Morgunblaðið - 29.04.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.04.1955, Blaðsíða 16
Veðurúilii í dag: A-kaldi. Sums staðar léttskýjað. 95. tbl. — Föstudagur 29. apríl 1955 Vísindaleiðangur til Grænlands. Sjá grein á bls. 9. Verkfall boðað á kaup- skipaflotanum ÞEGAR ein báran rís er önnur vís, segir máltækið. Og nú, Þegar hinu langa verkfalli er lok- ið og verzlunarflotinn getur farið að losa landfestar, eftir annað langvinnt verkfall, sem valdið hefur stöðvun flotans, er þriðja verkfallið yfirvofandi. hefur Hinn 1. júní næstkomandi stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur boðað verkfall á verzlunarflotanum. Það er kaup og kjarasamningar háseta, er þá falla úr gildi. Vonandi tekst að forða þessu verkfalli, en hafi samning- ar þá ekki tekizt og verði verk- fallsboðuninni ekki frestað, þá munu kaupskipin stöðvazt er þau koma úr fyrstu ferð sinni að utan að þessu langa verkfalli loknu. Milli 50 60 lestir ú pósti stöðvaðist í verkfalliim IDAG og næstu daga verða annir hjá póstmönnum einna lík- astar og um jólahátíðina. Mi,l; 1800 og 1900 póstpokar, sem hver um sig vegur um 30 kg, liggja í skipunum þar af í Gullfossi, i sem var væntanlegur með morgninum, um 12f pokar, í Kötlu 400 og afgangurinn í öðrum skipum og hjá tollinum. Þar eru 24 flug- | póstpokar, sem hafa legið geymdir frá því í byrjun verkfallsins. Mynd þessa tók ljósm. Mbl. við Reykjavíkurhöfn í gær. Verkfallssvipurinn er þá enn á henni. A myndinni sjást fimm af Fossum Eimskipafélagsins og eitt erlent flutningaskip. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) TJALDAÐ í PÓSTHÚS- PORTINU Síðdegis í gær voru póstmenn 'önnum kafnir við að undirbúa hið mikla starf við afgreiðslu póstsins. Við munum tjalda yfir portið hér við pósthúsið, því að ekkert rúm er fyrir svo mikinn póst í sjálfu pósthúsinu, sagði Sveinn Björnsson, póststjórnar- íulltrúi, í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. AUKAMENN TIL STARFA Póstþjónustan mun gera það, sem í hennar valdi stendur til Ferðir strætisvagna óbreytlar FERÐIR strætisvagnanna munu ekki breytast frá því sem þær eru nú fyrstu dagana eftir að Verkfalli lýkur, þar sem viðgerð verður að fara fram á þeim vögn- um, sem bilað hafa. Má búast við að ferðirnar verði ekki komnar í eðlilegt horf fyrr en á mánudag eða þriðju- dag í fyrsta lagi. H.f.P. mótmælir ofbeldisaðgerðum bmmúnista Stjórn H.Í.P. samþykkti á fundi sínum í gær eftirfarandi ályktun „Stjórn Hins íslenzka prent- arafélags mótmælir harðlega þeirri ákvörðun meiri hluta 1. maí nefndar verkalýðsfé- laganna, að meina fulltrúa Bifreiðastjórafélagsins Hreyf- ils að starfa í nefndinni. Sýnt er, að þetta tiltæki muni til þess fallið að koma í veg fyrir að eining megi takast um há- tíðahöld dagsins, og lítur stjórn H.Í.P. svo á, að 1. maí nefndin verði með engu móti talinn réttur aðili til þess að fella dóm um þær sakir, sem á fulltrúa þennan kunna að vera bornar. „Stjórn H.Í.P. beinir þess vegna þeim tilmælum til þeirra fveggja prentara, sem sæti eiga í I. maí nefnd, að þeir leggi niður störf sín í nefndinni, meðan þessu fer fram“. þess að hraða póstafgreiðslunni, meðal annars með því að taka upp sama fyrirkomulag og um stórhátíðir, að kalla aukamenn til starfa. Eigi að síður n. Un það taka nokkra d; að aigreiða þennan póst alla . sagði Sveinn, og verður sennilega byrjað á Norðurlandapóstinum. í Pósthúsinu eru um 30 póst- pokar, sem innihalda bréf og póstsendingar héðan til útlanda. Góður affi SANDGERÐI, 28. apríl — Gott sjóveður hefur verið undanfarið og hafa bátarnir aflað vel. Veiðin hefur verið frá 6%—12 lestir eftir hvern róður, mestmegnis þorsk- ur. Má segja að fiskurinn sé uppi í landssteinum, þar sem bátarnir eru aðeins 15—20 mínútur að sigla á miðin. — Axel. Unnið allan sólar- hringinn að sorp- hreinsun EITT AF ÞVÍ, sem olli fólki mikl- um óþægindum í verkfallinu var að ekki vur hægt að losa sorp- tunnur. Við hús manna eru allar tunnur fyvir löngu fullar orðnar og sorpið farið að hrúgast upp kringum tunnurnar. Borgarlæknisembættið leggur svo mikla áherzlu á að hraða sorphreinsuninni í öllum bænum, að unnið verður í vöktum allan sólarhring’nn næstu daga, unz búið er að hreina bæinn. Orðsending til bifreiðneigendn frn Happdrætti