Morgunblaðið - 29.04.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1955, Blaðsíða 2
MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 29. apríl 1955 Þagnarskylda ekki tekin gild í Blöndals-málinu • HÆSTIRÉTTUR kvað í gær upp mjög þýáingarmikinn úr skurð í sambandi við réttarrannsóknina vegna gjald- þrots verziunar Ragnars H. Blöndals. • Skv. þessum úrskurði geta lögfræðingar, sem annazt hafa lán til fyrirtækisins ekki borið fyrir sig þagnar- skyldu til að leyna fyrir hverja þeir hafa milligöngu um lánveitingar til fyrirtækisins. • Mál þetta korn þannig fyrir sakadómara að Hörður Ólafsson lögfræðingur var meðal lánardrottna fyrir- tækisins. Var hann kvaddur fyrir rétt og krafinn sagna um vexti og fleira sem kom láninu við. • Lögfræðingurinn kvaðst aðeins hafa haft milligöngu um lánveitingu. Var hann þá krafinn sagna um, hverjir hefðu verið umbjóðendur hans. I • Hann neitaði að svara og bar fyrir sig þagnarskyldu lögmanna. 1 • Sakadómari kvað þá upp þann úrskurð, að í þessu máli rynnu ekki nægar stoðir þjóðfélagslegra hagsmuna undir það að ákveða þagnarskyldu lögmanna. i • Lögfræðingurinn áfrýjaði þessum úrskurði til Hæsta- réttar en hann staðfesti í þessu tilfelli algerlega úrskurð sakadómara. • Lögfræðingar, sem annazt hafa milligöngu lána til Ragnars Blöndals h.f. hera því ekki þagnarskyldu í þessu máli gagnvart hinum raunverulegu lánveitendum. Síðasti sólarhringur málamiðlunarstarfsins var býsna erfiður hjá sáttaneíndinni. Hún gaf sér þó tíma til þess að fá sér kaffisopa í veitingasal þingsins um fjögur leyíið í gær. Við það tækfæri var myndin hér að ofan tekin. Á henni eru talið frá vinstri: Jónatan Hallvarðsson, Torfi Hjartarson, Emil Jónsson, Hjálmar Vilhjáimsson, Gunnlaugur E. Briem og Brynjólfur Bjarnason. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Bœjarstjórn Reykjavíkur hefur sýnt vakandi áhuga á áfengisvarnarmálunum Sleggjudémar Gylfa hraktir. Frumvarp um byggingu sjúkradeildar fyrir ofdrykkjumenn samþykkt ÞAÐ KOM greinilega í ljós af ræðu Jóhanns Hafstein í Neðri deild Alþingis í gær, að það sem hindrað hefur að Reykja- víkurbær gæti komið upp sjúkrahúsdeildum skv. lögum um með- ’ferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, er að Reykjavikurbær hef- ur ekki náð samkomulagi við heilbrigðisstjórnina, þ. e. landlækni. Með. þessu svaraði Jóhann þeim fullyrðingum Gylfa Þ. Gíslason- ar og hreinum sleggjudómum hans um að Reykjavíkurbær hefði vanrækt að framkvæma skyldu sína skv. lögunum. STOFNUN AFENGIS- VARNARSTÖÐVAR Það er svo fjarri því, að Reykjavíkurbær hafi vanrækt þessi mál, að þegar það varð ljóst, að ekki yrði hægt að framkvæma lagaákveðin vegna þess að samkomulag við heilbrigðismálastjórnina fékkst ekki og vegna verulegs ágreinings sérfræðinga, hvern- ig leysa ætti þessi mál, þá ákvað bæjarstjórn að hefja að gerðir ti' úrbóta utan laganna. Samþykkti hún þá að koma á fót Áfengisvarnarstööinni og um leið hefir verið unnið að því, að drykkjusjúklingar fái sjúkrarúm á einstökum sjúkra húsum. TAKMÖRKUÐ ÞEKKING ÞINGMANNS Þessar framkvæmdir hafa ver- ið kostnaðarsamar, en þær eru tvímælalaust nauðsynlegar og til mikilla úrbóta. Það situr því .sízt á Gylfa Þ. Gíslasyni að saka Heykjavíkurbæ um áhugaleysi í þessu máli. Sieggjudómar hans og furðuleg rangfærsla ásamt órökstudd’jm árásum á bæjar- stjórn Reykjavíkur sýnir því, að þessi þingmaður hefir verið að tala um mál, sem hann hefur ákaflega takmarkaða þekkingu á. ÞURFTI S'IMKOMULAG "VIÐ HEILBR.MÁLASTJÓRN Það kom til álita, sagði Jóhann Hafstein, að sjúkrahúsdeildir fyr- ir drykkjusjúklinga yrðu byggð- .ar annað hvort við Landspítal- ann eða Klepp. Sérfræðinga í þessum málum greinir mjög á .um það, á hvorum staðnum slík deild ætti að vera. Þar sem nokkr ir álíta miður heppilegt að tengja slíkar sjúkradeildir við