Morgunblaðið - 28.04.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.04.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. apríl 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Merkílegn; órongur gæðaverð- lnnna fyrir verkun afla NámskeiB iyrir sveitasfjórnarmenn MEÐ samningum þeim, sem gerðir voru við togarasjómenn á s. 1. hausti var í fyrsta skipti farið inn á þá braut, að greiða hverjum skipverja kr. 1,50 á hverja saltfisklest í svokölluð gæðaverðlaun, auk hinna venju- legu aflaverðlauna. Gæðaverð- laun þessi eru greidd ef 70% afla úr einstakri veiðiferð er í fyrsta flokki. Gæðamat. þetta er þannig fram kvæmt að tveir matsmenn meta þann hluta af aflanum, sem þeir telja nægilegan til þess að geta dæmt um ástand farmsins. Fram- kvæmir annar þeirra matið fyrir hönd skipshafnarinnar en hinn fyrir hönd útgerðarinnar. Taka þeir tillit til allra vinnu- galla, sem komið hafa fram við verkun fisksins, blóðgun, haus- un, flatningu, uppþvott og söltun. Fréttaritari Morgunblaðsins á ísafirði skýrði nýlega frá því í fréttaskevti til blaðsins, hvernig þetta gæðamat hefur reynzt á togaranum Sólborgu frá ísafirði. Kemst fréttaritarinn þar m. a. að orði á þessa leið: „Togarinn Sólborg hefur nú landað fimm saltfiskförmum hér á ísafirði á þessari vertíð. í fjórum fyrstu veiðiferðun- um var 70—90% afla skipsins í fyrsta flokki, en úr síðustu veiðiför skipsins, sem landað var í gær (19. apríl), reyndist 91,5% aflans í fyrsta flokki. Er þetta mjög góður árangur í vöruvöndun, sem aðeins er hægt að ná með góðri sam- vinnu allrar skipshafnarinn- ar“. Síðar í frásögninni segir frétta- ritarinn frá því, að matsmenn- irnir hafi ávallt samið greinar- gerð um það, sem áfátt hafi ver- ið um verkun fisksins í hverri veiðiferð. Hafi greinargerðin síð- an verið hengd upp í matsal skipsins svo að skipverjar gætu kynnt sér, í hverju gallarnir væru flógnir. Með þessu hafi verið vak inn almennur áhugi skipverja fyrir bæt*um vinnubrögðum og meiri vöruvöndun. Loks er frá því greint í frétt- inni að í yfirstandandi mánuði hafi hver skipverji á togaran- um Sólborgu haft rúmar 500 kr. í gæðaverðlaun fyrir vandvirkni sína og hirðusemi. Til þess er vissulega rík ástæða að þessari fregn af vöruvöndun sjómannanna á hinum ísfirzka togara sé veitt athygli. Það er alkunna, að aðstaða okkar í baráttunni um hina erlendu markaði fer fyrst rg fremst eftir því, hvernig sú vara er, sem við bjóðum. Því betri sem hún er þess betra orð fær hún á sig, þess hærra verð fæst fyr- ir hana og þess stærri verður hlutur hins íslenzka fram- leiðanda. Baráttan um markaðina veltur því fyrst og fremst á vöruvönd- uninni. En henni ráða sjómenn- irnir, sem fiskinn draga úr sjó, verkafólkið í hraðfrystihúsun- um og fiskverkunarstöðvunum og yfirleitt allir, sem snerta fisk- inn allt frá því að hann kemur upp úr sjónum og þar til hon- um er skixað í hendur kaupend- anna úti í löndum. I Gæðaverðlaunin, sem upp voru tekin með síðustu togarasamning- um eru áreiðanlega skynsamleg. Það sézt m. a á árangrinum um borð í Sólborgu. Samábyrgð skipshafnarinnar um vöruvönd- unina, verkun aflans er ómetan- lega mikils virði fyrir alla aðila, útgerðina sjómennina sjálfa og útflutningsverzlun landsmanna. Það er sérstaklega þýðingar- mikið, að þeir sem framleiðslu- störfin vinna finni það einnig, að því vandvirknislegar sem þau eru leyst af hendi þess arðgæf- ari verða þau, að það borgi sig beinlínis fjárhagslega fyrir hvern og einn að láta störf sín mótast af hirðusemi og vand- virkni. i Frásögnin af afrekum skips ' hafnarinnar á Sólborgu á þessu sviði má vissulega verða öðrum fil hvatningar og eftir- breytní. Fyrir þau á hún þakk ir og heiður skilið. Vel unnin störf á sviði framleiðslu okk- ar og atvinnulífs ber að meta mikils. Og þjóðin á að sýna það í orði og verki að hún geri það. Það mun koma kommúnísfum SAMBANDI íslenzkra sveitar- félaga hefir borizt bréf frá De samvirkende sognerádsforen- ingen