Morgunblaðið - 24.04.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.04.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 24. apríl 1955 MORGVNBLA&E& 9 Laugardagur 23. aprll Reykjavíkurbréf: páskahrotunni. — (Ljósm. H. Teits.) Úr vélasal eins fiskiðjuversins í Eyjum. — Á aftari myndinni sjást nokkrar lífsglaðar gagnfræðaskólastúlkur, sem unnið hafa við fiskiðnaðinn Austurvöllur grænkar — Vouir um máSamiðlun í vinnudeilunni — Skæruhern- aður — Vegamálin á Alþingi — Akfærir vegir samtals 9,5 |ás. km. — Hlikil >» verkefni framundan — IVlerkiEeg forysta vegamálastjóra — Ahugi og starfs- gleði mótar atvinnulífið í Eyjum — Itlesta óhappaverk stjórnarandstöðunnar. Sumarkoma SUMARDAGURINN fyrsti var kyrr og bjartur um megin- hluta landsins. í hjarta höfuð- borgarinnar var Austurvöllur þegar tekinn að grænka, en víða fyrir norðan fraus sumar og vet- ur saman. Veturinn, sem nú er liðinn, var hagstæður til lands og sjávar. Hins vegar bökuðu verk- föll og vinnudeilur þjóðinni all- mikið tjón. Er ekki enn þá séð fyrir endi þeirra átaka. Verkfall á sjöttu viku VERKFALLIÐ hér í Reykjavík og Hafnarfirði er nú komið á sjöttu vikuna. Upp á siðkastið hafa fulltrúar deiluaðila og hin stjórnskipaða sáttanefnd haft sér alltíða fundi. En á þeim hefir lítið gerzt og engar opinberar tilkynningar hafa verið gefnar út um árangur þeirra. Um þess- ar mundir liggur það þó í loft- inu, að vænta megi einhvers konar málamiðlunartillögu. Hef- ir þá helzt verið rætt um, að hún fælist í nokkurri beinni kauphækkun til launþega ann- ars vegar og hinsvegar í mynd- un sjóðs, sem síðar yrði varið til greiðslu atvinnuleysistrygg- inga. í sjóð þennan hefir verið rætt um, að greiddur yrði ákveð- inn hundraðshluti vinnulauna, sem síðan yrði reiknað sem kauphækkun. í bili virffast vonir manna um málamifflun í deilunni einna helzt byggjast á því, að þessi leiff verffi farin. Aff þvi er blaðiff veit bezt, hefir henni verið í affalatriffum vei tekið af fulltrúum beggja deilu- aðila. Hinn pólitíski svipur verkfallsins ÞETTA verkfall hefir frá upp- hafi verið pólitískt. Það hefir ekki fyrst og fremst verið háð til þess að bæta kjör þeirra, sem helzt þurfa á kjarabótum að halda. Sést það greinilegast á því, að í því hafa bundizt sam- tökum hæstlaunuðu iðnaðarmenn og lægst launuðu verkamenn. En tekjur og efnahagur þessara manna er gjörólíkur. Kommúnistar lýstu því líka yfir i upphafi, aff verkfallið væri hápólitískt. Tilgangur þess væri fyrst og fremst að koma núverandi rikisstjórn frá völdum. Verkfall, sem þannig er stofnað til, hlaut óhjákvæmilega aff standa lengi, ekki sizt þegar á það var litið, að fjárhagslegur grundvöllur var ekki fyrir hendi til þess að mæta þeim gífurlegu kauphækkunarkröf ■ j um, sem fram voru settar. En kommúnistar eru nú orðnir | hræddir við fyrri yfirlýsingar, um hið pólitíska effli verk- j fallsins. Þess vegna eru þeir steinhættir að tala um „vinstri stjórn", sem taka eigi við stjórn í landinu á næstunni. Skæruhernaður FRAMKVÆMD verkfallsins und- anfarna daga felzt nú aðallega í skæruhernaði gagnvart lækn- um, ljósmæðrum og almennum atvinnubifreiðastjórum. Benzín- undanþágui til lækna og ljós- mæðra hafa verið stöðvaðar. Verkfallið hefir um skeið snúizt um það hverjir eigi að hafa rétt til þess að fá benzín á bifreiðir sínar. Kommúnistar höfðu mis- notað verkfallsstjórnina til þess að tryggja einstökum mönnum, skoðanabræðrum sínum í bif- reiðastjórastétt í Reykjavík, undanþágubenzín. Þegar bifreiðastjórastéttin reis almennt upp og stöðvaði slíka misnotkun svöruðu kommúnistar með því að