Morgunblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIB Sunnudagur 1. maí 1955 Sjötugur 1 dag: ! Jónas Jónsson fyrrverandi ráðherra JÓNAS JÓNSSON, fyrrverandi ráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, á í dag sjötugs- 'afmæli. — Hann er fæddur að Hriflu í Bárðardal og voru for- j-eldrar hans Jón Kristjánsson, ihóndi og kona hans Rannveig ijónsdóttir. Jónas Jónsson lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri árið 1905. Síðan stund- aði hann nám erlendis, bæði á lýðháskólanum á Askov, í Berlín, Oxford, Lundúnum og París. — Stóð þessi námsdvöl hans erlendis |írá 1905—1909. — Ennfremur fjkynnti hann sér skólamál er- lendis. Skömmu eftir að Jónas Jóns- son lauk námi sínu gerðist hann kennari við Kennaraskólann. Stundaði hann kennslu þar árin j 1909 til 1918. En þá varð hann skólastjóri Samvinnuskólans og liefur verið það síðan, að undan- teknum þeim árum er hann gegndi ráðherraembætti. " Jónas Jónsson hóf ungur þátt- töku í stjórnmálum. Var hann einn af forgöngumönnum að stofnun Framsóknarflokksins og xim 30 ára skeið einn af aðalleið- togurn hans. Árin 1934—1944 var ,liann formaður flokksins. Hann Var einnig einn þróttmesti braut- xyðj andi ungmennafélagsskapar- ins og samvinnuhreyfingarinnar. Á þing var hann fyrst kosinn árið 1923, þá sem landkjörinn þingmaður. En er landkjörið var 3agt niður árið 1934, gerðist hann þingmaður ættarhéraðs síns, S.- l>ingeyjarsýslu. Var hann þing- maður þess fram til ársins 1949. Þegar Framsóknarflokkurinn myndaði sína fyrstu ríkisstjórn, ráðuneyti Tryggva Þórhallsson- ar, árið 1927, varð Jónas Jóns- son dómsmálaráðherra. Jafnhliða flokksforystu sinni var Jónas Jónsson um langt skeið mikilvirkasti blaðamaður Fram- sóknarflokksins. Ritaði hann mik inn fjölda greina í Tímann. Enn- fremur var hann um árabil rit- stjóri Skinfaxa og Samvinnynn- ar. Þá hefur hann ritað og gefið út bækur og ritlinga, þar á meðal Verkföil og kjarabœfur j íslandssögu handa börnum. Einn- j ig hefur hann tekið að sér að . rita kafla í íslandssögu Menn- ingarsjóðs. Má raunar segja að hann hafi skrifað um flesta hluti og látið sér fátt mannlegt óvið- komandi. Óhætt er að fullvrða, að Jónas Jónsson sé einn af fyrirferðar- mestu stjórnmálamönnum Is- lendinga á þessari öld. Fjölhæfni hans, gáfur og ekki hvað sízt ritfærni hans, skipuðu honum í fremstu röð samtíðarmanna sinna. Um hann stóð eins og vænta mátti stormur og styrr meðan hann var í fremstu víg- linu í hinni návígiskenndu ís- lenzku stjórnmálabaráttu. Hin síðari ár hefur hann dregið siw að mestu út úr stjórnmálum. Síðan árið 1944 hefur hann þó geUð út stjórnmálaritið Ófeig. Jónas Jónsson er kvæntur Guð- rúni.i Stefánsdóttur frá Grana- stöðum í Köldukinn. Eiga þau tvær dætur. Þessi roskni stjórnmálamaður og bardagamaður nvtur nú Vvrrðar orr friðar efri ára sinna. En hann horfir vökulum augum á T-ás viðburðanna og dregur af þoim s;nar ályktanir. Hann hefur ennþá sinn boðskap að flvtja og penni hans heldur fyrri ein- kennum enda þótt tímarnir hafi breytzt og mennirnir með. ÞEGAR reykvískur verkalýður, að þessu sinni safnast saman til hátíðahalda 1. maí, kemur hann út úr eldraunum sex vikna verkfalls er valdið hefur mill- jónatjóni. J Það er því ekki að ástæðulausu j að einmitt í dag vakni margur til ; umhugsunar um það, hvort ekki sé hægt að afstýðra slíkum að- gerðum og skapa launþegum réttlátar kjarabætur, án þess að fyrir þær þurfi að fórna stórum hluta þjóðarteknanna. ^ ÞARF AÐ ENDURSKOÐA . VINNULÖGGJÖFINA? Með lögunum um stéttarfélög ■ og vinnudeilur frá 11. júní 1938, i setti Alþingi ákveðnar reglur um ; réttindi stéttarfélaga, afstöðu þeirra til atvinnurekenda og