Morgunblaðið - 24.04.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.04.1955, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLABI8 SunnucUgur 24. apríl 1955 — Eden et Framh. á bls 10 útgefendur, og Harold varð sá fyrsti þeirra til að leggja fyrir sig stjórnmál. Tvítugur stúdent gerðist hann hermaður í fyrri heimsstyrjöldinni, hann særðist þrisvar, fékk heiðursmerki og tók síðan doktorsgráðu í Oxford. Skömmu síðar varð hann aðstoð- armaður landstjórans í Kanada, hertogans af Devonshire. Um sama leyti kvæntist hann dóttur hins auðuga Cavendish hertoga. Á sama órinu gaf MacMillan- fyrirtækið út verk Keynes „Áhrif friðarsamninganna á fjárhag þjóðanna". Ritið var mjög um- deilt. Harold MacMillan hafði á engan hátt hönd í bagga með út- gáfu bókarinnar, en bókin hafði mikil áhrif á hann. MacMillan hafði unnið að út- gáfustörfum í 20 ár, áður en hann ákvað að verða stjórnmálamaður, og hann hafði setið 16 ár í neðri deild brezka þingsins, áður en Churchill skipaði hann í stjórn. í fyrsta skipti sem MacMillan bauð sig fram til þings féll hann eins og Eden, en komst á þing á árinu 1924. „MEÐALVEGURINN“ — STEFNUSKRÁ Ekki varð hjá því komizt að veita MacMillan athygli í neðri deildinni — fyrst og fremst vegna útlits hans: Þykkt og úfið yfir- varaskegg, rauð nellikka í hnappa gatinu, töfrandi og alúðleg fram- koma hans gerðu hann að mjög góðum fulltrúa íhaldsmanna — þó að hann væri langt frá því að vera alveg ,,rétttrúaður“ í skoð- unum sínum. Árið 1927 hafði hann ásamt þrem ungum flokksbræðrum sín- um gefið út bók „Ríkið og iðn- aðurinn", en þar gerði hann grein fyrir hvernig ríkið ætti að hafa hönd í bagga með skipulagningu iðnaðarins. Að vísu hafði Churc- hiil, sem þá var álitinn afar rót- tækur, mælt ákveðið með slíkri skipulagningu árið 1908. Álit Churchills á MacMillan jókst mjög eftir útgáfu þessarar bókar. Nokkrar bækur fylgdu í kjölfar þeirrar fyrstu, og árið 1938 kom út bókin „Meðalveg- urinn“, sem vakti mikla at- hygli og markaði raunveru- lega nýja, bylíingakennda stefnu með íhaldsflokknum. MacMillan hafði þegar fyrir útgáfu þessarar bókar skipað sér í flokk „uppreisnarseggj- anna“ gegn Baldwin og Chamberlain. Hann benti ósleitilega á það, að náið samband væri á milli efna- hagsstefnu þeirrar, er mest mátti sín, og því fylgi, er einræðisherr- arnir á meginlandinu áttu að fagna. „Við verðum að sigrast á fátæktinni, ef við viljum ekki tapa frjálsræðinu. Lýðræðinu stendur miklu meiri ógn af rotn- un innan frá en árásum utanað- komandi afla .... “ „Ég fylgi Churchill að málum", sagði MacMillan árið 1939. „Hann er maður að mínu skapi“, sagði Churchill árið eftir, er hann gerði MacMillan að staðgengli hermála ráðherra. Á árinu 1942 lét Churchill hann taka til bráða- birgða við störfum nýlendumála- ráðherra, og í desember 1942 varð hann ráðherra yfir málefnum Norður-Afríku. GÆTINN STJÓRNVITRINGUR — EN ÞÓ EKKI INNAN SÍNS FLOKKS í þessari stöðu sýndi MacMill- an, að hann hafði til að bera mikla stjórnkænsku. Hann vann að því öllum árum að skapa sam- ræmt samstarf milli Breta, Frakka og Bandaríkjamanna úr þeirri ringulreíð, er ríkti, þegar hann tók við stöðu sinni, og hann miðlaði málum milli de Gaulles og Giraud. Hann var einn aðalmaðurinn á Casablanca-ráðstefnunni. Hann stýrði alls konar samningaumleit- fyrirliði unum í Júgóslavíu og Grikklandi, og þegar Churchill tók við stjórn- arforustu og varð m. a. að standa við loforð sín til kjósenda um úrbætur í húsnæðismálum, gerði hann MacMillan að húsnæðis- málaráðherra. Hann kom því til leiðar að byggð voru 300 þús. hús — fleiri en íhaldsflokkurinn hafði lofað í kosningabaráttunni og fleiri en nokkur sérfræðingur í þessum efnum — hvað þá hver venjuiegur