Morgunblaðið - 24.04.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.04.1955, Blaðsíða 16
Yeðurúfii! í dag: NA og A kaldi, skýjað en víðast úrkomulaust. 91. tbl. — Sunnudagur 24. apríl 1955 er á bls. 9. líefivíkingar fordæma of- beldi verkfalEsst|órnar Báturinn sem hjálpaði reykvísku verkfalls- vörðunum seltur í afgretSsiubaiui IMIÐRI þessari ’viku landaði olíuskipið Skeljungur 70 þúsund lítrum af benzíni í Keflavík. Með þessu er komið í veg fyrir til bráðabirgða að vertíðin á Suðurnesjum stöðvist. En svo undarlega brá við að verkfallsverðir úr Reykjavík komu æðandi suður í Keflavík og ruddust um borð í Skeljung og stöðv- uðu dælingu. Þykir Keflvíkingum þetta óþolandi afskiptasemi hjá verkfallsstjórninni í Reykjavík, þar sem engu verkfalli hefur verið lýst í Keflavík og það kemur því verkfallsstjórninni ekk- ert við, þó þar sé unnið. ALLIR NEITUÐU AÐ FLYTJA^ VERKFALLSVERÐI NEMA HAFÞÓR Til þess að komast út í olíu- skipið Skeljung fengu verkfalls- verðirnir bátinn Hafþór úr Reykjavík til þess að flytja sig. Höfðu allir aðrir bátar neitað að flytja þessa illa liðnu útsendara í skipið. Þessi bátur hefur að undan- förnu landað afla sínum í Kefla- vík, en framferði skipstjóra hans að hjálpa verkfallsvörðunum í þeirri fyrirætlun að stöðva at- vinnulíf á Suðurnesjum er ekki vel þokkað í Keflavík. ENGINN MUN AFGREIÐA BÁTINN Þar sem skipstjóra bátsins virffist hafa staðið á sama þótt vertíðin stöðvaðist hafa Kefl- víkingar nú ákveðið að neita allir sem einn maður að af- greiða þennan bát. Er almenn reiði í bænum yfir því hvern- ig eigendur þessa báts launa þá afgreiðslu, sem hann hefur fengið fram til þessa og al- mennt fordæma bæjarbúar einnig það ofbeldisverk, sem verkfallsverðirnir frömdu, er þeir stöðvuðu benzínafgreiðsl- una. En benzínið er nauðsyn- legt til þess að flvtja fiskinn úr bátunum í frystihúsin. Pcsí' og síma- þjóruista IMsavík- ur í nýju húsi í DAG flytur póst- og síma- þjónustan á Húsavík í hið nýja hús við aðalgötu bæjarins. Síðasta símtalið um simastöð- ina í gamla húsinu, þar sem sím- stöðin hefur verið í 34 ár, var símtal fréttaritara Mbl. á Húsa- vík við r’tstjórn blaðsins, þar sem hann skýrði írá þessum breytingum á póst- og símaþjón- ustu Húsvíkinga. Hefur pósthús- ið verið í einu húsi og síminn í öðru. En r.ú verður þessi starf- semi sameinuð í hinu nýja póst- og símahúsi og verðui Friðþjóíur Pálsson póst- og símastjóri. eikíallsstjóniin Alhvít jörð á Akureyri AKUREYRI, 23. apríl: — Þegar fólk vaknaði hér í morgun var jörð orðin alhvít og hér hefur verið slydduhríð árdegis. Hiti er um frostmark. — Vignir. Hálogaland: t// Landsliðin" og „pressu- liðin" keppa í kvöld ^ Fúir munu vilja spá um úrslitin I t EINS OG SAGT var frá í laugardagsblaðinu fara fram í kvöld að Hálogalandi (kl. 8,30 e. h.) leikir milli úrvalsliða Hand- knattleiksráðsins og liða er fulltrúar dagblaða hafa valið — þ. e. einskonar landsliða og „pressuliða“. Leikirnir fara fram til ágóða fyrir hið nýstofnaða dómarafélag í handknattleik. 