geðveikrahaeli. Betra færi á að hafa þær við almennt sjúkrahús ■eða aðstaða yr^Si sköpuð á fleiri sjúkrahúsum. Hins vegar er þess að gæta, að bæjarsjóður Reykjavikur hefir á undanförnum árum auðvitað ekki getað upp á sitt eindæmi komið í framkvæmd áformum um að koma upp sjúkrahúsdeild við Landspítalann, sem sérfræð- ingar hans iögðu til að yrði gert, nema með samkomulagi við heil- briðismálastjórnina. KOSTNAÐUR GREIÐIST ÚR GÆZLUVISTARSJÓÐI í breytingu við lógin um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, sem rætt hefir verið á Alþingi að undanförnu og fékkst í gær samþykkt sem lög, er ákveðið að koma skuli upp svo fljótt sem verða má sjúkrahúsum eða sjúkrahús- deildum til fullnægingar á- _ kvæðum laganna. Kostnaður við byggingu og rekstur slíkra sjúkrahúsa greiðist úr gæzlu- vistarsjóði. Má það teljast eðli legt að ágóðanum af áfengis- sölunni.. sé þannig að nokkru varið til að bæta úr áfengis- bölinu. Flutningnmaður þessa máls var Gísli Jónsson, sem hefur haft for- ustu um margar merkilegar úr- bætur á þessu sviði. fsólfur landar um 300 leshun af flski á Seyðisfirði SEYÐISFIRÐI, 28. april — Tog- arinn ísólfur lagði hér á iand í gær og í dag 246 lestir af fiski til herzlu. Allur sá fiskur er haus- aður. Einnig landaði togarinn 60 lestum af saltfiski. Tíð hefur verið stirð hér und- anfarið, miklar rigningar og hvassviðri. Fjarðarheiði var ný- lega rudd með ýtu, en búast má við því að eitthvað hafi fennt í slóðina nú hin síðari dægur. — í byggð er jörð auð og tekin lítils- háttar að grænka. — B.J. - 5amn!ngarnir Framh. af bls. 1 leysistryggingar á Alþingi því, sem kemur saman á komandi hausti, og höfð samráð um hana við verkalýðssamtökin og sam- tök atvinnurekenda. Sjóðurinn skal geymdur hjá' Landsbanka fslands eða Trygg ingastofnun ríkisins og þá undir sérstakri stjórn, er verkalýðssamtökin og vinnu- veitendur eigi íulltrúa í. Það, sem innheimt er á félagssvæði eða í starfsgrein hvers ein- staks félags eða félagasam- bands skal lagt inn á sérreikn- ing þess félags eða sambands • í sjóðnum. Þó má ákveða, að iðgjöld vegna félagsbundinna manna, er vinna utan heim- ilissveitar sinnar, skuli greidd í reikning þess félags eða fé- lagssambands heimilissveitar- innar. Innheimtufyrirkomulagi skal skipað með lögum. HÁMARK OG LAGMARK BÓTA Hámark og lágmark bótafjár- hæða skal ákveðið með lögum og nánari ákvæði um framkvæmd úthlutunar sett í reglugerð. Bóta- réttur skal sannaður með vott- orði vinnumiðlunar. Úthlutun bótafjár fyrir hvert félag eða félagasamband sé undir stjórn nefndar, sem skipuð er 5 mönnum, þrem frá verkalýðsfélagi eða sam- bandi, og tveimur frá öðrum aðiljum. Ef ekki næst einróma samkomulag varðandi úr- skurði um bótagreiðslur, get- ur hver einstakur nefndar- maður og hlutaðeigandi aðilji áfrýjað til tryggingaráðs, sem fellir endanlegan úrskurð um málið. Nefndirnar starfa eftir reglugerð, er þær semia eftir fyrirmvnd frá félagsmálaráðu- neytinu eða Tryggingastofnun rikisins. Reglugerðin skal vera staðfest af ráðherra. Nú er fé eigi fyrir hendi á sér- reikningi félags eða sambands til greiðslu bóta, og er þá heimilt að nota vörzlufé Trvggingastofnun- arinnar (ca. 4 millj. kr.) i þessu skyni. Er það fé þrýtur, er trygg- ingarráði heimilt að lána milli sérreikninga með ábyrgð ríkis- sjóðs. Lögin taka til kaupstaða og kauptúna með 500 1300) íbúa. Lögin verði endurskoðuð eftir 2 ár í samráði við fulltrúa samn- ingsaðilja. Gert er ráð fyrir að atvinnu leysistryggingasjóður geti á einu ári orðið um eða yfir 30 miilj. kr. Pai var feginssvipur yíir sátta- starfinu í Alþingishúsinu í gær AÐ VAR margt um manninn í Alþingishúsinu síðasta sól- arhringinn, sem sáttaumleitanir stóðu yfir í vinnudeilunni. Auk samninganefnda deiluaðila og sáttanefndarinnar, gat þar að líta fjölda af öðru fólki. Þarna voru fulltrúar frá