Morgunblaðið - 29.04.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.04.1955, Blaðsíða 14
 14 MORGUNBLAÐIB Föstudagur 29. apríl 1955 DULARFULLA HUSIÐ EFTIR 3. B. PRIESTLEY Framftaldssagan 23 ef þið haldið að ég sé þannig, hafið þið alveg misst aðalatriðið“. „Ég veit ekki, Penderel“, sagði Philip. „Vandamálið er aðeins að ' vilja fá betri brauð, en hægt er að búa til úr hveiti, eins og ein- hver sagði um einhvern“. „Nei, það er ekki það“. Pend- erel var nú mjög æstur. „Það er verra en það. Það er að komast að raun um, að brauð, sem búið er til úr hveiti, er ekki þess virði rx að eta það“. £ „Það er það sama“, sagði Philip. „Mér finnst það ekki“. Hann 1 hallaði sér fram með olnbogana á borðinu og gretti sig. „Bíðið augnablik og þá skal ég segja ... ykkur hvað ég á við“. „Ég veit, hvað þér eigið við“. Þau urðu öll undrandi að heyra rödd Gladys, þau höfðu ekki bú- : izt við því, að hún mundi hafa nokkuð að segja. „Jæja, ef ég j veit ekki, hvað þér eigið við. veit ég, hvað er að yður. Þér hafið ■ ekkert til að lifa fyrir. Þér eruð aðeins að eyða tímanum og það er slæmt. Allt hefur mistekizt og nú er alltaf mánudagsmorgun — alla vikuna“. Bæði Penderel og sir Wiliiam opnuðu munnana til að tala, en röddin drukknaði í rödd, sem var bæði hávær og óvænt, svo að þau hrukku öll við. Ungfrú Femm í hafði komið aftur og kom nú að borðinu til þeirra og hrópaði til bróður síns: „Morgan er aftur seztur við flöskuna", hrópaði hún. „Ég vissi, að hann mundi bvrja í * kvöld. Hvar hefur hann fengið , það?“ Herrá Femm beit á vörina. — „Hann hefur ekki fengið það hjá mér. Geturðu ekki stöðvað hann?“ „Það er ekki hægt að stöðva jí -r hann núna. Hann er frammi í jgí eldhúsi og er þegar orðinn vit- ■ laus. Ég ætla að taka þetta af 1 borðinu, hitt verður að vera eins og það er“. Og hún tók það sem 1 eftir var af kjötlærinu og ostinn. Gestirnir höfðu staðið á fætur. Samræðurnar höfðu allar þagn- 1 að við þessa truflun. Ungfrú Femm kom aftur „Ef þessu heldur áfram. verður að gæta hans“, hrópaði hún. „Veðr- ið er að versna úti. Við erum ekki búin að bíta úr nálinni með bað“. Hún fór með brauðið og smjörið. Sir William langaði til að gera eitthvað. Hann sneri sér að herra Femm. „Hver er þessi Morgan? Þjónninn yðar? Er hann svona sláemur? Er ekki hægt að ráða við hann og senda hann í rúm- ið?“ Herra Femm leit heldur von- leysislega út og hristi nú höfuðið. íi >»Ég hef séð hann þannig einu | sinni eða tvisvar. Og þá var hann | hreinasti ruddi, hann er mjög ná- § Jægt því að vera villimaður og | þessi gestakoma hefur haft slæm áhrif á hann og þá tekur hann til É drekka og það gerir hann 1 enn verri“. „Get ég nokkuð átt við hann?“ !f sagði sir William húsbóndalega. „Ég er vanur því að eiga við ruddalega viðskiptavini. Er hann ekki stóri, ruddalegi náunginn, sem við sáum hérna við dyrnar, þegar við komum?