Morgunblaðið - 30.04.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 30.04.1955, Síða 1
16 síður uublaíití) 12. hrgaogar 96. tbl. — Laugardagur 30. apríl 1955 PrentstniSj* Morgunblaðsini Yfirlýsing Bjama Benediktssonar dómsmálaráðherra á fiiiidi fnlltriiaráðs Sjáifstæðisfélaganna í gærkvöldi: RíkLSstjórnin mun standa á móti verhhækkunum og reyna að halda föstu skráðu gengi krónunnar En hún megnar ekki að snúa við lögmáium efnahagsiífsins FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hélt í gær- kveldi mjög fjölmennan fund í Sjálfstæðishúsinu, þar sem verkfallið og áhrif þess voru aðalumræðuefnið. Var Bjarni Bene- diktsson dómsmálaráðherra frummælandi. Flutti hann ágæta ræðu þar sem hann rakti gang vinnudeilunnar, ræddi framkvæmrt verkfallsins og úrslit þess. — Var ræðu hans mjög vel tekið af fundarmönnum. Jóhann Hafstein, formaður fulltrúaráðsins, setti fundinn og stjórnaði honum. Óskaði hann fulltrúaráðsmönnum gleðilegs sum- ars, og þakkaði þeim starfið innan Sjálfstæðisfélaganna á hinum liðna vetri. HVAÐ HEFUR ÁUNNIZT? Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra hóf ræðu sína með því að varpa fram þeirri spurn- ingu hvað áunnizt hefði fyrir verkalýðinn með sex vikna verk- falli. Ef miðað væri við 8 stunda vinnudag hefðu kröfur verið gerðar um það bil 37—50% kaup- hækkun. En launahækkunin sem samið hefði verið um hefði ver- ið 11—12% auk atvinnuleysis- tryggingasj óðsins. f upphafi verkfallsins hefðu vinnuveitendur boðið fram 7% hækkun. Ef leiðtogar verk fallsmanna hefðu þá lækkað kröfur sínar ofan í það, sem umtalshæft var, væri senni- legt að tekizt hefði að stytta verkfallið að miklum mun. BAR PÓLITÍSKAN BLÆ Ráðherrann benti síðan á, að verkfallið hefði stöðugt borið pólitískan blæ. Minnti hann í því sambandi á vinstristjórnarbrölt Alþýðusambandsins. Hann drap þvínæst á ofbeldi kommúnista og aðrar lögleysur á vegum úti. — Auðsætt hefði verið að kommún- istar hefðu viljað efna til á- rekstra og átaka. RÍKISSTJÓRNIN LAGÐI SIG FRAM UM SÆTTIR Bjarni Benediktsson minnt- ist þvínæst stuttlega á þær ásakanir kommúnista á hann sjálfan, að hann hefði reynt að spilla fyrir sáttum í vinnu- deilunni. Sannleikurinn væri sá að ríkisstjórnin hefði stöð- ugt reynt að leggja sig fram um að finna lausn á deilunni. Hefði Ólafur Thors forsætis- ráðherra haft þar forystuna, en aðrir ráðherrar stutt hann þar eftir fremsta megni. Allt sem Þjóðviljinn hefði sagt um afstöðu dómsmálaráðherra í þessum efnum væri tilhæfu- laust frá rótum. Dómsmálaráðherra varpaði síð- an fram þeirri spurningu hvort friðsamt fólk í landinu vildi una því, að slíkar lögleysur, sem kommúnistar hefðu haft í frammi í þessu verkfalli héldu áfram, að vald hnefans og réttleysi væri látið ráða hér ríkjum? RANGT AÐ TALA UM KJARABÆTUP. í sambandi við þá kauphækk- un, sem orðið hefði, væri rangt að tala um kjarabætur, sagði ráðherrann. Hækkun á verði landbúnaðarafurða, iðnaðarvara og ýmiskonar þjónustu hlyti að fylgja í kjölfar samninganna. Út- gjöld ríkisins að vaxa og skattar að hækka. Ef ekki yx-ðu breyting- ar á aflabrögðum og verðlagi sjávarafurða væri nærri víst að Bjarni Benediktsson auka þyrfti hlunnindi til handa útveginum og þar með álögur í einu formi eða öðru. Byggingar- kostnaður hlyti einnig að hækka. Auffvitað mun ríkisstjórnin standa á móti öllum verffhækk unum og gera