Morgunblaðið - 26.04.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.1955, Blaðsíða 2
HOHGLdBLAÐlÐ Þriðjudagur 26. apríl 1955 ] . Frainh. af hls. 1 1951. Halvorsen var fengið þetta starf í hendur, en honum var jafnframt gert ljóst, að hann gæti ekki búizt við að halda því, ef hann gerði ekki endanlega upp sakir sínar við danska læknafé- lagið. Skipun Halvorsens í embætti þetta hafði verið samþykkt af færéyska læknafélaginu, er telst vera deildpnnan danska lækna- félagsins, þar sem ekki var um annað^að gera — Klakksvík gat ekki vérið án sjúkrahússlæknis ■og Hálvorsen var sá eini, er var í boði. Ekkjrrfyrr en í lok ársins 1952 var staða sjúkrahússlæknis í Klakksvík auglýst laus til um- sóknar. Þetta hafði dregizt tals- vert á-langinn, þar sem verið var að breyta skipun læknishéraða í Eæreymim, og það voru einmitt þessar f breytingar, er notaðar voi'u jselm tilefni til þess að skipa nýjaníi mann í þessa stöðu í Klakttavík. f dlsember árið 1952 var Ru- bæk gfjelsen, læknir, skipaður í embsffiið. Ákveðið var, að skip- unin llyldi ganga í gildi frá og með apríl 1953, svo að bæði Halvfesen og Nielsen — er þá var fjéraðslæknir í Vaagö — héfðifSiægan tíma til að átta sig á hlifiium. ★ /Wl.UDU AÐ FLEYGJA UMBOÐSMANNI DÖNSKU SSpÓRNAKINNAR í SJÓINN Skömmu áður en Nielsen átti að taka við embætti sínu, fór allt 1 bál og brand í Klakksvik. Hinn 24. ma-rz 1953 ætlaði þáverandi umboðsmaður danska ríkisins, Cai Vagn-Hansen, og Nielsen að stíga á land í Klakksvík, en stór hópur bæjarbúa — á að gizka eitt þúsund — hafði hótanir í frammi og kom í veg fyrir að landganga tvímenninganna heppnaðist. — Bæjarbúar drógu enga dul á, að þeim yrði hent í sjóinn, ef þeir reyndu að stíga fæti sínum á grund Klakksvíkur — svo að ekki var um annað að ræða fyrir þá Vagn-Hansen og Nielsen en að hörfa hið bráðasta. Það lá í augum uppi, að íbúar Klakks- víkur .hugðust framkvæma hót- anir sínar. Síðar reyndi Toftemark, yfir'- læknir og meðlimur heilbrigðis- stjórnarinnar, að komast í land í Klakksvík ásamt Nielsen, en það fór á sömu lund. Yfirlæknirinn komst þó að lokum í land eftir að hafa klæðzt þjóðbúningi Fær- «yja — en Rubæk Nielsen gat ekki svo mikið sem stigið litlu tánni á land í Klakksvík. Síðar var sjúkrahússeftirlitsmanni meinað að ganga þar á land og einnig tveim dönskum læknum, er áttu að fara til Klakksvíkur til að leysa aðra lækna af hólmi. Ókyrrðin meðal íbúanna var orð- in svo mikil, að þeir réðust gegn húsgögnum Nielsens, er send höfðu verið til Klakksvíkur og ollu talsverðum skemmdum á þeirrí. ★ HAI.VORSEN — TRÚMAÐUR OG BINDINDISM AÐ UR Klakksvík er næststærsti bærinn í Færeyjum — telur um •4000 íbúa — og höfuðstaður norð- lægari eyjanna. Klakksvík er í senn iðnaðar- og hafnarbær, og burgeis Klakksvíkur og norð- lægári eýjanna, er kaupmaður að nafni Kjölvraa, sem starfrækir um tíu fyrirtæki og veitir um 1000 manns atvinnu — er í senn stórkaupmaður, útgerðarmaður og verksmiðjueigandi. íbúurnir eru harðgerðir og nokkuð herskáir. Þjóðveldis- floklcuri^n, sem hefir fullt sjálf- stæði Fsdreyja á stefnuskrá sinni, á miklu fylgi að fagna þarna — og talsverður rígur er á milli Mannsöfnuður í Klakksvík á fánadaginn. Klakksvíkur og Þórshafnar — aðsetursstaðs landsstjórnarinnar. íbúar Klakksvíkur eru mjög trú- aðir, og það hefir aukið mjög vinsældir Halvorsens, að hann biðst fyrir áður en hann hefur nokkrar meiri háttar læknisað- gerðir. Þar að auki er hann bind- indismaður. ★ NIELSEN ER TENGDA- SONUR KJÖLVRAAS Afstaða Klakksvíkurbúa hef- ir þegar frá upphafi