Morgunblaðið - 29.04.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.04.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 29. apríl 1955 i0r§iuiii>M>iíb Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá VigUT. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. \ —■ c" ÚR DAGLEGA LÍFINU „Ebíngarstefna“ kommúnista í framkvæmd KOMMÚNISTAR sýndu s.l. sunnudag, hvernig þeir fram- kvæma hina margumtöluðu „ein- ingarstefnu“ sína í verkalýðs- málum. Þá létu þeir 1. maínefnd- ina samþykkja að víkja fulltrúa bifreiðastjórafélagsins Hreyfils úr nefndinni. Var þessu fáheyrða ofbeldi að sjálfsögðu mótmælt þá þegar. Á fundi nefndarinnar í fyrrakvöld kom þetta mál svo til umræðu á ný. Lögðu kommún- istar þar til, að brottvikning Hreyfilsfulltrúans úr 1. maí- nefndinni yrði endanlega stað- fest. Var sú tillaga samþykkt með 14 atkv. kommúnista gegn 11 atkvæðum lýðræðissinna. Þegar þannig var komið, þótti auðsýnt, að kommúnist- ar hefðu ákveðið að rjúfa allt samstarf við lýðræðissinna um hátiðahöld 1. maí og gera daginn að einlitum kommún- ískum áróðursdegi. Fulltrúar lýðræðissinna töldu þá þýð- ingarlaust að eiga frekari setu á fundum nefndarinnar og gengu af fundi. Kommún- istar höfðu rofið einingu um hátíðisdag verkalýðsins með hinum fáheyrðu ofbeldisað- gerðum sínum. Meðal þeirra fulltrúa sem gengu af fundi 1. maínefndar- innar í mótmælaskyni, voru fulltrúar Sjómannafél. Reykja víkur, Vörubifreiðastjórafé- lagsins Þróttar, verkakvenna- félagsins Framsóknar, Múrara félags Reykjavíkur, Bakara- sveinafélags íslands og Banda lags starfsmanna ríkis og bæjar. Ennfremur hefur Hið íslenzka prentarafélag mót- mælt brottvikningu Hreyfils- fulltrúans. Lýðræðissinnað fólk innan verkalýðssamtakanna hefur enn einu sinni séð framan í hið rétta andlit kommúnismans. — Vegna þess að kommúnistar hafa lent í kasti við einstaka menn í bif- reiðastjórafélaginu Hreyfli með- an á verkfallinu stóð, hika þeir ekki við að nota meirihlutavald sitt í hátíðanefnd 1. mai til þess að fremja fáheyrt ofbeldisverk á stéttafélagi bifreiðastjóra í höf- uðborginni. Fulltrúi hans er bein- línis rekinn út af fundi, þar sem hann á fullan rétt til setu. Það væri fyllilega í samræmi við þessa framkomu kommúnista að þeir tækju sér það vald, að neita fulltrúum Hreyfils eða einhverra annara verkalýðsfélaga, sem þeim af einhve-jum ástæðum lík- aði ekki við um rétt til setu á næsta Alþýðusambandsþingi, ef þeir þá hefðu aðstöðu til þess að knýja slíka samþykkt fram. Það er vissulega furðulegt, að þeir menn sem slík verk vinna, skuli leyfa sér að vera sífellt með „einingartal“ á vörunum. Allt þeirra starf innan verkalýðssamtakanna miðar að sundrung og illind- um. En brottrekstur Hreyfilsfull- trúans úr 1. maínefndinni er að- eins upphafið að nýrri ofbeldis- herferð kommúnista gegn lýð- ræðissinnuðu fólki innanoverka- lýðsfélaganna. — Með aðstoð ólukkufuglsins í sæti forseta Al- þýðusambandsins munu þeir halda áfram að beita yfirgangi og hvers konar brögðum til þess að efla völd sín. Lýðræðissinnar eiga því aðeins um tvennt að velja, annað hvort að treysta samvinnu sína innan verkalýðs- samtakanna sem bezt þeir mega, eða láta kommúnista hreiðra þar um sig til frambúðar í skjóli of- beldisverka sinna og samtaka- leysis andstæðinganna. Reynzlan sýnir, að þegar allir andstæðing- ar kommúnista innan samtak- anna taka höndum saman verða þeir auðveldlega sigraðir. — Það gerðist árið 1948 þegar völdum þeirra var hrundið innan Alþýðu- sambandsins, og það mun gerast á Alþýðusambandsþingi haustið 1956, ef lýðræðisöflin bera gæfu til þess að standa saman. 