um sáttatilraunir í vinnudeilum, auk sérákvæða um Félagsdóm. Löggjöf þessi hefur vissulega greitt úr margri vinnudeilunni og afstýrt löngum verkföllum, enda þótt hún hafi ekki alltaf komið að því gagni, er til var ætlazt. I Þegar þess er gætt að lög þessi eru nær 17 ára, en á þeim árum hefur orðið stórkostleg breyting á atvinnulífi þjóðarinnar og hagsmunasamtök launþega og at- vinnurekenda eflzt að skipulagi og styrkleika, er ástæða til þess að ætla, að lögin þurfi að endur- skoða. Ekki sízt með tilliti til ýmissa vafasamra aðgerða, sem framkvæmdar eru í verkföllum gagnvart óviðkomandi aðilum og valda þeim oft miklu tjóni. eftír Sigurð Guðm. Sigurbsson, múrara PAO: Þetta blóm táknar hjarta mitt. Kannske berst það með vind- um örlaganna þangað sem því er ætlaður staður. HAITANG: Þér eruð svo íhugull! Á ég að skemmta yður? Á ég að dansa? Ég kann dans árstíðanna fjögra, dans sunnanvindsins og gleðidans húsguðanna. Þjóðleikhúsið hefur nú sýnt Krítarhringinn fjórum sinnum og er 5. sýming í kvöld. Eins og sjá má af myndinni eru búningar mjög glæsileglr. Haitang er leikin af Margréti Guðmundsdóttur, en Pao prins af Róbert Arnfinnssyni. SAMEIGINLEGUR SAMNINGSTÍMI Sú stefna hefur verið ráðandi innan verkalýðsfélaganna að hafa sem stytztan samningstíma og uppsagnarfrest. — Veldur það óvissu um margan atvinnurekst- ur o'g gerir verkfallshættuna meiri. Er líka reynslan sú, að vinnudeilur vofa yfir á hverri árstíð og er einu verkfallinu lýk- ur tekur annað við. | Fyrir þjóðarheildina er því nauðsynlegt að samræma gildis- ! tíma og uppsagnarákvæði samn- ' inga verkalýðsfélaganna, svo komizt yrði hjá mörgum vinnu- ! deilum sama árið. I Hitt er ekki síður, að nota upp- 1 sagnarfrestinn til samningsvið- I ræðna, svo að ekki þurfi að koma til vinnustöðvunar. í því efni fara hagsmunir beggja aðila sam- an og ætti því að leggja meiri áherzlu á það atriði en gert hef- ur verið, ef verða mætti til þess, að afstýra vinnustöðvun. ENDURSKOÐUN VÍSITÖLUNNAR I Verkalýðsféiögin rökstyðja hinn stutta samningstíma og upp- sagnarfrest, með þeirri óvissu, er nú er um allt verðlag, en hin lög- boðna uppbót launþega, vísital- an, gefi ekki rétta mynd af hækk- andi verðlagi, einkum eftir að umreikningur hennar var gerður . með gengislögunum frá 1951. Þótt deila megi um þær ein- ingar, sem lagðar eru til grund- vallar að þeirri vísitölu, mun flestum ljóst, að þar er ekki nægilegt tillit tekið til þarfa ein- staklingsins, einkum er snertir hinar brýnustu nauðsynjar og á það ekki sízt þátt í kröfum um hækkandi grunnkaup. Að því leyti er endurskoðun vísitölunn- ar nauðsynleg, því tíðar grunn- j kaupshækkanir skapa of miklar í verðsveiflur í hagkerfi þjóðar- innar og hafa lamandi áhrif á j margan atvinnurekstur. HÆKKANDI KAUPGJALD | j VELDUR HÆRRA VERÐLAGI ! Barátta verkalýðsfélaganna fyrir bættum hag meðlima sinna hefur nær eingöngu miðazt við hærra kaupgjald, enda þótt reynslan hafi sýnt, að hækkandi kaupgjald valdi hækkandi verð- lagi á flestum nauðsynjum, er rýrir fljótt allar kjarabætur. Auk þess, að hver verðhækkun hefur lamandi áhrif á efnahag þjóðar- innar og veldur raunverulegri Sigurður Guðm. Sigurðsson. eigna rýrnun hjá fjölda launþega. Aðal framleiðsluvörurnar eru líka háðar erlendum viðskiptum, þar sem hækkandi framleiðslu- kostnaður dregur úr sölumögu- leikum. Er líka svo komið, að aðal atvinnuvegurinn — og sá eini er skapar erlendan gjald- eyri — er rekinn með beinum og óbeinum styrkjum, er nema tug- um milljóna á hverju ári. Þótt verkalýðsfélögin hafi til þessa látið sig minna varða, að knýja fram almennar verðlækk- anir, er þó fjölda launþega þegar RéfSa myndin ljóst, að lækkandi