Iðju, Dágs- j brún og Hlif, frá sveina og meistarafélögum iðnaðarmanna, sem í verkfalli áttu, trésmiða, múrara, málara, bifvélavirkja, blikksmiða, járnsmiða og skipa- smiða. Ennfremur brá þar fyrir nokkrum kvenfulltrúum, sem voru forráðamenn ASB, sem er ^ félag afgreiðslustúlkna í brauða- | og mjólkurbúðum. Samtals munl það fólk, sem vann að því ( að ljúka samningum þennan síð- asta sólarhring verkfallsins, hafa verið um 100. Var allmikil þröng i veitinagsöium þinghússins mest- j an hluta dags í gær. En þar og ( í herbergjum stjórnmálaflokk- anna, höfðust menn við. — Þannig hafði samninganefnd verkalýðsfélaganna Alþýðu- flokksherbergið til umráða samn inganefnd vinnuveitenda flokks- herbergi Sjálfstæðisflokksins og sáttanefndin herbergi Framsókn- arflokksins. MENN ÖNDUÐU LÉTTARA Eins og skýrt er frá á öðrum stað í blaðinu, stóð síðasti sátta- fundurinn frá kl. 9 á miðviku- dagskvöld óslitið til kl. 7 í gær- kvöldi. Á þessum tíma náðist samkomulag í öllum atriðum milli deiluaðila fyrir milligöngu sáttanefndarinnar. En hún hafði lagt samningsuppkast fyrir samn- inganefndirnar s.l. þriðjudags- kvöld. Enda þótt margir væru í gær orðnir þreyttir og syfjaðir eftir heila vökunótt, virtust menn þó anda léttara en áður. Sættir voru að takast. Hinu langdregna þjarki og óþægindum verkfalls- ins var að ljúka. Það var þó alltaf nokkurs virði, hvernig sem deiluaðilar litu svo á þá lausn, sem náðzt hefir. Þarna í Alþingishúsinu sátu saman vinnuveitendur og verkamenn, meistarar og sveinar, fengu sér kaffisopa, spjölluðu saman, kveiktu sér í sígarettu eða vindli og einstaka sást taka í nefið. Þegar þingfundum lauk í deild- um Alþingis, bættust svo þing- menn og ráðherrar í hópinn. FEGINS SVIPUR í þessu sambandi má geta þess, að ríkisstjórnin, og þá einkum Ólafur T’nors forsætisráðherra, hafa tekið mikinn þátt í sátta- starfinu. í þinghúsinu í gær gat í raun og veru að líta þverskurð af ís- lenzku þjóðlífi. — Hvert, sem álit fólksins þar var á lausn vinnudeilunnar, var þó fegins svipur yfir því, sem þar var að gerast. Fm&dar Sjálistæðislél. Varðar á Akssreyri AKUREYRI, 28. apríl. VÖRÐUR, félag ungra Sjálfstæðismanna, efndi til fundar í gær-> kvöldi og voru verkfallsmálin á dagskrá. Öllu Sjálfstæðis- fólki var boðið á fundinn, enda sátu hann einnig félagar úr hin- um Sjálfstæðisfélögunum í bænum MARGIR TOKU TIL MALS Ragnar Steinbergsson héraðs- j dómslögmaður hafði framsögu og ræddi núgildandi vinnulöggjöf og framkvæmd yfirstandi verk- falls. Var erindið fróðlegt og skemmtilegt bg kom Ragnar víða við. — Að loltinni framsögu- ræðu voru fjörugar umræður og tóku til máls Gunnar G. Schram stud. jur., Steinn Steinsen bæj- arstjóri, Sigurjón Jónasson full- trúi, formaður Varðar, er jafn- framt stýrði fundi, Jón G. Sól- nes bankafulltrúi, Hallur Helga- son yfirverkstjóri og fleiri. Sú skoðun var ríkjandi á fundinum, að fordæma bæri of- beldisverk þau og lögleysur, er framin væru í sambandi við yf- irstandandi verkföll, og yrði að ráða bót á því og sjá svo um í framtíðinni að löggæzlan gæti haldið uppi lögum og rétti 1 landinu og veitt hinum almenna borgara réttarvernd, er honum ber. — í þessu sambandi kom fram, að í sænskum lögum værui ákvæði, er kvæði svo á, að samn- ingsaðilum í vinnudeilu væri ó- heimilt að setja inn í samninga sína, að niður skyldu felldar kröfur um bætur vegna tjóns af völdum verkfallsframkvæmda. Að loknum þessum umræðuirt tók til máls Gunnar G. Schram og flutti hann félaginu kveðju frá stjórn Sambands ungra Sjálf- stæðismanna og framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins Magn- úsi Jónssyni. — Rakti hann síð- an störf stjórnar SUS og fyrir- ætlanir í náinni framtíð. Að lokum voru sýndar tvær fræðslukvikmyndir. Fundur þessi var hinn ánægjulegasti. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.