1. maí í ár verður einlit áróðurshátíð kommúnista. — Með brottrekstri fulltrúa Hreyfils af fundi undirbún- ingsnefndarinnar rufu ofbeld- ismennirnir allt samstarf um hát'ðahöld dagsins. Það er nauð^'nlegt að fólkið í verka- lýðsfélögunum geri sér eðli þessa fáhevrða ofbeldisverks greinilega Ijóst. Rannsóknarnefndin biður um aðsfoð RANNSÓKNARNEFND sú, sem Neðri deild Alþingis kaus hinn 24. marz s. 1. til þess að rann- saka, að hve miklu leyti og með hvaða móti okur á fé viðgengst hér á landi, birti í blöðunum í gær mjög athyglisverða auglýs- ingu. Beindi hún þar þeim til- mælum til almennings eða þeirra, sem tekið hafa fé að láni með okurkjörum, að þeir veiti nefnd- inni upplýsingar um þau við- skipti. Loks lýsir nefndin yfir því, að hún sé til viðtals í Alþingishús- inu fyrst um sinn á föstudögum kl. 6—7 síðdegis. Þangað skuli allir þeir snúa sér, sem upp- lýsingar hafi að gefa, um hvers- konar okurviðskipti. Fyllsta ástæða er til þess að fagna þessari auglýsingu rann- sóknarnefndarinnar. Hún ber það greinilega með sér, að nefndin tekur hlutverk sitt alvarlega. Fyrir henni vakir með fyrr- greindri auglýsingu að leita sam- vinnu við almenning í landinu í þeirri viðleitni sinni að grafast fyrir rætur þeirrar spillingar, sem allir hljóta að vera sam- mála um að okurstarfsemi sé á hverjum tíma, hvar sem hún á sér stað. Eftir er nú aðeins að vita, hvernig almenningur snýst við þessum tilmælum rannsókn- arnefndarinnar. Koma menn í viðtalstíma til hennar á föstu- dögum með þá vitneskju, sem þeir kunna að hafa, annaðhvort af persónulegri reynslu sjálfra sín eða frá öðrum áreiðanlegum heimildum? Að sjálfsögðu er þýðingarlaust að ganga á fund hinnar virðulegu nefndar með kviksögur einar eða lausafregnir. Vonandi tekst góð sam- vinna með nefndinni og al- menningi, og vissulega hlýtur það að vera ósk allra heiðar- Iegra manna, að góður árang- ur verði af starfi hennar. ALMAR skrifar: LEIKRITIÐ „LAUN HEIMSINS", leikritið eftir Áskel, sem flutt var í út- varpið sunnudaginn 17. þ. m. var allgott, — þung og nöpur ádeila á hinn kaldrifjaða gróðabralls- mann og vel með leikritið farið af hendi leikstjórans, Ævars Kvarans og leikendanna. — Var leikur Arndísar Björnsdóttur, er fór með hlutverk gömlu konunn- ar, sérstaklega góður og sannur. ' UM DAGINN OG VEGINN KARL KRISTJÁNSSON, alþm., ræddi mánudaginn 18. þ. m. um daginn og veginn. Var erindi hans snjöll hugvekja og frábær- lega vel samin og flutt. Einkum var fögur sagan, er hann sagði um hinn þingeyzka bónda, Bald- rjmiA útuarpi í óíÉuótu uihiA vin Baldvinsson, á Ófeigsstöðum í Kinn, er sýndi alveg óvenjulega hjartamenningu hins aldraða HÖRPUTÓNLEIKAR — UPPLESTUR MJÖG ánægjulegt var að heyra hörputónleika spænska snillings- ins Zabaleta, er hljóðritaðir voru á tónleikum í Austurbæjarbíói 13. þ. m., en fluttir í útvarpið h. 19. Var auðheyrt að hér var mikill listamaður á ferðum. Þetta sama kvöld las Stein- grímur