Morgunblaðið - 28.04.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.04.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. apríl 1955 MORGUNBLABIÐ 7 Hakon Stangerup — FinnEand nútímans: Hversvegsia híauf Finnland ekki sömu örlög og Tékkósióvakía ? ISÍÐARI tíma sögu Finnlands eru einkum tvö ár örlaga- þrungin: Árin 1944 og 1948. Á báSum þessum tímamótum voru örlögin Finnlandi góð, og það vottaði í raun og veru sannleiks- gildi hins fornkveðna: Hjálpir þú þér sjálfur, hjálpar guð þér.... Finnar eru afburðasnjallir í að hjálpa sér sjálfir. Þeir gerðu það áður en styrjöldin skall á með því að greiða sjálfir að fullu afborganirnar af skuldum sín- um frá fyrra stríðinu. Þeir gerðu það á styrjaldarárunum, er þeir einir þrjózkuðust við að dansa eftir fyrirmælum Ráðstjórnar- ríkjanna. Þeir gerðu það að ann- arri heimsstyrjöldinni lokinni, er þeir einir sneyddu hjá því að halda í þá átt, sem kjölfar Ráð- stjórnarríkjanna — sigurvegar- anna — markaði, þó að öll ná- grannaríki Rússlands gerðu það. Árið 1944 hlaut Finnland ekki sama hlutskipti og Rú- menía, Búlgaría og Ungverja- land, né heldur þau örlög, er Tékkóslóvakía hlaut árið 1948. Þetta er sennilega merk- asta atriðið í rás viðburðanna í Astur-Evrópu — en ástæð- una fyrir því er hægt að gera sér að nokkru leyti ljósa. Hvers vegna steyptu Rússar sér ekki yfir Finnana árið 1944 og brutu undir sig land þeirra? í fyrsta lagi af því, að það var ekki eins auðvelt og menn utan Finnlands gætu álitið í fljótu bragði. Finnski herinn hörfaði vestur fyrir Viborg, eftir að Rússar hófu sókn á Karelska- eiðinu. En það var ekki sigraður her, fylgingarbrjóst hans var ó- rofið og mótstöðuafl hans var enn töluvert. Þetta vissu Rússar. Þeir vissu líka, að frekari sókn inn í Finnland mundi krefjast mann- margra rússneskra herja og að þeir höfðu þörf fyrir hvern ein- asta hermann og öll sín skotfæri í þeirri miklu sókn til Berlínar, er nú var í aðsigi. Rússarnir vissu líka, að þeir gætu því aðeins gert sér vonir um stríðsskaðabætur | •— er þeir höfðu brýna nauðsyn fyrir — frá Finniandi, að þeir | hefðu af frjálsum vilja vinsam- leg samskipti við Finna. Að lokum eru það þær athygl- isverðu staðreyndir, sem svo erf- itt er að vega og meta í sögu sambúðar þessara tveggja ná- grannaríkja, og Rússland áttar sig í stöðugt vaxandi mæli á sögu sinni. Finnland hefur alltaf haft sérstöðu innan áhrifasvæðis Ráðstjórnarríkjanna. — Jafnvel þegar keisararnir æddu með báli og brandi yfir önnur nágranna- ríki sín, héldu þeir sér nokkurn veginn í skefjum — jafnvel svo að það vekur furðu — við landa- mæri Finnlands. Hið kommún- íska Rússland hefir fengið í arf frá keisaratímunum þá skoðun, að það svarar bezt kostnaði að koma vel fram við Finna. Þeir vita, að Finnar eru fúsir til sam- vinnu — en ekki til að láta neyða sig til samvinnu. Á ÞEIR GEFA STEFNU ANNARRA NORÐURLANDA IIORNAUGA .... Við þetta bættist afburða samningahæfni Finnanna, ’ hvesst í eldi hinna sögulegu j samninga Paasikivis í Moskvu. Ef til viil komu hér cinnig við sögu tilraunir Breta og Bandaríkjanna til áhrifa á stefnu Finnlands, a. m. k. hafa þeir á raunsæjan hátt gefið rás viðburðanna á öðrum