'Íf KVENNAFLOKKUR „PRESSl NNAR“ í blaðinu í gær var skýrt frá því hverjir skipi liðin að því undanteknu að liðs kvennaflokks dagblaðanna var ógetið. Það verður þannig skipað: Margrét Hjálmarsd. (Þrótti), Marta Ingimarsdóttir (Val), Elín Guðmundsdóttir (Þrótti), Elín Helgadóttir (KR), Ingibjörg Hauksdóttir (Fram), Sigríður Guðmundsdóttir (KR), Guðlaug Kristinsdóttir (FH), Hrönn Pét- ursdóttir (KR). Fyrirliðar „pressuliðanna" eru Marta Ingimarsdóttir og Frímann Gunnlaugsson. UM LIÐIN Eins og sagt var í gær verða leikir þessir áreiðanlega jafnir og skemmtilegir, því þó Hand- knattleiksráðið velji í tvö úrvals- lið er svo margt snjallra hand- leikhúsinu, hvenær sem til þeirra hefði verið leitað. Að loknu ávarpi Þjóðleikhússtjóra kvaddi formaður Þjóðleikhús- ráðs, Vilhjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri, sér hljóðs og rakti í stórum dráttum starfsemi leik- hússins frá upphafi. Hann þakk- aði Þjóðleikhússtjóra sérstaklega fyrir gott starf og sagði að mest- ur þungi hefði hvílt á honum við rekstur þessarar umfangs- miklu stofnunar. Einnig þakkaði hann leikstjórum, le;kurum og starfsmönr.um fyrir listrænar sýningar. ÁRNAÐ IIEILLA Þá tók ti) máls Bjarni Bene- diktsson, menntamálaráðherra og óskaði leikhúsinu allra heilla í framtíðinni Sendiherra Norð- manna, herra Andersen Rysst, hafði borizt skeyti frá norsku ríkisstjórninni, þar sem hún ósk- aði þess, að hann flytti Þjóðleik- húsinu árnaðaróskir sínar. Taldi hann starísemi íslenzka Þjóð- lið ^sterka einstaklinga - leikhússins vera mjög merkilega , **. „„ 0g til fyrirmyndar. Herra Ander- sen Rysst mælti einnig fyrir hönd fulltrúa erlendra ríkja á íslandi. | Að lokinni 2 sýningu á Krítar- hringnum á sumardaginn fyrsta, bauð Þjóðleikhússtióri leikstjór- um, leikurum og ótai starfsfólki Þjóðleikhússins á skemmtisam- komu í Leikhúskjallaranum. í ræðu er hann flutti þar, þakkaði hann öllum fyrir ánægjulegt sam starf á liðnum árum. Kvað hann alla starfsmenn hafa verið sam- henta um bað, að gera veg stofn- unarinnar sem mestan. Síðan tal- aði Vilhjálmur Þ. Gislason og þakkaði starfsmönnum fyrir hönd Þjóðleikhúsráðs og ræddi knattleiksmanna þar fyrir utan, að þeir geta eíns farið með sigur’ af hólmi — að minnsta kosti gefa þeir sig ekki fyrr en í fulla hnef- ana. Handknattleiksráðið valdi í sín „kanónur", ef svo mætti segja, en „Pressuliðin" eru samsett af léttum og leikandi spilurum, sem ætlað er að læðast í gegnum varnarveggi „landsliðanna". Engar farartálm- anir við Akureyri FRÉTTARITARI Mbl. á Akur- eyri símar, að verkfallsstjórnin þar hafi dregið liðssveit sína úr virkinu á þjóðveginum út frá bænum. Þar var til skamms tíma hver bíll stöðvaður og gerð laus- leg leit að „bannvarningi“ verk- fallsstjórnar. ser ?ð ser L O K S sá verkfallsstjómin að sér og leyfði í gær benzín- sölunni á Hlemmtorgi að af- greiða benzín tii læknabíla einvörðnngu. Svo mjög œun verkfalls- stjórnin hafa óttast reiði al- mennings og fordæmingu vegna uppátækis þessa. Hún sá það loksins, að hér hafði hún gengið of iangt í tilgangs- lausri hörku. iop- Hinn 31. marz síðastl. afhenti sendiherra Islands í Þýzkalandi, Vilhjálmur Finsen, forseta Vestur-Þýzkalands, hr. Theodor Ileuss, prófessor, æðsta heiðursmerki íslenzka ríkisins, Fálkaorðuna. — Fór athöfnin hát ðlega fram og fluttu báðir ávörp við þetta tæki- færi, forsetinn og sendiherrann. — Myndin: Heuss forseti (t. v.) tekur á móti heiðursmerkinu af Finsen sendiherra (t. h.). Þjéileikhúsið fagnar fimm óra afmæli ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ minntist 5 ára afmælis síns síðasta vetrar- dag með því að frumsýna leikinn Krítarhringinn, eftir Klabund, en það er ævintýraleikur, saminn eftir fornu kínversku leikriti. Meðal gesta á sýningunni voru forseti íslands og frú hans, ríkis- stjórnin, deildarforsetar Alþingis og sendiherrar