Sigurðsson ritgerðina 'Uetuahandi óhrifar: Bréf frá Lindargötubúa FYRIR skömmu fékk ég bréf frá Lindargötubúa, þar sem segir m. a.: „Austan við húsið Lindargötu 29 er svæði nokkurt autt og af- girt og á því er lítið hús, sem hestar eru hýstir í. Lóð þessi er tilefni þess, að ég skrifa þessar línur, Velvakandi góður. Enginn leikvöllur er í grennd við áðurnefnda götu, eða annað afdrep fyrir ung börn, sem þar eiga heimili. Þau verða að vera við leiki sína á götunni, en þeim háska, sem af því stafar, þarf ekki að lýsa hér. Um götu þessa er mjög mikil umferð ökutækja, enda margar verk- smiðjur við hana. Ég hefi orðið þess var, að mæð- ur eru stöðugt á höttunum við að skyggnast um eftir börnum sín- um, biðja þau að leika sér á gang- stéttinni en ekki á götunni, en þar sem þeim finnst þar þröngt og ófrjálst leita þ#u jafnharðan , út á götuna, án þess að gera sér grein fyrir hættunni, eða þá inn á fyrrnefnda lóð við nr. 29. I i Sizt heppilegur | leikvangur EN það fer fjarri því, að þessi lóð sé heppilegur leikvangur fyrir börn. Þarna við hliðina á jhesthúsinu er haugur, sem bor- inn hefir verið frá hestunum og, i það sem verra er, frárennsli frá húsinu virðist mjög svo ábóta- vant, þannig, að þvag rennur út á lóðina og myndast við það leðja, sem er þar jafnt í þurr- viðri sem votviðri og í hitum leggur þaðan ódaun mikinn. Einn daginn, er ég átti leið þarna fram hjá, varð ég sjónar- vottur að atviki, sem knúði mig til að hripa þessar línur. Inni á umræddri lóð sá ég lítinn vask- legan snáða, á.að gizka 2—3 ára, % sem stóð þar í aurnum uppundir mjaðmir og brauzt um á hæl og hnakka til að losa sig. Eftir mik- ið brölt og erfiði tókst honum það loksins, en þá var fátt um hreina bletti á snáða, og ég hugs- aði sem svo, að hún móðir hans vissi hvað hún ætti að gera, þeg- ar hún heimti soninn heim. En mér datt jafnframt í hug, að ástæða væri til að vekja athygli heilbrigðiseftirlits bæjar- ins á þessum stað, hvort forsvar- anlegt er, að slíkt geti átt sér stað rétt við hjarta höfuðborgar- innar. — Með þökk fyrir birt- inguna. — Lindargötubúi“. Vorregn og gróður ÞAÐ hefir rignt heil ósköp undanfarna daga. Fólk hefir gert hvort tveggja í senn að ó- notast og nöldra yfir þvílíku sóðaveðri og lofsama hins vegar blessaða gróðrar döggina, sem flýtir blessunarlega fyrir vor- gróðrinum. — Það má líka sjá minna! Austurvöllur er orðinn iðgrænn og garðar bæjarins lífg- ast og grænka með hverjum degi, sem líður. Á kvöldin að vinnu- degi loknum má sjá fólk á stjái kringum húsin sín til að þrífa til eftir veturinn, lagfæra og prýða fyrir sumarið. Það þarf ekki stóran og mikinn skrúðgarð til. Fáein lítil blómabeð eða ein trjáröð eru engu síður umhyggju og alúðarverð. Því meiri unun og gleði veitist auganu, sem á að njóta þess. Betra en nokkurt fegurðarmeðal JÁ, flestum er heldur illa við að vökna úti í regni, jafnvel þótt um velkomið vorregn sé að ræða. Og þá er gripið til hinna venju- legu varnarráðstafana, regn- hlífa, höfuðklúta og hettufata. — Auðvitað á þetta fyrst og fremst við um kvenþióðina, sem verður hvað sem það kostar að varð- veita hárgreiðsluna eða hattinn — og oftast hvort tveggja. Karl- mönnunum má á sama standa, þótt beir vökni ögn í kollinn — og þó! En alltaf finnst undantekning