Morgunblaðið - 26.04.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.1955, Blaðsíða 1
16 sáður 42, írgangur 92. tbl. — Þriðjudagur 26. apríl 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsini 600 króna sekt — scm læknir neitaði að greiða KLAKKSVÍKURMÁLIÐ í Fær-! eyjum er raunverulega ekki nýtt af nálinni og á sér talsverða forsögu. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem til átaka kemur í sam- bandi við O. Halvorsen, lækni, er hefir „tekið í sínar hendur" stjórn sjúkrahússins i Klakksvík með fullu samþykki og stuðningi bæj- arbúa en i trássi við yfirvöld og starfsbræður sína. Til æsinga hef- ir áður komið, er reynt hefir ver- ið að bola Halvorsen burtu úr stöðu sinni, þó að aldrei hafi á- tökin orðið eins hörð og nú. — Bæjarbúar hafa hindrað yfir- völdin í því að ganga á land i Klakksvík, húsgögn og aðrir munir, er tilheyrðu lækninum, sem taka átti við af Halvorsen, hafa verið eyðilögð, lögreglu- menn frá Þórshöfn og formaður faereysku landsstjórnarinnar, Kristian Djurhuus, fengu ekki að stíga á Iand í Klakksvík og fleira af slíku mætti telja upp. * VÍSAB ÚR LÆKNAFÉLAGINU Hvað liggur að baki Klakks- víkurmálinu, þessarar deilu, sem nú hefir staðið í rúmlega tvö ár? Reynt verður að gera i stuttu máli grein fyrir hinni furðulegu forsögu þessa máls. Á árinu 1948 var O. Halvorsen, lænkir, gerður að fyrsta aðstoð- arlækni á „Sjúkrahúsi Alexandr- ínu drottningar" í Þórshöfn, en það má teljast vera aðalsjúkra- húsið í Færeyjum. Þar að auki voru þá sjúkrahús í Klakksvík og í Tverö á Suðurey. * HLIBHOLLUR NAZISTUM Þegar Halvorsen var gerður læknir við sjúkrahúsið í Þórs- höfn, vissu þeir aðilar, er að sjúkrahúsinu stóðu, ekki, að Hal- vorsen hafði átt í brösum við danska læknafélagið vegna þeirr- ar afstöðu, er hann hafði tekið á hernámsárunum. þ. e. hann var sagður hafa reynzt nazistum hlið- hollur. Þessi afstaða Halvorsens varð til þess, að hann sætti alvarlegri áminningu fyrir rétti árið 1949 og var gert skylt að greiða kostn- aðinn við réttarhöldin — 600 danskar krónur. Hann neitaði að greiða þessa upphæð og var vísað úr félaginu. Síðar var honum tjáð, að hann yrði tekinn aftur í félagatólu, ef hann greiddi þessa upphæð, en hann hefir neitað að greiða upphæðina á þeim for- sendum, að með því viðurkenni hann sekt sína. Þess má geta, að kaupmaður nokkur í Óðinsvéum, R. Christi- ansen, sendi nýlega danska dagblaðinu „Dagens Nyheter" 600 króna ávísun. Átti ávísun þessi að ganga til danska lækna- félagsins í því skyni, að hægt yrði að binda endi á „læknastyrjöld- ina" í Klakksvík. •k VAR SENDUR TIL KLAKKSVÍKUR í BRÝNNINEYÐ í brýnni neyð var Halvorsen skipaður til að gegna störfum sjúkrahússlæknis í Klakksvík. Læknirinn, er gegnt hafði þess- ari stöðu, vildi láta af störfum og halda heim til Danmerkur árið Framh. á bls. 2 PREISIM FÆREYIN Samningar héldu áfram í gærkvöldi Kér sézt innsiglingin til Klakksvíkur. merkt með pilu. — Maður gæti látið sér detta í hug að þessi mynd væri héðan frá íslandi, t. d. vestan af fjörðum. Síðustu fregnir í gærkvöldi hermdu að samningar stæðu yfir milli fulltrúa færeysku landsstjórnarinnar og full- trúa Klakksvikinga. Ef samningar hefðu ekki tekizt í gær- kvöld, var gert ráð fyrir landgöngu danska lögregluliðs- ins árdegis í dag. ÞÓRSHÖFN (Færeyjum) 25. apríl. SAMNINGAR standa yfir í kvöld milli fulltrúa dönsku Iögreglunnar og færeysku landsstjórnarinnar annars- vegar og fulltrúa Klakksvíkinga hinsvegar. Raunar standa á bak við Klakksvíkinga í þessum samningum almennur vilji Færeyinga til þess að leysa mál sín sjálfir, án afskipta dansks lögregluvalds. Danska skipið með eitt hundrað og þrjátíu lögregluþjóna kom hingað til Þórshafnar á sunnudagsmorgun. Lögreglan hefir haldið kyrru fyrir um borð á skipinu. Aðeins tveir menn gengu á land og hurfu skömmu síðar um borð aftur. í gærkvöld hélt skipið á brott frá Þórshöfn. í dag er fánadagur Færeyinga. Spurðist hingað til borgarinnar, að Parkeston, danska lögregluskipið, hefði lagst við festar í Skálafirði. Á meðan samningar standa yfir um læknismálið, hefir skap- ast mjög alvarlegt ástand í sjúkrahúsinu í Klakksvík. Halda Dan- ir því