allt sem í henn- ar valdi stendur, sagði Bjarni Benediktsson, til dæmis til þess að halda föstu skráðu gengi krónunnar. En hún megnaði ekki að snúa við lög- málum efnahagslífsins. Raun- verulegustu kjarabæturnar fengjust með bættum við- skiptakjörum út á við og auk- inni framleiðslu. I>að væri leiðin til bættra lífskjara. Ráðherrann minntist því næst á, að nauðsyn bæri til þess að endurskoða vinnulöggjöfina og tryggja jafnframt að hægt væri að framfylgja henni. Hann ræddi þvínæst nokkuð um nauðsyn þess að vitneskja lægi fyrir um greiðslugetu atvinnuveganna á hverjum tíma. Væru rannsóknir á slíkum atriðum tiðkaðar meðal annarra þjóða. NAUÐSYN ÖFLUGRAR Y ERKALÝÐSIIREYFINGAR Bjarni Benediktsson ræddi því- næst nokkuð hlutverk verkalýðs- hreyfingarinnar. Hann kvað þjóð félagið ekki geta verið án öflugr- ar verkalýðshreyfingar. En það Framh. á bls. 2 Kampmann í Fœreyjum • KLAKKSVÍK, 23. apríl. Danski fjármálaráðherrann, Viggo Kampmann, kom í dag flugleiðis til Þórshafnar á Færeyjum frá Prestvík, en þar varð hann að bíða hagstæðra lendingarskilyrða við eyjarn- ar eins og áður hefir verið skýrt frá. Sem fulltrúi dönsku stjórnarinnar hefir Kamp- mann heimild til að ræða við báða aðila í læknadeilunni og jafnframt að reyna að miðla málum milli landsstjórnar- innar færeysku og bæjarstjórn arinnar í Klakksvík. • Hófst Kampmann þegar, handa. Fyrst ræddi hann við umboðsmann dönsku stjórn- arinnar. Elkjær-Hansen, lög- j manninn Djurhuus og lög- reglustjórann í Þórshöfn. Fór Djurhuus fram á það við Kampmann, að hann gerði grein fyrir, hver væri afstaða dönsku stjórnarinnar til lækna deilunnar. • Síðdegis í dag fór Kamp- mann til Klakksvikur til að hitta fylgismenn Halvorsens' að máli og leita fyrir sér um, hvort hægt væri að hefja samn. ingaviðræður tafarlaust. — Hafði bæjarstjórnin boðið Kampmann til Klakksvíkur til að líta á viðbunað bæjar- búa. Þeir fulltrúar bæjar- stjórnarinnar, er undanfarið hafa dvalið í Þórshöfn, fóru með Kampmann til Klakks- i víkur. Sneru þeir aftur til Þórshafnar í gærkvöldi. • Sjö fulltrúar sitja í bæjar- stjórn í Klakksvík og fóru fimm beirra til Þórshafnar.; Höfðu heir lagt þá tillögu fyr-1 ir Kampmann, að sveitar- stjórnir á Norðureyjunum fengju að láta í Ijósi álit sitt um, hvernig leysa skyldi læknadeiluna. Því var fleygt, að Kampmann hafi fallizt á að hitta 15 bæ.iarstjóra og odd-' vita á Norðureyjunum að máli. Eftir að hafa rætt við sveitastjórnarmenn mun Kampmann eiga fund með landsstjórninni enn á ný. • Allt bendir til þess, að Klakksvikurbúar séu viðbúnir því, að samningaumræður muni tuka langan tíma, en landsstjórnin rær að því öll- um árum að deilan verði leyst sem skjótast. Allsherjarverk- fallið heldur áfram. —Reuter —NTB Bardagar geisa — eldar brenna — á götum Saigon Ngo Dinh Diem neitar að fara á fund Bao Dai keisara — vill ekki láta af æðstu stjórn hersins. Saigon, 29. apríl. ERJUR þær, er undanfarið hafa staðið á götum Saigon, höf- uðborgar Vitnam, urðu að blóð- ugri borgarastyrjöld, er til mik- illa átaka kom milli hersveita stjórnarinnar og málaliðs sértrú- arflokksins, Binh Xuyen, í morg- un. Barizt var í fyrstu í miðhluta borgarinnar, og talið er, að alls 1500 manns hafi fallið og særzt, en rúmlega 20 þús. manns hafa misst heimili sín, þar sem miklir eldar komu upp í íbúðahverfum borgarinnar. Slökkvilið borgar- innar gat