frá reglonni. Þannig hitti ég unga stúlku núna á dögunum, sem situr um hvert færi til að fá að vera úti í rignineu, berhöfðuð og vettlingalaus. „Mér finnst dá- samlegt að finna hreint og hress- andi regnið í andlitið, það vant- aði nú ekki annað en að ég færi að keyra á mig skýlu eða snenna upp regnhlíf — skítt með allar krullur og lagningu". Það er ekki ósennilegt, að hún viti, stúlkan sú arna, að rigning- arvatn er hreinasta kraftmeðal til að halda húðinni hraustri og failegri — betra en nokkurt feg- urðarmeðal — segja þeir, sem vit hafa á. „Rústir“ úr ritgerðasafni föður hans, Sigurðar Guðmundssonar, skólameistara, er hann nefndi „Á sal“. — Er þessi ritgerð snilldarvel samdar hugleiðingar hins gáfaða manns af tilefni rústanna, sem lengi voru við Austurstræti eftir brunann mikla 1915. SAMFELLD DAGSKRÁ „HTTT OG ÞETTA um fugla“, samfellda dagskráin, sem flutt var á sumardaginn fyrsta, var bráðskemmtileg og ágætlega tek- in saman, og vel flutt. — Hildur Kalman, sem samdi daeskrána, á heiður skilið fyrir það verk, sömuleiðis þeir sem fluttu efnið, þau Arndís Björnsdóttir, Indriði Waage og Kristinn Hallsson, er söng mörg kunn lög við fugla- kvæði, og frú Jórun Viðar er lék undir á píanó. NORRÆNAR KONUR ERTNDI frú Málfríðar Einars- dóttur um norrænar konur á for- söguöld, var fróðlegt, og vel sam- ið, en því miður ekki nógu vel flutt til þess að maður nyti þess til fulls. Þeir, sem ekki hafa góða rödd fvrir útvarp, ættu að fá aðra til þess að lesa fyrir sig. ,.JÁ EÐA NEI“ ÞÁTTUR þessi, sem fhi+tar var | á laueardaginn, var hlióðritaður í Vestmannaevjum. Var þáttur- inn allgóður sem áður og brag- snillingarnir stóðu sig allir prýði- lega. Þættir þessir eru nú orðnir nokkuð margir og hver öðrum líkir, svo ég held að Sveinn Ás- geirsson mætti fara að hvíla sig á þeim. þó að hann hafi vissulega vel gert. Fulltrúar NATO landa kynnasl bandarískri lisl FULLTRÚAR níu Atlantshafs- landa eru nú á þriggja vikna ferðalagi om Bandaríkin. Kynna þeir sér 'iðallega list og tónlist A Bandaríkiunum og hlýða m. a. I á fyrirlestr? um leiklist. Fulltrúi I Islands í þessari för er Stefán Jónsson fréttamaður við Ríkis- varpið. Þátttakerdur í förinni eru meðal forustumanna þjóða sinna í list, tórlist, kvikmyndatöku, blaðamennsku útvarpsstarfsemi og sjónvarpi. Þeir munu koma við í Chieago, San Francisco, Cleveland, Washington og Willi- amsburg, auk þess sem þeir dveljast lengi í New York á Broadway, miðstöð leiklistar Bandaríkjanna. I Þeir eru frá Belgíu, Frakklandi, j fslandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi,. Portúgal, Tyrklandi. MerKIð klæBir UndiS Sigurgeir efstur HAFNARFIRÐI — Hraðskákmót Hafnarfjarðar var háð s.l. þriðju- j dag. — Sigurgeir Gíslason varð ' hraðskákmeistari að þessu sinni ■ og hlaut 7 vinninga. Næstur varð |Árni Finnsson með 5V2, Sigurður T. Sigurðsson 4V2, Jón Kristjáns- son 4Ví og Þórir Sæmundsson 4V2. — I Sem gestir tefldu þeir Jón Pálsson og Birgir Sigurðsson frá Reykjavík, og hlaut sá fyrrnefndi fle&ta; vinninga en Birgir varð þriðji.nEinnig Árni Ingimundar- son frá Akranesi og varð hann níiundi. Með þessu móti lýkur vetrar- starfsemi félagsins en það hefir verið frekar fjörugt í vetur I — G.E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.