“ „Jú, það er hann. Mjög stór, mjög ruddalegur, mjög sterkur“. Það vottaði fyrir brosi á andliti herra Femm. „Hann er einnig mállaus“. „Mállaus!" Sir William varð T^agndofa. einhvern veginn gat hann ekki ímyndað sér að eigá ■<n að tala um fyrir einhverjum, sem væri mállaus“. Herra Femm kinnkaði kolli. „Mjög sterkur, mjög heimskur og mállaus. Ég sagði, að hann væri mjög nálægt því að vera villimaður“. Hann kinnkaði aftur kolli og gekk í burtu. Sil William starði á eftir honum og fór að flauta, en ekkert hljóð heyrðist. Þessi náungi var eins einkenni- legur og þjónninn hans. Hann gekk til Waverton-hjónanna. SJÖTTI KAFLI Þegar þau höfðu öll staðið upp frá borðum, stóðu Penderel og Gladys saman. Þetta var af til- viljun, en þau voru ekki að flýta sér að fara hvort frá öðru Það var einkennilegur svipur á and- liti þeirra. Gladys leit í kringum sig og það fór hrollur um hana. „Það er gott, að ég er hér ekki alein“, sagði hún. „Mér stendur stuggur af þessum stað“. Penderel var forvitinn. „Hvað eigið þér við með alein?“ „Nei, ég meina ekki raunveru- lega, heldur með þessu fólki hérna“. „Femms-f jölskvlunni?“ Hann vonaði, að hún ætti við það. Hún mætti augnaráði hans og kinnkaði kolli. „Já, það er eitt- hvað einkennilegt við þennan mann, en litla, feita konan, með þessa hræðilegu rödd, — það er eitthvað við hana.., Hún lauk setninsunni með því að fitja upp á nefið. Penderel hafði ekki hugsað mikið um ungfrú Femm. „Hún er sjálfsagt meinlaus, gömul kerl- ing“. Gladys gretti sig dálitla stund, en sfðan brosti hún. „Hvað er klukkan?" Hann gat ekki sagt henni það. „Fvrirgefið. Ekkert úr“. „Það er undarlegur maður, sem hefur ekki úr!“ hrqpaði hún, eins og hugsunin um það gleddi hana. „En ég hef aldrei úr sjálf. Ég hef aldrei skeytt neitt um það. Hvers vegna hafið þér það ekki?“ „Mig langar næstum aldrei að vita, hvað honum líður, ég meina J tímanum; og ef mig langar til þess, eru alltaf einhverjir til að í segja mér það. Sumt fólk virðist ekki hugsa um annað. Ég held, ' að mér geðjist ekki að úrum eða klukkum. Ég held við ættum að fara að nota stundaglas og sól- skífu aftur, eitthvað, sem ekki er eins hávaðasamt og er ekki sífellt að nauða á manni, að sextíu sek- úndur séu í mínútunni“. 1 Hún virtist fremur horfa á hann en hlusta. „Þér eruð skrít- inn náungi“, sagði hún að lokum. „Ég býst við, að yður hafi verið sagt það áður?“ 1 „Nei“, svaraði hann léttúðug- ur. „Mér hefur ekki verið sagt neitt í háa herrans tíð. Ég hef oftast verið með karlmönnum, og þér vitið, að menn segja aldrei neitt slíkt, segja manni raunveru- lega aldrei neitt um mann sjálf- an“. „Ég get sagt yður eitthvað um mig“, sagði hún og gretti sig skemmtilega. „Hvað er það?“ Hann varð alvarlegur. Hún setti hendurnar fyrir munninn eins og lúður. „Ég er að deyja úr þorsta“. „Ég líka“, sagði hann hjartan- lega. „Þessar játningar hafa gert mig enn þyrstari en áður En hvað segið þér um eitt vínglas? Það er eitthvað gin eftir“. „Æ, nei, ekki fyrir mig. Ég er ekki farin að drekka tómt gin enn. Það gerir maður ekki fyrr en undir lokin. Yður mundi ekki langa til að sjá mig þamba gin. núna, er það?