verðlag er 1 raunverulegasta kjarabótin, er jafnvel getur skapað meira at- vinnuöryggi en milljóna sjóðir. SAMSTARF TIL HAGSBÓTA Alþingi hefur nýlega afgreitt tillögu um skipun samvinnu- nefndar atvinnurekenda og verka lýðssamtaka t.il þess, að finna grundvöll að kaupgjaldsmálum. Starf þeirrar nefndar getur orðið mjög þýðingarmikið fyrir atvinnulífið og vonandi ber það raunhæfan árangur, er dregur úr verkföllum og vinnudeilum. Samstarf atvinnurekenda og verkalýðssamtakanna, er ekki síður nauðsynlegt til þess að vinna að lækkandi verðlagi og þar ætti þriðji aðilinn, ríkisvald- ið að vera með. Það samstarf gæti skapað laun- þegum raunhæfar kjarabætur og forðað þeim frá helgreipum langra og skaðlegra verkfalla. S. G. S. Bærinn fær húsið !>vv«i-..lw»r<í“ í staðinn Á FUNDI sínum á föstudaginn samþykkti bæjarráð tillögu til Barnavinafélagsins Sumargjafar, varðandi byggingu nýrrar borgar, sem reist verður í Vesturbænum, einhvers staðar í hinum nýrri hverfum hans. Bæjarráð gerir það að tillögu sinni, að Sumargjöf skipti við Reykiavíkurbæ á húseigninni Tjarnargötu 33, Tjarnarborg, en’ bærinn byggi hina nýju borg, sem í verði dagheimili og leikskóli. Ste! höfðar má! gego Þetta er myntl sú af styttu f'ransk- pólsku myndhöggvarans Zadkine, sem bíi'tast átli í Hollandsbréfi í blaðinu í gær. Af misgáningi var þar í licnnar s!r.S mynd af verki eftir okkar íslenzka Guðmund frá Miðdal. „Hinn eilífi Olympíueld- ur“. .Stytta þessi er nú staðsett í Háskóla slands, en var til sýnis ó Olympíusýningunni í Helsingfors árið 1932. — Verkfailið hefur ekki verið heðað í FÖSTUDAGSBLAÐINU var frá því skýrt að verkfall hefði verið boðað á kaupskipaflotanum frá 1. júní n.k. Vakti sú frétt að vonum mikla athvgli, nú þegar lokið er öðru verkfallinu á þessu ári, er valdið hefur langri stöðv- un íslenzka flotans. Garðar Jónsson, form. Sjó- mannafélagsins, hefur beðið blað ið að leiðrétta þessa frétt. Verk- fall hefur ekki verið boðað. Hins vegar hefur samningum verið sagt upp frá 1. júní en það er von stjórnar Sjómannafélagsins, að ekki þurfi að koma til verkfúlls, en samningar takist fyrir áður- nefndan tíma. Verkfall getur Sjó- mannafélagið hins vegar boðað með viku fyrirvara eftir að samn- ingum hefur verið sagt upp með löglegum fyrirvara. FÉLAGIÐ Stef hefur sent blað- inu tilkynningu um að það hafi nú ákveðiö að hefja málsókn gegn stjorn varnariiðsins x Keflavík fyrir óheimilan flutn- ing tónverxa Hefur stefna ver- ið gefin út á hendur fjármálaráð- herra, en :il vara á hendur Don- ald R. Hutchinson yfirmanni varnarliðsir.s. Mál þetta er höfð- að sérstaklega vegna óheimila flutnings á fjórum lögum, sera Stef hefur umboð til að inn- heimta höfundarlaun á. Síðar er ætlun Stefs að láta höfða refsimál gegn yfirmanni varnarliðsins fyrir hinn óheimila flutning. í tilkynningu Stefs er sagt frá því, að félagið hafi sent aðvör- unar og mótmælaskeyti til Eisen- howers fo”3eta Bandaríkjanna og Gruenther yfirmanns herja At- lantshaf sbandal gsins. Þá er og skýrt frá því, að al- þjóðaþing félaga til verndar höf- undarrétti tónverka hafi eam- þykkt á síðasta ári mótmælayfir- lýsingu vegna lögbrota útvarps- stöðva bandaríska hersins. Góðitr árangur á viðræðufundi BONN, 30. apríl — Þeir Aden- auer forsætisráðherra og Pinay utanríkisráðherra hafa setið á viðræðufundum um sameiginleg hagsmunamál Frakklands og Þýzkaland5- Umræður þeirra eru á breiðum grundvelli um stjórn- mál, viðskiptamál og efnahags- mál. Sérfærðingar hvors um sig ræðast jaÞ framt við — m. a. um Saarmálin. Ganga samningar þessir vel og lýsa báðir aðiljar ánægju yfir árangrinum. Reutefl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.