fram að lögregluskipið hafi verið sent m. a. til þess að flytja sjúklinga á brott frá þessu ágæta sjúkrahúsi, á meðan læknirinn og aðrir Klakksvíkingar eiga í erjum. Ef til raunverulegra vopnaviðskipta kemur, er talið að miðdepill átakanna verði í sjúkrahúsinu. Hér sést norðausturhluti Færeyja með Þórshöfn og Klakksvík. Sýnd er siglingaleiðin frá Þórshöfn til Klakksvíkur, rúmlega tveggja stunda sigling. Danska lögregluskipið lá í gær, á fánadegi Færey- inga, inni á Skálafirði, sem merktur er með krossi á kortinu. Mál þetta hefir gripið hug almennings meir en dæmi eru til áður. Atvinnurekendur og verka- menn hafa setið á fundi í dag og rætt möguleika á algerri vinnu- stöðvun í Færeyjum, þar til lög- regluskipið er farið heimleiðis. Innsiglingin í Klakksvíkurhöfn er algerlega lokuð. Klakksvíking- ar hafa ekki látið nægja að leggja bátum fyrir innsiglinguna, held- ur hafa þeir einnig lagt sprengju- efni í hafnarmynnið. Færeyska landsstjórnin stend- ur fast á þeirri afstöðu sinni, að Olav Halvorsen verði að víkja úr embætti. Jafn ákveðnir eru bæj- arbúar í Klakksvík í því, að koma í veg fyrir að landsstjórn- in fái vilja sínum framgengt í þessu máli. H.C. Hansen, forsætisráðherra Dana, hélt fund með leiðtogum stjórnmáiaflokkanna í Kaup- mannahöfn síðdegis í dag, en ekk- ert hefir spurzt af þessum fundi. (Skv. fregn frá fréttaritara vorum í Kaupmannahöfn í gærkvöldi heldur landsstjórn- in í Færeyjum því fram, að engin lausn sé hugsanleg fyrr, en Halvorsen hafi látið af embætti. Framh. á bls. 1 ATOMSKIP WASHINGTON 25, april: Eis- enhower forseti, sagði i útvarps- ávarpi í gær, að Bandaríkin myndu senda skip knúið atóm- orku til hafna víðsvegar um- hverfis heiminn til þess að boða heiminum friðarvilja Banda- ríkjamanna. Sáttatilraunirnar: Aukinn hraili í vinnubrögðum — en engar nýjar fréttir FRÉTTIR af fundum hinnar stjórnskipuðu sáttanefndar og deiluaðila i vinnudeilunni hafa verið mjög á sömu lund und- anfarið: „Fundur var haldinn í gærkvöldi en enginn árangur náðist." Eitthvað á þessa leið hafa fréttirnar verið undanfarnar vikur. Og i dag eru þær ekki mikið öðru visu. Fundurinn, sem hófst síðdegis á laugardag stóð til kl. rúmlega 3 um nóttina. Sunnudags- fundurinn stóð hinsvegar til kl. um 6 á mánudagsmorgun. I gær hófst svo sáttafundur kl. 5 síðdegis og var gert ráð fyrir að bann kynni að standa langt fram á s. I. nótt. AUKINN HRADI Þótt aðilar og sáttanefnd verjist yfirleitt allra frétta af þess- um fundum er þó óhætt að fullyrða það, að aukinn hraði hefur færst i vinnubrögðin á fundunum siðustu sólarhringa. Menn eru farnir að tala hreinskilnislegar út um hlutina en þeir gerðu á fyrra stigi deilunnar. Um það hvort samningar takizt þennan daginn cða hinn, eða hvort málamiðlunartillaga verði fram borin er ekki hægt að fullyrða. Það er algerlega á valdi sáttanefndarinnar, hvort eða hvenær slík tillaga yrði borin fram. „Lokaðar dyr"? LONDON, 25. apríl. MOHAMED ALI, forsætisráð- herra Pakistan, sat á fundi með Chou En Lai, forsætisráðherra Kínverja, í tvær klukkustundir í dag. Mohamed Ali verður að skoðast sem aðalfulltrúi vestur- veldanna á Bandung ráðstefn- unni, þar sem 29 Asíu- og Afríku ríki ræða mál sín og heimsmálin almennt. Mohamed Ali sagði að loknum fundi þeirra Chous að Bandarík- in hefðu „næstum lokað dyrum að fullu" með afstöðu þeirri, sem stjórnin í Washington hefði tek- ið gagnvart tilboði Chous um beina samninga Kína-kommún- ista og Bandaríkjanna um vanda- málin í Formósu-sundi. (Fregnir frá Taipeh í gær hermdu, að Chiang Kai Shek hafi lýst yfir því, að þjóðernis- sinnastjórnin muni ekki yfir- gefa eyjarnar Quemoy og Matsu). Áður hafði Bandaríkjastjórn lýst yfir því, að hún myndi ekki taka upp samninga við Kína kommúnista um málefni For- mósu- nema að fulltrúar Chiang Kai Sheks yrðu viðstaddir. Chou hafði fyrir sitt leyti lýst yfir því, að hann væri reiðubúinn til þess að semja við Bandaríkjamenn um vopnahlé á Formósusundi. Ráðstefnunni í Bandung lýkur í dag. Sú skoðun er almenn, að fulltrúarnir, sem styðja vestur- veldin, hafi haldið vel á máli sínu á ráðstefnunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.