Morgunblaðið - 28.04.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.04.1955, Blaðsíða 12
M O S«r i/ ív a i. .4 é # Fimintudagur 28. april 1955 jáFWEk I ÍB(É>1MI?ÍLÍL I I í kvöld !, |Opið tii kl. Ijj Halló stúlkur Er heimilislaus og hef því í hyggju að stofna heimili. Tilb. ásamt heimilisfangi sendist afgr. Mbl., fyrir 30. þ. m., merkt: „548 — 225“. Stúlkur Myndarlegur maður, rúml. þrítugur, sem sjálfur á hús, vill kynnast stúlku eða ekkju, á milli 20 og 32 ára, með hjónaband fyrir aug- um. Tilb., helzt með mynd, sendist afgr. blaðsins fyrir 5. maí, merkt: „X 25 —• 227“. — SILICOTE Household Glaze Húsgagnagljáinn með töfraefninu „SILICONE“ Heildsölubirgðir: Ólafur Gíslason & Co. h.f. Sími 81370. GÆFA FFLGIR trúlofunarhringunum frá Sig- urþór, Hafnarstræti. — Sendir gegn póstkröfu. — Sendið ná- kvæmt mál. — LILLU kryddvörur eru ekta og þess vegn* líka þær bezt Við ábyrgj- umst gæði. Þegar þér gerið innkaap* Biðjið Bm LILLU-KKYBP Fékk 125 punda lúSu í trillubátsréðri Á Sumardaginn fyrsta fóru ungir menn í róður á lítilli trillu, Búbót heitir hún og er cign Einars Ingimarssonar verzlunarmanns. Fóru þeir stutta siglingu héðan frá Reykjavík. Einn þeirra fjór- menninganna, Heimir Skúlason, fékk þá stóra lúðu um leið og hann renndi færinu í sjóinn í fyrsta skipti. Dró hann lúðuna á röskum fimm mínútum, en þar sem hann hafði ekki sett upp vetlinga, þegar lúðan festi sig á öngulinn, skarst hann nokkuð í lófana eftir grannt færið. Lúðan vóg 125 pund og þar að auki fengu þeir hátt á aðra lest af þorski. í róðurinn fóru þeir um kl. 5 iuu morguninn og voru komnir að landiTil. 2 e. h. Varð þetta því allgóð veiðiför hjá þeim félögum. Myndin hér að ofan er af Heimi með lúðuna, en á bryggjunni liggur annar afli þeirra. (Ljósm. Björgvin Hermannsson). Mikil snjókoma á Lónsheiði um s.l. helgi HÖFN, HORNAFIRÐI, 26. apríl. MIKIL ótíð hefur verið hér undanfarinn mánuð og gæftir orðið litlar hjá bátunum. Um s. 1. helgi snjóaði talsvert á Lóns • heiðina og ófært varð frá Höfn út að Horni. Póstur hefur ekki komið hingað frá því í miðjum marz. Frh. af bls. 7. hvor verður hlutskarpari í bar- áttunni um atkvæði kjörmann- anna (300) — en fjöldi flokks- bræðra hvors um sig meðal kjör- mannanna nægir ekki til að ná kosningu. * SAMVINNA OG SAMKÉPPNI Þessir tveir leiðtogar — miklu leiðtogar — tveggja stærstu stjórnmálaflokka Finn- lands gera hvorttveggja í senn — hafa með sér samvinnu og samkeppni. Flokkar þeirra hafa með sér samsteypustjórn, en stefna að sjálfsögðu jafnframt að því að ná kjósendum hvor frá öðrum. Málin á stefnuskrá þeirra verður að samræma, þó að sjónarmiðin séu oft ólík, eftir því sem raunhæf vandamál rísa í daglegri sýslan. Þeir „gera hrossakaup hvor við annan,“ seg- ir stjórnarandstaðan, og það er bezta skemmtun þeirra að rök- ræða, hvort bændaflokkurinn hafi í þetta skipti neytt jafn- aðarmenn til að hliðra til eða öfugt. Eitt atriði er mjög athyglis- vert. Enginn — og sízt af öllu flokksmenn íhaldsflokksins, sem eru fulltrúar atvinnurek- enda og stóriðjuhölda — vilja jafnaðarmannaflokkinn ein- angraðan og hrakinn úr stjórnarsamvinnu ásamt öðr- um lýðræðislegum flokkum. Valdalaus jafnaðarmanna- flokkur í stjórnarandstöðu á- samt kommúnistum ætti erfitt með að komast hjá náinni sam vinnu við þá og félli að öllum líkindum fyrir draumum um samstöðu stjórnmálaflokka al- þýðunnar. Það yrði ógæfa Finnlands. Ástæðan fyrir því, að Finn- land nútímans stendur föstum fótum í eigin jarðvegi og hefir komizt klakklaust yfir hættu- leg tímamót og ýmsar ófarir, að Finnland er hvorki statt í spor- um Rúmeníu eða Tékkóslóvakíu, er einmitt sú, að Karl-August Fagerholm og finnski jafnaðar- mannaflokkurinn á tveim örlaga- stundum — 1944 og 1948 — tóku lýðræðislega stjórn ásamt stefnu hennar og markmiði fram yfir samstöðu stjórnmálaflokka al- þýðunnar með þeim dilk, er hún getur dregið á eftir sér. Hakon Stangerup. • Æskulýðssíða Framh af bls. 10 almennt velferði borgaranna. Ungir og lýðræðissinnaðir verkamenn verða að taka hönd- um saman og hreinsa þann smán- arblett af verkalýðssamtokunum, sem kommúnistar hafa sett á þau