sagði sir ’ William við hana. „Þú ættir að sitja hjá.“ j Hún hristi höfuðið mjög ákveð- in. „Ekki ég, ég er með. Þetta verður skemmtileg tilbreyting fyrir sum okkar, sérstaklega fyr- ; ir þig, Bill. Það má hamingjan vita, hvað maður heyrir." Hún leit í áttina til Margaretar yfir ( borðið til að sjá hvernig hún tæki þessu og það var augljóst, að það var ekki of vel.“ En hvað sem bví liður æ*tum við að hætta að tala um lífið. veena þess að það sem við sooíiim, hef- ur ekkert að segja. Til hvers er að tala um betta eða meina hað, þegar það er auglióst. að bað er þetta og hitt og það gavnstæða." „Vertu ekki svnna hát’ð'evur, PhilÍD“. savðj hi'm. ..Þú hefur sagt betta áður. Þar að auki var ég að t.ala um Mnriel Ainslev.“ En Penderel té’< eftir, að bau töluðu nll bát'ðleea og hann siálfur líka. Þau voru búin að koma sér v°l fvrir. Prátt mundu þau öll fara að gorta oe hann varð að vera varkár svo að hann bvri- aði ekki fvrstur manna. Hann liugsaði um stúlkuna við blið hans. Hann hafði hað á tilfinn- ingunni. að eitthvað ætti eftir að koma fvrir. Þau höfðu alla nótt- ina fyrir sér, og enn var ekki orðið á'iðið. lifeira að segja' að litla hliómsvejtin ,á „Rottur og mýs“ var ekki enn farin að leika. FUVfMTI KAFIJ Þau höfðu nú lokið við kvöld- verðinn og það hafði slegið þögn á alla. Meðan á kvöldverðinum stóð höfðu þau öll sex (ungfrú Femm hafði ekki sagt nokkurt orð) spjallað frjálslega saman, þótt ekki hefðu verið neinar há- værar samræður; en nú voru þau öll þögul. Það var eins og þau væru að bíða eftir einhverju merki, þau voru svo einkennilega þöguh Skyndílega var þeim gef- ið merkið, því að ungfrú Famm, Jóhann handfasti BNSS’ SAGA 139. Seztu nú hjá þessari yndislegu ungu stúlku. Þið hafið áreiðanlega um margt að tala.“ Ég stokkroðnaði þegar ég settist hjá Blanchfleur, en var þó skrambi upp með mér. Þjónn einn fékk henni disk og ætlaði að fara að fá mér annan, en konungurinn sem horfði á okkur úr hásæti sínu með arnaraugum sínum, kall- aði til hans, og sagði: „Nei, lofaðu þeim að borða af sama diskinum, þá hafa þau betri lyst á matnum.“ Þá var mikið hlegið og deplað augunum, en við borðuð- um af sama diski eins og sannir vinir og hjónaefni. Þó að Blanchfleur væri ekki lengur barn að útliti, fann ég brátt að hjarta hennar var jafn hreint og tilfinninga- ríkt og áður. Við töluðum mikið saman og sögðum hvort öðru frá því, sem á dagana hafði drifið frá því við sáumst seinast. Blanchfleur og frú de Columbiéres höfðu verið hjá Ber- angaríu drottningu. Hún var enn í löndum sínum og ekki komin til konungs aftur. Þegar þær voru í Rómaborg á leiðinni heim, sá ein af þjónustukonum drottningar belti prýtt gimsteinum, sem verið var að bjóða til kaups. Konan þekkti beltið og vissi að Ríkarður konungur hafði átt það. Af þessu varð drottning afar hrygg, því að hún óttaðist mjög ! að konungur hefði verið drepinn. Blanchfleur játaði að t hún hefði einnig fellt mörg tár mín vegna, og leit um leið j þannig til mín, að hjarta mitt fór að slá hraðara. Þegar drottning íór til Navarra sex mánuðum seinna, SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN RÍKISÚTVARPIÐ ; TÓMLEIKAR í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 22. apríl kl. 8 síðdegis. : Stjórnandi: OLAV KIELLAND Einleikari: NICANOR ZABALETA 5 Einsöngvari: GUÐMUNDUR JÓNSSON [ VERKEFNI: 5 ■ Debussy: Forleikur að „Síðdegisæfintýri skógarpúkans“. ■ Saint-Saens: Konsertsþáttur fyrir hörpu og hljómsveit, op. 154 Kielland: Sex sönglög við ljóð eftir Per- Sivle, o». 17 Beethoven: Sinfónía nr. 7 í A-dúr, cp 29 ■ ■ Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu GLÆSILEGASTA KVÖLDSKEMMTUN ÁRSINS * Revíukabarett Islenzkra tóna 4. sýning í kvöld kl. 11,30 — Uppselt — 5. sýning sunnudag 24. apríl kl. 11,30. Pantaðir aðgöngumiðar sækist fyrir hádegi á morgun í DRANGEY, Laugavegi 58 og T Ó N A, Austurstræti 17 (gengið inn Kolasund) DANSLEIKUR með skemmtiatriðum I kvöld kl. 9. — Aðgöngumiðar kl. 5—6: ★ GAMANÞÁTTUR: Emilía, Áróra og Nína. ★ DÆGURLAGASÖNGUR: Hinar vinsælu leik- systur. ★ GAMANVÍSUR: Hjálmar Gíslason. ★ Hin vinsæla hljómsveit hússins leikur fyrir dansinum. -A SÖNGVARI með hljómsveitinni: Einar Ágústsson. Sumargjöf. HÓTEL BORG í síðdegiskaffinu í dag: : Plasido og Þorvaldur : í kvöld: Dansleíkur til kl. 1 sömu skemmtikraftar Miðar við suðurdyr klukkan 8. — Gleðilegt sumar! — | .........

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.