Norðurlöndum hornauga, og þá einkum í Svíþjóð, en Rúss- ar vilja framar öllu halda Sví- um utan Atlantshafsbanda- lagsins. Það er heldur enginn efi á því, að Finnland hefur i samskiptum sínum við Rúss- Finrtski jafnaðarmannaflokkurinn og Karl August ^ Fagerholm tóku lýbræóislega stjórn fram yfir „samstödu alþýðunnar" og samvinnu v/ð kommúnista land notið góðs af fastheldni Svía á hlutleysisstefnu sína. Á KOMMÚNISTAR TÖPUÐU KAPPLEIKNUM En hvernig svo sem á það er litið: Finnland hlaut ekki ör- lög annarra sigraðra ríkja á víð- lendum Austur-Evrópu. Finnum voru settir harðir kostir í friðar- samningunum, þeir urðu að af- dyggilega sannfærðir kommún- istar. Vorið 1948 var þetta þraut- æfða lið reiðubúið, grátt fyrir járnum. Byltingin var í aðsigi. Einskis þurfti með nema að hefj- ast handa og hertaka vopnabúrið í Helsingfors. En framherjar og „innstri hringur" kommúnista gat ekki á sér setið. Flokks- bundinn kommúnisti tók kvöld nokkurt að gorta við jafnaðar- menn: Á morgun ráðum við lög- um og lofum í þessari borg og þessu landi, sagði hann. Jafnað- armaðurinn lét þegar boð ganga til forráðamanna flokks síns, og forsetinn og aðrir flokkar fengu upplýsingar um, hverju fram fór. Hafizt var handa umsvifalaust. i Setuliðið í Helsingfors var hvatt á vettvang og hreiðraði um sig í hernaðarlega mikilvægum stöð- um í borginni, búið stálhjálmum og vopnað vélbyssum. Þau fáu og smáu herskip, er Finnar höfðu yfir að ráða sigldu inn á höfnina, en þaðan gátu þau beint fall- byssum sínum að hjarta borgar- innar og látið að sér kveða, ef í hart færi. Og lögreglan í Hels- ingfors, sem í mótsetningu við STAPO var fyllilega lýðræðis- lega til orðin, tók vopnabúrið í sínar hendur og tryggði sér þannig vopnin. bræða þessi tvö flokksbrot hinnar finnsku þjóðar saman í eina heild, sem ekki aðeins var einhuga bæði í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni held- ur einnig að afloknum þess- um styrjöldum og jafnaðar- mannaflokkurinn er nú — þrátt fyrir skiptar skoðanir — sá víði grundvöllur, er lýð- ræði í Finnlandi hvílir á. Sá maður, er lagt hefir stærst- Hertha Kuusinen sala sér landssvæðum og greiða stríðsskaðabætur. En Finnland var ekki brotið á bak aftur af rússneskum herjum, er leitt hefði af sér kommúníska stjórn undir áhrifavaldi Ráðstjórnarríkjanna. Ef til vill hafa Rússaarnir, er áttu fullt í fangi með Þjóðverj- ana, lagt málið þannig niður fyr- ir sér: Allt á sínum tíma.... Það kemur dagur eftir þennan dag. í bili var komið á laggirnar samsteypustjórn undir forsæti kommúnistans Mauno Pekkala (frá 1946—1948), það var því ekki vonlaust, að finnskir komm- únistar gætu sigrað Finnland á heimavígstöðvunum, og komm- únistar notuðu sér hyggilega að- stæðurnar og fengu fjárhagsleg- an stuðning frá verziunarfyrir- tækjunum, er höfðu einokun á verziuninni við Rússland, t. d. stóra verzlunarfyrirtækið, Sáksi- mo. Finnskir kommúnistar gerðu líka sitt bezta, en þeir töp- uðu algjörlega kappleiknum um sál finnsku þjóðarinnar. Að lokum gripu þeir til síð- asta úrræðisins — byltingar — er átti að eiga sér stað snemma vors 1948, Finnland átti að verða önnur Tékkó- slóvakía.... ★ FALLBYSSUR í samsteypustjórninni