með ofbeldisaðgerðum sín- um. Það gera þeir bezt með því að koma í veg fyrir að komm- únistar fari með umboð þeirra. Óþjóðlegir flokkar með óþjóð- legar stefnur eiga ekkert erindi í íslenzkum verkalýðsmálum, því ber ölnim þjóðhollum verka- mönnum aff stefna að því að út- rýma áhriium kommúnista í ís- lenzkum verkalýðssamtökum. FÓRU ALLT TIL LANGANESS Mikil ótíð hefur ríkt hér þenn- an mánuð. Hefur af því leitt gæftaleysi. Aflatregða hefur einnig verið mikil. Hafa bátarn- ir orðið að fara langt til veiða og þó fengið lítið. T. d. fóru nokkrir bátar allt norður til Langaness, en fengu þar sára- lítinn afla. Margir bátar eru komnir all vestarlega í Meðal- landsbugtina, en erfitt hefur ver- ið að sækja svo langt vegna óveðra. ÓFÆRT ÚT AÐ HORNI Um s. 1. helgi, bæði laugar- dag og sunnudag, setti niður all- mikinn snjó á Lónsheiðina. Al- mannaskarð og á leiðina út að Horni. Er skarðið ófært eins og er og vegurinn að Horni einnig ófær. Ekki hefur neitt snjóað hér innansveitar og er jörð alauð. Gott veður er hér í dag og trú- lega tekur snjóinn fljótlega af. EKKI MATVÖRUSKORTÚR Hingað hefur ekki borizt póst- ur síðan í miðjum marzmánuði. Hafa því enginn blöð borizt hing- að og þykir mörgum það slæmt, sem vonlegt er. Annars er ekki neinn skortur á varningi og m. a. til nóg af kaffi hér og annari nauðsynjavöru. Benzínflufningur ; Iveggja sfrælij- vagnsljóra tíl um- 'I ræðu í bæjarráði Á FUNDI bæjarráðs í gær var tekið til meðferðar erindi for- stjóra Strætisvagna Reykjavíkur j varðandi mál tveggja vagnstjóra. Málið er þannig vaxið að þann ; 7. apríl tóku vagnstjórarnir til flutnings, í áætlunarvagni frá Lögbergi, eina benzíntunnu, sem flutt var að bækistöð vagnanna á Kirkjusandi. Forstjóri S.V.R. ritaði vagnstjórunum bréf og vítti flutning þeirra á benzíninu með því að stafað gæti hætta af slíkum flutningi í almennings- vagni og skapað S.V.R. örðug- leika með tilliti til yfirstandandi vinnudeilu. Vagnstjórarnir voru látnir leggja niður vinnu frá 9. þ. m. og beiddist forstjóri S.V.R. álits bæjarráðs um það hvernig með málið skyldi fara. Guðm. Vigfússon (komm.) bar fram tillögu um að víkja vagn- stjórunum úr starfi fyrir fullt og allt, en sú tillaga fékk ekki næg- an stuðning, með því að enginn greiddi henni atkvæði nema flutningsmaðurinn sjálfur. Var síðan samþykkt að senda sakadómara málið til rannsókn- ar og meðferðar. SíSasti „Já eða nei" þálturinn í Hafnarf. ÚTVARPSÞÁTTUR Sveins Ás- geirssonar, „Já eða nei“ verður tekinn upp á segulband í Bæjar- bíói í Hafnarfirði annað kvöld, föstudag, og hefst upptakan kl. 9 e. h. Er þetta lokaþátturinn að sinni. Alls hafa nær 4000 manns ver- ið viðstaddir upptöku þáttarina víðsvegar um landið. Lengsti vitaleiðangur KHÖFN, 23. apríl —- Vitaskipið Narsak, sem var byggt í fyrra kom til Fredrikshavn nýlega í vélarskoðim, en skipið á að fara í vitaleiðangur, þann lengsta sem farinn hefur verið, til Grænlands 6 þús. sjómílna leið til vestur- strandarinnar til athugunar á sjó- merkjum við Grænlandsstrendur. Gunnar. íbúö Vantar nú þegar ibúð, 4—5 herbergja. Upplýsingar í síma 6305, daglega. Sfúlka óskast til afgreiðslustarf. Uppl. milli kl 1,30—3 í síma 81756. J ■ SVEINSBÚÐ ■ : .j**m i1- MARKÚS Eftir Ed Dodd <L^7XT>*_3 J i i know rr SSEWS) whad- SO TO YOU, BUT S DAYA I KNCW BETTER... ) MEAN 3 I'VE SEEN FRAN WATOHINS T WAIT A MINUTE, CHERRY, YOU HAVE YOUR DATES MIXED ... IT'S MARK SHE'S AFTER... DON'T GIVE ME THAT GUFr/ - YOU SEVERAL TIMES, BARNEY,: AND THERE'S THAT LOOK IN HER EYE...AND LAST NlGHT ' EHE TALKED ABOUT you Yl in Hr* ele.::p/ . V/OMAN'S INTUITION IS A 5TRANGE thing, and I've SENSED THAT FRAN IS GETTING INTERESTED in vou! 1) — Ég skal segja þér Bjarni, að ég þykist hafa komizt að raun um það að Freydís lítur þig all hýru auga. 2) — Nei, heyrðu nú Sirrí. Það þarf enginn að segja mér það, því að hún er auðvitað að elta Markús. 3) — Þú heldur það, en ég veit betur. — Hvað áttu við? 4) — Ég hef virt Freydísi fyr- ir mér, þegar hún horfir á þig með aðdáunarglampa í augunum og svo talaði hún upp úr svefn-i inum um þig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.