“ Hann játaði, að hann langaði ekki til þess. Og hann meinti það. Það var einkennilegt, hvað þetta hafði mikil áhrif á hann. Hann varð allt í einu kátur og ánægð- ur eins og unglingur. Það var ef til vill aðeins ímyndun, en það var samt sem áður einkenni- legt. Rafmagnsrakvélar Margar tegundir, fyrirliggjandi JUta L(. \ Austurstræti 14 — Sími 1687 VI LLi IVIAÐIJRI Veiðimaðurinn sat fast við sinn keip og kvaðst ekki vera hið minnsta hræddur. Og strax næsta dag lagði hann af stað inn í skóginn og hafði hundinn sinn með sér. 1 Hundurinn varð brátt var við slóð eftir eitthvert dýr, og ætlaði hann að hlaupa það uppi, en kom þá áður en varði að djúpu vatni. En um leið skaut löngum, nöktum og loðn- um handlegg upp úr vatninu og dró hundinn niður í djúpið. Þegar veiðimaðurinn sá þetta, en hann hafði dregizt aftur úr, sneri hann þegar heimleiðis og fékk í lið með sér þrjá menn með fötur, en hann ætlaði að ausa öllu vatninu úr tjörninni. j Þegar mennirnir höfðu næstum því þurrausið tjörnina, sáu þeir stóran og illilegan mann liggja á botninum. Hann var allur mjög dökkur á hörund og loðinn með afskaplega rhikið hár, sem náði allt ofan að hnjám. | Mennirnir réðust þegar á þursann og gátu eftir miklar stympingar bundið hann. Síðan fóru þeir með villimanninn heim til hallarinnar. Kóngurinn lét þegar smíða mjög öflugt járnbúr, sem sett var upp í hallargarðinum. En hverjum þeim, sem dirfðist að opna búrið, var hótað dauðahegningu. Drottningin sjálf skyldi geyma lykilinn. l Upp frá þessu var þegnum ríkisins óhætt að ferðast að vild um skóginn, því að nú var búið að taka þann fastan, sem átt hafði sök á hvarfi veiðimanna kóngs. Hófust nú aftur veiðar í skóginum eins og áður hafði verið, en villi- maðurinn sat í búrinu og undi sér að vonum mjög illa. Alhliða uppbvotta-, Jbvo//a- og hreinsunarduft allt í sama pakka %!<y. I því er engin sápa eða lút- arsölt, þess vegna algjörlega 'St óskaðlegt fínustu efnum og I dCk. hörundinu. HUSMÆÐUR! Látið „REI“ létta heimilis- störfin! Notið „REI“ í upp- þvottinn, — uppþurkun spar- ast. Gerið hreint með því,— þurkim sparast. „REI“ eyðir fitu, óhreinindum, fisklykt og annarri matarlykt, einnig svitalvkt. Þvoið allan við- kvæman þvott úr „REI“, t. d. ullar-, silki-, bómullar-, nælon-, perlon- og önnur gerfiefni, auk alls ungbarna- fatnaðar. „REI“ festir lykkj- ur. Hindrar lómyndun. Skýr- ir liti. Notið |iví heldur Verðlækkun Vandaðar alullarkápur seljast með miklum afslætti ^~elclur h.i. Austurstræti 10 — Laugavegi 116. ■•■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■4 Múrarar Steinsteypuhrærivélar 3V2 cu. fet, mjög hentugar með rafmagns eða benzín-mótor — fyrirliggjandi. 6 ÞCRSIEiHSSeHfJfllHSON i! Grjótagötu 7 — símar 3573 — 5296. Vélbáturinn Ingólfur K.E.-96 er til sölu. — Tilboð óskast í bátinn eins og hann er við vestari bryggjuna í Hafnarfirði. Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir 5. maí n. k. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. INGI R. HELGASON, lögfræðingyr. Skólavörðustíg 45 — sími 82207.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.