undir forsæti lcommúnistans Pekkalas var kommúnistinn Leino gerð- ur innanrikisráðherra, og hafði því jafnframt á hendi yfir- stjórn lögregl- unnar. — Kona hans er Hertha Kuusinen. Með hefðbundnum hætti kommún ista beitti hann valdi sínu til að koma á fót ríkislögreglu, STAPO, og til þessara starfa voru va 1 d » r ' Gustmikil átök áttu sér stað í þjóðþinginu, og samþykkt var vantraust á kommúníska innanríkisráðherrann. Hann virtist ekki gera sér fulla grein fyrir hvað slíkt tákn- aði. En forsetinn tók þá til sinna ráða og vísaði honum umsvifalaust úr embætti. Bylt ingunni var afstýrt. Skömmu síðar féll stjórn Pekkalas, og síðan hafa kommúnistar aldrei átt sæti í finnsku stjórninni. Enginn atburður hefir haft slíka útslita þýðingu fyrir þróun finnskra stjórnmála, eftir að samið var um vopna- hlé. Leino Á FAGERHOLM TEKUR TAUMANA í SÍNAR HENDUR Á þessari stund ókyrrðar og kvíða myndaði formaður jafn- aðarmannaflokksins, Karl-Au- gust Fagerholm minnihluta- stjórn jafnaðarmanna. Þeir eru ekki margir, er lent hafa í jafn erfiðri aðstöðu eða leyst af meiri dugnaði slikan vanda, sem hon- um var lagður á herðar — er var langt frá því að takamarkast við að festa stjórnina í sessi. Það var Fagerholm, er gerði Finn- land aftur að óskertu vestrænu lýðræðisríki. Hefði hann ekki haft til að bera heilbrigða skyn- semi og flokkur hans einnig, hefði viðleitnin til að koma í veg fyrir stjórnarbyltinguna senni- lega farið út um þúfur. Finnskir jafnaðarmenn geta verið hreykn- ir af þessu — og einnig borgarar í Finnlandi, er sköpuðu þær að- stæður og skilyrði sem breyttu þessum flokki í lýðræðislegan, norrænan og vestur-evrópskan flokk, er beitti sér fyrst og fremst fyrir hagsmunum föður- lands síns. En jafnaðarmanna- flokkurinn var árið 1917 í flokki rauðliða, er fóru halloka í borg- arastyrjöldinni. Það var gæfa Finnlands, að á tuttugu árum, eða raunveru- lega á styttri tíma, tókst að an skerf til að breyta finnska jafnaðarmannaflokknum, sem var upphaflega byltingasinnaður og „rauður", í þjóðlegan og norrænan um- bótaflokk, er Váinö Tanner, hinn mikli leið- togi finnskra jafnaðarmanr.a fram til loka siðustu heims- styrjaldar, en þá var hann ásamt öðrum dæmdur „stríðs glæpamaður" og fangelsaður. En hann er *iú fyrir löngu kominn aftur á forn- ar sióðir og lætur mikið að sér kveða í sínum gamla flokki sem j þingmaður. En að sjálfsögðu: Hann getur ekki áunnið sér þá aðstöðu, er hann óður hafði, eins og sakir standa. En þess má geta, ’ að menn segja, ef næstu forseta- kosningar ber á góma: Væri það tímabært, að Tanner yrði í fram- boði í forsetakosningunum, ynni | hann með miklum yfirburðum. j En það er sem sagt ekki tíma- bært .... Tanner ★ I TÍÐ FAGERIIOLMS .... Á öðrum Norðurlöndunum er Karl-August Fagerholm senni- lega kunnasti og vinsælasti finnski stjórnmálamaðurinn. — Hann hefir til að bera alla þá víðsýni og það hispursléysi, er Kekkonen skortir. Hann stend- ur föstum fótum á jörðinni, hann er safngler, ekki dreifigler, lað- ar menn að sér, hrindir þeim ekki frá sér eins og Kekkonen. Hann hefir til að bera nokkuð af þeirri opinskáu alúð, er ein- kenndi Hans Hedtoft, töfra, er eiga rætur