Sjálfstæðisfl. ÞE G A R á fyrsta söludegi var mikil eftirspurn eftir miðum í hinu glæsilega bílhappdrætti Sjálfstæðisflokks- ins. Bifreiðaeigendur, sem vilja tryggja sér miða með númeri bifreiða sinna, ættu því að hafa nú þegar sam- j band við skrifstofu liappdrættisins í Sjálfstæðishúsinu — sími 7100 — því að margir biðja um ákveðin númer og verða þau seld þeim, sem fyrstir biðja um þau. | Dönsk blöð segja: Yfir 20.000 lestir ar vörum í kaupskipunum Allur Eimskipafélagsfloi inn í höfn IDAG er hafnarverkamenn hefja vinnu á ný eftir hið langa verk« fall, liggur fyrir þeim að losa vörur úr nær öllum verzlunarflota landsmanna, sem stöðvast hefur af völdum verkfallsins. Innan-: borðs munu skipin hafa alls milli 20.000—25.000 tonn af hverskon- ar vörum, allt frá matvælum og saumavélum, til bíla og landbún- aðarvéla. t dag verða öll skip Eimskipafélagsins í höfn hér i Reykjavík, en alls eru þau farmskip og togarar, sem stöðvast hafa, innlend og erlend, 25 talsins. ALLIR MEÐ FULLFERMI Fyrir n >kkru voru allir Foss- arnir stöðvaðir vegna verkfalls- ins, að Gullfossi undanskyldum. Hann er væntanlegur í dag. Allir eru þeir með fullfermi af vörum, svo sem matvöru, hráefni til iðn- aðar, vélar ýmiss korar stykkja- vöru og miklum fjölda bíla, nokk uð af landbúnaðarvélum og til- búnum áburði Þá liggur kaffiskipið Arnarfell vestur við Ægisgarð, en það kom með kaffi frá Brazilíu skömmu eftir að verKfallið hófst. Þá liggja í austur-böfninni, athafnasvæði togaranna 10 togarar, sem allir eru með saltfisk. Af þeim eru 5 togarar Bæjarútgerðarinn- ar. Loks eru tvö erlend skip, sem eru með s?!t. OLÍUSKIP Uppi í Hvalfirði liggui ítalska olíuskipið Smeralda, sem bann- lýst var af verkfallsstjórn og síð- an kyrrsett af ríkisstjórninnL Það er nieð brennsluolíufarm. Hefði skjótlega rekið að brennslil olíuskorti og stöðvun togaraflot- ans, ef þessi farmur, sem skipið er með, verið seldur úr landi. Fyrir utan eyjar hefur norska olíuflutningaskipið Reila legið um nokkrri skeið, en það er með benzíu. , j I 3 VIKUR Um það, hve langan tíma það mun taka að losa Fossana og önnur þau skip, sem hér í Reykja víkurhöfn bíða losunar, er ekki unnt að sfegja. Allt er undir því komið, að nægilega margir menn fáist til sxarfa, en fljótt á litið er ekki ósennilegt, að það muni taka allt að 3 vikur. ___________________ 1 Islenzk öfl ráða alburðunuum í Klakks vík - Halvorsen boðin staða í Reykjavík Einkaskeyti frá fréttaritara MBL. í Kaupm.h. DÖNSK blöð ræða nú um Klakks víkurdeiluna og eru fréttir sumra þeirra fáránlegar. Berlingske skrifar: Færeying- ar velta því nú mjög fyrir sér, hver standi á bak við óeirð- irnar. Manna á milli gengur þar sú saga að Klakksvík hafi þegið aðstoð frá íslenzkum öflum, sem áhuga hafi á því, að allsherjarverkfall sé sam- tímis í Færeyjum og á íslandi. Ekstrabladet skrifar: Halvor- sen læknir hefur nú fengið boð um læknisstöðu á íslandi. Þannig skrifa dönsku blöðin þessa dagana. Heyrzt hefur nú, hér í Kaup-| mannahöfn, að danska stjórnin íhugi að bjóða Færeyingum sætt- ir. Verði það boð þegið, þá muni sérstök sáttanefnd verða send þegar í stað til Færeyja. Meðal Færeyinga kemur fram kuldi í garð Dana. Þykir stuðn- ingsmönnum landsstjórnarinnar, að danska stjórnin hafi svikið hana. Segja þeir að landganga lögregluliðsins hefði verið mögu leg á mánudaginn — en nú sé tækifærið gengið úr greipum, þar sem Klakksvíkingum hafi verið gefinn tíma til að skipuleggja varnir. Annað, er mikla athygli vekur, er það, að meðal verkafólks í Færeyjum gætir þegar mikillar andúðar og gremju yfir verkfall- inu. Verkalýðsstjórnin lætur samt ekki bilbug á sér finna og hefur skorað á Iandsstjórnina að segja af sér. —Páll. Minkur unninn NOKKUÐ hefir orðið vart við mink í Miðfjarðará að undan- förnu, en hun er sem kunnugt etS ágæt laxveiðiá. Nýlega elti hundur, er sr. Gísli Kolbeins á Melstað á, upp minlc og vann á honum með aðstoð unglingspilts. Þessi hundur sr. Gísla hefir áður getið sér orð sem veiðihundur. Er sr. Gísll var í Sauflauksdal, varð hund- urinn t. d. tveimur tófum að bana. Þá bar það við ekki alls fyrir löngu, að minkur var skotinn f fjósinu að Brekkulæk í Miðfirði. Hafði hann gert sig þar of heima- kominn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.