erlendra ríkja. ÁVARP ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRA jafnframt um hve leiklistaráhugi Að lokinni sýningu bauð Þjóð- hefði vaxið mikið á peim fimm leikhússtjóri forsetahjónunum, ■ árum, sem Þjóðleikhúsið hefur ríkisstjórninni og fulltrúum starfað. erlendra ríkja að þiggja veiting- | Formaður Leikfélags Þjóðleik ar í hátíðasal leikhússins. Hann hússins, Jón Aðils, flutti stutt bauð þar gesti velkomna og þakk ávarp fyrir hönd leikara, en að aði þeiy fyrir þann stuðning og því loknu skemmti fólk sér við velvild, sem þeir hefðu sýnt Þjóð- dans fram eftir nóttu. Leikhúrinu bárust heillaóska- skeyti frá Norræna leikhúsa- sambandinu, leikhúsum í Noregi og nokkrum leikfélögum og ein- staklingum hér á landi. Svíar tomn I í* jþ i! ® iero ifkingao FÉLAGIÐ Islandcirkeln í Sví- þjóð, sem stofnað var af þeim, sem höfðu verið fulltrúar á Nor- ræna bindindisþinginu 1953, efn- ir til hópferðar hingað í sumar. Verður lagt á stað frá Stokk- hólmi hinn 15. júlí og farið með járnbraut til Gautaborgar, en þar fer ferðafólkið um borð í íslenzka ríkisskipið Heklu. Komið verður við í Færeyjum, en til Reykja- víkur kemur skipið 18. júlí. Dag- inn eftir verður svo farið í bíl- um að Geysi og Gullfossi og til Þingvalla um kvöldið og gist þar. Næsta dag verður farið upp í Borgarfjörð. Síðan norður að Akureyri og Mývatni og svo suð- ur aftur. Héðan fer svo hópurinn með Gullfossi til Leith og Kaup- mannahafnar, eftir 10 daga dvöl hér á landi. Ferðakostnaði er stillt mjög í hóf, 1250 krónur fyrir manninn, en ekki er enn vitað hve margir verða með. í vetur hefir Islandscirkeln haldið nokkra fundi. Hafa þar verið sýndar lcvikmyndir frá ís- landi og fluttir fyrirlestrar, m.a. fyrirlestur um skáldið Davíð Stefánsson. I Bygginplélaci alþýðu 25 ára AÐALFUNDUR Byggingafélags alþýðu var haldinn mánudags- kvöidið 18 þ. m. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Erlendur Vil- hjálmsson deildarstjóri, formað- ur félagsins, flutti skýrslu félags- stjórnar og gat þess meðal ann- ars, að félagið yrði 25 ára 16. maí n. k. og mundi félagið minn- ast þess með samsæti félags- manna, og að í vor væri ætlunin að afhjúpa styttu af Héðni Valdi- marssyni, stofnanda félagsins og formanni mörg ár, og verður hún á barnaleikvellinum við Hringbraut. Hefur Sigurjón Ólafsson myndhöggvari gjört styttuna. Þá gat formaður ýmsra hags- munamála félagsmanna. Gunn- laugur Magnússon, skrifstofu- stjóri félagsins og gjaldkeri þess, las upp endurskoðaða reikninga og voru þeir samþykktir athuga- semdalaust. Einn maður átti að ganga úr stjórn, Guðgeir Jóns- son bókbindari, og var hann endurkosiun. Varamaður hans var endurkosinn Eggert Guð- mundsson verkamaður. Hringur Vigfússon, verzlunarmaður var endurkosinn annar endurskoð- andi og Árni Guðmundsson, bif- reiðastjóri varamaður hans. 238 menn eru í félaginu. Þar af eiga 172 íbúðir í verkamannabústöð- unum. SérfræSinpr A!- þjéðabankans 1 NÝLEGA var staddur hér sér- fræðingur frá Alþjóðabankanum í Washington. — Heitir hann George Martin og er yfirmaður þeirrar deildar Alþjóðabankans, sem sér um lánsútboð og verð- bréfasölu. Skrifstofu sína hefur hann í New York. George Martin hefur alla ævi starfað að verðbréíasölu og hef- ur.hann mikla reynslu að baki á því sviði. Hingað til lands kom hann til skrafs og ráðagerða við Landsbankann og aðra aðila um verðbréfaverzlun. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.