kjósandi — hafði nokkurn tíma þorað að gera sér vonir um. Síðan var hann gerður varna- málaráðherra, er Alexander láv- arður vék úr þeirri stöðu, og nú heldur hann áfram upp í utan- ríkisráðherraembættið, enda verða utanríkismál og varnamál að haldast í hendur á þessum tímum „kalda stríðsins". EKKI VINSÆLL MEÐ FORUSTUMÖNNUM FLOKKS SÍNS MacMillan er ekki sérlega vin- sæll hjá forustumönnum íhalds- flokksins — mörgum sinnum hef- ir hann verið á öndverðum meið við fjármálaráðherrann, sem er ein styrkasta stoð flokksins — Butler getur raunverulega ekki umborið hann. ★★★ Hinn nýi varnamálaráðherra John Selwyn Lloyd er 51 árs að aldri. Síðan í október 1954 hefir hann verið birgðamálaráðherra og því æðsti yfirmaður stefnunn- ar í kjarnorkumálum. Hann er kunnur fyrir stjórnvizku sína, og hefði MacMillan ekki verið skip- aður utanríkisráðherra hefði eng- inn annar komið til greina en Lloyd í það embætti. Lloyd var liðsforingi í stór- skotaliðinu í annarri heimsstyrj- öldinni, en var síðar gerður að herforingja. Hann tók þátt í innrásinni í Normandí, var oft getið í dag- skipunum fyrir að sýna mikið hugrekki og hreysti og hlaut mörg heiðursmerki. Hann var kjörinn á þing árið 1945, meðan hann var enn í hernum. Er íhalds- menn unnu kosningarnar árið 1951, var Lloyd gerður að vara- utanríkisráðherra, hægri hönd Edens. ÖFXUGT LIÐ Með skipun MacMillans í stöðu utanríkisráðherra og Lloyds í embætti varnarmálaráðherra, hefir Eden sýnt að hann hyggst byggja styrkleik stjórnar sinnar á mönnum, er hafa til að bera sterkan persónuleik — jafn- vel þó að þetta brjóti í bág við flokksvenjur. Kemur hér skýrt fram að það eru „menn Edens“, sem eiga að taka við arfi Churc- hills — mennirnir, sem Churehill sjálfur hefir kallað ,,sína menn“. Anthony Eden gerist gerist fyr- irliði stjórnarinnar — með Butler sem markvörð og MacMillan og Lloyd sem útframherja. Eigil Steinmetz Innflutningor búfjár BÆNDUR á Jaðri í Noregi hafa hvað eftir annað flutt inn búfé frá Englandi og Skotlandi án alíra óhaopa, enda viðhaft fulla skynsamlega varúð við innflutn- ing, án þess þó að efna til ofsa- legs kostnaðar við einangrun og sóttvamir Gildir þetta bæði um sauðfé, ho'danaut og mjólkurkýr. Allmarg’r bændur á Jaðri rækta Jerssv-mjólkurkýr og hafa með sér féiagsskap im ræktun þessa kúakyns. Á síðasta árs- fundi félagsins nú nýlega ákváðu þeir að flytja inn 3 nautkálfa af Jersey-kyn.. Er koniist svo að orði um það, í fregnu.n frá fund- inum, að ekki muni vera ástæða til að óttast að dýralækningayfir- völdin leggist á móti sJíkum inn- flutningi. — Sinn er siður í landi hverju, má segja um þetta. LEIKFÉLAG AKUREYRAR: LEIKFÉLAG Akureyrar valdi vel, þegar það tók til sýning- ar leikritið „Mýs og menn“, eftir bandaríska rithöfundinn og leik- ritaskáldið John Steinbeck. Ekki þarf um hann né skáldverk hans að fara mörgum orðum, þar sem Steinbeck er ásamt Ernest Hemminwav, ótvírætt kunnastur bandarískra rithöfunda hér á landi. Skáldsögur hans hafa flest- ar birzt í vönduðum íslenzkum þýðingum og leikrit hans hafa sézt hér bæði á leiksviði og heyrzt í útvarpi. Nýtur Steinbeck og viðurkenn ingar i heimalandi sínu sem einn snjallast.i rithöfundur síns tíma. Mjög er misjafnt hver vrkis- efni láta skáldum bezt svo þau I fái notið listar sinnar. Fornar I sagnir og löngu liðnir atburði I verða sumum hendi næst, önnur skáld leita þess, sem sérkennileg- ast er í samtíðinni, lýsa því og ! greina eftir því sem hverjum er bezt auðið og hjarta þeirra ligg- ur næst. I John Steinbeck á ekki sæti á : þeim skáldabekk. Hann yrkir ekki um villidýraveiðar í Afríku- . skógum, viskíþreytta ofursta eða hefðarfólk á heimsflakki eins og I landa hans, Hemmingway, er svo eiginlegt. Slíkt