i Danmark, þar sem boðið er tveim íslenzkum sveitarstjórn- armönnum að sækja námskeið um sveitarstjórnarmál, sem hald- ið verður í Danmörku í júlí í sumar. í tilkynningu um námskeið þetta segir: „Samband danskra hreppsfé- laga (De samvirkende sogne- rádsforeninger i Danmark), félag danskra kauptúna (foreningen Bymæssige Kommuner) og Nor- ræna félagið (foreningen Nord- en) efna til námskeiðs fyrir sveit arstjórnarmenn af Norðurlöndum að Hindsgavl á Fjóni, dagana 17. til 23. júlí 1955, að báðum dögum meðtöldum. , Tilgangurinn með námskeiði þessu er hinn sami og með fyrri námskeiðum, sem haldin hafa ver ið á vegum félaga þessara — síð- ast námskeiðinu í Finnlandi 1954 — sem sé sá, að gefa hreppsnefnd armönnum og starfsmönnum hreppsfélaga tækifæri til að kynnast þeim reglum, sem fylgt er um sveitarstjórn í nágranna- löndunum og auka persónuleg kynni norrænna starfsbræðra í þessari grein. Námskeiðið er því opið bæði sveitarstjórnarmönn- um og starfsmönnum sveitarfé- laga. Námskeiðið mun verða með svipuðum hætti og fyrri námskeið og haldið í samræmi við þær venjur, sem smám saman hafa skapazt um námskeið þessi. Á dagskrá verða fyrirlestrar og um- X/hluahandl shripar: m i DAG eftir dag hefur blað komm- únista reynt að breiða yfir þá staðreynd, að verkfallið, sem menn vona almennt að sé nú að ljúka, var frá upphafi hafið sem , pólitísk herferð af hálfu komm- * únista. Á það lögðu kommúnist- ■ ar líka megin áherzlu í upphafi þess. En nú þegar það er orðið lengsta verkfall sem hér hefur verið háð, eru þeir orðnir hrædd- ir við það. Fólkið hefur dregið þá til ábyrgðar fyrir það geysi- lega tjón, sem verkfallið hefur valdið því. Þrátt fyrir þetta skýzt það upp úr Þjóðviljanum öðru hverju, að skoðun hans á eðli verkfallsins er ennþá óbreytt. Það kemur greini- lega fram í eftirfarandi orðum blaðsins í gær: „Verkfallsmenn og allir, sem styðja málstað þeirra, verða að tryggja það að auð- mannaklíka íhaldsins víki úr ráðherrastólnum —“ I Þessi ummæli Þjóðviljans í gær, eru í fullu samræmi við þá ráðabreytni kommúnista að láta forseta Alþýðusam- bandsins skrifa öllum stjórn- málaflokkum nema Sjálf- stæðisflokksins og biðja þá að mynda saman ríkisstjórn. Það var mikilvægasta skrefið, sem kommúnistar stigu áður en verkfallið hófst. En með því var líka undirstrikað hvert eðli þess var. Þetta getur eng- um vitibornum raanni dulizt. En þetta pólitíska verkfall sem kommúnistar bera alla á- byrgð á hefur orðið verka- lýðnum dýrt. Það og fram- kvæmd þess á áreiðanlega eftir að koma kommúnistum sárlega í koll. Næstum á hverjum degi UTANRÍKISRÁÐH. FRAKKA, Antoine Pinay, lýsti því yfir nýlega, að hann hafi fengið nýja, sorglega sönnun um spillingu nú- tímans: Nýskeð kom y n g s t a barnabarn hans, lítil elsku leg telpuhnáta til hans og spurði hann: — Afi, hefir þú gert nokkuð Ijótt? — Nei, það held ég ekki, má ég segja . . . vegna spyrðu, lambið en hvers mitt? — Jú, það er eitthvað . . . Það er mynd af þér í blöðunum rétt að segja á hverjum degi! Fer forsetinn fram hjá Færeyjum? ÞÓRÐUR sjóari hefir sent mér línu og farast orð á þessa leið: „Kæri Velvakandi! Nú innan skamms stendur fyr- ir dyrum opinber heimsókn for- setahjónanna okkar til Noregs, en eins og við munum varð ekki af heimsókn þangað í fyrra, er þau fóru til hinna Norðurland- anna, vegna láts norsku krón- prinsessunnar um sama leyti. — En nú á þá að verða af Noregs- heimsókninni. En mér dettur í hug í þessu sambandi; er mein- ingin, að forsetinn fari alveg fram hjá Færeyjum í þessum heimsóknarferðum sínum? Hví skyídi gengið fram hjá þeim ein- um allra Norðurlandanna. Að vísu eru þær ekki enn viður- kenndar sjálfstætt ríki, en Fær- eyingar eru engu að síður sér- stök þjóð með eigin þjóðfána og þeir eru frændur okkar og vinir engu síður en hinar Norðurlanda- þjóðirnar, já, jafnvel í ýmsu til- liti skyldari og tengdari en flest- ar hinna. Okkar næstu nágrannar SAMBAND fslendinga og