mótast af andúð á Nielsen, og sú andúð er persónuleg, þar sem JSTielsen er svo óheppinn að vera tengdason- ur Kjölvraas stórkaupmanns. — íbúunum verður að orði, að „höfuðpaurinn“, sem svo lengi hefir ráðið lögum og lofum um efnahag okkar, ætlar nú líka, að ná yfirráðum yfir lífi okkar og dauða“. Engu að síður fékkst engin lausn á málinu, þó að yfirvöldin gæfu í sk;vn, að endanlega mvndi annar læknir taka við þessari stöðu í Klakksvík en sá, er nú hefði verið löglega skipaður, þ.e. Rubæk Nielsen. ★ HEDTOFT RF.YNDI AÐ SKERAST í LEIKINN Til þessa hefir Halvorsen læknir haldið því fram, að hon- um sé ekki sérstaklega á móti skapi, að skipt verði um sjúkra- hússlækni í Klakksvík, en vegna lækniseiðs síns geti hann ekki yfirgefið sjúkrahúsið, fyrr en nýr læknir er kominn í hans stað. Sem sagt, hann getur ekki látið af störfum svo lengi sem Klakks- víkurbúar hindra nýjan lækni í að stíga á land. Vorið 1954 ræddi formaður færeysku landsstjórnarinnar, Djurhuus, málið við Hans Hed- toft, fyrrverandi forsætisráð- herra Dana. Stofnað var til fund ar um málið og tóku fjórir ráð- herrar, fjórir stjórnardeildarfor- setar, formaður landsstjórnarinn- ar, tveir færeyskir stjórnmála- menn, Peter Mohr Dam og Jo- han Poulsen, fulltrúar danska og færeyska læknafélagsins o. fl. þátt í fundi þessum. Komst for- sætisráðherrann að þeirri niður- stöðu, að hér væri um algjört innanhéraðsmál að ræða og benti þar að auki á, að enn hefði ekki allar leiðir verið reyndar til að binda endi á deiluna. Á DJURHUUS FÓR LÍKA BÓNLEÍÐUR TIL BÚÐ AR Djurhuus reyndi að koma skipan á málin með því að takast sjálfur ferð á hendur til Klakks- víkur til að ræða við Halvorsen — en íbúarnir heftu för hans. Það hefir komið til tals að leggja niður starfrækslu sjúkra- rauli Dahl, yfirlæknir — Þeir rifu kirtilinn hans, />egar hann reyndi að taka stjórn sjúkra- hússins í sínar liendur. O. Halvorsen, Ixknir — vill ekki láta sinn hlut — Hafnarfógetinn J. Fischer Heinesen —■ aðahnaðurinn? hússins í Kiakksvík, en Klakks- víkurbúar vildu ekki láta bjóða sér slikt og hótuðu að hætta að greiða skatta og reisa annað sjúkrahús fyrir peningana, þar sem Halvorsen læknir gæti unnið í friði. ★ HEILBRIGÐISMÁL FÆREYINGA HEYRA UNDIR DANSKA INNAN- RÍKISRÁÐUNEYTID Formenn færeysku stjórn- málaflokkanna hafa ásamt for- manni landsstjórnarinnar tjáð sig fúsa til að heita Klakksvíkurbú- um því skriflega, að Halvorsen fái að starfa áfram við sjúkra- húsið, en verði hins vegar svipt- ur réttindum til almennra læknis starfa. Forsendurnar voru þær, að Halvorsen læknir hverfi frá störfum um skeið, svo að hægt verði að skipa hann síðar í em- bættið á löglegan hátt. Á meðan yrði sjúkrahúsið falið í forsjá þess læknis, er heilbrigðisstjórn- in skipaði til starfans. Heilbrigðismál Færeyinga hevra unair dönsku heilbrigðis- stjórnina, þ. e. innanríkisráðu- nevtið. Umboðsmaður dönsku stjórnarinnar er formaður sjúkra hússtiórnarinnar. Leitað er ráða heilbrigðisstjórnarinnar, þegar læknir er skipaður við sjúkra- húsin. Klakksvíkurbúar vilja ekki fallast, á, að Halvorsen leggi nið- ur störf í bili, en þeir krefjast þess hins vegar, að væntanleg stjórn sjúkrahússins verði skipuð fvlpismönnum Halvorsens ein- göngu. Yfirvöldin treystu sér ekki til að verða við þessum kröf- um. ★★★★ Fimmtudaginn 21. apríl héldu núverandi umboðsmaður dönsku stjórnarinnar, N. Elkjær-Hansen, Jörgensen, lögreglustjóri — er báðir tóku við embættum sínum í fyrra — Rendal, dómari og með- limur færeysku landsstjórnarinn- ar, Mitens, lögfræðingur, er áður