fólk þekkir Stein- I beck ekki og hefir aldrei kynnzt j því. Hans veröld er heimur litla mannsins, almúgamannsins, ef j svo má nefna hann, sem aflar sér : brauðs í sveita síns andlits og með ærinni fyrirhöfn. Steinbeck lætur einkar vel að lýsa slíku ■fólki. sérkennum bess og hjarta- laei. lifi þess og fábrevttu starfi. Það fólk er honum hugfólgnast og það á hjarta hans, hann hefir rika samúð með því og deilir hlutskipti þess manna fúsastur. Þetta er líka ein meginástæðan fvrir því, hve amerískur Stein- beck er í bókum sínum, fólkið hans lifir í nánum tengslum við moldina og landið með sérkenn- um þess og breytileik, svo sem í „Þrúgum reiðinnar", flakkararn- ir hans, hin áhyggjulausu nátt- úrubörn, sem varla þekkja sinn næturstað eru samofnir Kali- j forníuströndinni, Montereyhér- aðinu, þaðan sem Steinbeck sjálf- ur er upprunninn og þekkir manna bezt Lýsingar hans á efna lausa fólkinu, sem býr við Ægis- götu, hinni marglitu hjörð, sem tekur sér far með strætisvagnin- um í „The Wayward Bus“, eða millistéttarfjölskyldunni í ,,East . of Eden“ eru allar dregnar af sama hógværa látlevsinu, en jafn framt með snilldartækni rithöf- undar, sem gjörþekkir fólkið, sem hann segir frá. i Æviferill Steinbecks hefir ver- ið æði fjölbreytilegur, hann hefir þekkt fólk af öllu tagi, en þótt hann geri svo mjög að því að lýsa sérkennum landa sinna og banda- rískum lífsviðhorfum þeirra eru i stíltöfrar hans slíkir og frásagn- : arháttur, að sögur hans og leikrit gætu gerzt hvar sem er. I Það er líka einmitt vottur þess, að um góðar bókmenntir sé að ræða og einna bezt sannast það á leikriti hans „Mýs og menn“. Leikritið gerizt á búgarði í Kaliforníu. Það er harmsaga tveggja ósköp venjulegra vinnu- manna, heimibslausra flakkara, sem þrá ,,að lifa af landsins gæð- um“ og eignast ofurlítið býli. En höfundurinn er ekki miskunn- samur við þá Lenna og Georg. Hann lætur tilveruna leika þá prátt, án þess að þeir fái sjálfir nokkuð að gert og draumar þeirra fá aldrei að rætast. Þeir eru tvö einföld börn auðnu levgisins, h.jartanrúðir óhamingju menn, sem brjóta skip sitt áður en það er komið í vör. Kröfur þeirra +il bfsins voru ekki aðrar né meiri en að eignast smáreit og kaninugarð, en jafnvel það ann forsjónin þeim ekki. Sögu félaganna tveggja segir MÝS OG Edda V. Seheving sem kona Curleys og Vignir Guðmundsson sem Lenni. (Ljósm. Edv. Sig.) Steinbeck á áhrifaríkan, en ein- faldan hátt. Leikritið er byggt upp af tækni og smekkvísi, hvergi yfirdrifið, en látlaust og fellt, þar til komið er að endalokunum, er þeir Lenni og Georg mæta örlög- um sínum lognvært sumarkvöld á bakka Salínuárinnar. AÐ var óneltanlega í allmikið ráðist, þegar Leikfélag Akur- eyrar tók „Mýs og menn“ til sýn- ingar, og vafasamt um hvort það hefði ekki þar reist sér hurðar- ás um öxl. Ótvírætt er þó hægt að fullyrða, eftir að leikritið hef- ir þegar verið sýnt þrisvar sinn- um, að svo er ekki. Það var lofs- vert framtak að taka svo vanda- samt leikrit til sýninga, að sækja á brattann og efla akureyrska leikmennt við þá raun, sem hér hefir verið í ráðist. Leiksýningin er í heild áferðar góð og án nokkurra stórra galla. Með leikstjórn fer Guðmundur Gunnarsson og leikur að auki hlutverk Whit. Guðmundur er Akureyringum að góðu kunnur og hefir starfað að leiklist og leikstjórn í nær tuttugu ár hér í bæ við góðan orðstír. Ekki mun hann þó áður hafa ráðist í vanda- meira verk en hann hefir hér leyst af hendi. Leikstjórn hans er furðu góð, einkum þegar þess er gætt, að nokkrir leikendanna hafa sjaldan eða aldrei á fjalir stigið áður, en sjálft leikritið langt og vandasamt. Guðmundi hefir tekizt að samhæfa hina mörgu og misjöfnu leikendur svo að snuðrulítið er. Staðsetningar