sínar að rekja til góðvilja og velvildar í garð manna. Hann varð snemma áberandi í embættisstörfum sínum, og hann á þar svo augljóslega heima, að gjörbreyting á að- stæðnum hafa ekki orðið til aíJ bola honum burtu. Starfsfélagar hans á rakarastofunni í Helsing- fors kölluðu hann „Laglega Kalla“, en „Laglegi Kalli“ hafði ekki hug á að vera aðeins til skrauts. Hann las, fór í háskóla, varð fréttamaður og siðar rit- stjóri „Arbetarbladet", þingmað- ur jafnaðarmanna ungur "að aldri, félagsmálaráðherra, kunn- ur um öll Norðurlönd og fljótt í andstöðu við stjórnarstefnuna á stríðsárunum. ★ SAMSTIRNI — TANNER OG FAGERHOLM Samstirnið í flokki finnskra jafnaðarmanna varð Tanner til hægri og Fagerholm, er sveigði sífellt lengra til vmstri, unz hann tók af skarið, sagði sig úr stjórninni og varð leiðtogi þeirra, er halda vildu Finnlandi utan við átökin milli stórveldanna. Þess- vegna var hann á sama hátt og Kekkonen innan bændaflokksins ,,óháður“ innan síns flokks að styrjöldinni lokinni. Hann gat tekið að sér forustuna. Það kom í hans hlut að halda finnskum jafnaðar- mönnum sameinuðum, sam- ræma skiptar skoðanir — einnig hans sjálfs og margra flokksbræðra hans — hafa skipið reiðubúið til varnar gegn raunverulegum fjendnm flokksins: Kommúnistum. Kippa öllu í lag eftir skissur Tanners, án þess að halla sér að kommúnistum. Það var ekki auðhlaupið að því að leysa vandann, en Fag- erholm — sem forsætisráðherra — leysti hann bæði innan flokks- ins og út á við af miklum dugn- aði. Hafi hann nokkurn tíma látið sig dreyma um að kalla hinar vinnandi stéttir saman undir eitt og sama merki, kenndu komm- únistar honum skjótt, að þessl draumur átti sér enga stoð í veruleikanum. Hann endurgalt þeim með þeirri lexíu, að innan jafnaðar- mannaflokksins væru engir, er léku tveim skjöldum — og hon- um tókst ekki aðeins að skgra einingu innan flokks s:ns helfnr unnu liann og flókkur hans einn- ig þá hörðu en mikilvægu bar- áttu er stóð um yfirráðin í stétt- arfélögunum. ★ JAFNAÐARMENN UNNU Á Baráttan um atkvæði verka- mannanna er auðvitað hörð. En tölurnar sýna, að jafnaðarmanna- flokkurinn leggur hægt og örugg- lega undir sig yfirráðasvæði kommúnistanna. Á árunum 1945—1955 hafa. kommúnistar orðið að horfa upp á kjördæma- fjölda sinn minnka úr 49 niður í 43, þar sem jafnaðarmenn hafa aukið kjördæmafjölda sinn úr 50 upp í 54 kjördasmi (bændaflokk- urinn hefir jafnframt aukið kjör- dæmafjölda sinn úr 49 upp í 53). Þetta er að mestu leyti persónu- legur sigur Karl-August Fager- holms. Og hér er um að ræða meira en sigur fyrir flokkinn, það er jafnframt aukinn styrk- leiki fyrir visst þjóðfélags- skipulag. Þessvegna nýtur Fager- holm trausts og vinsælda í rík- um mæli meðal þeirra, sem ekki. eru flokksbræður hans. Finnski- jafnaðarmannaflokkurinn hefir enn ekki kjörið frambjóðanda sinn í forsetakosningum i marz 1956. Það verður gert á ofan- verðu þessu ári. En það er eng- inn efi á því, að Fagerholm verður forsetaefnið og hann verður Kekkonen hættulegur keppinautur. Þessir tveir menn munu berjast um forsetastólinn, og ómögulegt er að spá neinu um, Framh. á bls. 12 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.