svifta lækna og ljós- mæðrum undanþágubenzíni. Þar við sat um skeið en eitthvað hef- ur nú rætzt úr þessum málum. Allt sýnir þetta hversu handa- hófs- og ofbeldiskennd fram- kvæmd þessa verkfalls er í hönd- um kommúnista. Það er svo lexía út af fyrir sig, að í margar vik- ur hefir litið út sem höfuðborg- in væri í umsátri óvinahers. Kommúnistar hafa í nafni verk- fallsstjórnarinnar sett upp götu- vigi á öllum helztu þjóðvegum út frá bænum. Þar hafa þeir tek- ið stjórnina í sínar hendur. Og þar hafa vegfarendur orðið að hlíta boði þeirra og banni. Vegamálin á Alþingi NÚ í VIKUNNI var lagt fram á Alþingi frumvarp um breyting- ar á vegalögunum. Er það flutt af samgöngumálanefnd Neðri deildar, en undirbúið af sam- göngumálanefndum beggja deilda í samráði við vegamála- stjóra. Forsaga þessa máls er sú, að snemma á þessu þingi voru flutt frumvörp í báðum deildum um breytingu á vegalögunum. Flutti Magnús Jónsson annað frum- varpið í Neðri deild, en Gísli Jónsson hitt í Efri deild. Niður- staðan hefir svo orðið sú, að samgöngumálanefndirnar hafa með aðstoð vegamálastjóra sam- ið nýtt frumvarp, sem nú hefir verið lagt fram. Samkvæmt því lengjast þjóð- vegir í landinu um 866 km. Hinsvegar voru fluttar breyt- ingatillögur við tvö fyrrgreind frumvörp um vegakafla, sem voru samtals 1200 km að lengd. Samkvæmt skýrslu frá Geir G. Zoéga, vegamálastjóra, sem fylgir greinargerð frumvarps-1 ins, eru þjóðvegir nú alls 7343 km að lengd. Þar af eru ak- færir 6493,3 km. Sýsluvegir eru hinsvegar 2389 km að lengd, þar af akfærir 1689 km. Hreppavegir eru 1361,7 km. þar af akfærir 804,9 km. Fjall- vegir eru taldir um 400 km. Samtals er lengd allra vega á landinu taldir 11,494,1 km, þar af akfærir 9387,8 km. í þessu sambandi má á það benda, að áriff 1927 voru ak- færir þjóðvegir aðeins 1300 km. En árið 1937 voru akfærir þjóðvegir orðnir 3307 km. í dag eru þeir eins og áður er getið 6493,5 km og akfærir vegir samtals í landinu 9387,8 km. Þrír aðalvegir MEÐ ÞESSU frumvarpi um breytingu á vegalögum, er lagt til að mikill fjöldi vegakafla um allt land verði teknir í þjóðvega- tölu. Eru meðal þeirra þrír vegir, i sem sérstaklega stendur á um, þar sem þeim er ætlað að tengja heila landshluta eða fjölmenn byggðalög við akvegakerfi lands- ins. Er þar fyrst að geta Siglu- fjarðarvegar, sem lagt er til að lagður verði frá Siglufirði fyrir Stráka, um Úlfsdali og Almenn- ingsskriður á Siglufjarðarveg fyrir utan Hraun í Fljótum. Lagning þessa vegar myndi verða Siglfirðingum til stórkostlegs hagræðis, þar sem vegasamband er nú mjög stopult við byggðar- lag þeirra yfir Siglufjarðar- skarð. Er sá vegur raunar að- eins fær um hásumarið. Þá er lagt til, að tekinn verði í þjóðvegatölu vegur fyrir Ólafs- fjarðarmúla inn til Eyjafjarðar. Er þegar byrjað á framkvæmd- um við þessa vegagerð, sem mjög mun bæta samgöngur við Ólafs- fjarðarkaupstað. Til Ólafsfjarð- ar er nú aðeins akfært um Lág- heiði til Skagafjai'ðar. í þriðja lagi er nú tekinn upp þjóðvegur úr Arnarfirði yfir á Barðaströnd. Um þann veg muti vesturhluti Vestfjarða komast í akvegasamband við akvega- kerfi landsins. Jafnframt er lagt til að tekinn verði í þjóðvega- tölu vegur meðfram öllu sunn- anverðu ísafjarðardjúpi. Mun ^ þannig skapazt hringvegur um meginhluta Vestfjarðakjálkans. j Þ. e. a. s. með fram sunnanverðu ísafjarðardjúpi til ísafjarðar- j kaupstaðar, vestur um firði og; suður og austur um Barða-1 strandarsýslu. Mun að því verða hin mesta samgöngubót fyrir þennan landshluta og það fólk, sem um hann ferðast. Mikið verkefni í VEGAMÁLUM okkar eru enn þá mikil verkefni fram- undan. Af þeim vegum, sem nú eru taldir þjóðvegir, eru um 850 km ennþá óakfærir. En við þá bætast nú sam- kvæmt fyrrgreindu frumvarpi 866 km. Þess er og aff gæta, að verulegur hluti þeirra vega, sem nú eru taldir akfærir, eru meira eða minna ófullkomnir. Mjög víffa er eftir aff hlaða þá upp og ganga frá þeim að öðru leyti. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að vegirnir hafa tekið stórkostlegum fram förum á síðustu árum. Ný og fullkomin tækf hafa auðveldað vegagerðina að mikl- um mun. Hinar nýju jarðýtur, ámokstursvélar, sprengitæki og vegheflar, hafa hrundið einstök- um vegaframkvæmdum áfram á miklu skemmri tíma en til slíkra umbóta hefði þurft meðan hak- inn, skóflan og hestvagninn voru aðal vegagerðartækin. Á því ríkir nú vaxandi skiln- ingur, að vegirnir eru ekki að- eins lagðir fyrir sveitafólkið, sem byggir héruðin, er þeir liggja um. Þeir eru lagðir fyrir þjóðina í heild, bjargræðisvegi hennar, félagslíf og menningarlíf. Engin þjóð unir því til lengdar að geta ekki ferðazt nokkurnveginn hindr unarlaust um allt land sitt. Hér á íslandi er nú meira að segja þannig komið, að í einstökum héruðum eru gangnamenn flutt- ir á heiðar upp í jeppum. Stöð- ugt nýjar kröfur koma fram um vegi inn á hinar fögru óbyggðir landsins. En þaff er dýrt að leggja vegi um strjálbýlt land, þar sem brúa þarf órafjarlægðir. Þetta verk hefir verið unnið af miklum stórhug, þraut- seigju og fyrirhyggju á und- anförnum áratugum, lengstum undir forystu Geirs G. Zoéga vegamálastjóra, sem starfað hefir að framkvæmd þessara mála allt frá árinu 1911. A hann miklar þakkir skildar fyrir það geysilega starf, sem hann hefir af höndum innt í þágu íslenzkra samgöngumála. ,,Páskahrotan“ brást ekki Vestmanney- ingum í VESTMANNAEYJUM hefir undanfarið verið landburður af fiski. Allir, ungir og gamlir, hafa orðið að leggja að sér um verk- un aflans. Sennilega er óvíða hér á landi unnið jafn kaþpsamlega að móttöku fisks og vinnslu hans, þegar mikið berst að, og í Eyj- um. Það er rétt eins og almennt liðsútboð fari fram. Unglingar og jafnvel börn úr skólunum koma til starfa í frystihúsunum, og all- ir keppast við að afkasta sem mestu. Áhugi og starfsgleði mót- ar athafnalífið. Enda þótt þrey ..i og svefnleysi sverfi stundum að mönnum, hverfur áhuginn ekki úr svip þeirra og yfirbragði. Það er óefað þessi ríki áhugi og starfsgleði, sem gert hefir Vestmannaeyjakaupstaff t aff einu öndvegisbyggðarlagi landsins, þar sem fólkið bætir stöðugt hag sinn og aðstöðn í lífsbaráttunni. Óvíða er t. d. jafnmikið byggt af nýjum hús- um árlega og í Eyjum. Mesta óhappaverk stjórnarandstöðunnar STJÓRNARANDSTAÐAN á Al- þingi framdi s. 1. þriðjudag mesta óhappaverk sitt á þessu þingi. Þingmenn kommúnista og Alþýðuflokksins greiddu þá sum- part atkvæði gegn húsnæðismála- j frumvarpi ríkisstjórnarinnar eða j sátu hjá við atkvæðagreiðsluna | um það. Hefir þessi ráðabreytni hinna sósíalisku flokka vakið í j senn furðu og andúð þess mikla j fjölda fólks, sem undirbýr nú. íbúðabyggingar. Stjórnarand- stöðuflokkarnir hafa með þessu sýnt, að þeir hafa engan áhuga j fyrir raunhæfum aðgerðum til stuðnings íbúðabyggingum í land inu. Þeir vilja aðeins tala um | það, að fólk búi í kjöllurum, her- skálum og öðru heilsuspillandi húsnæði. En þeir vilja ekki bæta úr þessu ástandi. Þess vegna snú- ast þeir m. a. gegn þeirri tillögu ríkisstjórnarinnar að upp verði , tekið veðlánakerfi, sem skapi ! möguleika á allt að 100 þúsund I króna láni út á hverja einstaka . íbúð. Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.