hefir setið á lögþingi Færeyinga, Pauli Dahl, yfirlæknir á sjúkra- húsinu í Þórshöfn og Axel Poul- sen, iæknir frá Þórshöfn. Þessir tveir lreknar höfðu fallizt á að taka við læknisstörfum í Klakks- vík, Dahl sem sjúkrahússlæknir og Poulsen sem héraðslæknir. Áður hefir verið skýrt frá þeim móttökum, er þeir félagar fengu í Klakksvík. Gekk þá á ýmsu, t.d. var kirtillinn rifinn utan af Dahl, er hann hugðist taka til við læknisstörf sín í sjúkrahúsinu. wmmmBrnimmmæmmm:, ★ HAFNARVÖRÐUR —- AÐALMAÐURINN? Óstaðfestar fregnir herma, að hafnarvörðurinn i Klakksvík, J. Fischer-IIeinesen, standi að baki óeirðunum í bænum. Sjálf- ur lét hann svo ummælt í sím- tali við „United Press“, að fólkið í Klakksvík „fari sínu fram og breyti samkvæmt brjóstviti sínu“. Hafnarvörðurinn er einn af helztu leiðtogum þjóðveidisflokkg ins. Hann lagði áherzlu á, að fylgismenn Halvorsens hefðu ekki með sér nein skipulögð sam- tök, en meiri hluti íbúanna vildi, að Halvorsen dveldizt áfram i Klakksvík, og þeir hefðu ekki hugsað sér að láta sinn hlut að óreyndu. Kvaðst hafnarvörður- inn þó vona, að hægt yrði að leysa deiluna friðsamlega. - Uppreisn Framh. af bls. 1 Kjölbro yngri, kaupmaðuS í Klakksvík, sagði í sam- tali við Kaupmannahafnarblað samkvæmt sömu fregn, að sprengíefni hefði verið lagt I hafnarmvnnið í Klakksvík). í Klakksvík er sendistöð og um hana hefir verið send undanfarin dægur aðvörun til skipa um að leita ekki hafnar í Klakksvíkur- höfn, þar sem hún sé lokuð. Til- kynningu þessari hefir verið út- varpað á mörgum tungumálum, Konur og börn hafa verið flutt frá Klakksvík til byggðra bóla I nágrenninu. Bæjarstjórnin, sem skipuð ep að meirihluta stuðningsmönnum Halvorsens, hefir sent beiðni um aðstoð til Friðriks Danakonungg og einnig til Sameinuðu þjóð- anna í New York. Erlendur Patursson, leiðtogi þjóðveldisflokksins, sem vill skiln að Færeyja við Dani, hvetur mjög til allsherjarverkfalls og segir að allir Færeyingar eigi veiðibyssur og að byssurnar eigi að takast í notkun ef erlent vald geri tilraun til þess að taka fær- eyskan ríkisborgara höndum. Andúðin gegn Dönum hefir vaxið mjög undanfarin dægur. f Kaupmannahöfn eru tveir full- trúar Færeyinga, Dam og Poul- sen, og hafa þeir revnt að ná sam- komulagi áður en dregur til blóðs úthellinga. ATKVÆÐAGREIÐSLA fór fram í Neðri deild Alþingis í gær um ríkisborgarafrumvarpið eftir þriðju umræðu í deildinni. Það er skemmst af því að segja að allar þær breytingartillögur, sem allsherjarnefnd hafði ekki fallizt á, voru felldar. En ein breytingartillaga frá nefndinni um að bæta við 10 mönnum og fella niður einn mann, var sam- þykkt með 27 samhljóða atkvæð- um. ! Breytingartillaga frá Gylfa Þ. Gíslasyni um að lina á ákvæðinu um töku íslenzks heitins, þannig að nýi ríkisborgarinn mætti halda erlendu heiti sínu, en börn hang skvldu taka íslenzk nöfn var felld með 18 atkvæðum gegn 13. Eins og frumvarpið er stendur því það skilyrði að allir nýir ríkisborgarar skulu taka upp ís- lenzkt nafn. — Fór frumvarpið þannig til efri deildar. Eru 66 nöfn á því. LONDON, 25. apríl. — Utanríkis- ráðherrar vesturveldanna koma saman á fund h. 8. maí n.k., til þess að ræða samninga við Aust- urríki og væntanlegan stórvelda- fund. Enn hefir aðstaða Adenauerg kanslara V.-Þýzkalands, styrkst við það að kosningar í Saxlandi hafa gengið honum í vil. Sósíal- demókratar hafa að vísu haldið þar meirihluta sínum, en and- stöðuflokkarnir juku fyigi sitt, sem numið hefir allt að 5 al hundraði. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.