Morgunblaðið - 29.04.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.04.1955, Blaðsíða 1
16 sáður 4* úrgangut 95. tbl. — Föstudagur 29. apríl 1955 Prentsmiðjj* Morgunblaðsjci 6 viks^a verkfaHi lokið: < *>' ' sett um atvinnuleysistrygg- rgað kaupgjald hœkki um 10X Hinir nýju stunningar gildn Eil 1. júní 1956 Síðasti sátlofnndnrinn stóð í tæpnn sólarhring SAMKOMULAG náðist í fyrrinótt og í gærdag í vinnudeilu þeirri, sem 14 verkalýðs- félög í Reykjavík og Hafnarfirði hafa átt í undanfarið. Voru þá liðnar réttar 6 vikur síðan verkfall hófst. Mun það vera eitt lengsta verkfall, sem um getur hér á landi, er náð hefir til svo margs fólks. Undirskriftir samninga hófust um kl. 6 síði. í gær, en þá hafði sáttafundur með fulltrú- um deiiuaðila og hinni stjórnskipuðu sáttanefnd staðið samfleytt frá kl. 9 á miðviku- dagskvöld, eða í tæpan sólarhring. Voru samningar undirritaðir með þeim fyrirvara, að þeir yrðu samþykktir á fundum í félögum verkfallsmanna og vinnuveitenda. Var boðað til funda í öllum félögunum í gærkvöldi og hinir nýju samningar samþykktir þar. Verk- fallinu var því næst aflýst, og skyldi vinna hefjast í morgun. Sáttasemjari ríkisins, sem er formaður liinnar stjórnskipuðu sátta- nefndar í vinnudeilunni og formenn samninganefndar deiluaðila. I — Á myndinni eru talið frá vinstri: Edvarð Sigurðsson formaður samninganefndar verkalýðsfélaganna, Torfi Hjartarson formaður j liinnar stjórnskipuðu sáttanefndar og Kjartan Thors formaður samninganefndar vinnuveitenda. — Myndin er tekin í Alþingis- liúsinu um miðjan dag í gær. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) húMammaðir fyrir Ólafur Thors forsæíisráðherra tók mikinn og margvíslegan þátt i sáttastarí’inu. — Ilann sést hér á myndinni, sem var tekin í Al- þingishúsinu í gær í samtali við tvo sáttanefndarmenn, þá Torfa Hjartarson og Jónatan Hallvarðsson hæstaréttardómara. úoráði siemgonna Rætt um verkfollib og áhrif Jbess AFUNDI fulltrúaráðs Sjáifstæðisfélaganna í Reykjavík, sem boðað heíir verið til í kvöld í Sjálfstæðishúsinu, mun Bjarni Benediktsson dómsmálaráðhcrra, hefja umræður um verkfallið og áhrif þess. Hið víðíæka verkfall, sem staðið hefir í 6 vikur, hefir vissulega þegar hafí cg mun hafa margvísleg áhrif, bæði varðandi kjör verkafólksins, atvinnurekstur landsmanna og efnahagslífið í heild. í veg fyrir og dregið úr því alls- herjarböli, sem vinnustöðvanirn- á Dagsbrúnarhmdi FUNDUR Verkamannafélagsins Dagsbrúnar um nýju samningana í gærkvöldi var geysifjölmenn- ur Var Gamla-Bíó troðfullt út úr dyrum. Eðvarð Sigurðsson formaður samninganefndar verkalýðsfélaganna, skýrði frá gangi sáttaumleitananna og efni hinna nýju samninga. Allmiklar umræður urðu að ræðu hans lokinni og voru komm únistar húðskammaðir fyrir verkfallið, upphaf þess og fram- kvæmd. Bentu nokkrir ræðu- menn á að auðvelt væri að taka munninn fullan í upphafi og gera háar kröfur. En það væri sann- arlega lítill árangur. sem kæmi nú í ljós eftir sex vikna verk- fall, sem bakað hefði verka- mönnum stórkostlegt tjón og ó- hagræði. Myndi það taka lang- an tíma, sennilega meira en ár, að vinna það tjón upp. Verður ekki annað sagt um fundinn, en að hann hafi tekið kommúnistum mjög kuldalega. Hinir nýju samningar voru þó samþykktir. ^ATVINNULEYSISTRYGGINGAR Aðalatriði þess samkomulags, sem náðist fyrir milligöngu hinnar stjórnskipuðu sáttanefndar eru þau, að samkvæmt tilboði ríkisstjórnarinnar er stofnaður atvinnuleysistrygg- ingasjóður, sem skal hafa það hlutverk að greiða atvinnu- lausu fólki bætur eftir þeim reglum, sem síðar verða sett- ar. í þennan sjóð tekur ríkissjóður að sér að greiða sem svarar 2% af almennu daglaunakaupi Dagsbrúnarmanna fyrir unninn tíma, miðað við 48 klst. vinnuviku; atvinnu- rekendur greiða 1% og frá bæjar- og sveitarfélögum greiðist 1%. 