ekkert aðhafst og standa nú heilar húsaraðir í björtu báli. Harðir bardagar geisuðu einkum í kínverska hverfinu. Óstaðfestar fregnir herma, að hersveitum ríkisstjórnarinnar hafi tekizt að hrekja her sér- trúarflokksins út í úthverfin eða jafnvel út úr borginni. Síðdegis í dag geisuðu harðir bardagar um kvikmyndahús eitt í borginni og tókst hersveitum ríkisstjórnarinnar að ná því á sitt vald með leifturárás. — Frá byggingu þessari hafa hersveitir ríkisstjórnarinnar góða aðstöðu til að gera stöðugar árásir á þá leið, er liggur að aðalbækistöðv- um Binh Xuyen. • . | A fimmtudaginn fekk yfirhers- 1 höfðingi stjórnarinnar í Suður- Vietnam, Van Vy, skipun frá keisara Suður-Vietnam um að taka við æðstu stjórn hersins af Ngo Dinh Diem, forsætisráð- herra. Hins vegar boðaði hann forsætisráðherrann á sinn fund í Cannes í Frakklandi, en þar hef- ir Bao Dai dvaldizt um all langt skeið. í dag lýsti Ngo Dinh Diem yfir því, að hann myndi ekki láta af æðstu stjórn hersins né fara til fundar við keisarann í Cannes. Stjórn Suður-Vietnam styður neitun Ngo Dinh Diem og telur návist hans nauðsynlega í Sai- gon. Nokkrir liðsforingjar og yfirmenn í hernum hafa hins vegar tjáð sig fylgjandi því, að yfirhershöfðinginn tæki í sínar hendur æðstu stjórn hersins. Van Vy er mikill vandi á höndum vegna þessa. Á laugardag býst hann við að hafa náð stjórnarhernum á sitt band og hafa ráð hersveita sértrúarflokksins í höndum sér. Mun hann þá leggja sig fram við að koma á vopnahléi. Ngo Dinh Diem þrjóskast samt við og hefir komið á fót sínum eigin bækistöðvum og stýrir herj um sínum þaðan — mestur hluti hers hans mun vera frá Suður- Vietnam, en þaðan er Ngo Dinh Diem ættaður. — Reuter-NTB. if RÓMABORG, 23 apríl. — Gio- vanni Gronchi, sem tilheyrir vinstra armi kristilega demó- krataflokksins, var í dag kjörinn forseti Ítalíu. Forsetinn er kjör- inn til sjö ára. Hann er 67 ára gamall og tekur við að Luigi Ein- audi, sem er 81 árs að aldri. — Gronchi hefir undanfarið verið forseti neðri deildar þingsins. Orsöhin smit- un — ehhi bólnsetning ★ WASHINGTON, 29. apríl. — Heilbrígðisyfirvöldin í Kali- forníu skvrðu svo frá í dag, að tólf börn, sem bólusett höfðu verið með Salk-bóluefninu, hefðu veikzt af Icmur.arveiki — hefði veikin samt ekki enn haft alvarlegar afleiðingar. ★ Áður hefir verið skýrt frá því, að fiinm börn veiktust, eftir að þau höíðu verið bólusett með Salk-hóluefninu, og lömuð- ust. í fjórum tilfellum var hér um að ræða bóluefni frá Cutter- rannsóknarstofunni i Kaliforníu og var framleiðsla bóluefnis þegar stöðvuð og hafin rannsókn í málinu. En þó er talið miklu liklegra, að börnin hafi smitazt af lömunarveiki, áður en þau voru bólusett. ★ Öll sýktust þau, áður en vika var liðin frá bólusetningunni, en venjulega liemur lömunarveikis- smitun ekki fram fyrr en eftir 10—14 daga. Fimmta barnið veiktist einnig eftir fáeina daga. Það hafði verið bólusett með bólu efni frá verksmiðju í Indiana- polis. Hafa bandarísk heilbrigðisyfir völd hvatt foreldra til að láta bólusetja börn sín eftir sem áður, þar sem ganga megi út frá því sem vísu, að hér sé smitun um að kenna en ekki bólusetningu. Jafnframt hafa heilbrigðisyfir- völdin lagt áherzlu á, að virkt varnarefni myndist ekki í líkama barnsins fvrr en mánuði eftir bólusetninguna. —Reuter —NTB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.