Fær- eyinga hefir alltaf verið gott og vinsamlegt og okkur ber í engu að ganga fram hjá þeim. Þeir hafa að undanförnu lagt okkur til marga vaska sjómenn á togaraflotann okkar, þegar skortur var á íslenzkum sjómönn- um. Þeir eru eyþjóð og sjómanna- þjóð eins og við og þar að auki okkar næstu nágrannar. Ég teldi það óverðskuldaða móðgun við þessa fámennu vina- og grann- þjóð okkar, ef íslenzki forsetinn sigldi enn fram hjá landi þeirra. Með kveðju. Þórður sjóari“. Tónlist í stað þagnar. FRÁ útvarpshlustanda: „Á sunnudögum hlýðum við venjulega á útvarpsmessu frá kl. 11—12 árdegis. Oftast lýkur messunni rétt um 12, stundum nokkrar mínútur yfir. Alla daga vikunnar hefst hádegisútvarpið kl. 12 á hádegi, með tónleikum, nema á sunnudögum, þá hefst það 10 mínútum seinna, sennilega til að messunni sé ætlaður nægur tími. En nú er mér spurn: hvers ræður, og ferðalög um Fjón og Suður-Jótland. j Hindsgavl, þar sem námskeiðið verður haldið, og einnig var hald- ið 1951, er gamall herragarður og nú í eigu Norræna félagsins í Danmörku. Hindsgavl er á fögr- um stað á Fjóni skammt frá Litlabeltisbrúnni. Kostnaður við þátttöku í nám- skeiðinu verður kr. 135,00 dansk- : ar á mann allan tímann, en þátt- | takendur verða yfirleitt að búa tveir saman í herbergi. Dagskráin, ásamt nauðsynleg- um upplýsingum, verður síðar send þeim, sem gefa sig fram til þátttöku“. Samband íslenzkra sveitarfé- laga tekur við umsóknum um námskeiðið og veitir fyllri upp- lýsingar, ef óskað er. Islenzkum sveitarstjórnarmönn um hefir verið boðið á hin nor- rænu námskeið á undanförnum ’arum, en aldrei hefir orðið af því, að neinir sæktu þau. Mjög væri því æskilegt, ef einhverjir sveit- arstjórnarmenn eða starfsmenn sveitarfélaga, sem erindi eiga til Norðurlanda í sumar, sæju sér fært að þiggja boð þetta og sæktu um námskeiðið. — Stjórn Sambands íslenzkra sveitarfé- laga hefir til athugunr, hvort unnt er að greiða með einhverj- um hætti fyrir för þeirra, sem námskeiðið vildu sækja. Umsóknir þurfa að hafa borizt fyrir 15. maí n.k. Pósthólf sam- bandsins er 1079 og sími 80350. vegna er ekki leikið eitthvert lag í þessari fárra mínútna eyðu, sem venjulega verður á milli messunnar og hádegisútvarpsins? Stöðin fer ekki einu sinni af á meðan, það tekur bví engan veg- inn fyrir svo örstuttan tíma. Þess vegna fyndist mér tilvalið, að við fengjum að heyra eitthvert fal- legt lag eða lög, sem kæmi í stað þagnarinnar. Vildi ekki háttvirt útvarpsráð taka þessa tillögu mína til vinsamlegrar athugun- ar? — Útvarpshlustandi". Rofarv-klúbbur sfofnaður á Sigluffrði ÓLAFSFIRÐI, 19. apríl: — Rot- ary-klúbbur Ólafsfjarðar var stofnaður 17. apríl. Stofnfélagar voru 20. Undanfarið höfðu þeir Þorvald ur Árnason, umdæmisstjóri RÍ og Pétur Björnsson, kaupm., forseti Rotary-klúbbs Siglufjarðar, á- samt sóknarprestinum í Ólafs- firði kynnt sér möguleika á stofn- un Rotaryklúbbs í Ólafsfirði. 16. apríl boðaði svo umdæmisstjóri til viðræðna og undirbúnings- fundar og var samþykkt á þeim fundi, að næsta dag skyldi boðað til stofnfundar. Var klúbburinn síðan stofnaður. ■r Fyrsta stjórn hans var skipuð af umdæmisstjóra: Sr. Ingólfur Þorvaldsson, forseti; Magnús i Gamalíelsson, útvegsmaður, vara , forseti; Jóhann Kristjánsson, hér- aðslæknir, ritari; Randver Sæ- mundsson, hótelstjóri, stallari; Guðmundur Jóhannsson, bæjar- gjaldkeri, gjaldkeri; Sigurður Guðjónsson, bæjarfógeti, fyrrver- andi forseti. Rotary-klúbbur Siglufjarðar gerðist verndarklúbbur hins ný- stofnaða klúbbs. Að loknum stofnfundi sýndi umdæmisstj. kvikmyndina „Ævin týrið mikla“ og voru allir félagar ásamt konum þeirra mætt á sýn- ingunni, sem þótti hin bezta skemmtun. — JÁ. Merkil, *em klæftir landiS. KHÖFN, 22. apríl — Danir hafa nú ákveðið að starfrækja of- drykkjumannaheimili á Friðriks- berg. Verður það starfrækt á þann hatt, að sjúklingarnir geti leitað hælis þar nokkra daga i senn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.