10% KAUPHÆKKUN Þá fá Dagsbrúnarverkamenn, iðnaðarverkafólk og iðn- aðarmenn 10% hækkun á útborguðu kaupi. Enn fremur liækkar orlof, og tímakaupsmenn meðal almennra verka- manna fá 1% vegna sjúkrakostnaðar. Hinn nýi samningur gildir til 1. júní 1956 og er uppsegj- anlegur með eins mánaðar fyrirvara. Sé honum ekki sagt sagt upp framlengist hann um 6 mánuði í senn með sama uppsagnarfresti. Verði breyting á lögfestu gengi íslenzku krónunnar, skal aðilum heimilt að segja samningum upp með eins mán- aða fyrirvara. Sjálfstæðisflokkurinn hefir ætíð haldið fram þeir.ri skoðun að vinnudeilur með verkföllum og verkbönnum, séu þjóðfélags- böl, sem vinna beri að með öll- um ráðiim að forðast. í samræmi við það beitti flokk- urinn sér fyrir setningu vinnu- löggjafarinnar á sínum tíma í þeim tilgangi að skipa málum hinna stríðandi aðila með frið- samlegum hætti er komið gæti Verkfallið nú hefir leitt í ljós mörg alvarleg tilvik. Sjálfstæð- ismenn verða nú sem fyrr að beita áhrifum sínum til þess að draga úr þeim voða, sem til hef- ir verið stofnað og stuðla að því í framtíðinni að bera klæði á vopn hinna stríðandi aðila. Blóðugir bardagar SAION 28. apríl. — Blóðugir bardagar hafa í dag átt sér stað á götum Saigon-borgar. Berjast þar hermenn úr liði stjórnarinn- ar og æstur lýður í einum af hinum pólitísku sértrúarflokkum. Fréttamenn fullyrða ,að mann- tjónið nemi á þessum degi mörg- um hundruðum xallinna og særðra. Mest varð manntjónið af völd- um bruna er varð í einu hverfi borgarinnar Eru þúsundir manna heimilislausar og þykkur reykjarmökkur grúfir yíir borg- inni. Sagt er að bardagarnir hafi byrjað er stjórnarherinn fyrir- skipaði nokkrum úr sértrúar- flokknum að flytja af ákveðnum svæðum í borginni. —Reuter. SAMNINGUR DAGSBRUNAR Sxmkvæmt hinum nýja samn- ingi við Dagsbrún, verða þessar j. aðalbreytingar á kjörum ver'ka- manna: 1) Útborgað tímakaup hækk ar um 10% t 2) Orlof hækkar um 1%, þ. e. lengist úr 15 virkum dögum í 18 virka daga. i 3) Tímakaupsmenn í Dags-1 brún fá 1% launaviðbót til þess að standa straum af | sjúkrakostnaði, þar sem þeir fá ekki irreidda veikindadaga. 4) Aðild að atvinnuleysis-1 tryggingum þeim, sem ríkis-1 stiórnin beitir sér fyrir að stofnað verður til. SAMNINGUR IÐNAÐARMANNA Gagnvart iðnaðarmönnum verka hinir nýju samningar í að- alatriðum á þessa leið: 1) Þeir fá sömu hækkun á útborgað kaup og Dagsbrún- arverkamenn eða 10%. Felst kauphækkun þeirra í senn í því, að óskert vísitöluuppbót skal greidd á allt kaup og í hinu að grunnkaup er hækkað nokkuð. 2) Lágmarksorlof er hækk- að úr 5% í 6%. Er það sama hækkun og hjá verkamönn- um. 3) Þá verða ennfremur 1% af vinnulaunum greidd í sjúkrasjóð. 4) Aðild að atvinnuleysis- tryggingasjóði. IÐJA, FELAG VERK- SMIBJUFÓLKS Iðja, fclag verksmiðjufólks, fær einnig 10% hækkun á útborg uðu kaupi til handa meðlimum sínum, ásamt sömu hækkun or- lofs og verkamenn og iðnaðar- menn. Ennfremur verða félagar hennar aði’-'r að atvinnuleysis- tryggingunum. MÁLSSÓKNIR FALLA NIÐUR Þá féllust deiluaðilar á að láta niðurfalla málssóknir og kröfur vegna árekstra í sambandi við vinnudeiluna og verkfallið. LÖGGJÖF UM ATVINNU- LEYSISTRYGGINGAR Eins og frá var skýrt hér að framan byggist samkomulag deiluaðila fyrst og fremst á því, að ríkisstjórnin hét því að beita sér fyrir stofnun atvinnuleysis- tryggingasjóðs. sem byggður skal upp af rikiss.ióði, vinni v'eitendum og bæjar- og sveitarfélögum. — Skal sett löggjöf um atvinnu- Framh, á bls. 2 Flugferðir !nn?n- lands hefjas! sfrax i. í GÆRKVÖLDI tókust samning- ar um kaup og kjör atvinnuflug- manna. Munu því flugferðir hér innanlands hjá Flugfélagi íslands hefjast þegar í dag eða á morg- un (laugardag). Millilandaflugið hefst einnig nú um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.