eru góðar og sviðið oftast notað til hins ýtrasta. Helzt má að finna, að nokkurs seinagangs gætir í fyrstu sýningunum og mætti að ósekju hraða þeim öllu meir. Að öllu samanlögðu hefir Guð- mundi tekizt hér furðu vel og er fuIJIjóst að hann hefir yfir ótví- ræðum leikstjórahæfileikum að búa. Væri vel að hann fengi önnur verkefni og ekki óveglegri i framtíðinni. Vignir Guðmundsson leikur Lenna. Það er erfiðasta hlutverk leikritsins, Lenni er rammeflt tröll, sem hefir þó varla hálfar barnsgáfur, blíður og bráðlynd- ur í senn. Lenni er forkunnargóð persóna írá höfundarins hendi, margslungin og einstæð í barna- legum og ósjálfráðum ',’iðbrögð- um sínum, og ávallt sjálfum sér verstur. Með hlutverkið er því vartdfarið, en Vignir sýnir það hetur en nokkru sinni fyrr, að hann er gæddur góðum leikhæfi- leikum og hefi ég aldrei séð hann gera hetur. Gerfi hans er ágætt, framsögn einkar skýr og lát- bragðið allt með ágætum Hann hefir augsýnilega gert sér far um að skilja hið gæfusnauða, góðhjartaða tröll og túlkar hlut- verkið afbracðsvel. Er hans þátt- ur beztur i leiknum. Georg leikur Jón Kristjánsson. Það er annað aðalhlutverkið, og að mörgu vanþakklátara en Lenna, þar sem Georg er venju- legri maður og allur hóflegri. í fyrstu sýningunum er framsögn Jóns dálítið óskýr og leikurinn stirðlegur, en eftir því sem á líð- ur nær Jón betri tökum á hlut- verkinu og vinnur hylli áhorf- enda. Sérstaklega er leikur hans áhrifamikill og sterkur í síðasta atriðinu, þegar þeir skiljast vin- irnir tveir, og draumurinn um litla býlið og sniglasmárann renn ur út í sandinn. Bústjórann leikur Jón Þórarins son, Slim leikur Guðmundur Magnusson, Karlsson leikur Bjarni Finnbogason, Whit leikur Guðmundur Gunnarsson og svert ingjan Crooks leikur Jón Ingi- marsson. Þeir leysa allir hlutverk sín snoturlega af hendi og vekur Guðmundur Magnússon sérstaka athygli fyrir góðan leik, en hann mun nýliði á leiksviði. Gerfi svertingjans er ágætt og fram- sögn Jóns Ingimarssonar skýr og viðfeldin og leikur hans hæfir allur persónunni. Curley, sonur bústjórans er leikinn af Þráni Þórhallssyni. Hann er hressilegur ofstopamaður, en nokkuð þvöglu mæltur á stundum. Stafkarlinn Candy leikur Páll Helgason. Gerfi hans er hæfilegt og hreyfingar eru góðar, en fram- sögnin einhæf, langdregin og þrevtandi um of. Edda V. Scheving leikur eina kvenhlutverkið, konu Curleys. Edda hefir áður farið með all- mörg hlutverk á sviði, enda leyn- ir það sér ekki, að hún á nokkra revnslu að baki. Hún gerir hlut- verki sínu góð skil, er djarfmælt og skýrmælt og sérstaklega tekst henni vel í 5. sýningu, þá er Lenni sálgar henni í heyhlöð- unni, en það atriði er áhrifamikið og bezti þátturinn af leikendanna hálfu. Leiktjöld hefir Þorgeir Pálsson málað. Þau eru smekkleg, sérstak lesa í inniatriðunum og falla vel við anda leiksins. AÐ er ástæða til þess að óska öllum þeim, sem lögðu hönd að verki við sýninguna á „Mýs og menn“ til hamingju með það átak og lofar það vissulega góðu um framÞðarverkefni Leikfélags- ins. Síarf þess í vetur hefir verið óvenju fjörugt. a i-’-n-evringar hafa sótt góða skemmtan og gleði á sýningar Leikfélagsins, þær hafa verið drjúgur menningarauki og gert hæjarlífið stórum fjölbreytilegra og ánægjulegra. Að baki sýning- arinnar á leikritinu „Mýs og menn“ liggur ötult starf margra áhugamanna, leikritið sjálft er frábærilega vel gert og því ættu Akurevringar ekki að láta undir höfuð leggjast að veita því þær viðtökur, sem verðugar eru. Lenni og Georg eru ekki slíkir men.n. sem gleymast á skammri stundu, heldur verða beir sjálfir og saga þeirra hjartfólgin öllum, sem henni kynnast. Gunnar G. Schram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.